Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 14. mars 1984 MÚOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Niðurstöður skoðanakannana Þótt skoðanakannanir sýni ekki á nákvæman hátt styrkleikahlutföll flokka og viðhorfa gefa þær skýrar vísbendingar um meginstrauma. Reynslan hérlendis hefur fallið í sama farveg og í öðrum löndum. Þess vegna hafa skoðanakannanir hér orðið tilefni til álykt- ana um stjórnmálaþróun. Raddirnar sem í fyrstu vís- uðu niðurstöðum kannana á bug sem algerri markleysu eru nú að mestu þagnaðar. Dómur sögunnar hefur sýnt að straumar sem kannanir gáfu fyrst til kynna hafa hlotið staðfestingu í kosningum. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar sem DV hefur verið að birta undanfarna daga sýna líkt og hinar fyrri meginstrauma sem gefa tilefni til víðtækari umræðna um stjórnmálaþróunina á íslandi. Hvort sem niður- stöðurnar líka betur eða verr verða allir sem á ábyrgan hátt taka þátt í stjórnmálastarfi að vera reiðubúnir til rökræðna um þær ályktanir sem draga má af úrslitun- um. í fyrsta lagi sýna þessar kannanir að kjaraskerðingar- stefna ríkisstjórnarinnar er föst í sessi. Stuðningurinn við ríkisstjórnina, afstaðan til ASÍ/VSÍ samninganna og fylgi stjórnarflokkanna fela í sér þann boðskap að ráðherrunum sé óhætt að halda áfram á skerðingar- brautinni. Meirihluti kjósenda virðist reiðubúinn að þola hina hrikalegu rýrnun kaupmáttarins. Þeir sem eru að brotna undan skerðingunni og eiga varla fyrir lífsnauðsynlegum útgjöldum eru í minnihluta. í öðru lagi sýna niðurstöðurnar mjög sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins. Ágreiningur innan hans dregur ekki úr fylgisstyrk. Það sýndi reynslan á ríkisstjórnarár- um Gunnars Thoroddsen og sá dómur er á ný staðfest- ur. Þessi útkoma mun líklega gera forystu flokksins ákveðnari í stuðningi við hina hörðu hægri stefnu og veita þeirri kenningu aukinn byr að Sjálfstæðisflokkur- inn eigi að stefna að því að ná hreinum meirihluta á Alþingi. í þriðja lagi kemur enn í ljós að langvarandi íhalds- samvinna lamar fylgisgrundvöll Framsóknarflokkinn þótt sveiflurnar geti verið upp og niður frá einni könn- un til annarrar. I kosningunum 1978 varð Framsóknar- flokkurinn minnsti flokkurinn í landinu en náði sér upp með afdráttarlausum vinstri kjörorðum í kosningunum 1979. íhaldskenningarnar sem forystan tók upp 1982- 1983 höfðu svo tap í för með sér og síðan núverandi stjórn var mynduð hefur Framsóknarflokkurinn ekki náð sér upp úr þeirri fylgislægð. Staða hans sem næst- stærsta flokksins er því í verulegri hættu. í fjórða lagi fela niðurstöður könnunarinnar í sér alvarlegar viðvaranir fyrir stjórnarandstöðuna. Barátta fjögurra flokka gegn ríkisstjórninni hefur ekki skilað árangri. Sú fylking sem nú berst gegn umturnun hægri aflanna og atvinnurekenda á íslensku þjóðfélagi verður að taka vinnubrögð og viðhorf til gagnrýninnar um- ræðu. Skoðanakönnun sýnir að gamla lögmálið um að sundruð föllum við á einnig við á þessu sviði. í fimmta lagi kemur í ljós að nýju framboðin sem náðu fótfestu í síðustu kosningum eru líklega sama marki brennd og aðrir smáflokkar sem skotist hafa inn í íslensk stjórnmál en horfið aftur á fáeinum árum. Bandalag jafnaðarmanna virðist nú þegar vera komið á þessi hættumörk. Kvennalistinn á við erfiðleika að etja. Þótt fylgisgrundvöllur hans kunni að vera eitthvað traustari þá virðast stórir ávinningar ekki vera í augsýn. Að lokum fela niðurstöður könnunarinnar í sér marg- víslega lærdóma fyrir Alþýðubandalagið. Stjórnar- andstaðan reynist ekki vera sigurbraut og sjálfs- gagnrýninn flokkur fær í úrslitum þessarar könnunar margvísleg brýn umræðuefni. klippt Ofnotkun á 1984 Nú er árið 1984 og blaðales- endur verða í hverri viku varir við tilburði skrifandi fólks til að tengja alla skapaða hluti við skáldsögu Orwells sem kennd er við þetta ár okkar. Kveður svo rammt að þessu, að ekki má gefa út meinleysislega reglugerð til dæmis um bílbelti án þess að menn rjúki upp til handa og fóta og fari að blanda Stóra bróður í málið. Ofnotkunin á skáldsögu Orwells verður svo mikil, að helst minnir á úlfinn fræga sem smal- inn hafði svo oft varað við, að enginn tók eftir honum þegar hann loksins kom og tók að bryðja í sig lömbin. / hvaða átt? Elín Pálmadóttir vaggar sér á gárum Morgunblaðsins um helg- ina og hefur hugann mjög við Stóra bróður. Hún spyr hvort ís- lendingar séu ekki komnir langt á leið inn í heim sögunnar 1984 og vísar til þess, að við höfum lög um kvikmyndaeftirlit, sem er verið að yfirfæra á myndbönd einnig. Eins og Elín veit vel er hér um að ræða gamla og nýja umræðu um það hvar eigi að