Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. mars 1984 Aksel Larsen (til vinstri) vildi fara í stjórn með Jens Otto Kragh (til hægri) árið 1966. Þá klofnaði Flokksþing 1973 og veður öll válynd: frá vinstri Sigurd Öman formaður, Morten Lange, einn úr flokkurinn. Larsenliðinu og Gert Petersen, núverandi formaður flokksins. Sósíalíski alljýðuflokkurinn danski á 25 ara afmæli Það hafði myndast tómarúm á milli sósíaldemókrata og kommúnista Um miðjan febrúár var haidið upp á 25 ára afmæli SF, Sósí- alíska alþýðuflokksins danska, sem þá var nýbúinn að fá um 390 þúsund atkvæði íkosningumog21 þing- mann: hefur vegurflokksins ekki verið meiri síðan hann var stofnaður. Á afmælinu var haldin ráðstefna sem SF boðaði til um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norður- löndum - meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Aksel Larsen fór SF var stofnaður eftir mikil átök í DKP, Kommúnistaflokki Dan- merkur, eftir uppreisnina í Ung- verjalandi haustið 1956. Meirihluti flokksstjórnar studdi þá framferði Sovétmanna þar, en minnihlutinn andmælti, þeirra á meðal Aksel Larsen, formaður Kommúnista- flokksins og langþekktasti tals- maður hans um langt árabil. Þeir sögðu skilið við DKP og stofnuðu SF ásamt ýmsum þeim vinstri- mönnum sem höfðu um skeið verið heimilislausir, bæði vegna óánægju með Kommúnistaflokkinn og Sósí- aldemókrata. Sósíalíski alþýðu- flokkurinn var stofnaður 15. febrú- ar 1959 og tók í fyrsta sinn þátt í kosningum 1960. Hann vann góð- an sigur, hlaut ellefu þingsæti. Aft- ur á móti missti Kommúnistaflokk- urinn öll sín þingsæti. Laumukommar Sósíaldemókratar urðu ókvæða við þegar þessi nýi flokkur var kominn til skjalanna. Þeir höfðu oftar en ekki haft einokun á því að vera verklýðsflokkur á þingi, og Kommúnistaflokkur Danmerkur var þeim að því leyti þægilegur andstæðingur, að hann var alltaf á sama máli og Sovétríkin og mjög ósveigjanlegur gagnvart Sósíal- demókrötum. Sósíaldemókratar reyndu mjög að spila á þá strengi að SF væri stundarfyrirbæri - eða þá að þeir gripu til þess gamal- kunna ráðs, að halda því fram, að þessi nýi sósíalistaflokkur væri í raun og veru ekki ánnað en komm- únistahreyfing, sem hefði breytt yfir nafn og númer. Menn kannast við tóninn. Hvaðan kom fylgið? Þessi áróður byggði að verulegu leyti á því, að obbinn af helstu tals- mönnum SF kom úr Kommúnista- flokknum og átta af fyrstu ellefu þingmönnum hans. En það var frá upphafi vega Ijóst, að flokkurinn reis á breiðari undirstöðum en DKP. Kommúnistar höfðu í kosn- ingunum 1957 fengið 72 þúsund at- kvæði og þeir héldu röskum 27 þús- undum í kosningunum 1960. SF fékk þá 150 þúsund atkvæði, svo það er ljóst að hinn nýi flokkur sótti fylgi til margra „óháðra“ vinstrisinna. Og ekki síst til friðar- sinna sem létu sig miklu varða þá baráttu sem þá fór fram gegn til- raunum með kjarnorkuvopn í and- rúmsloftinu. SF tók undir við þá hreyfingu sem heimtaði að tilraun- um, jafnt í austri sem vestri, skyldi hætt. (En þess má geta m.a. til út- skýringar á lágu gengi Kommúnist- aflokksins, að þar töluðu menn hélst ekki um tilraunir með kjarn- orkuvopn nema þær sem gerðar voru hjá Vesturveldum.) Klofningurinn 1967 En þótt SF setti sér það frá upp- hafi að vera dönsk sósíalista- hreyfing, óháð öðrum flokkum og erlendum ríkjum, var flokkurinn samt sem áður ekki laus við innri togstreitu. Árið 1967 klofnaði flokkurinn vegna ágreinings um samvinnu við sósíaldemókrata. Aðdragandinn var sá, að j' kosn- ingunum 1966 fékk SF tuttugu þingsæti en Sósíaldemókratar 69. Þessir tveir flokkar höfðu meiri- hluta á þingi, í fyrsta sinn í sögu Danmerkur töluðu menn um „sósí- alískan meirihluta". Þá þegar hófst ágreiningur í SF um stjórnarsam- starf- Aksel Larsen var einn þeirra sem viidi beinlínis taka sæti í