Þjóðviljinn - 02.03.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Page 11
Föstudagur 2. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 11 bara í bridds, segja eina góða slemmu og skíttapa í henni - en það gerir ekkert til. Svo er ég að læra golf. Ég hélt að það væri enginn vandi að slá á eina kúlu en þegar vindhöggin voru orðin ærið mörg þá sá ég að þetta var ekki eins auðvelt og ég hélt. En það er skemmtilegt að vera úti við þetta og hitta fólk. Þar að auki stunda ég sund. Ef ég væri í Reykjavík væri ekki möguleiki að vera í öllu þessu. Það gera vegalengdirnar og um- ferðin. En finnst þér þú ekkert einangr- ast t.d. í sambandi við að fá tæki- færi til að leika í sjónvarpi eða kvikmyndum? - Jú, mér finnst það nú. Maður kannski gleymist hér og svo er það aukakostnaður að fá manneskju utan aflandi. En ég gete.t.v. sjálfri mér um kennt. Ég hef ekki reynt að koma mér á framfæri og hef kann- ski takmarkaðan áhuga. Það er lýj- andi að leika í kvikmynd. Hefurðu reynt það? - Æ, já, ég lék í Lénharði fógeta, einni fyrstu kvikmyndinni. Það var þrælerfitt, bútar og lausir endar. Mér skilst að Súkkulaði handa Silju sé töluvert breytt frá sýning- unni í Þjóðleikhúsinu? - Það felst aðallega í því að hin konan sem Anna snýr sér til er gerð að félagsfræðingi í þessari upp- færslu. Endirinn er líka breyttur og gerður mun mannlegri en í sýningu Þjóðleikhússins. Má ekki álasa áhorfendum Koma Akureyringar á leiksýn- ingar hjá ykkur? - Mér finnst þeir afskaplega dug- legir að sækja leikhúsið. Og það má ekki álasa áhorfendum fyrir að koma ekki á leiksýningar. Það er þá við okkur að sakast. Annað- hvort hefur uppfærslan eða valið á leikritinu ekki verið nægilega gott. Það eru auðvitað áhorfendurnir sem skipta mestu máli. Einstöku sinnum getur svo sem verið skemmtilegt að fást við verk sem höfða meira til leikaranna en áhorfendanna, en það má ekki vera meginreglan. Við höfum stundum verið með mjög góðar sýningar sem ekki fengu góða að- sókn. Ég nefni t.d. Þrjár systur eftir Tsékof. Vorverkefnið hjá okkur hefur oft misheppnast og nú ætlum við að prófa að enda leikárið á barnaleikriti. Við erum að byrja að æfa Kardimommubæinn. Það hafa sem sagt verið svolítið skrykkjótt hjá ykkur leikárin? - Núverandi leikár er algjört met sem verður örugglega aldrei slegið - þó að maður ætti auðvitað aldrei að segja aldrei. Það eru yfir 10 þús- und manns sem hafa séð My Fair Lady. Þetta hefur lyft öllu bæjarlíf- inu. Það segir sig sjálft. Að svo mæltu kveðjum við Sunnu Borg og höldum út í akur- eyrska vetrarblíðu. -GFr MI.NMNLAKSJdrlUK ÍSLEN/.K UAK 11.10 1)1 SIGFÚS SIGURIIJARTAKSON Minningarkortin cru tilsölu á eftirtöldum stöðum: Bókabúö Máls og menningar Skrifstofu Alþýðubandalagsins Skrifstofu Þjóðviljans Munið söfnunarátak í Sigfúsarsjóð vegna flokksmiðstöðvar A Iþýðubandalagsins Rætt við Jón Björnsson félagsmálastjóra á Akureyri , ,Ekkert svartnætti gripið um sig enn — en það er erfitt hjá mjög mörgum“ - Þaðermjög bágtástandið víða og það kemur mjög við hjá okkur. Þetta kerfi sem við búum við, þ.e. fjárhagsað- stoð bæjarfélaga á stærri stöðum, það er ekki vaxið svo stórum vanda sem við eigum við að glíma núna. Svo mælir Jón Björnsson fé- lagsmálastjóri á Akureyri, en blaðamenn Þjóðviljans litu við hjá honum á dögunum á Félagsmála- stofnun Akureyrar til að kynnast því starfi sem slík stofnun sinnir og getur