Þjóðviljinn - 28.02.1984, Qupperneq 3
Þriðjudagur 28. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Mikill ágreiningur vegna félagsfundar
í verkakvennafélaginu Framsókn
Fundurinn
kærður
Fiskvinnslukonur sáróánœgðar
Deilur hafa risið vegnafundar
verkakvennafélagsins Fram-
sóknar sem haldinn var á
laugardaginn; þar sem kjaras-
amningur ASI og VSÍ varsam-
þykktur. Fiskvinnslufólk hefur
óskað eftir því að miðstjorn ASÍ
ógildi fundinn vegna meintra
þrota á fundarsköþum og fleiru.
Kæran um fundinn er byggð á
því að fundarmenn voru ekki
krafðir um félagaskírteini þrátt
fyrir ákvæði um það í fundarboði.
Atkvæðaseðla fengu síðan sumar
konur en ekki aðrar sem voru án
skírteina sinna. Einnig hafa
fundarsköp verið kærð því mæ-
lendaskrá var lokað fyrirvaralaust.
Ragna Bergmann formaður
Framsóknar sagði Þjóðviljanum að
um 300 konur hefðu mætt á fund-
inn. Hún sagði að samningarnir
hafi veri kynntir og auk þess álykt-
un fundar Samtaka kvenna á vinn-
umarkaðnum. „Ég tel það mjög
leiðinlegt að utanaðkomandi séu
"að blanda sér í samninga kvenna
hér í Reykjavík“, sagði Ragna.
Samningarnir voru samþykktir
með 167 atkvæðum á móti 70. 5
seðlar voru auðir og ógildir. Þjóð-
viljinn hafði samband við Þórdísi
Karelsdóttur sem mælti með samn-
ingnum. Hún sagðist hafa gert það
vegna þess að hún telur að í þeim
felist nokkur kj arabót fyrir þá lægst
launuðu. Einnig var haft samband
við Birnu Björnsdóttur hjá BÚR
sem mælti á móti þeim; „vegna
þess að verulega er gengið á okkur
bónuskonur og hefur komið til tals
að hætt allri bónusvinnu vegna
samninganna.
Jafnréttisráð ályktar
gegn hárgreiðslumeisturum:
Harmar lé-
Samtök kvenna á vinnumarkaðinum héldu fund að Hótel Borg á laugardaginn
og samþjkktu ályktun þar sem skorað var á konur að láta ekki undan hræðsluá-
róðri VIS og ríkisstjórnarinnar og hafna samningum. Ályktunin var send inn á
fund Framsóknar en ekki borin þar undir atkvæði. Mynd - eik.
AB á Selfossi
Baráttukveðjur til
Dagsbrúnar
„Almennur stjórnmálafundur og hvatningakveðjur. Það yljar
Alþýðubandalagsins á Selfossi okkur um hjartaræturnar að finna
haldinn 25. febrúar 1984 sendir fé- það, að enn lifir á þeim kyndli
lagsmönnum Dagsbrúnar baraftu- kreppuáranna, sem drýgstur
reyndist verkafólki þá í baráttunni
við atvinnurekendaauðvaldið.
Það fer vel á því að Dagsbrún
veri fyrst til þess að stinga við
fótum og stöðva „sigurgöngu!!“
Framsóknar og íhaldsins. Til þess
eigið þið allan stuðning“
Sverrir Hermannsson um álverksmiðju í Eyjafirði:
lega kaupið
,Jafnréttisráði hefur borist er-
indi frá Iðnnemasambandi íslands
þar sem vakin er athygli á því að
hárgreiðslu- og hárskeranemar
hafa engin samningsbundin lág-
markslaun eins og aðrir iðnnemar
og kauptaxtar þeirra mun lægri en
þau lágmarklaun eru.
Félag hárgreiðslu- og hárskera-
nema er að miklum meirihluta
skipað konum. Svo er og um Félag
hárgreiðslumeistara.
