Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 14. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Kristján Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Undra- regnhlífin" eftir Enid Blyton; seinni hluti og „Sætabrauðsdrengurinn“ eft- ir sama höfund; fyrri hluti. Þýðandi: Sverrir Páll Erlendsson. Heiödís Norð- fjörð les (RÚVAK). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Ur ævi og starfi islenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 íslenskt mál. Endurt. þáttur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá laugard. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Mahalia Jackson, Louis Armstrong, Bing Crosby o.fl. syngja. . 14.00 „Klettarnir hjá Brighton“ eftir Gra- ham Greene Fiaukur Sigurðsson les þýðingu sfna (21). 14.30 Úrtónkverinu ÞættireftirKarl-Robert Danler frá þýska útvarpinu í Köln. 11. þáttur. Óratoríur og messur Umsjón: Jón Örn Marinósson. 14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson. 15.30 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Sinfóníuhljóm- sveit danska úrvarpsins leikur „Helios“, forleik op. 17 eftir Carl Nielsen; Herbert Blomsted stj. / Fílharmoníusveitin í Hels- inki leikur sinfóníu nr. 3 eftir Leevi Madetoja; Jorma Panula stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.50 Við Stokkinn. Stjórnandi: Heiðdis Norðfjörð (RÚVAK). 20.00 Barnalög. 20.10 Útvarpssaga barnanna: „Benni og ég“ eftir Róbert Lawson Bryndís Vígl- undsdóttir les þýðingu sina (7). 20.40 Kvöldvaka a. Úr þáttum Sögu- Gvendar Rósa Gisladóttir frá Krossgerði les úr Þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfús- sonar; siðari hluti. b. Háborg íslenskrar menningar. Lífið í Reykjavik 1936 Eggert Þór Bernharðsson les kafla úr samnefndri bók eftir Steindór Sigurðs- son. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Partita í h-moll eftir Johann Se- bastian Bach Dinorah Varsi leikur á píanó. (Hljóðritað á Bach-hátíðinni í Berlín í fyrrasumar). 21.40 Útvarpssagan: „Könnuður i fimm heimsálfum" eftir Marie Hammer Gísli H. Kolbeins les þýðingu sfna (22). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passíusálma (21). 22.40 í útlöndum Þáttur í umsjá Emils Bóassonar og Ragnars Baldurssonar. 23.20 íslensk tónlist Ágústa Ágústsdóttir syngur fjögur lög eftir Björgvin, Guðm- undsson. Jónas Ingimundarson leikur með á pianó / Jórunn Viðar leikur eigið tónverk, „Svipmyndir fyrir píanó". 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 ÍÓ.Ó0-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll' Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Allrahanda Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 16.00-17.00 Ryþma blús Stjórnandi: Jónatan Garðarsson. 17.00-18.00 Á íslandsmiðum Stjórnandi: Þorgeir Ástvaldsson RUV 18.00 Sögunhornið Stúlkan í turninum - ævintýri eftir Jónas Hallgrímsson. Sögu- maður Sigurður Jón Ólafsson. Umsjón- armaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Madditt Annar þáttur. Sænskur fram- haldsmyndaflokkur i fjórum þáttum gerð- ur eftir sögum Astrid Lindgrens. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Svona verða Ijósaperur til Þáttur úr fræðslumyndaflokki sem lýsir því hvernig' ýmsir algengir hlutir eru búnir til. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 18.55 Fólk á förnum vegi Endursýning - 17. Á veitingahúsi Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta tækni og vísindi Umsjón- armaður Sigurður H. Richter. 21.15 Dallas Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. ?2.00 Auschwitz og afstaða bandamanna Síðari hluti heimildamyndar frá breska sjónvarpinu um helför gyðinga og við- brögð bandamanna við fregnum af henni. Þýðandi Gylfi Pálsson. 