Þjóðviljinn - 25.02.1984, Qupperneq 17
i-fcvl •feiii'H: d£—.!;£ fústaít '■>'/!, *í\'íV}’,'í -
Helgin 25.-26. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 17
Erum við afkomendur þræla?
Víkingarnir voru vanir að berjast fyrir sínu, segir Jóhann
Geirharðsson hafnarverkamaður og stjórnarmaður í Dagsbrún
Samningar hafnarverkamanna
Væ.gi umsamins
álags minnkar
Þjóðviljinn hefur skýrt frá því hvernig hinn nýi samningur ASÍ og VSÍ
kæmi út gagnvart verkakonum í fískvinnu sem vinna samkvæmt bónus-
kerfi. Dagsbrúnarmenn við höfnina eru heldur ekki ánægðir með sinn hlut
og telja sig hlunnfarna. Ástæðan er sú að sérstakt álag á grunntaxta, sem
þeir hafa haft frá 1974, og nemur samtals um 22% á lágmarkslaun, er nú
að mestu fallið inn í þann ramma sem lágmarkslaun nýja samningsins
mynda.
Þannig hefur hafnarverkamaður
í 10. launaflokki 10.774.- kr.
grunnlaun, en með umsömdum
kaupauka vegna hagræðingar,
námskeiða o.s.frv. fara þau upp í
13.123.- kr. sem er aðeins 463
krónum yfir þeim lágmarkslaunum
sem nýi samningurinn gerir ráð
fyrir. Þar sem kaupauki hafnar-
verkamanna var upphaflega mið-
aður við gildandi lágmarkslaun
telja þeir nú að eðlilegt sé að sér-
samningur þeirra sé tekinn til
endurskoðunar. Þjóðviljinn tók
nokkra Dagsbrúnarverkamenn tali
niðri við höfn fyrir fundinn á
fimmtudag og leitaði álits á nýju
samningunum.
-ólg.
gildandi lágmarkslaun, 12.660,- kr,
er miðað við taxta sem er undir
lágmarkslaununum og nemur
10.958,- kr. Þannig verður útkom-
an sú samkvæmt nýju samningun-
um að núgildandi dagvinnukaup
hækkar upp í 14.419,- í stað
15.419,-. Þarna er verið að hafa af
okkur 1000 krónur á mánuði og
draga úr vægi þess kaupauka sem
hafnarvinnan hefur haft fram yfir
lágmarkslaun. Þannig fela nýju
samningarnir það í sér að tekið er
af sérsamningi okkar hér við höfn-
ina. Við vonumst til þess að fá
leiðréttingu á þessu og vonumst
jafnframt til að ASÍ og VSÍ hugsi
sig um áður en þeir láta svona hluti
fara frá sér aftur.
Þá veit ég að um hliðstæða
skerðingu er að ræða hjá þeim
Dagsbrúnarmönnum sem vinna
hjá borginni.
Annað atriði sem okkur finnst
fráleitt í þessum samningi eru þessi
nýju aldursákvæði. Þeir sem eru 16
- 18 ára eru settir á sérstakan ung-
lingataxta. Þetta er niðurlæging
fyrir þennan aldursflokk, sem þarf
sitt lífsviðurværi eins og aðrir, og er
ekki ofgóður af hinum umsömdu
lágmarkslaunum. Þá kemur þessi
samningur einnig mjög illa við þá
sem eru að skipta um atvinnu, og
það atriði, að menn skuli þurfa að
vera 6 mánuði í vinnu til þess að
vera gjaldgengir fyrir lágmarks-
launin er hreint út sagt fáránlegt.
En hefur samningurinn ekki líka
jákvæðar hliðar?
Jú, þarna er margt jákvætt. Það
er rétt að tryggja lágmarkskjör þótt
sú trygging mætti vera hærri, og
þarna er brugðist rétt við vanda
einstæðra foreldra, sem hefur verið
þjóðfélaginu til hneisu.
Þolir þjóðarbúið að greidd séu
hærri laun?
