Þjóðviljinn - 02.03.1984, Page 14
14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1984
Vasily Smyslov eftir áskorendaeinvígin íLondon
Ef ég er of gamall
erKasparov of ungur
Það hefur þegar verið mikið
skrifað um skákhlið þessara
tveggja einvíga og eiga eftir að
koma miklar skýringar á þeim. Mig
langar til að bðja yður að scgja frá
einhverju, sem gerðist fyrir utan
skáksaiinn. T.d. hvernig dögunum
var háttað hjá yður.
Sálarró og gott skap
- Það var nú einhvern veginn
þannig, að sá tími, sem ég sat ekki
við skákborðið, fór allur í skákina.
Ég og aðstoðarmenn mínir, V.
Kupreitsik og J. Averbakh voru
aðallega að athuga skákbyrjanir.
Það varð mér til bjargar í fimmtu
og sjöundu skákinni, þar sem ég
beitti nýjungum og það gaf mér
mikla yfirburði. í raun er útkoma
einvígisins að mestu komin undir
því hver getur leikið sem óvæntust-
um leikjum, þó að ekki taki allir
eftir því.
Dagskráin hjá mér... Ég er ekki
mikið í íþróttum. Það er að mínu
mati aðalatriðið að varðveita sálar-
ró sína og gott skap. Þar hjálpar
mér mikið. Ég er afar hrifinn af
sígildri tónlist, aðallega verkum
Tsjaikovskys, Mozarts, Chopins
og Bach.
Strákar sem ég vinn
verða heimsmeistarar
Hittuð þér Kasparov meðan á
einvíginu stóð?
- Auðvitað gerði ég það. Við
sáum hvor annan, þar sem við
bjuggum á sama hóteli. En við átt-
um við ólíka andstæðinga að etja
og viðfangsefni okkar voru ólík.
Við þurftum ekki að skiptast á
skoðunum varðandi gang einvígis-
ins.
Hvað datt yður í hug, þegar þér
fréttuð að Garri hefði sigrað?
- Ég hugsaði tii þess að ég ætti
eftir að mæta ungum og mjög efni-
legum skákmanni. Mér fannst sú
staðreynd, að Kasparov, sem svo
miklar vonir eru bundnar við, ætti
eftir að verða andstæðingur minn í
einvíginu um réttinn til að skora á
heimsmeistarann, væri eðlilegur
atburður.
Hafíð þið þekkst lengi?
- Ég tefldi við hann þegar hann
var enn ungherji. Ég man að ég
tefldi fjöltefli við skólabörn í Ung-
herjahöllinni í Leníngrad. Meðal
þeirra var Garri. Mér var sagt, að
ég skyldi taka eftir þessum pilti.
Hann ætti eftir að verða mikill
skákmaður. Ég reyndi þá að tefla
af meiri varkárni og vann. Síðan
huggaði ég hinn unga andstæðing
minn með því að ég hefði verið
heppinn. Ég sagði: „Þegar ég vinn
stráka, þýðir það að þeir eiga sér
mikla framtíð á skáksviðinu." Það
sama átti sér stað með Spasskí. Ég
vann hann og með tímanum varð
hann heimsmeistari.
„Þegar ég vinn stráka þýðir það að
þeir eiga mikla framtíð fyrir sér á
skáksviðinu“, sagði Smyslov við
Garri Kasparov eftir fjöltefíi við
skólabörn í Ungherjahöllinni í Len-
íngrad.
Ef einhver telur, að ég sé kom-
inn yfir aldursmörkin, þá hefur
Kasparov ekki enn náð hátindi
möguleika sinna. Við skulum
minnast Fischers. Hann tefldi
snilldarlega í upphafi, en honum
tókst ekki að verða heimsmeistari
fyrr en undir þrítugt. Enn finnst
mér erfitt að dæma um réttmæti
þeirrar spár, að Kasparov sé hinn
sanni áskorandi. En ég hlakka til
að mæta honum sem eldri félagi,
sem þegar hefur farið öll þrep
skákbrautarinnar.
Hvað teljið þér um það: Hvers
vegna tekst yður að sigra ungu
mennina? I hverju eru leyndar-
dómar velgengni yðar fólgnir?
- Leyndarmálið er sennilega
fólgið í því að ég veiti utanaðkom-
andi áliti ekki athygli. Ég hef ekki
áhuga á því. Ég neita þeirri kenn-
ingu að aldurinn sé alvarleg hindr-
un í vegi skákmannsins. Ég beislaði
orku mína og vilja fyrir einvígið til
þess að berjast og veitti engum
dómum athygli.
Hvernær skilduð þér að þér vor-
uð búinn að sigra?
- Ég vonaðist eftir árangri áður
en einvígið hófst. Ég fann í raun að
sigurinn var í höfn, þegar ég var
með tveggja vinninga forskot eftir
sjöundu skákina.
Staðarval óráðið
Hvar vilduð þér tefla við Kasp-
arov?