3.00 Fréttir í dagskrárlok frá lesendum „Verkalýðurinn hefur engu að tapa nema hlekkjunum4 „Kæru félagar, Um daginn þegar ég var að lesa Þjóðviljann hér í borg, barst mér til eyma orð ungs manns er sagði við kunningja sinn með háði og glotti: Þjóðviljinn, málgagn öreigans, og stökk síðan í spanfötunum inn í nýja bílinn sinn og ók á brott. Ég varð svo yfir mig undrandi á skoðunum unga mannsins, að þær urðu mér til mikilla hugleiðinga og minntu mig á mýmörg dæmi um þá mannvonsku eða skilningsleysi, eða hvað svo sem veldur fyrirlitningu hinna „asðri" stétta á verkalýðnum. Mér varð hugsað til kynþáttahaturs hvítu mannanna í garð sverting- janna, eins og enn tíðkast í Suður- Afríku, og litið er fremur á þá sem húsdýr í þjónustu mannsins en sjálfstæða einstaklinga í tölu mannkynsins hér á jörð. Ég leiddi hugann að lækninum sem sagði í samtali við mig um daginn að hann þyrfti að fá háan bílastyrk og bla, bla, til þess að komast í vinnuna. Hann gat þess einnig að sér þætti sjálfsagt að ríkið veitti lögreglu- mönnum í starfi fríðindi á við frí afriot strætisvagna, og vildi að eins væri dekrað við sig í sínu starfi. Þá spyr ég: Þarf fiskverkunarverka- maðurinn sem þarf að komast til vinnu sinnar eða verkamenn borgar- innar ekki að greiða í strætisvagna eða borga bensínið á skodann sinn, ef þeir þá eiga fyrir tíu ára gömlum bíl, og eru þar að auki með langtum minni laun. Hverskonar óstjóm er þetta? Eru það eintómir vitleysingar sem sitja við stýrið á þjóðarskútunni eða þarf að setja liðið á bekk í bama- skóla til að læra einföldustu boðorð um að mannlegt samfélag fái þrifist á jafnréttisgrundvelli. Fær verkamað- urinn frítt í sundlaugar borgarinnar eins og sumir sem hafa margsundur- sprengt launataxta hans? Þessa „háu“ herra á ekki að muna um að borga nokkrar krónur, þegar öllu má rigna yfir verkafólk, hvort sem það er rennblaut rigningin vegna þess að það á ekki þak yfir höfuðið, eða launahækkanir, vegna þess að það á fyrir einum einasta sundlaug- armiða aflögu af kaupinu sínu. Oj- barasta segi ég, svei jiessu ranglæti! Ég var ekki síður undrandi þegar ég heyrði fyrir rúmu ári síðan á öldum ljósvakans einn prest hér í borg skamma verkafólkið fyrir há- værar raddir um betri kjör, eftir að hann var nýbúinn að biðja forseta og ráðherrum öllum guðsblessunar. Jafnt skal yfir alla ganga og það ætti prestur þessi best að vita, sem kallar sig boðbera réttlætisins; friðar og frelsis í Jesú Kristi. Þau stungu ekki síður í hjarta orðin sem einn af skatt- akóngunum í fýrra lét hafa eftir sér í viðtali við blaðamann er hann sagði eitthvað á þá leið að betur væri hægt að fara með útgjöldin sín en að borga stóran hluta þeirra í skatta sem færu í að halda uppi fólki með styrkjum og tryggingum því það nennti ekki að vinna. Það virðist einnig nokkuð almenn yfirlýsing hjá þessum „herrum1" að láglaunafólk geti sjálfu sér um kennt, því það eigi möguleika á því að byrja á fýrirtæki „með tvær hendur tómar“, eins og oft er sagt. Nei, fólk hefur ekki jöfn tækifæri. Það veit bæði verkalýður- inn og húsbændumir. Við skulum biðja þessa menn um að segja okkur ekki draugasögur í björtu. Fyrir tveim árum vann ég á drátt- arvél hjá borgjnni yfir sumartímann, í skítastarfi frá hálf átta á morgnana til fimm á daginn. Þá hafði ég um 1200 krónur á viku með eftirvinnu. Á tímabili yfir sumarið fór ég nokkr- ar vikur í röð til tannlæknis til að láta gera við eina og eina holu. Fyrir 15-20 mínútur í stólnum borgaði ég um og yfir 1000 kr. af mínum 1200 krónum. Ég fór í skóla Jretta haust, en ég komst ekki hjá því að hugsa til vinnufélaga minna og annarra sem komast ekki í skóla eða aðra stöðu, né fá hærri laun fyrir vinnu sína, og þurfa að lifa á launum sem duga ekki til annars en að halda í þeim líftórunni, og eiga enga von á frels- andi engli af himnum til að draga þá upp úr sorphaugum húsbændanna. Um leið og ég lýk þessu spjalli skora ég á alla vinstri menn að rísa upp í sameinaða fylkingu og ná fram kröfum sínum. Við einir erum þess megnugir og því skelfist „herraþjóð- in“ í hvert sinn er hún heyrir minnst á sameiningarkraft verkalýðsins. Vörumst því alla sundrung innbyrð- is, en beinum kröftum okkar að vín- viðnum í víngarði sósíalismans, minnugir orða Marx er hann sagði: „Verkalýðurinn hefur engu að tapa nema hlekkjunum". Reykjavík 10. mars 1984 Einar Ingvi Magnússon. Rás 2 kl. 14-16: Marianne Faithful og vorverkin „Þetta er músíkþáttur eins og allir þættir á rásinni, en blandaður allrahanda efrii sem kannski höfðar einkum til þeirra sem em heima við“, sagði Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, sem hefur tvo tíma til umráða á Rás 2 kl. 