Þjóðviljinn - 25.02.1984, Qupperneq 28
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiöslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Samningarnir í Straumsvík marka tímamót:
PROSENTA
hækkun launa
Nýr kjarasamningur verkafólks í álverksmiðjunni í Straumsvík
var nær einróma samþykktur á fundum í verksmiðjunni í gærdag.
Gerir hið nýja samkomulag ráð fyrir 16 - 20% launahækkunum á
samningstímanum og vekur athygli að laun hinna lægstlaunuðu
hækka strax um 10% sem m.a. þýðir að krafan um 15.000 króna
lágmarkslaun fyrir dagvinnu náði fram að ganga. Þá skerðast ekki
laun manna undir 18 ára aldri né yflrvinnuáiagið eins og hið
nýgerða samkomulag ASÍ-VSÍ gerir ráð fyrir.
Samningurinn gerir ráð fyrir 5%
launahækkun til allra starfsmanna
strax. Síðan koma áfangahækkanir
sem hér segir: 2.5% þann 13. apríl
1984, 2.5% 14. september 1984 og
loks 3% 1. janúar 1985. Samtals
gerir það í reynd rúmlega 13%
hækkun á samningstímanum, sem
er til 31. mars á næsta ári. Launa-
liðir samningsins eru uppsegjan-
legir miðað við 1. september í
haust og 1. janúar 1985.
Auk beinna launahækkana var
samið um framleiðni- og fram-
leiðslubónus, svonefndan Alhvata,
og einnig voru gerðar lagfæringar á
framleiðnihvetjandi kerfi sem fyrir
var. Er reiknað með að bónusinn
geti þýtt rúmlega 6% hækkun
launa.
Sérstakar ráðstafanir eru í þessu
samkomulagi varðandi þá sem erif
á lægstu töxtum. Tveir neðstu taxt-
arnir eru skornir burtu sem í reynd
þýðir um 5% launahækkun fyrir
það fólk sem tekur slík laun. Sam-
tals verða því byrjunarhækkanir
þeirra lægst launuðu um 10% þeg-
ar við undirritun samkomulagsins.
Þar með hafa lægstu laun í álverinu
hækkað um 20% í heild sem gerir
það að verkum að engin laun fyrir
dagvinnu verða undir 15.000 króna
tekjumarkinu hér eftir.
- v.
Lágmarkslaunakrafan um
15.000 kr. náðist fram!!
•
Fólk undir 18 ára aldri
með sömu kjör og aðrir
•
Engin skerðing á
yfirvinnuálaginu
Sérstök 5 % launahœkkun
fyrir þá lœgstlaunuðu
Samningarnir í Straumsvík voru samþykktir á fundum félaga í gær. Þessi mynd var tekin er fyrri fundur
Verkamannaféiagsins Hiífar var að hefjast. Ljósm. eik.
Þröstur Ólafsson hjá Dagsbrún
fellst á
Hefiast í næstu vikur
J J komið í Ijós að menn voru mjög
viðræður
- Ég túlka þennan fund á tvo
vegu. Annars vegar að þarna hafi
- Vinnuveitendasambandið hef-
ur fallist á að hefja viðræður við
okkur í næstu viku, sagði Þröstur
Olafsson hjá Dagsbrún í viðtali við
Þjóðviljann í gær. Þegar samning-
arnir voru felldir á Dagsbrúnar-
„Viðtökurnar voru ekkert siæm-
ar og ekkert sérstaklega góðar. Það
var tæplega fullur salur og Hrafn
svaraði nokkrum spurningum
áhorfenda eftir sýningu“, sagði
Helgi Hilmarsson námsmaður í
Berlfn í gær, en kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar, „Hrafninn
flýgur“ var sýnd á Kvikmyndahá-
fundinum í fyrradag var ákveðið
að fara fram á nýjar viðræður við
VSÍ. Þjóðviljinn leitaði eftir áliti
Þrastar á hinum mikla stemmn-
ingsfundi Dagsbrúnara:
tiðinni þar á fimmtudagskvöld. Um
20 íslenskir námsmenn voru á sýn-
ingunni og sagði Helgi að þeir
hefðu flestir veið þokkalega
ánægðir með þennan íslenska
„norðra“ eins og hann nefndi
myndina.
Að sögn Peters Waltzgebers,
blaðafulltrúa Kvikmyndahátíðar-
oanægðir með samninginn sem að
liggur fyrir - og að ekki skuli hafa
betur verið tekið í okkar sérmál.
- Hins vegar tel ég að á þessum
mikla fundi hafi brotist út sú niður-
bælda reiði og óánægja sem er
innar birtust engir blaðadómar um
myndina í gær, enda væri þess vart
að vænta þar sem athyglin beindist
fyrst og fremst að þeim kvikmynd-
um sem taka þátt í keppninni um
Berlínar-björninn, en þess mis-
skilnings hefur gætt á Islandi að
Hrafninn væri í henni. „Um kvik-
myndir, sem ekki eru í keppninni
vegna ástandsins í þjóðfélaginu.
Þessi óánægja brýst fram í réttláta
reiði þegar lífsneisti er kveiktur í
hinu stóra húsi. Þarna voru um 800
manns sem lét vilja sinn skýlaust í
ljós, þannig að enginn þarf að fara í
grafgötur með afstöðu Dagsbrún-
armanna, sagði Þröstur Ólafsson.
-óg
sjálfri, er fjallað síðar og oftast
sameiginlega, en móttökurnar hafa
verið mjög góðar“, sagði hann.
Waltzgeber, sem sér um „Sond-
erausstellung", þann þátt kvik-
myndahátíðarinnar sem Hrafninn
flýgur er á, stýrði í gær blaða-
mannafundi með Hrafni, sem
heppnaðist mjög vel að hans sögn.
Auk blaðamanna voru þar mættir
ýmsir gagnrýnendur og sagðist
Waltzgeber telja að myndin hefði
góða möguleika á að komast í
dreifingu til margra ianda. „Það
var töluvert rætt um íslenska kvik-
myndagerð á blaðamannafundin-
um í dag“, sagði hann, „og ég vona
að þýskir og amerískir dreifingar-
aðilar láti sig ekki vanta á þær tvær
sýningar sem eftir eru“. _
Vopnaða ránið
Þrír
hand-
ÍAl/nír
Þrír menn, Bandaríkja-
maður, sem hefur verið bú-
settur hér á landi í um 30 ár og
tveir synir hans voru hand-
teknir, er þeir ætluðu með
flugvél til Bandaríkjanna í
fyrrakvöld, grunaðir um að
vera viðriðnir bæði vopnaða
ránið i síðustu viku og ránið
úr útibúi Iðnaðarbankans í
Breiðholti á dögunum.
Mennirnir munu hafa gefið
þá skýringu á brottför sinni að
frænka þeirra væri veik og
þeir ætluðu að heimsækja
hana. Við yfirheyrslur bar
þeim ekki saman'um þessa
umræddu frænku, kránkleika
hennar né annað.
Rannsóknarlögreglan hef-
ur haft mennina í stanslausum
yfirheyrslum stðan, en þeir
munu sem komið er (síðdegis í
gær) ekki hafa játað neitt. í
gær var óskað eftir gæsluvarð-
haldsúrskurði yfir mönnunum
en dómarí tók sér frest þar til í
dag. - S.dór
Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar:
„Hrafninn flýgur
sýnd í V-Berlín