- Það er erfitt að svara þessari
spurningu núna. Það eru margar
hliðar á henni. Þetta er ekki aðeins
einvígi á milli okkar, sem varðar
persónulega hagsmurii okkar.
Þetta er lokaeinvígi áskorendanna
og er afar mikilvægt. Staðarval
verður með tilliti til áhuga almenn-
ings.
Þér eruð sem sagt ekki tilbúinn
til að nefna neina eina borg?
Garri Kasparov eftir einvígið við Kortsnoj
Undantekningin í skák
eru heimsmeistararnir
Vasili Smyslov er tímabil út af fyrir sig í skákinni, segir Garri Kasparov
um keppinaut sinn um heimsmeistaratitilinn i skák.
Slarkfœr í ensku
Höfðuð þér tækifæri til að æfa
yður í ensku, þeirri tungu sem þér
eruð að nema?
- Ég varð ekki undrandi á því, að
í London tala allir ensku, allt frá
þeim, sem koma fram í sjónvarp-
inu og til þeirra, sem ganga um
beina í veitingahúsinu á hótelinu.
Ég skil næstum allt, sem sagt er á
ensku. Ég tala svona í meðallagi,
en nægilega til að láta í ljós hvað ég
vil.
Athugaði endatafl
Hvernig undirbjugguð þér
yður fyrir einvígið?
- Ég var svo lengi að vinna að
þessum undirbúningi, að það er
hræðilegt að rifja það upp. Megin-
undirbúningurinn fór fram í maí til
júní. Sá timi varð mjög mikilvægur
fyrir lokaúrslit einvígisins. Ég var
aðallega að athuga endatafl. Enda-
taflmennska Kortsnojs var athug-
uð sérstaklega. Einnig var unnið að
því að skoða byrjanir. Það leit út
fyrir að mér hefði tekist vel til með
þær. Það skapaðist sú ranga
skoðun, að hægt yrði að koma
höggi á Kortsnoj einmitt í byrjun.
Síðan varð atburðarásin önnur
en ætlað var. Einvíginu var frestað.
Mér var meira að segja dæmdur
ósigur. Síðan vaknaði von á ný. Ég
tók þátt í móti í Nikits og fór aftur
til Moskvu. Það gerðist margt og ég
var hættur að búa mig sérstaklega
undir þetta einvígi. Og þá var til-
kynnt, að það yrði haldið í nóvem-
ber. Þá var eftir lítill tími til undir-
búnings. Ég reyndi að hressa upp á
fyrri undirbúning.
Barátta
milli skapgerða
í heild gekk ég ekki til leiks í sem
bestu ásigkomulagi, líkamlega og
sálarlega. En að lokum hafði
taugaálagið styrkjandi áhrif. í ein-
vígi, þar sem tveir menn mæta hvor
öðrum, stendur yfir barátta milli
skapgerða þeirra. Þar hefur auðvit-
að sitt að segja reynslan á þessu
sviði. Þetta var í sextánda skipti,
sem Kortsnoj tók þátt í undarúr-
slitum. Þegar einvígið var hálfnað
komst ég að því að hægt var að
berjast þar sem andstæðingurinn
var mjögsterkur, þ.e. þegar staðan
er róleg og í endatafii.
Sögur og tónlist
Hvað voruð þér að gera þegar
þér voruð ekki að tefla og fara yfir
skákirnar?
- Fór í gönguferðir um borgina.
Fyrst fór ég í garð nokkurn, en það
var þreytandi svo að ég fór að
ganga um í nágrenni hótelsins. Ég
las smásögur eftir Maurois og
Hemingway. Það hvíldi hugann
smástund. Áður en skákin hófst
hlustaði ég á tónlist, oftast á Vla-
dimir Vysotsky.
Eftir einvígið sáust þið Smyslov
ekki saman. Forðist þið hvor ann-
an?
- Nei! Við erum þessa stundina í
sambandi hvor við annan. Við för-
um heim með sömu flugvél. Ég
fylgdist með einvígi hans og Ribli
með öðru auganu. Annars hafði ég
ekki tíma til þess. Ég byrja undir-
búning fyrir einvígið við Smyslov
um 10. janúar.
Smyslov er „tímabil“
Hver varð hugsun yðar, þegar
þér fréttuð að Smyslov hefði sigr-
að?
- Sigur hans varð séður fyrir
nokkuð snemma og ég varð ekki
undrandi á því.
Það er mikið talað um aldur
Smyslovs og fólk undrast hvers
vegna hann teflir svo vel. En ég tel,
að hér þurfi ekki að vera undrandi
á neinu. Margir skákmenn missa
kraftinn um 45 ár aldur, en hvar er
reglan án undantekningar? En
undantekningin í skákinni eru
heimsmeistararnir. Þeir marka
tímabil í skákinni. Því lýkur ekki
endilega þó að viðkomandi missi
titilinn. Vasili Smyslov er einnig
tímabil út af fyrir sig. Afrek hans
eru ekki tímabundin.