14 í dag. Ásta sagðist ætla að rifja upp söng Marianne Faithful í þættinum í dag, en einnig spila allt mögulegt annað, gamalt og nýtt. Baunaspírur em vin- sælar um þessar mundir og sagðist Ásta myndu spjalla við einhvem kunnugan um ræktun þeirra. Nýlega fjállaði Ásta um umpott- un stofublóma í þættinum og nú fer að koma að hirðingu trjáa og annars garðagróðurs. Það er lika vor í lofti og tilvalið að rifja upp klippingu trjáa og vetrarúðun sem nú er aftur að ryðja sér til rúms. Jmmt Sphinxinn í Egyptalandi: Veðmnarfyrirbrigði eða stytta af mönnum gerð? Rás 1 kl. 22.40: Brunei og Sphinxinn „Það er talið að Sphinxinn í Eg- yptalandi geti verið náttúmlegt fyrir- bæri, en ekki stytta í sjálfú sér, - stormfýrirbrigði eins og sandhólar, sem menn hafa síðan höggvið andlit á“, sagði Emil Bóasson landfríeð- ingur en hann ásamt Ragnari Bald- urssyni heimspekingi stjómar þætt- inum „í útlöndum" á Rás 1 í kvöld. Þeir munu fjalla um Sphinxinn og kenningar um tilurð hans, en eftir 5000 ár ógnar nú vatnsrof tilvem hans því vatnsborð hefur hækkað mikið í eyðimörkinni með tilkomu Aswan-stíflunnar. En aðalefni þátt- arins er Bmnei, eyja í Indónesíu sem fékk sjálfctæði um áramótin. Bmnei hefúr heyrt undir Breta og verður sagt frá efnahagsþróuninni í þessu ríka olíufurstaveldi og uppbyggingu í kjölfar auðsins. Ennfremur verður sagt frá afrísk- um fjallagórillum í Ruanda og sagð- ar ýmsar smáfréttir úr heimi tækni og vísinda eins og alltaf í þættinum. Sjónvarp kl. 21.15: Dallas á enda Nú fara að verða síðustu forvöð að sjá Dallas,-íþessarilotu a.m.k. - því aðeins eru eftir 2-3 þættir af þessum ótrúlega vinsæla framhalds- þætti. Með þættinum í kvöld hafa Islendingar séð 101 þátt frá upp- hafi, en engar áætlanir liggja fyrir um hvort og þá hvenær þráðurinn verður tekinn upp að nýju hjá ís- lenska sjónvarpinu. Ellert Sigurbjörnsson á dagskrár- deild sjónvarps sagði í gær að við værum tveimur árum á eftir fram- leiðslunni. Það þýðir að til eru eitthvað um 50 þættir á lager og auðvitað eru menn enn að mylja gull með vandamálagerð olíu- auðkýfinganna þar vestra. En hvað tekur svo við? í bígerð er að sýna 7 þætti frá BBC eftir sögu D.H. Lawrence, „Sons and Lo- vers”. Sagan sem gefin var út 1913 hefur á sér sjálfsævisögulegan svip. Þar segir frá ungum pilti sem elst upp í kolanámuhéraði í Bretlandi á seinni hluta 19. aldar og fjallar sag- an um afstöðu hans til kvenna, einkum móður hans og unnustu. Það verða því að líkindum mikil viðbrigði fyrir fasta sjónvarpsáhorf- endur að kynnast lífsstíl, umhverfi og hugsunarhætti nýju miðviku- dagshetjanna. bridge Eins og kunnugt er urðu Svíamir Göthe og Gullberg í 3. sæti ÍTvímenn- ing Bridgehátíðar. Þeirbyrjuðuafarvel og í dag skulum við skoða óvæntan glaðning sem þeim hlotnaðist í spili 19: Norður S KD9864 H 7 TKG984 L 5 Vestur SAG32 HAKG92 TA7 LD6 Austur S 1075 HD64 TD53 L AG102 Suður S- H10853 T 1062 L K98743 Suður gjafari, A/V á hættu. Eftir sterka lauf opnun í vestur og tvo spaða í norður, varð lokasamningur 4 hjörtu í vestur, sem er sannarlega ekki topp samningur í hörðum tvímenning, hvað þá í ÞESSU spili með tígul kóng vel settan fyrir sóknina. Norður byrjaði vel þegar hann valdi að koma út með spaða kóng og útlitið sýnist bjart fyrir vömina. Suður tromp- ar og skiptir, nánast þvingað, í tígul, og vömin er á undan og hlýtur að fá þrjá slagi (minnst). Suður gaf sér hinsvegar góðan tíma yfir útspilinu, og ákvað loks að trompa ekki „slag“ af félaga. Hann kastaði því tígli. Tekin fjórum sinnum tromp og oorður „kallaði“ í tígli. Þá lauf drottning, sem suður gaf hiklaust, horfandi á yfir- vofandi afköst og vitandi af spaðaslag og tígul háspili hjá félaga. Gullberg spilaði meira laufi í ás og bað síðar um lauf gosa úr borði (sagn- hafi hafði kastað tígli í 4. trompslag). Suður lagði á og Gullberg notaði síð- asta trompið. Og nú kom náðarstungan, lítill spaði og nokk sama hvað norðurgerir, hann gaf, tían átti slaginn. Lauf slagurinn hirtur og... endaspilið er sannað. Hvemig sem á stóð, fékk vömin þó 9 stig fyrir „fómfýsina". Tikkanen t) Jafnréttíð er orðið alltof alþýðlegt týrir rniim smekk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.