Þjóðviljinn - 25.02.1984, Page 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. febrúar 1984
bsjarrðH
Nýjasta afrek Akureyringa
Fyrri hluta vikunnar dvaldi ég
á Akureyri og einhvern veginn er
það sísona' notalegt að
koma til þessa höfuðstaðar Norð-
urlands. Ég hef alltaf haft taugar
til Akureyrar síðan ég las Nonna-
bækurnar í æsku. Aðkoman frá
flugvellinum er líka einstaklega
glæsileg. Ekið er hina glæstu
Drottningarbraut, s'em lögð hef-
ur verið á uppfyllingu út í sjóinn
og það fyrsta sem maður sér er
elsti hluti bæjarin;: ;ömlu húsin
við Áðalstræti, umvafin trjá-
gróðri,undir brattri brekkunni,
Búðargil og samfelld timburhús-
aröð við Hafnarstræti undir
Brekku. Þetta er það sem Akur-
eyringar kalla Fjöruna og Innbæ-
inn.
- Og Akureyringar hafa líka
skilning á að þennan bæjarhluta
ber að varðveita. Það er hann
sem gefur Akureyri ekki hvað síst
sjarma og laðar ferðamenn og
nýja íbúa þangað.
Og svo er haldið áfram Hafnar-
stræti og þegar komið er á hornið
á Kaupvangsstræti, þar sem
kirkjan blasir við í hæðum, gefur
að líta nýjasta afrek Akur-
eyringa. Það er sá hluti Hafnar-
strætis sem gerður hefur verið að
göngugötu. Hún er hreint augna-
yndi cg ber af Austurstræti í
Reykjavík eins og gull af eiri.
Gatan hefur verið hellulögð með
hitaveitulögn undir þannig að
snjó festir ekki á henni nema í
mestu hörkum. Eftir endilangri
götunni er röð sérkennilegra ljós-
astaura með mörgum kúluljósum
hver og furutrjám hefur verið
plantað í þartilgerðum steinkerj-
um. Síðasta hönd var lögð á lagn-
ingu göngugötunnar í haust og
heita vatninu var hleypt á í des-
ember - jólagjöf bæjarstjórnar.
Og í göngugötunni er iðandi
líf. Þar eru þær sem barna-
vögnum aka og engir bílar sem
tefja og enginn snjór. Og þarna
rölta gamalmennin um og virða
fyrir sér mannlífið eða líta inn í
einhverja bókabúðina, Huld,
Eddu eða bókabúð Jónasar.
Uppi á tröppunum hjá Barber
Ingvari stendur Steingrímur Egg-
ertsson með silfurhærur og ætlar
að láta snyrta sig fyrir 83 ára af-
mælisdaginn.
Þegar dimmir að nóttu laumast
ungmennin og þeir sem þjást af
þrálátum þorsta inn í húsið núm-
er hundrað og dansa fram á rauða
nótt.
Já, Akureyri býður upp á
þokka og stemmningu og hefur
þó ekki verið talinn hér upp nema
hluti þess sem talandi væri um
ekki t.d. Lystigarðurinn,
Menntaskólinn, Oddeyrin og
þröngu og fallegu göturnar fyrir
ofan miðbæinn.
En nýja göngugatan í Hafnar-
stræti er til mikillar fyrirmyndar
öðrum bæjarfélögum, ekki síst
Reykjavík þar sem reisa á for-
ljóta söluskála í miðju Austur-
stræti og þar sem steinkerin eru
jafnan eitt moldarflag, þar sem
draslið fýkur í kringum pulsu-
vagnana og skerandi dægurmús-
íkk streymir út úr gömlum og
skemmdum timburhúsum sem
eiga sér merka sögu.
- Guðjón
Veistu...
að árið 1901 ætluðu tveir morm-
ónabiskupar að boða fagnað-
arerindi sitt í Bárunni í
Reykjavík en fengu engum
orðum upp komið vegna
óhljóða og óláta áheyrenda?
Voru þeir píptir niður og
komust undan við illan leik.
Voru unnar talsverðar
skemmdir á húsinu.
að með stjórnarskránni 1784 var
íslendingum fyrst tryggt
trúfrelsi?
að árið 1901 varð stórbruni á
Akureyri og brunnu þá 12
stór hús í miðjum bænum? 52
menn urðu heimilislausir.
að merki íslands var fyrr á
öldum flattur þorskur? Árið
1903 gaf konungur út úrskurð
um að merkið skyldi framveg-
is vera hvítur fálki á bláum
grunni.
að fyrsta sláttuvélin var keypt til
landsins árið 1903? Hún var af
gerðinni Deering’s.
að fyrsta skipbrotsmannaskýlið
hér á landi var reist árið 1904
á Skeiðarársandi? Tilefnið
var strand þýska togarans sem
gullskipsmenn fundu í sumar.
að prentsmiðjan Gutenberg var
upphaflega stofnuð af
allmörgum prenturum í Hinu
ísl. prentarafélagi?
að árið 1905 komst ísland fyrst í
daglegt samband við um-
heiminn? Þá voru hér sett upp
móttökutæki fyrir svonefnd
Marconi-loftskeyti.
að trésmíðafélagið Völundur var
stofnað árið 1905 af 40 tré-
smiðum í Reykjavík? Reistu
þeir trésmíðaverksmiðjuna
við Skúlagötu sem nú verður
að öllumlíkindum rifin innán
tíðar.
að fyrsti verslunarskólinn hér á
landi tók til starfa árið 1905 og
hét Verslunarskóli Reykja-
víkur?
að þegar Friðrik VII. konungur
Danmerkur (og íslands) dó
árið 1863 barst fregnin um
það ekki til íslands fyrr en 4-5
mánuðum síðar? Én þegar
eftirmaður hans, Kristján
IX., lést árið 1906 barst fregn-
in um það samdægurs til ís-
lands.
sunnudagsHrossgatan
1 2 3 Y- / 3 £ V 0 7 <F 8 1— 7 10
)/ V 0 )2 /3 13 V )S 2 /0 )7 £ z 18
13 2 20 3 2! 21 I(p 22 23 27 / ¥ 22
2 3 2* 22 20 W 2 25 10 /3 )(c? V Z(y 'K
27 Z <í> 20 II IX 22 u> £ 20 3 27 17 /0
U? 0 V 22 10 2N 23 22 13 )0 2 1 27 y
2 10 V 2 /0 / 2 27 20 27 £ 30 18
3o V /x /0 7 20 V 1$ 20 2<A 80 3V / 0 £ 22
2 (° /3 )b )0 V 22 20 21 /7 £ 2/ 28 10 )(o
X 32 V 2Lf ) 3 7 25 2 <? 27 7 25 X
21 l V <7 2 8 2*f 2 % ¥ 2¥ )7 27 13 ¥
22 3d 7 V Hp 20 d )Y é ZO 2 25
2^ 2 6 /e 20 S2 10 20 ! (p /7 25 2 2 18
A Á B D Ð E É FGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Nr. 412
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á landi
í Evrópu. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj-
ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 412“. Skila-
frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
22 28 32 <1 // 2 /?
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er
sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
Verð-
launin
Verðlaun fyrir krcssgátu nr. 409
hlaut Súsanna Kristjánsdóttir,
Kópavogsbraut 18, 200 Kópa-
vogi. Þau eru skáldsagan Og
sagði ekki eitt cinasta orð eftir
Böll. Lausnarorðið var Kópa-
reykir.
Verðlaunin að þessu sinni Niðjat-
al hjónanna Margrétar Þorbjarg-
ar og Thors Jensen.