Jafnréttisráð harmar það að eina
stétt vinnuveitenda þar sem konur
eru í meirihluta, skuli neita að
greiða hárgreiðslu- og hárskera-
nemum sambærileg kjör og aðrir
iðnnemar fá.
Jafnréttisráð skorar á Hár-
greiðslumeistarafélag íslands að
semja við ASÍ f.h. hárgreiðslu- og
hárskeranema um kjör sem eru
ekki lakari en kjör annarra iðn-
nema, og veita nemum þessum
sömu lágmarkslaun“.
Virðingarfyllst,
f.h. Jafnréttisráðs,
Elín Pálsdóttir, Flygering,
framkvæmdastjóri.
Alcan situr fyrir
Samkeppnishœft
verð er 20 mills.
„Alcanmennirnir biðja okkur
um að fara ekki að semja við aðra,
heldur láta sig sitja fyrir“, segir
Sverrir Hermannsson í viðtali við
Sjálfstæðisflokksblaðið íslending á
Akureyri á dögunum.
„Það er verið að skipuleggja
það, að aðalforstjórar fyrirtækisins
komi hingað næsta sumar. Þetta er
langtímamál að semja. En við-
brögðin eru svo jákvæð, að maður
Þingmaður Sjálfstœðisflokksins og framkvœmda-
stjóri Félags hárgreiðslumeistara:
Takmarkað sem hægt
er að láta þá gera
- Það er mjög takmarkað sem
hægt er að láta nemana vinna,
sagði Kristjana Milla Thorsteins-
son sem nú situr á alþingi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, en hún er og
framkvæmdastjóri Félags hár-
greiðslumeistara. Það félag hefur
neitað að greiða nemum í greininni
svo mikið sem lágmarkslaun, þann-
ig að þeir fá stundum innan við 5
þúsund krónur á mánuði fyrir
vinnu sína.
Steingrímur Sigfússon hóf máls á
þessari ósvinnu í umræðum á þingi
í fyrradag. Benti hann á að Félag
hárgreiðslumeistara hefði ekki
skrifað undir síðasta kjarasamning
VSÍ og ASÍ þannig að hér væri um
ótrúlega mismunun nema að ræða í
þessari iðngrein miðað við aðrar.
Innti Steingrímur framkvæmda-
stjóra þeirra hárgreiðslumanna
eftir skýringum á þessum smánar-
launum hárgreiðslunema.
Kristjana MiIIa Thorsteinsson
sagði að það væri takmarkað sem
hægt væri að láta iðnnema vinna.
Og að það ylli erfiðleikum vegna
þess að þeir sem verið væri að
snyrta horfðu á vinnubrögðin. Sér
sýndist kjaradeilan og umræður
um hana sýndu litla virðingu fyrir
þeirri viðleitni meistaranna að gera
nemana færa í iðninni.
„Ég hef trú á því að þessi mál
leysist þegar formaður Iðnnema-
sambandsins hættir að skipta sér af
þeim“, sagði Kristjana Milla (en
hún varð að láta í minni pokann
fyrir formanni Iðnnemasambands-
ins í umræðuþætti í útvarpi á dög-
unum).
Steingrímur Sigfússon lýsti furðu
sinni á þessum ummælum þing-
mannsins og framkvæmdastjórans.
Benti hann á að það væri skylda
formanns Iðnnemasambandsins að
sinna þessu máli. Annars brygðist
hann skyldu sinni.
Steingrímur vitnaði í máli sínu til
frétta og frásagna í Þjóðviljanum
um hin bágu kjör hárgreiðslu-
nema.
óg/mhg
ætlaði'varla að þora að trúa því“, keppnisfærir“, segir Sverrir og er
segir Sverri ennfremur. Þá er spurt þá spurður hvað það þýði: „20
um orkuverðið: „Við erum sam- mills“ er svarið. - óg
Samningarnir samþykktir á Siglufirði
Lýsir ekki ánægju“
Á fundi verkalýðsfélagsins Vöku
á Siglufirði í fyrradag voru samn-
ingarnir samþykktir með 32 at-
kvæðum gegn 17. „Þetta lýsir alls
ekki ánægju fólks, heldur gerir það
sér ljóst að litlar líkur eru til þess að
við fáum þessum samningum
breytt þótt við felldum þá„ sagði
Kolbeinn Friðbjarnarson á Siglu
firði við Þjóðviljann.
