Þjóðviljinn - 28.02.1984, Síða 8

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1984 Gamla Akureyri — Gengiö með Finni Birgissyni skipulagsstjóra Akureyrar um Innbæinn og Fjöruna en nú eru komnar fram tillögur um skipulag þessa svæðis. Gamli spítalinn „Gudmanns Minde“. Þetta hús reisti Eggert Johnsen læknir árið 1836 og er þetta sennilega fyrsta tvílyfta íbúðarhús landsins. Það stendur við Aðalstræti 12. Ljósm.: Atli. „Ástæðan fyrir því að Inn- bærinn og Fjaran á Akureyri hefur fengið að vera í friði er líklega sú að höfnin var flutt og miðbæjarsvæðið færðist því norðar í bæinn. Annars hefði líklega verið pressa á að umturna þessum helsta hluta bæjarins líkt og gerst hefur með Grjótaþorpið og kannski Skuggahverfið í Reykjavík. Þarna var mið- punktur bæjarins fram yfir aldamót.“ Þetta sagði Finnur Birgisson arkitekt, skipu- lagsstjóri Akureyrarbæjar, er hann gekk með blaða- mönnum Þjóðviljans um Inn- bæinn og Fjöruna fyrir skömmu og lýsti fyrir þeim nýjum tillögum að deiliskipu- lagi fyrir þennan merka, við- kvæma og gamla bæjarhluta Akureyrar fyrir skömmu. Undirbúningur að deiliskipu- laginu fór fram árið 1981 en þá unnu þeir Hjörleifur Stefánsson og Pétur Ottósson að víðtækri upplýs- ingasöfnun um þennan bæjarhluta og úttekt á ástandi hans. Afrakst- urinn var m.a. tvö þykk fjölrituð bindi þar sem gerð var ítarleg út- tekt á hverju húsi, ástandi þess og sögu. Því miður hefur þessi úttekt ekki verið gefin út fyrir almenning en óhætt er að segja að hún sé haf- sjór upplýsinga um gömlu Akur- eyri. í maí í fyrra ákvað svo skipu- lagsnefnd Akureyrar að óska eftir því við þá Hjörleif og Pétur að þeir gerðu tillögu að deiliskipulagi Inn- bæjar og Fjörunnar og var henni lokið í júlí. í janúar sl. gerði svo skipulagsnefndin athugasemdir við tillöguna og næsta skref er að vinna uppdrætti í samræmi við þessar at- huganir og leggja þær síðan fyrir bæjarbúa og bæjarstjórn. Um Fjöruna og Innbæinn segir m.a. í greinargerð með staðfestu gildandi aðalskipulagi Akureyrar frá 1974: Óvenjulega heilleg byggð „Á svæðinu er óvenjulega heilleg byggð frá gamalli tíð, hér eru mörg af elztu húsum bæjarins og flest þeirra lítið breytt frá upprunalegri gerð. Auk þess einkennir staðinn mikill trjágróður og garðrækt, sem Akureyringar hafa löngum verið frægir fyrir. Þetta tvennt ásamt þeim rólega andblæ, sem ríkir á staðnum, gerir það að verkum, að hiklaust má telja svæðið í heild einn yndislegasta stað bæjarins. Svæðið er rammi um Minjasafnið, sem hefur góða vaxtarmöguleika innan um gömlu húsin. Safnið og svæðið í heild laða þegar að sér ferðamenn, en sú tekjulind á eftir að verða drjúg fyrir bæjarfélagið þegar fram í sækir. Á svæðinu er eitt fegursta göturými bæjarins, Aðalstræti.“ Nú er að vísu sá hængur á að fjaran sjálf er horfin undir breiða uppfyllingu fyrir framan Aðal- stræti en út við sjóinn er nú komin hraðbraut, svoköiluð Drottning- arbraut. Finnur Birgisson er þeirrar skoðunar að uppfyllingin hafi einnig sína kosti. Það sé ró- legra að búa í þessum gamla bæjar- hluta og hann sést betur undir brekkunni og njóti sín úr fjarlægð. Samkvæmt tillögunum á ekki að byggja á uppfyllingunni milli Aðal- strætis og Drottningarbrautar heldur hafa þar útivistarsvæði. Hafnarstræti undir Brekku er eiginlega