Sœtar hugsanir
Hvenær varð yður ljóst, að þér
munduð sigra?
- Það var eftir sigurinn í sjöttu
skákinni að sætar hugsanir um
sigur fór að læðast að mér. Ég tel,
að það hafi hjálpað mér mjög
mikið að ég hafði ekki raunhæfa
tilfinningu fyrir stöðunni fram að
síðustu skákinni. Ég hugsaði um
hana, en hún hafði ekki áhrif á mig.
í tíundu skákinni var ég lítið eitt
óákveðinn þar sem ég mundi eftir
því, að ég var tveim vinningum yfir
og hugsaði sem svo að það væri gott
að gera jafntefli. Það hafði næstum
dregið dilk á eftir sér. Þegar ég
hugsaði um sigur, setti ég mér í
hverri skák það takmark að tefla
vel.
- Nei. Það verður líka áhugavert
að vita, hvað skáksambandi okkar
finnst um þetta mál.
Venjulegur matur
Fóruð þér eftir einhverjum sér-
stökum matseðli meðan leikurinn
stóð yfir?
- Ég borðaði bara venjulegan
mat. Ég fór ekki eftir neinu sér-
stöku mataræði. Morgunverður,
hádegisverður fyrir skákina og
kvöldverður að lokinni skákinni.
Það var hlaðborð á hótelinu, svo að
hægt var að velja um rétti. Þegar
hlutirnir voru erfiðir, langaði mig
ekki að borða. Þegar fór að ganga
betur, kom lystin. Ef ég var
þreyttur, hvíldi ég mig vel og kom
ekki nálægt því að kryfja skákirnar
til mergjar. Ég reyndi að skipta
mér ekki af neinum smáatriðum,
sem hafa stundum áhrif á líðanina.
Ég fór venjulega á fætur klukkan
sex á morgnana. Ef skákin tók
mjög á taugarnar, þá gat ég farið í
rúmið klukkan tíu, en síðar, væri
ég ekki mjög þreyttur. Ég á alls
ekki erfitt með að sofa. Ég get sofið
nokkra klukkutíma á nóttunni, en
blunda stundum á daginn og það
nægir mér.
Það var David Bronstein, alþjóð-
legur stórmeistari, sem skýrði
skákirnar í „Izvestiju“. Hvað finnst
yður um hann sem skákskýranda?
- David Bronstein er í hópi
fremstu skákmanna okkar. Skák-
skýringar hans skera sig úr vegna
hugmyndaauðgi hans og þekking-
ar.
(Viðtal úr Izvestiju).
Um miðjan þennan mán-
uð hefst í Litháen í Sovét-
ríkjunum skákeinvígi þeirra
Garry Kasparov og Smysl-
ov um það hvor fær réttinn
til að skora á heimsmeistar-
ann Anatoly Karpov. Fleiri
hallast að sigri Kasparov í
þessu einvígi, en enginn
skyldi þó vanmeta gamla
meistarann, Smyslov. Hann
er nú 61 árs, en Kasparov
20 ára. Hér á síðunni eru
viðtöl við þessa skáksnill-
inga, þar sem sitt sýnist
hvorum um einvígið.
Hvar munduð þér vilja tefla við
Smyslov?
- Það veit ég ekki. En ég geri ráð
fyrir því að það sé ekki æskilegt að
tefla í norðurhluta landsins í mars.
Ég væri fylgjandi því að einvígið
yrði haldið sunnarlega, þar sem
ekki væru rigningar. Landið er svo
stórt, að ég held, að við ættum að
geta fundið stað, þar sem loftslagið
hentar báðum.
Gœti verið og þó...
Leyfið mér að spyrja persónu-
legrar spurningar. Þér hafið ekki
stofnað fjölskyldu. Er einhver sér-
stök, sem hefur áhuga umfram
aðra á einvíginu og gleðst sérstak-
lega yfir sigri yðar?
- Það getur verið að svo sé. Ég
veit ekki um það.
Ég sá hversu mikið Klara Shag-
enovna, móðir yðar, gladdist yfir
sigri yðar?
Umhyggja hennar hefur orðið
mér til mikillar hjálpar hér í
London. Mamma verður alltaf
majnma.
Ár frá ári vex áhuginn á skák í
landinu. Haldið þér ekki að ein-
hvern tíma verði allir farnir að
tcfla?
- Það yrði ekki verra. En ég tel
ekki að það sé eingöngu skákáhugi
sem markar menningarstig manns-
ins. En auðvitað hefur hann mikið
að segja.
Ég er glaður yfir því að báðir
áskorendurnir skuli vera frá So-
vétríkjunum. Það er ánægjulegt,
að baráttan um skákkórónuna,
bæði hjá körlum og konum skuli á
ný vera kominn í hendur sovéskra
skákmanna.
V. Skosyrev, sérlegur fréttaritari
„Izvestiju“ í London.