Kolbeinn sagði að 56 mann:
hefðu mætt á fundinn og taldi hanr
það góða fundasókn því helming
færri mæta á almenna fundi verka
lýðsfélagsins.
Launasjóður rithöfunda:
Þessir fá laun
Skrá um úthlutun úr Launasjoði rithö-
funda árið 1984.
Sex mónaðd starfslaun hljóta 12 rithö-
fundar:
Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason,
Einar Bragi, Guðbergur Bergsson, Jón
Óskar (Ásntundsson) Nína Björk Árna-
dóttir. Olga Guðrún Árnadóttir. Steinunn
Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Thor
Vilhjálmsson. horgeir Þorgeirsson, Por-
steinn frá Hamri.
Fjögurra mánaöa starfslaun hljóta 15
rithöfundar:
Anton Hclgi Jónsson, Auður Haralds,
Frfða Á. Sigurðardóttir, Guðmundur
Steinsson, Hannes Sigfússon, Heiðrckur
Guðmundsson, Kristján Karlsson, Ólafur
Gunnarsson, Ómar t'. Halldórsson, Pétur
Gunnarsson, Sigfús Daðason, Sigurður Á.
Magnússon, Sigurður Pálsson, Stefán
Hörður Grímsson, Stcinar Sigurjónsson.
Þriggja mánaða starfslaun hljóta 42 rit-
höfundar:
Andrés Indrióason, Anna K. Brynjúlfs-
dóttir, Árni Larsspn. Áslaug Ragnars,
Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ), Birgir Svan
Símonarson, Einar Guðntundsson (nnr.
1806-2275), Elfsabct Þorgcirsdóttir, Fil-
ippía Kristjánsdóttir (Hugrún), Geir Krist-
jánsson, Guðlaugur Arason, Guðntundur
L. Friðfinnsson, Guðmundur Frímann,
Gunnar Gunnarsson, Hafliði Vilhelmsson,
Hilmar Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ing-
imar Erlcndur Sigurðssoti, ísak Harðar-
son, Jenna Jónsdóttir, Jóhanncs Hclgi
(Jónsson), Jón Kjartansson frá Pálmholti,
Jón úr Vör. Jónas Árnason, Jónas Guð-
mundsson, Kristján Jóhann Jóhannsson,
Líney Jóhannesdóttir. Magnea Magnús-
dóttir, Norma Samúelsdóttir, Oddur
Björnsson, Ólafur Haukur Símonarson,
Pjetur Hafstein Lárusson, Sigurður Á.
Friðþjófsson, Sigurjón .B. Sigurðsson
(Sjón), Stefán Júlíusson, Sveinbjörn I.
Baldvinsson, Valdís Óskarsdóttir, Vigfús
Bjömsson, Porsteinn Antonsson, Þórarinn
Eldjárn, Pórunn Elfa Magnúsdóttir.
Tveggja mánaða starfslaun hlýtur 21
rlthöfundur:
Agnar Pórðarson)Ármann Kr. Einarsson.
Ása Sólvcig, Eðvarð Ingólfsson, Einar
Kristjánsson, Einar Ólafsson! Guðjón
Sveinsson, Gunnar Dal, Indriði Úlísson,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Jónsson,
Lára Margrct (Gréta) Sigfúsdóttir, Ólafur
Ormsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Páll
Pálsson, Pétur Önundur Andrésson, Sig-
mundur Emir Rúnarsson, Steingrímur St.
Sigurðsson, Valgarður Stefánsson, Vést-
einn Lúðvíksson, Þóra Jónsdóttir. .