Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 7
11. Reykjavíkurskákmótið - Texti S.dór. Skákskýringar Helgi Ólafsson Þriðjudagur 28. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Islensk ,ysprengjau Fjórir íslendingar í fimm efstu sœtunum - Jóhann og Helgi náðu áfanga að stórmeistaratitli en þeir urðu efstir ásamt Reshevsky Segja má að það hafi orðið ís- lensk „sprengja“ á Reykjavíkur- skákmótinu sem lauk sl. sunnudag. Þeir Helgi Óiafsson og Jóhann Hjartarson ásamt Reshevsky urðu efstir og jafnir með 8 vinninga og Helgi náði þar með fyrsta áfanga að stórmeistaratitli og Jóhann öðrum áfanga. Og það sem meira er, ís- lenskir skákmenn urðu í tveimur næstu sætum, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson báðir með 7,5 vinning. Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að Islendingar ættu 4 menn í 5 efstu sætunum í jafn firnanlega sterku skákmóti og þetta mót var, og að í þeim hópi væru ekki stórmeistarar okkar. Aðsóknin að lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins sl. sunn- udag var slík að öngþveiti varð í skáksölunum. Aðstaða að Loft- leiðum til að taka við slíkum fjölda er ekki fyrir hendi og því var það ekki nema hluti áhorfenda sem eitthvað sá á sýningartöflur og sjónvarpsskjái. Greinilegt er að Skáksambandið þarf að vanda bet- ur til slíkra móta í framtíðinni hvað aðbúnað bæði áhorfenda og frétta- manna varðar. í lokaumferðinni varð mikið um jafntefli. Helgi Ólafsson samdi jafntefli við Reshevsky eftir aðeins 12 leiki, sem er skiljanlegt, þar með var fyrsta stórmeistaraáfanga náð hjá Helga og Reshevsky var .búinn að biðja Helga um jafntefli áður en skákin hófst og hélt því áfram um leið og þeir voru sestir að skákinni. Þá sömdu Pia Cramling og Hilmar Karlsson um jafntefli eftir aðeins 3 leiki, sem mun vera einsdæmi. Jóhann Hjartarson tefl- di gegn Geller og kom Jóhann með nýjung í „Spánska leiknum" sem varð til þess að Geller hugsaði um einn leik í eina og hálfa klukku- stúnd. Eftir smáþóf í viðbót bauð Geller jafntefli sem Jóhann var fljótur að þiggja. Margeir Pétursson gat náð þeim Jóhanni og Helga með því að sigra hollenska stórmeistarann Ree og hann gerði líka djarfa og heiðar- lega tilraun til þess, en Hollendin- gurinn varðist öllum árásum Marg- Lokastaðan: 1. 2415 Jóhann Hjartarson A ISD 8.0 63.0 2. 2445 Helgi Ólafsson A ISD 8.0 61.0 3. 2460 Samuel Reshevsky S USA 8.0 61.0 4. 2500 Jón L. Árnason A ISD 7.5 61.0 5. 2465 Margeir Pétursson A ISD 7.5 58.0 6. 2445 Harry Schussler A SVE 7.5 55.5 7. 2550 L.M. Christiansen S USA 7.0 62.0 8. 2480 Hans Ree S NLO 7.0 60.0 9. 2560 Efim Geller S USR 7.0 60.0 10. 2440 Lars A. Scheider A SVE 7.0 60.0 11. 2515 Murray Chandler S ENG 7.0 55.5 12. 2470 Guðmundur Sigurjónsson S ISD 7.0 52.5 13. 2375 Karl Þorsteins ISD 6.5 60.5 14. 