sinnt þegar þrengist verulega í búi hjá öllum almenningi. Kerfið ekki undir þetta búið - Þeir sem eiga að lifa á bótum, ellilífeyrisþegar og atvinnulausir einstæðir foreldrar standa alverst að vígi. Þessu fólki er ætlað að lifa af 7000 kr. á mánuði. Þetta fólk er hræðilega illa statt. Hverjir leita aðstoðar hjá ykk- ur? Er það eingöngu fólk sem býr við þessar aðstæður? - Nei, það eru almennt allir þeir sem einhverra hluta vegna eru ekki mjög duglegir að spjara sig á svona þrengingartímum sem nú ganga yfir. Það er ansi margt sem þar get- ur um ráðið. Atvinnuleysi, heilsu- far.heimilisástæður. Nú eru t.d. samkvæmt þeim síðustu tölum sem ég hef um 330 manns atvinnulausir hér á Akureyri. Ástandið hefur alltaf verið slæmt á þessum tíma, en það er miklum verst núna en ég held að það sé samt eitthvað að birta yfir. Er mikið álag á ykkur starfsfólki Félagsmálastofnunar? - Já. Vegna þessa fjárhagsá- stands sem ríkir hjá almenningi þá höfum við haft mörgu að sinna. Við fórum að finna fyrir þessum þrengingum eiginlega strax um mitt árið 1982 og ástandið hefur síversnað síðan. Sem dæmi get ég nefnt, að bara í gær var tekið á móti og afgreiddar á fundi í fél- agsmálaráði 20 beiðnir um fjár- hagsaðstoð. Aðeins á einum degi, og ég held ég geti fullyrt, að engin þessara beiðna hafi verið ósann- gjörn. Yfir helmingi þessara beiðna var hafnað. Ekki vegna ós- anngirni, heldur vegna þess að kerfið er alls ekki búið undir þetta. Koma dllir sem virkilega þurfa á aðstoð að halda til ykkar? - Sumir, alls ekki allir. Okkar tölur segja ekki nema einhvern hluta af sögunni. Sumir vilja alls ekki snúa sér til síns bæjarfélags þegar dæmið gengur ekki lengur upp. Einstaklingsstoltið Er einhver ótti í fólki, hræðist það að segja sig til bæjarins? - Ég held að þetta sé einstak- lingsstoltið. Mál standa dálítið öðru vísi í dag en í eina tíð. Ég held að gamlt fólk sem man þá tíð hafi ekki áttað sig fyllilega á því hve samneysla í sveitarfélagi af þessari stærð er í mörgu formi. Við skulum átta okkur á þvf að hér eru t.d. 100 dagvistarrými sem eru greidd niður af bænum. Það er enginn stimpill á fólk að þiggja slíka aðstoð. Það er enginn munur á því hvort fólk er Jón Björnsson: Á aðeins einum degi var tekið á móti og afgreiddar 20 beiðnir um fjárhagsaðstoð, og eng- in þeirra var ósanngjörn, en yfir helmingi þeirra var hafnað vegna þess að kerfið er ekki búið undir þetta. Mynd: Atli. aðstoðað á þann máta eða annan, hvort því er greitt í því formi eða með ávísun. Það hefur verið reynt að færa þessi mál úr gamla farinu og aðstoð bæjarfélagsins kemur orðið fram í margri mynd, en marg- ir gera sér kannski ekki að fullu grein fyrir þessu. Almanna- tryggingar þegar þær komu til sög- unnar voru t.d. aðalbreytingin í þessa átt. En til hvaða úrræða getið þið gripið? - Það er ýmislegt sem hægt er að breyta og laga til. Við höfum upp á ódýrt húsnæði að bjóða. Við sinn- um heimilisþjónustu, útvegum dagvistun, sinnum ráðgjöf og einn- ig er um að ræða beinar peninga- greiðslur. Ilvað hafið þið úr miklu að spila í þeim efnum? - Peningaupphæðin í ár er óvenju há miðað við fyrri ár, en þrátt fyrir það er hún aðeins 3'/2 meðalárslaun. í raun þá skiptir þessi upphæð óskaplega litlu máli. Salt í grautinn Er það atvinnuleysið sem er erf- iðast í þessu öllu? — Þetta er ekki bara spurningin um vinnuna heldur hitt að kaupmáttarskerðingin hefur