Já; ég er ekki í nokkrum vafa um
að þetta þjóðfélag er nógu ríkt til
þess að framfleyta okkur öllum,
spurningin er bara hvernig þjóðar-
tekjunum er skipt. Það bendir
margt til þess að unnið sé markvisst
að því að koma upp 2. flokks þjóð-
félagsþegnum hér á landi, fólk þarf
að vinna myrkranna á milli til þess
að hafa í sig og á og gengur samt
illa. Þegar réttlát skipting þjóðart-
eknanna er komin á er ekkert sjálf-
sagðara en að tekjur fylgi þjóðar-
tekjum og þjóðarframleiðslu, en á
meðan þetta misrétti er látið við-
gangast í þjóðfélaginu verður það
ekki hægt.
Hafa áhrif verkalýðshreyfingar-
innar farið þverrandi á síðari
árum?
Já, ég er ekki frá því, og ég er
ekki viss hverju er um að kenna.
Forystumenn verkalýðsféláganna
hafa undanfarna daga flykkst hing-
að suður til þess að lýsa því yfir að
þeir geti ekki staðið í neinni bar-
áttu, þeir virðast ætla að ná þessu
öllu upp í næstu samningum. En
það sem einu sinni hefur verið selt
næst ekki svo auðveldlega aftur.
Við erum að vona að okkar leið
veki áhuga fólks, en við höfum
skipulagt okkar baráttu með vinn-
ustaðafundum og skipun samning-
anefnda á vinnustöðum. Menn
spyrja okkur í Dagsbrún gjarnan:
hvað ætlið þið að gera? en Dags-
brún er ekkert apparat sem öllu
bjargar. Við erum ekki annað en
fólkið á vinnustaðnum og við
reiðum okkur á samstöðuna, því án
hennar næst ekkert fram.
Hvað tekur nú við hjá ykkur?
Ég á ekki von á því að við sam-
þykkjum þessa samninga og ég
vonast til þess að málstaður okkar
fái skilning og hljómgrunn og að
ekki verði gengið á okkar hlut með
þessum hætti. Hvaða rök eru til
dæmis fyrir því að sumir hópar í
þjóðfélaginu fái eftirvinnu borgaða
sem hundraðshluta af mánaðar-
launum, en aðrir ekki? Híenurnar
hafa nú hlaupið heim með lafandi
skottið. Þar verður væntanlega
hent í þær einhverjum aukaprós-
entum eins og tíðkast hefur undan-
farin ár. Launamismunurinn í
þjóðfélaginu er enn að aukast og ég
fæ ekki séð að þessir kjarasamning-
ar breyti því. En það sem úrslitum
ræður hjá okkur er samtakamátt-
urinn og samstaðan. Án hennar
mun enginn árangur nást.
-ólg.
Höfum lagt mikla vinnu í undir-
búning sérkrafna okkar, segir
Gestur Guðmundsson.
Strikað yfir
sérkröfur
segir Gestur Guðmundsson
Mér sýnist á öllu að með þessu
samkomulagi sé verið að slá striki
yfir allar okkar sérkröfur, sagði
Gestur Guðmundsson Dagsbrún-
arverkamaður hjá Eimskip í gær.
- Ég hef starfað hér í starfsnefnd
sem hefur lagt mikla vinnu í að
undirbúa sérkröfur okkar hafnar-
verkamanna fyrir þessa samninga.
Sérsamningar okkar eru orðnir
10 ára gamlir og þarfnast endur-
skoðunar vegna margvíslegra
breytinga sem hér hafa orðið á
þessum tíma. Ef það er rétt skilið,
að ekki verði tekið tillit til sér-
krafna okkar í þessum samningum,
þá eru fyrstu viðbrögð okkar þau,
að þetta séu vondir samningar.
segja Hermann og Gunnar
Ef það er rétt að við eigum ekki
lengur að fá fullorðinskaup þá
erum við á móti þessum samning-
um, sögðu þeir Hermann Guð-
mundsson og Gunnar Einarsson,
þar sem við hittum þá við störf á
hafnarbakkanum hjá Eimskip í
gær. Við skiljum ekki hvers vegna
verið er að búa til sérstakan ung-
lingataxta og finnst okkur vera mis-
boðið.