2390 Vitaly Zaltsman A USA 6.5 59.5 15. 2535 Yuri Balashov S USR 6.5 59.0 16. 2450 Leonid Shamkovic S USA 6.5 55.5 17 2520 Robert Byrne S USA 6.5 55.0 18. 2460 P. Ostermeyer A FRG 6.5 53.0 19. 2480 Lev Gutman A ISL 6.5 50.5 20. 2495 Tom Wedberg A SVE 6.0 65.0 21. 2515 Nick DeFirmian A USA 6.0 63.5 22. 2435 Daniel J. King A ENG 6.0 59.0 23. 2495 Friðrik Ólafsson S ISD 6.0 58.5 24. 2305 Karl Burger A USA 6.0 51.5 25. 2520 Eric Lobron S FRG 5.5 61.0 26. 2405 Axel Ornstein A SVE 5.5 59.0 27. 2295 Róbert Harðarson ISD 5.5 57.5 28. 2515 Lev Alburt S USA 5.5 57.5 29. 2405 Pia Cramling S SVE 5.5 57.0 30. 2305 Holgeir Meyer FRG 5.5 56.0 31. 2225 Kai Tielemann FRG 5.5 52.0 32. 2450 Milorad Knezevic S JUG 5.5 52.0 33. 2465 V. McCambridge A USA 5.5 49.5 34. 2395 Haukur Angantýsson A ISD 5.5 49.0 35. Pálmi Pétursson ISD 5.5 49.0 36. 2295 Bragi Kristjánsson ISD 5.5 48.5 37 2220 Hilmar S. Karlsson ISD 5.5 47.0 38. 2210 Benedikt Jónasson ISD 5.5 45.0 39. 2400 Carsten Höi A DEN 5.0 59.0 40. 2265 Magnús Sólmunarson ISD 5.0 53.5 41. 2350 Jonny Hector SVE 5.0 50.5 42. Halldór G. Einarsson ISD 5.0 45.0 43. 2330 Elvar Guðmundsson ISD 4.5 53.0 44. 2375 Sævar Bjarnason ISD 4.5 49.0 45. 2240 Þröstur Bergmann ISD 4.5 48.0 46. 2320 Dan Hansson ISD 4.5 47.5 47. 2260 Guðmundur Halldórsson ISD 4.5 46.5 48. Lárus Jóhannesson ISD 4.5 45.5 49. 2300 Jan Michael Nykopp FIN 4.5 45.0 50. 2325 Gordon Taylor F CAN 4.0 49.5 51. 2260 Ásgeir Þór Arnason ISD 4.0 48.5 52. Björgvin Jónasson ISD 4.0 47.0 53. 2285 Agúst S. Karlsson ISD 3.5 45.5 54. 2245 Bragi Halldórsson ISD 3.5 44.5 55. 2215 Gylfi Þórhallsson ISD 3.5 41.0 56. 2215 Haraldur Haraldsson ISD 3.5 40.0 57 Andri A. Grétarsson ISD 3.5 39.5 58. 2355 Benóný Benediktsson ISD 3.0 43.0 59. 2275 Leifur Jósteinsson ISD 2.5 44.5 60. 2220 Arnór Björnsson ISD 2.5 40.0 eirs og jafntefli var samið um eftir að skákin hafði farið í bið. Jón L. Árnason sigraði Karl Þorsteinsson og náði þar með 7,5 vinningum eins og Margeir og vantaði þá aðeins hálfan vinning í fyrsta áfanga stór- meistaratitils, aðeins tímaspursmál hvenær þeir ná þeim áfanga. Varð- andi úrslit úr tveimur síðustu um- ferðunum vísast til töflu annars- staðar á síðunni. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jóhann Hjartarson Katalónsk byrjun. 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. d4 dxc4 5. Bg2c5 6. 0-0 Rc6 7. Da4 cxd4 8. Rxd4 Dxd4 9. Bxc6+ Bd7 10. Hdl Dxdl+ (Þeir sem kynnu að fara yfir þess skák ættu ekki að láta sér bregða. Staðreyndin er nefnilega sú að þetta er allt saman þekkt úr þrætu- bókafræðunum og það sem meira er Jóhann hefur teflt þannig áður þá er hann mætti Leif Álburt í Bún- aðarbankaskákmótinu á dögun- um. „Drottningarfórnin" gefur svörtum traust tafl og gott eins og Svíinn Ulf Andersson hefur sýnt fram á í nokkrum skákum. Frá sál- fræðilegum sjónarhóli er það hins- vegar hald mitt að Jóhann hafi ekki staðið mjög traustum fótum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er aldrei gott að gefa drottningar sínar fyrir ónógar bætur. Á það sjálfsagt við í mannlífinu sem og í skáklistinni.) 