ríkis- stjórn undir forystu Jens Otto Kraghs - en einmitt um þetta leyti höfðu Sósíaldemókratar breytt um afstöðu til SF og töldu flokkinn nú „stofuhæfan" eins og það heitir. Fyrir þessu fékkst að sönnu ekki meirihluti í SF, en flokkurinn tók samt þá ákvörðun að standa að baki kratastjórninni. Sú samstaða brast svo 1967 þegar Erik Sigsgárd, Hanne Reintoft og fleiri, sættu sig ekki við að SF styddi frestun á verðbótum á laun, sem stjórn Sósí- aldemókrata taldi nauðsynlega. Fjórir þingmenn fóru þá með drjúgan hluta flokksmanna með sér og stofnuðu VS, flokk Vinstri sósíalista, sem síðan hefur setið á þingi með 4-6 þingmenn oftast. Skúrir og skin f næstu kosningum var svo úti um „verkamannameirihlutann“ og við tók borgaraleg stjórn. Næstu árin voru um margt erfið. Ungt fólk og menntamenn leitaði í veru- legum mæli til Vinstri sósíalista um tíma. Aðrir urðu þreyttir á klofn- ingnum á vinstra kanti (flokkarnir „handan við“ Sósíaldemókrata voru orðnir þrír að smáhópum ó- töldum) og drógu sig í hlé. Um- ræður um hlutverk þingflokksins og hins almenna flokksmanns, á- greiningur milli gamalla „Larsen- ista“ og nýrra róttæklinga, átök um launastefnu og atvinnulýðræði - allt þetta reyndist flokknum nokk- uð erfitt um tíma og kvarnaði úr honum. í kosningunum 1977 hlaut Sósíalíski alþýðuflokkurinn aðeins 3,9% atkvæða og tapaði þá einna mestu í verkamannahverfum á höf- uðborgarsvæðinu. En flokknum hefur síðan tekist að rífa sig upp úr kreppu, og þakka margir það þrautseigju Gert Pedersens, for- manns flokksins, sem tók við for- ystu hans 1974. Ennfremur mun það hafa sitt að segja, að flokkur Vinstri sósíalista hefur í raun verið að leysast upp í marga smáhópa, sem gjarna einkennast af harðvít- ugri kreddufestu - munu allmargir þeirra sem um tíma hrukku þangað frá SF hafa leitað aftur á gamlar slóðir. í síðustu tvennum kosningum hefur SF náð sér vel á strik og fékk nú í janúar 11,5% atkvæða og 21 þingsæti. Verkamannafylgið er aft- ur á sínum stað. Frá því í kosning- unum 1960 hefur fylgi SF í Kaup- mannahöfn vaxið úr 12,9% í 19,8%, en úti um land hefur fylgi vaxið enn meira. Flokkurinn hefur reynst í vaxandi mæli aðlaðandi fyrir róttækt miðstéttarfólk og fyrir konur. Konur eru frá einum þriðja til helmings af fulltrúum flokksins í bæjarstjórnum og á þingi og svo í flokksstjórninni sjálfri. Stefna og endurnýjun Grundvöllur SF er hinn sami sem fyrr: höfuðáherslur eru á þau mál sem varða hag launafólks, hvort sem um er að ræða kaup eða þá áhrif á vinnustað og upptöku nýrrar tækni. Og svo á friðar- stefnu, baráttu gegn kjarnorkuvíg- búnaði. í þeirri endurnýjun í flokknum sem átt hefur sér stað á síðari árum ber mest á umhverfis- verndunaráhuga, baráttu fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda sem og á jafnréttisbaráttunni. Eitt af því sem vekur nokkra furðu er það, hve fátækur þessi á- gæti danski sósíalistaflokkur hefur verið að málgögnum. Fyrir nokkr- um árum gaf hann enn út dagblað sem hét Socialistisk Dagblad. En það var alltaf minna að upplagi en Þjóðviljinn - enda þótt Alþýðu- bandalagið hafi kannski 10-15 sinn- um færri atkvæði á bak við sig en SF, hefur SF ekki tekist að halda úti sínu blaði. Það lagði upp laupana einmitt eftir allgóðan kosningaárangur í næstsíðustu kosningum í Danmörku. Afmælið var svo meðal annars notað til þess að safna peningum til að styðja við bakið á nýju málgagni SF sem á að heita Sósíalískt helgarblað. „Við höfum geysimikla þörf fyrir blað þar sem við getum með skjótum hætti komið sjónarmiðum okkar á framfæri," segir Gert Petersen ný- lega. AB tók saman. Anker Jörgensen færir Gert Petersen einkar „danska" afmælisgjöf - bjórkassa, sem tvær áhrifakonur, Ritt Bjerregaard og Jytte Andersen, bera fyrir formann sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.