Þjóðviljinn - 02.03.1984, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1984
Tillaga á Alþingi:
Kjamorkuvopnalaus Norðurlönd
Steingrímur J. Sigfússon, Guð- ályktunar um kjarnorkuvopnalaus
mundur Einarsson og Kristín Hall- Norðurlönd, svohljóðandi:
dórsdóttir flytja tillögu til þings- Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að vinna í samráði við
ríkisstjórnir annarra Norðurlanda
að yfirlýsingu um kjarnorkuvopna-
laus Norðurlönd. Leitast skal við
að tryggja slíka yfirlýsingu með
bindandi samningum, grundvöll-
uðum á alþjóðarétti og viður-
kenndum af sameinuðu þjóðun-
um.
f greinargerð segir:
Barátta fyrir kjarnorkuvopna-
lausu svæði á Norðurlöndum hefur
lengi verið á dagskrá norrænna
friðarsinna. Framan af voru hug-
myndir manna um stærð svæðisins
og þær reglur, sem þar skyldu
gilda, allmismunandi. Sumir vildu
t.d. að aðeins skandinavísku
löndin yrðu innan svæðisins en aðr-
ir vildu að það yrðu Norðurlönd
öll.
Árið 1982 tóku friðarhreyfingar
á Norðurlöndunum að samræma
hugmyndir sínar í þessu efni og
héldu í því skyni nokkra samráðs-
fundi. Samtök herstöðvaandstæð-
inga sendu fulltrúa á þessa fundi
fyrir íslands hönd. Síðasti samráðs-
fundurinn var haldinn í Norræna
húsinu í Reykjavík 23.-24. apríl
1983 og þá voru endanlega sam-
þykktar samræmdar hugmyndir
norrænna friðarhreyfinga um
kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum. Samþykkt þessi er
tímamótaviðburður sem vafalítið á
eftir að hafa áhrif á alla friðarbar-
áttu í þessum heimshluta. Ef vel
tekst til verður þetta fyrsta skref
Norðurlandanna til myndunar
friðarbandalags sem verða mun
fordæmi um heim allan í baráttu
mannkynsins gegn örvita vígbún-
aðaræði og kjarnorkuvopnakapp-
hlaupi.
Samþykkt friðarhreyfinga á
Norðurlöndum um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd, sem undir-
rituð var á fundi þeirra í Norræna
húsinu í Reykjavík 23.-24. apríl
árið 1983, er prentuð sem fylgiskjal
með þessari tillögu. Þar er að finna
meginatriði tillögunnar ásamt
greinargerð, þar sem m.a. er skil-
greint hvað er átt við með „kjarn-
orkuvopnum“ og „kjarnorku-
vopnalausum svæðum“.
-mhg
Söluumboð:
RAF h/f
Kaupangi, Akureyri.
Símar: 96-26400 og 25951.
Umboðsmenn:
Leitið nánari upplýsinga um þennan
athyglisverða ketil.
Blaðberi óskast
strax í Skerjafjörð
OIOÐVHJINN
Síðumúla 6 Sími 81333.
Dúllci
Snorrabraut 22
ÓDÝRARI
barnaföt
bleyjur
leikföng
Katrín Dúadóttir
Kirkjuvegi 34, Keflavík
andaðist 1. mars í Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Fyrir hönd ættingja,
Jón Sæmundsson
Singer skapar meiri saumagleði
Singer 7184
Einfold saumavél; Blindsaumur,
íjölspora Zig-Zag og teygjanlegur
saumur, sjálfvirkur hnappagata-
saumur og fríarmur.
Staðgreiðsluverð Kr. 8.730,-
Singer7110
Alhliða saumavél; Styrktur teygju-
saumur, blindsaumur fyrir falda,
Qölspora Zig-Zag, sjálfvirkur
hnappagatasaumur, nokkur
munstur fyrir útsaum og fríarmur.
Staðgreiðsluverð Kr. 9.962.-
Singer2010
Fullkomin saumavél; Rafeindastýring,
með minni fyrir 29 munstur, þræðari,
stillanlegur blindsaumsfótur auk
alls sem prýðir hinar þrjár.
Staðgreiðsluverð Kr. 23.243.-
Singer7146
Fjölhæf saumvél; Rafeindastýring,
auk alls sem prýðir Singer 7184
og 7110.
Staðgreiðsluverð Kr. 11.510.-
Rafeindastýring þýðir í raun
aðeins eitt: Áreiðanleika.
Góðir greiðsluskilmálar
n & qapzn
i DUiB
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38902
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995
Orkusparnaður,
svo um munar
Timbur, flísa, olíu, rafmagns og
móketill
400
400 ketillinn er gerður til að brenna föstu
eldsneyti, svo sem timbri, flísum, kolum og
mó. Ennfremur er hægt að kynda hann með
olíu eða rafmagni.
• Ketillinn er með eld og öskulúgum. Eldlúgan
er tvöföld svo að auðvelt er að koma
olíubrennaranum fyrir.
• Neysluvatnselementinu er komið fyrir í tank
efst í katlinum sem gefur nægt, heitt
kranavatn.
• Langir reykgangar nýta orku frá viðar-
brennslu eins og best verður á kosið.
• Rafmagnselement 2-12 KW.
• Ketillinn afgreiðist tilbúinn til niðursetningar
með öllum búnaði. Því er niðursetningarog
tengikostnaður sáralítill.