11. Dxdl Bxc6 12. Rd2 c3 (Gegn Kasparov á skákmótinu í Niksic í haust lék Andersson 12. - b5.) 13. bxc3 0-0-0 14. Db3 (Alburt lék 14. Del í skák sinni við Jóhann Hjartarson og eftir það hættu keppendur. Á b3 er drottn- ingin virkari.) 14. .. Bc5 15. Rf3 Re4! 16. Rd4! (Góður leikur, sem kostaði mikla útreikninga. Svartur virðist eiga ýmsa kosti tengda f2-reitnum, en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að hvítur getur hrundið öllum at- lögum.) 16. .. Hxd4!? (Jóhann verður ekki sakaður um hugleysi, svo mikið er víst. Senni-, lega er þetta besti kostur hans því | fyrir skiptamuninn fær hann rífandi I spil. Hann teflir nú með tveim létt- um mönnum, tveim peðum fyrir drottninguna og krefur á um afar nákvæma taflmennsku hvíts. Aðrir möguleikar voru 15. - Bd5 16. Dc2! e5 17. Be3! og hvítur má vel við una þar sem staðan sem kemur upp eftir 17. - exd4 18. cxd4 er honum mjög í hag 15. - e5 dugar ekki vegna 16. Rxc6 o.s.frv. og 15. - Rxf2 strandar á 16. Rxc6 og svart- ur á enga nytsama riddarafráskák.) 17. cxd4 Bxd4 18. Hbl (Eini leikur. 17. Bb2 gengur ekki vegna 17. - Bxf2+ og í næsta leik skákar svartur drottningu hvíts út af borðinu.) 18. .. Bxf2 19. Kfl h5 (Nærtækasti leikurinn. En er hann sá besti? Eftir 18. - Hd8 19. Dc2! má hvítur vel við stöðu sína una þar sem hrókur hans er þess albúinn að skerast í leikinn.) 20. Bf4 (19. Be3 þjónar engum tilgangi. Eftir 19. - h4 getur hvítur ekki drepið biskupinn vegna 20. - Rd2+ og drottningin fellur.) 8 *t« ■ ■ 7 SiálS flRáH 6 mmm. 5 ■ i « !i 4 m ii4ii 3 2 a • si a 1 $ abcdefgh 20. .. g5?! (E.t.v. er betri leikur 20. -e5 en þá getur hvítur leikið 21. Be3 sem er miklu betri leikur nú en áður þar sem f7-peðið er í uppnámi. Vissu- lega getur hvítur tekið jafntefli með 21. Dxf7 gxf4 22. De6+ Kc7 23. De5+ o.s.frv. en eins og staðan var í mótinu kom það einfaldleg ekki til greina.) 21. Bxg5! h4 22. gxh4! (Dauð peð gera engan usla. Eftir 22. g4 h3! er hvítur í klemmu.) 22. .. Bxh4 23. Db2! (Jóhanni hafði sést yfir þennan leik. Nú nær hvítur uppskiptum sem treysta yfirburði hans í sessi. Nú fara liðsyfirburðirnir að segja til sín.) 23. .. f6 25. Hcl! Kc7 24. Bxh4 Hxh4 19/xi\84 REYKJAVÍKUR l^KÁKMÓTI^xl (Svartur á í raun engan betri leik. Eftir 25. - Hxh2 26. Hxc6+! bxcó 27. Dc2! ætti hvítur að vinna án teljandi erfiðleika.) 26. Da3 Rd6 29. Dg7+ Kc6 27. Dg3 Hh5 30. Hcl+ Bc4 28. Hdl Bd5 (En ekki 30. - Rc4 31. e4! og vinn- ur.) 31. Dg4 Hf5+ 33. H4! 