hola niður klámi og ofbeldi í prentuðu máli eða í filmum - en sú umræða hefur mjög eflst eftir að í Ijós kom að myndbandavæðingin hefur þýtt mikla gullöld hryllingsmynda af sérstaklega viðbjóðslegu tagi og hafa unglingar víða um lönd gert sér þær að einskonar mann- dómsprófi. Samlíkingin erfáránleg. Mcðal annars vegna þess, að hvað sem líður kvikmyndaeftirliti þá er ljóst, að á árinu 1984 er viðhöfð margfalt takmarkaðari ritskoðun en á öllum öðrum tímum, hér á landi og í nálægum löndum. Hver sem getur og nennir að rifja upp til dæmis kvikmyndaheiminn fyrir svosem tuttugu árum veit, að hann var - nokkurnveginn hvar sem var í heiminum - undir miklu sterkari ritskoðun að því er varðar „bannhelga" hluti en nú. Við erum því ekki á leið til „Stóra bróður“ í þessum skilningi, held- ur ganga menn í allt aðra átt. Hinn ósýnilegi sannfœrandi Gárur Elínar eru dæmi um að hrollvekju Orwells er óspart beitt til að gera ríkið og pólitik að ein- hverju óhugnanlegu skrímsli - líka þar sem þessi hjú eru tiltölu- lega meinlaus flón. Þessu fylgir og að menn hafa tilhneigingu til að gleyma því valdi í hugsanastýr- ingu sem mest sækir fram í okkar hluta heims. Enda tekur það aldrei á sig neina þá mynd sem líkist Stóra bróður. Par er til í ótal smámyndum af elskulegu fólki með seiðandi raddir sem brýnir fyrir okkur hvað það er sem við þurfum lífsnauðsynlega að kaupa, hvað það er sem við get- um ekki verið án ef við viljum fólk heita. Skýrslan sem hvarf í sama Morgunblaði var fróðleg klausa um skýrslu sem gerð hefur verið á vegum WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinn- ar, um „uppáþrengjandi áróður“ nokkurra stórra áfengisfram- leiðanda, sem eru búnir að metta Evrópu og Norður-Ameríku og ætla nú að beita peninga- og áróðursvaldi sínu til þess að kenna fátækari þjóðum að drekka og margfalda neyslu þeirra sem byrjaðir eru. Þetta er mikið alvörumál: ótal dæmi eru um það úr þriðja heimi, að brennivínið hefur haft þar afleið- ingar á við þjóðarmorð. En starfsmenn WHO, segir Morgunblaðið, liggja á skýrsl- unni eins og ormur á gulli, þora ekki að gefa hana út. Og hvers vegna? Vegna íhlutunar eins Stóra bróðursins enn. Blaðið hef- ur það eftir heimildum, að WHO hafi hætt við að gefa út skýrslu „um áróður áfengishringanna“ og afleiðingar hans fyrir heilsufar í Þriðja heiminum „vegna þrýst- ings frá bandarískum embættis- mönnum“. Hugsanalögregla er vitanlega djöfullegt appírat. En það er hollt að hafa það í huga að til eru aðrar aðferðir en hennar til að stýra hegðun fólks í smáu og stóru - og kannski enn virkari þegar til lengdar lætur. -ÁB. Heilrœði til Porsteinn Pálssonar Hugmyndir um að færa starf- semi Lánasjóðs íslenskra náms- manna í það horf að þar verði um fjárfestingarlán að ræða sem menn áræði ekki að taka nema þeir séu vissir um að hafa „arð“ (miklar tekjur, hátt kaup) af námi sínu síðar, hafa að vonum vakið athygli og ugg. Eins og minnst hefur verið á í þessum pistlum er hér um að ræða einn angann af þeirri markaðstrú sem hægriliðið hefur verið að magna sig upp í að undanförnu. Einna skýrast kemur sú stefna að því er menntun varðar fram í orðsend- ingu Hannesar Gissurasonar til Þorsteins Pálssonar í DV snemma á árinu, en þar segir m. a.: „Stórhækka má innritunar- gjöld í Háskólann svo þau nægi fyrir að minnsta kosti allveru- legum hluta námskostnaðar þar (til dæmis í 25 þús. kr., en sjálfur greiði ég sem svarar 140 þús. kr. árlega í innritunargjöld í háskóla í Bretlandi). Hvaða réttlæti er í því, að hafnarverkamaðurinn greiði með sköttum sínum fyrir menntun læknisdótturinnar?" Hinir útvöldu Það væri reyndar ekki úr vegi að snúa dæminu við og spyrja: hvers vegna ætti læknirinn með sköttum sínum ekki að greiða fyrir menntun sonar hafnar- verkamannsins? - ef menn á ann- að borð vilja iðka lýðskrumslega fimleika. En sem sagt: hér er fjár- festingarsjónarmiðið nakið. Og 25 þús. kr. í innritunargjöld ein er forgöngumanni markaðsmennt- unar bersýnilega ekki nóg. Hann er ekki að nefna sín 140 þúsund króna skólagjöld í Bretlandi ti! þess að stæra sig af því hvað hann er ríkur eða hefur öfluga fjárfe- stingaraðila á bak við sig, eins og einhver kynni að hyggja. Nei. I lok hollráða til formanns Sjálf- stæðisflokksins um menntamál er talað um að það að gera nám miklu dýrara en það er, sé „skref í þá átt að gera háskólann að einkafyrirtæki“. Og þá rennur einmitt upp sú dýrðarstund, að ekki stundi aðrir háskólanám heldur en þeir sem geta borgað í skólagjöld það sama og Hannes Hólmsteinn og aðrir útvaldir Hinnar Ósýnulegu Handar í Bretlandi Margrétar Thatcher. -ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.