Ætlið þið á Dagsbrúnarfundinn í
kvöld?
Já sannarlega, sögðu þeir félagar
og voru þar með roknir.
ólg.
íslendingar hæla sér stund-
um af því að vera komnir af
víkingum, en maðurgæti
haldið að þeir séu frekar
komnir að þrælum. Víking-
arnir voru vanir að berjast
fyrir sínu. En manni finnst
stundum að það séu eintóm-
ir þrælar sem byggja þetta
land. Það hvarfiaði að
minnsta kosti að mér við að
heyra tóninn í sumum þeim
verkalýðsforingjum sem
komu hingað suðurtil þess
að samþykkja kjarasamning
ASÍ og VSÍ á dögunum.
Sérsamningur okkar hafnarverkamannanna hefur verið skertur með
samningi ASÍ og VSÍ óbreyttum, segir Jóhann Geirharðsson. Ljósm. ólg.
Þannig komst Jóhann Geir-
harðsson verkamaður við upp-
skipun hjá Eimskip og stjórnar-
maður í Dagsbrún að orði í viðtali
við Þjóðviljann á fimmtudag. Við-
talið fór fram áður en hinn sögulegi
fundur Dagsbrúnar var haldinn í
Austurbæjarbíói.
Við spurðum Jóhann hvernig
Dagsbrúnarmenn við höfnina
hefðu undirbúið sig undir þessa
samninga og hvaða umbætur þeir
teldu brýnastar.
Við höfum haft sérstakan starfs-
hóp hér við höfnina sem er búinn
að leggja á sig mikla vinnu við að
undirbúa okkar sérkröfur. Við höf-
um hér sérsamning sem er orðinn
10 ára gamall og okkur finnst knýj-
andi nauðsyn á að honum verði
breytt til samræmis við þær tækni-
breytingar sem orðið hafa hér á
hafnarsvæðinu. Hér hefur orðið
talsverð fækkun á fólki samfara því
að hér um höfnina fer meira vöru-
magn á styttri tíma. Við höfum ein-
faldlega ekki fengið okkar hlut í
þeirri hagræðingu sem hér hefur átt
sér stað.
Hvernig er vinnutíma háttað hér
við höfnina?
Vinnutíminn hefur heldur styst
við þessar breytingar, en þó ekki
nógu mikið, enda hefur þetta verið
algjört brjálæði undanfarin ár.
Menn vinna hér að jafnaði 2-3
kvöld á viku til klukkan 10 á kvöld-
in. Þessi mikla yfir- og næturvinna
hefur bjargað mörgum við það að
komast af, þar sem dagvinnulaunin
eru jafn lág og raun ber vitni, en
þetta er ekkert líf með þessum
vinnutíma. Einn ágætur félagi okk-
ar hér á staðnum benti okkur á að
frá því að hann tæki strætisvagninn
á morgnana og þar til hann færi
heim með sama vagni á kvöldin
hefðu orðið þrjú vaktaskipti á
vagninum.
Hvernig horfir samningur ASI
og VSÍ við ykkur hér?
Við höfum í sérkröfum okkar
farið fram á flokkatilfærslur og lag-
færingar vegna þess að við höfum
misst hópa yfir til Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur sem hef-
ur betri samninga á starfssviðum
þar sem mörk eru óljós á milli fé-
laganna. Þá erum við óánægðir
með að eftirvinnan, næturvinnan
og sú álagningarprósenta sent sér-
kjarasamningur okkar gerir ráð
fyrir skuli ekki koma á lágmarks-
launin, heldur á taxta sem er undir
þeim. Sú álagningarprósenta sem
við höfum fyrir hafnarvinnuna er
tilkomin vegna sérstakra aðstæðna
og hagræðingar og er 5% og 16%
ofan á lágmarkslaun. í stað þess að
leggja þessar prósentur ofan á nú-
Erum á móti samningunum, segja þeir Hermann Guðmundsson og Gunn-
ar Einarsson, sem eru undir 18 ára aldri og fá því 11.509.- kr. tekjutrygg-
ingu, sem er 1151 kr. lægra en „fullorðinstaxtinn“.
Unglingataxti
niðurlæging