hluti af þessu svæði og um það segir í fyrrnefndri greinargerð: „Undir Brekkunni standa nokk- ur látlaus, en samstæð hús frá síð- ustu aldamótum. Húsin sjálf eru verð athygli, en höfuðkost þessa staðar má þó telja hina rólegu og fallegu götumynd, þýðingarmikinn hluta af þeirri línu, sem við höfum kallað „Iífæð" staðarins. Staðsetn- ing húsanna er nátengd fjöruborð- inu og brekkunni, en útsýnið yfir Pollinn gefur staðnum mikið gildi. “ Ný íbúðabyggð Samkvæmt tillögum Hjörleifs Stefánssonar á þó ekki bara að varðveita þetta svæði heldur bæta við það nýjum húsum og starfsemi sem falla inn í heildarmynd þá sem þegar er. Þannig er gert ráð fyrir iðngörðum á fyllingunni milli Hafnarstrætis og Drottningar- brautar norðan og austan Höep- fnerhúss en þar var eitt helsta at- hafnasvæði Innbæjarins um og eftir aldamót. Hér er þó aðeins um að ræða minniháttar iðngarða fyrir smáiðnað, verkstæði og einnig verslun og þjónustu t.d. í tengslum við fyrirhugaða smábátahöfn sem lagt er til að verði stækkuð við Höepfnersbryggju. I tillögum Hjörleifs er gert ráð fyrir að Skautafélag Akureyrar hafi áfram aðstöðu á uppfylling- unni milli Hafnarstrætis og Drottn- ingarbrautar en skipulagsnefnð leggur hins vegar til að hún verði flutt suður fyrir bryggjuna. Þá er gert ráð fyrir nýrri íbúða- byggð syðst í fjörunni austan Aðal- strætis (í grennd við Aðalstræti 63) og einnig á auðum svæðum í Búð- argili, við Spítalaveg og á einstök- um auðum lóðum. Óll hús tækju þó mið af þeirri byggð sem fyrir er. Gert er ráð fyrir að fáein hús verði rifin. Birgir Finnsson tjáði okkur að hugmyndir væru um það í framtíð- inni að um 5000 manna íbúðabyggð kæmi upp á Brekkunni og skv. til- lögunum kæmi þá tengibraut upp á Brekkuna sunnan syðsta hússins í Fjörunni (Naustavegur). Fyrst og fremst timburhúsabær Á þeirri öld sem leið frá því að byggð hófst á Akureyri að nokkru marki og þar til gamli bærinn var fullbyggður um 1910 urðu veru- legar breytingar á húsagerðum. I fyrstunni voru húsin lágreist einnar hæðar timburhús með háu risi en síðar komu stór portbyggð hús á háum steinsökklum, byggð að norskri fyrirmynd og tvflyft hús með valmaþaki rneð klassísku sniði. Með skipulagi bæjarins frá 1927 var gert ráð fyrir því að bær- inn yrði endurbyggður úr stein- steypu á næstu áratugum og risu nokkur steinsteypuhús í framhaldi af því en gamla Ákureyri er þó fyrst og fremst timburhúsabær enn og er talið æskilegt að svo verði áfram. í tillögum Hjörleifs er talað um átta húsasamstæður sem varðveita ber og innan þeirra eru 50 hús. Er þeim skipt í þrjá flokka eftir mikil- vægi. Þegar eru 8 hús friðuð með lögum en ekki er talin ástæða til þess að friða fleiri nema að vel athuguðu máli. í greinagerð Hjör- leifs og Péturs segir: „Mörg þeirra húsa sem hér um ræðir e'ru orðin léleg og þarfnast verulegra endurbóta. Sumum þeirra þarf að breyta til að gera þau hentugri til íbúðar og sum eru svo lítil að nauðsynlegt er að byggja við Hvert sem erindiö er ElNNBANKl- ÖLLÞIÓNUSEA Utvegsbankinn veitir alla almenna banka- Eurocard — Kredidkort þjónustu, innlenda sem erlenda og Útvegsbanki íslands Ráögjafinn í Útvegsbankanum Hafnarstræti 107 Akureyri er jafnan til þjónustu reiðubúinn. Simi 96-23400

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.