32. Kel b5 (Þetta peð gerir út um talfið. Fer vel á því í Búnaðarbankaskákmót- inu reyndist slíkt peð undirrituðum þungt í skauti í skákinni við Jó- hann.) 33. .. e5 36. h6 Re4 34. h5 Hf4 37. h7 Hh4 35. Dg2+ Kb6 38. h8 (D) - og hér lagði Jóhann niður vopnin enda er frekari taflmennska til- gangslaus eftir 38. - Hxh8 39. Dxe4. Úrslit úr 10. umferð Úrslit úr 10. umferð urðu sem hér segir: 1 HelgiÓIafsson-JóhannHjartarson 1-0 2 S. Reshevsky - Lars-Ake Schneider 1-0 3 Margeir Pétursson - Efim Geller '/2-'/2 4 Jón L. Árnason-L. Christiansen V2-V2 5 KarlÞorsteinsson-L. Shamkovich V2-V2 6 V. Balashov-Tom Wedberg V2-V2 7 Eric Lobron - Hans Ree 0-1 8 M.G.Chandler-P. Ostermeyer V2-V2 9 N.De Firmian -H. Schiissler 0-1 10 V.F. Zaltsman-L. Alburt V2-V2 11 F riðrik Ólafsson - Pia Cramling 1-0 12 G. Sigurjónsson-AxelOrnstein 1-0 13 V.Mc.Cambridge-RobertByrne 0-1 14 Róbert Harðarson - Daniel King 0-1 15 L. Gutman-K. Tielman 1-0 16 BragiKristjánsson-M. Knezevic V2-V2 17 Haukur Angantýsson-Hilmar S. Karlsson 0-1 18 J. Hector-Karl Burger 0-1 19 J.M. Nykopp-CarstenHöi V2-V2 20 Pálmi Pétursson - G. Taylor 1-0 21 Ásgeir Þ. Árnason - H. Meyer 0-1 22 Magnús Sólmundarson - Dan Hansson 1-0 23 L. Jóhannesson - Elvar Guðmundson 0-1 24 Bragi Halldórsson - Benedikt Jónasson 0-1 25 BjörgvinJónsson-HalldórG. Einarsson V2-V2 26 Þröstur Bergmann - Sævar Bjarnason V2-V2 27 Andri Á. Grétarsson- Ágúst S. Karlsson 1-0 28 Benóný Benediktsson - Arnór Björnsson 0-1 29 Guðmundur Halldórsson - Haraldur Haraldsson 1-0 30 Gylfi Þórhallsson - Leifur Jósteinsson V2-V2 Úrslit úr 11. umferð Úrslit úr 11. og síðustu umferð urðu þessi: 1 Helgi Ólafsson - S. Reshevsky V2-V2 2 E. Geller-Jóhann Hjartarson V2-V2 3 H. Ree - Margeir Pétursson V2-V2 4 L. Schneider-L. Christiansen V2-V2 5 Jón L. Árnason - Karl Þorsteinsson 1-0 6 H. Schussler- L. Shamkovich 1-0 7 P. Ostermeyer-Y. Balashov V2-V2 8 D. King-M. Chandler 0-1 9 R. Byrne - Friðrik Ólafsson 1-0 10 T. Wedberg-GuðmundurSigurjónsson 0-1 11 V. Zaltsman-E. Lobron 1-0 12 L. Alburt-L. Gutman 0-1 13 K. Burger-N. DeFirmian V2-V2 14 H.Meyer-V. McCambridge V2-V2 15 M. Knezevic-RóbertHarðarson V2-V2 16 Hilmar Karlsson-PiaCramling V2-V2 17 A.Ornstein-Haukur Angantýsson V2-V2 18 Pálmi Pétursson - Bragi Kristjánsson V2-V2 19 C. Höi- Magnús Sólmundarson V2-V2 20 K. Tielmann - Elvar Guðmundsson 1-0 21 Benedikt Jónasson-J. Nykopp 1-0 22 Dan Hansson - Guðmundur Halldórsson V2-V2 23 Halldór G. Einarsson - Ásgeir Þór Árnason 1-0 24 G. Taylor-J. Hectör 0-1 25 Sævar Bjarnason - Björgvin Jónsson 1-0 26 Lárus Jóhannesson - Bragi Halldórsson 1-0 27 Arnór Björnsson -Þröstur Bergmann 0-1 28 Andri Á. Grétarsson - Gylfi Þórhallsson 0-1 29 Ágúst Karlsson - Benóný Benediktsson V2-V2 30 Haraldur Haraldsson - Leifur Jósteinsson 1-0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.