Þjóðviljinn - 28.02.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Page 9
. íV. «M V T. V»»A 1’ - * *V.> V Þriðjudagur 28. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 einstakur bæjarhluti Finnur: Það hefur sennilega bjargað Innbænum og Fjörunni að miðbær- inn fluttist til. Ljósm.: Atli. Flest húsin við Aðalstræti sóma sér vel enn þann dag í dag þó að gömul séu. Hér er undantekning. Aðalstræti 36 hefur bæði verið augnstungið og klætt viði sem ekki passar. Ljósm.: Atli. Frá nyrsta hluta skipulagssvæðisins. Samkomuhúsið og barnaskólinn lengst til hægri en til vinstri sér í húsaröðina við Hafnarstræti undir brekku. Ljósm.: Atli. 7. Hafnarstræti 33-41, fimm hús sem hafa varðveislugildi. Öll húsin voru byggð um 1904 og virðist þar hafa verið um einhvers konar rað- smíð að ræða. Þau eru öll keimlík og svipur raðarinnar heilsteyptur. 8. Gamli barnaskólinn og sam- komuhúsið. Stór, glæsileg og vönd- uð timburhús eins og þau gerast best. Álitamál er hvort gamli amtmannsbústaðurinn (Hafnar- stræti 49) hljóti ekki að vera hluti af þessari heild. Frágangur opinna svæða í lokakaflanum segir að það sem einna helst skorti á að Fjaran og Innbærinn verði eins aðlaðandi og fallegur bæjarhluti og efni standi til sé frágangur gatna, stíga og opinna svæða. Segir að snyrta þurfi opin svæði og græða, gróðursetja tré og ganga þannig frá þeim að þau verði augnayndi og þar verði gott að vera og ganga um. Götur og stígi þurfi að móta með meiri alúð en gert hefur verið. Kantsteinar þurfi að vera meðfram malbikuðum götum á báða vegu, gangstéttar hellu- eða steinlagðar, og götuljós valin af kostgæfni með tilliti til smæðar húsa o.s.frv. Finnur Birgisson sagði okkur að svokallaður Byggingalánasjóður á Akureyri hefði nú það hlutverk að lána til viðhalds gamalla húsa og ætti hann að geta hjálpað að ein- hverju leyti þeim sem með þurfa. Einhver síðustu orðin í skýrslu þeirra Hjörleifs og Péturs eru þessi: „Gamla Akureyri, Fjaran og Innbærinn, er einstakur bæjarhluti og enginn annar bær á landinu á sér líkan.“ - GFr. þau til að nota megi með góðu móti. Um þessar breytingar er ekki skynsamlegt að setja algilda reglu aðra en þá að breytingarnar skyldu alltaf taka mið af gerð hússins og nærliggjandi húsa. Að breyting- arnar skyldu fremur laða fram þá eiginleika sem ætlunin er að varð- veita en spilla þeim. Meta verður hvert tilvik fyrir sig og ákveða gerð húss eða viðbyggingar, lögun, byggingarefni o.fl. með tilliti til kringumstæðna hverju sinni.“ Heildirnar átta Eftirgreindar húsaheildir telja þeir Hjörleifur að beri að varð- veita: 1. Þyrping þriggja húsa: Aðal- stræti 62, 66 og 66a. Þau eru öll byggð um 1850 og tiltölulega lítið breytt frá elstu tíð. Góð dæmi um elstu gerð timburhúsa á Akureyri. 2. Húsaröðin Aðalstræti 54-32. í henni eru 5 hús sem talin eru hafa sérstakt varðveislugildi (Aðal- stræti 54b, 50,54,56 og 38) en hin 7 húsin eru þó mikilvægir hlutar heildarinnar. Þessi hús eru meginhluti hinnar eiginlegu fjöru og voru húsin flest byggð á árunum 1850-1860 en Aðalstræti 50 og 38 voru þó byggð seinna eða 1890- 1905 og eru þau stærri en eldri hús- in. 3. Frá Aðalstræti 19 að sunnan og norður fyrir Hafnarstræti 3 og Aðalstræti 14 að norðan. Á þessu svæði eru 11 hús talin hafa varð- veislugildi og voru flest byggð á ár- unum 1895-1905 á miklurn upp- gangstímum staðarins. Þeirra á meðal eru einhver veglegustu timburhússtaðarins. Elst húsanna í þessari heild er Aðalstræti 12, byggt 1836, eitt fyrsta tvílyfta íbúð- arhús Akureyrar og jafnvel alls landsins. 4. Þessi heild er í gilkjaftinum og nær til 10 húsa, þar af 6 sem talin eru hafa varðveislugildi. Þessi heild er önnur tveggja sem ná til hluta af gamla verslunarstaðnum og er eldri þeirra. Öld skilur á milli yngsta hússins, Aðalstrætis 8, og þess elsta, Lækjargötu 2a, Fröken- arhúss, sem byggt var fyrir 1823 og er sennilega annað elsta húsið sem nú stendur á Akureyri. Aðalstræti 6 var byggt einhvern tíma á ára- tugnum 1840-1850 og þar bjuggu ýmsir af heldri borgurum bæjarins. Gamla apótekið, Aðalstræti 4, var byggt árið 1859 og var lengi glæsi- legasta hús bæjarins. 5. Þrjú hús við nyrðri gatnamót Hafnarstrætis og Aðalstrætis. Þau eru Túlíniusarhús, Höepfnershús og Hafnarstræti 19, gamla slátur- hús Höepfnersverslunar. Húsin voru byggð á árunum 1902-1913 undir lok blómatíma staðarins, í enda timburhúsaaldar og upphafi steinsteypualdar. 6. Hafnarstræti 23, 25 og29. Öll húsin eru byggð á árunum 1903- 1911 og eru dæmigerð fyrir sinn tíma. Tvö þeirra eru talin hafa varðveislugildi. LANDSBANKl ÍSLANDS Akureyri Strandgötu 1, sími 2188 Afgreiðslutími: mánudaga - föstudaga kl. 9.15 - 16.00. Síðdegisafgreiðsla fimmtudaga kl. 17.00 - 18.00. Brekkuafgreisla, sími 22400 AFGREIÐSLUTÍMI: mánudaga - föstudaga kl. 9.15 - 12.30 og 13.30 - 16.00, og síðdegisafgreíösia fimmtudaga kl. 17.00- 18.00 Önnumst öll innlend og erlend bankaviðskipti Það er til önnur leið...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.