hitt þá langverst sem höfðu minnst fyrir. Kaupið dugði þá varla fyrir salti í grautinn, og það sama salt þarf að kaupa núna. Atvinna myndi ekki breyta öllu. Hefur þú orðið var við vonleysi hjá fólki sem sækir þig hingað heim? - Nei, ég hef ekki orðið var við neina uppgjöf. Ástandið er vissu- lega verra en verið hefur, en sveiflur sem þessar hafa ætíð kom- ið. Það hefur ekkert svartnætti gripið um sig, en það er erfitt hjá rnjög mörgum. Fólk er líka al- mennt seint að breyta til miðað við breyttar aðstæður. Maður hefur orðið var við þetta t.d. varðandi raunvextina. Sumir eru ekki búnir að átta sig á þeim breyttu aðstæð- um fyrr en nú. Sama er að segja um kaupmáttarskerðinguna. Það tekur tíma að gera sér grein fyrir því að eitthvað sem var er ekki lengur hægt. Það er eitt af því sem við höfum verið að reyna að hjálpa fólki að gera sér grein fyrir. Hvort það sé ánægt með stöðu sína í neyslukapphlaupinu. Vera í því án þess að festa sjónir á einhverju marki. Mönnum væri almennt hollt að hugsa um það hvort gæfan liggi í einhverju öðru en því sem auglýst er í sjónvarpinu á kvöldin. Námskeið í heimilisbókhaldi Þið hafið hleypt af stokkunum sérstöku námskeiði um heimilis- bókhald í samvinnu við Neytenda- félag Akureyrar. Hver eru tildrög þessa? - Tildrögin eru þau að okkar hlutverk hér er að sinna fram- færslumálum m.a. Hingað leitar margt fólk í ýmsum tekjuflokkum þegar fjármál þess eru komin í strand. Oft og tíðurn er það hreint og beint vegna aðgæsluleysis og vankunnáttu á kerfið. Menn átta sig ekki á öllu varðandi lántökur. Það vantar ýmis þekkingaratriði sem auðvelt er að miðla í hóp. Við höfurn hugsað um þetta lengi og fannst Neytendafélagið vera eðli- legur samstarfsaðili í þessu verk- efni. Þess markmið er réttargæsla neytenda og okkar hlutverk er einnig að upplýsa okkar umbjóð- endur. Hverjar hafa undirtekir verið? - Góðar. Við höfum fengið þá þátttöku sem við vildum. Við byrj- um með 15 manna námskeið og það mun standa í 5 kvöld, 2!/2 klst. á kvöldi og tekur xh mánuð. Hagsýnn og hugsunarlaus Hvað ætlið þið að kenna? - Fólkverðurlátiðhaldaheimil- isbókhald. Við skoðum í hverju eyðslan liggur. Hvort fólk er sátt við það sem útkoman sýnir. Það verður farið yfir heimihsbókhald, lánamál, fasteignaviðskipti og fleira. Það er í undirbúningi hjá okkur að láta fólk prófa misdýra matseðla. Við höfum gert athugun á tvenns konar matseðlum sem báðir innihalda þá næringu sem fólk þarf á að halda. Annar mat- seðillinn er hagsýnn, hinn er hugs- unarlaus, vörur sem menn kaupa þegar þeir eru að flýta sér. Útkom- an var sú hjá okkur að það munaði fyrir 4ra manna fjölskyldu 3000 krónum á viku hvor matseðillinn var notaður. Þarna er um háar upp- hæðir að ræða og með fyrirhyggju í innkaupum eru peningar fljóttekn- ari en í gegnum ýmsar bætur. Þess vegna er einmitt brýnna en oft áður að fólk velti hlutum sem þessum betur fyrir sér, sagði Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrar. -lg- Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar er til húsa í myndarlegu og sögufrægu húsi. Það reisti Sigurjón á Laxamýri í upphafí aldarinnar og bjó þar í fáein ár. Hjálpræðisherinn rak síðan gistiheimili i húsinu til 1980 en Fé- lagsmálastofnun flutti hingað inn árið 1982. Nú er unnið að endurbótum á húsinu jafnt innan sem utan dyra. Mynd: Atli.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.