Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. mars 1984 Meö hverjum degi fjölgar stað- festingum á því, aö írakir hafi beitt eiturgasi gegn írönskum hermönnumí hinni langvinnu styrjöld um forræði við Persa- flóa. Þar um má vitna bæði til Rauðakrossmanna í íran, lækna í evrópskum höfuðborg- um, sem hafatekið viðdeyjandi hermönnum og svo til dipló- mata sem eiga að hafa aðstöðu til að þekkjatil mála. Og neitanir íraskra stjórnvalda eru í hæsta máta klaufalegar. Eiturgasi beitt í Persaflóastríðinu rakir fagna „glæsilegum sigri“ - eiturgasmálið bendir til þess að hart sé að jeim kreppt. Vígvöllurinn við Basra: Kannsski hafa 300 þúsundir látið lífið, kannski fleiri. Fordæmingar og velvild Ef að eitthvert stórveldanna er grunað um að nota eiturgas og önnur efnavopn hefjast jafnan upp mikil og hávær mótmæli, enda er almenningsálit gegn slíkum vopn- um furðu samstillt. Ekki mun mikilla mótmæla að vænta í garð íraks nú - og veldur það kannski mestu um að stjórn Saddams Huss- ein er með illræmdari einræðisklík- um og munu fáir búast við því að hún ansi slíku - þeim mun fremur sem írak selur það sem auðveldast er að selja þrátt fyrir allt - olíu. Engu að síður veldur eiturgasmálið írak nokkrum erfiðleikum. Það kemur upp um það leyti sem frak er að koma sér upp nokkurri vel- vild á Vesturlöndum. Velvild er kannski of sterkt orð: Réttara væri að segja, að á Vesturlöndum (og reyndar í Sovétríkjunum líka) ótt- ist menn þau úrslit Persaflóastríðs- ins mest, að íran sigri og þar með breiðist klerkabyltingin út yfir landamæri írans með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Eiturgasmálið gæti því bent til þess, að íraski herinn væri í meiri klemmu en stjórnin í Bagdad vill vera láta: Það verði að grípa til allra ráða, einnig til þeirra vopna sem almennt eru talin svívirði- legust. Hvað gæti gerst? Stríðið við Persaflóa hefur nú staðið í hálft fjórða ár. Það hefur einkennst af tíðum og mann- skæðum bardögum - sumir telja að að minnsta kosti 300 þúsundir manna hafi látið lífið. Það hefur lengst af haft einkenni stöðustríðs, hvorugur hefur getað knúið fram einhver þau úrslit sem máli skiptir. Og það er einmitt nú síðustu vikur að úrslit sýnast loksins innan seil- ingar. Og þá er líklegast að frak bíði ósigur - eða grípi til örþrifa- ráða til að blanda öðrum í taflið. Það gæti gerst með þeim hætti að íraksher reyndi að gera meiriháttar árás á helstu olíuútflutningshöfn írana á eynni Kharq. Hún gæti leitt til þess að íranir gerðu alvöru úr þeirri hótun sinni að loka umferð um Hormuzaund, en um það fer enn verulegur hluti þeirrar olíu sem Vesturveldin brenna, enda þótt hlutur þeirra flutninga sé nú allmiklu minni en hann var fyrir upphaf stríðsins. Líka er hugsan- legt að íranir hefndu sín á öðrum olíuríkjum við flóann með loftárás- um á olíumannvirki þeirra - en furstaríki allskonar eru sameinuð í ótta sínum við hina írönsku klerka- byltingu og þar með í meira eða minna opinskáum stuðningi við írak. Og þá gæti verið stutt í að bandarískur her kæmi á vettvang. Að vísu er það svo, að stjórnvöld í Bagdad og arabískir meðhalds- menn íraka hafa nú hátt um það að það hafi gengið vel að stöðva fram- sókn írana. En taugaspennt dipl- ómatískt baktjaldamakk í höfuð- borgum Arabaríkja bendir til þess, að hér sé um nokkra óskhyggju að ræða. Meðal annars er reynt að fá Tyrki til að leggja sitt lóð á vogar- skálar með Irak, sem þeir gera reyndar að nokkru leyti nú þegar: um olíuleiðslu til Tyrklands fer nú mjög mikill hluti af olíuútflutningi íraks og það eru tyrkneskar her- sveitir sem gæta leiðslunnar alla leið. Hinir arabísku meðhaldsmenn íraks óttast írönsku byltinguna sem fyrr segir. Þeir óttast það líka, að velgengni írana á vígvellinum gæti leitt til þess að Iokum að Bandarík- in skærust í leikinn með hervaldi sínu í Persaflóa. Það má vart á milli sjá hvort kæmi sér verr fyrir hin völtu olíufurstadæmi - sigur írana á vígvelli - eða það að láta Banda- ríkin bjarga sér, hinn öfluga vin og bandamann erkifjandans sjálfs, m.ö.o. ísraels. - áb. tók sainan. Leikfélag Hornafjarðar: Nýr gleðileikur Elliærisplanið Leikstjóri sýningarinnar er Brynja Benediktsdóttir, leik- stjóri Þjóðleikhúss. Þetta er frumflutningur verksins og á vissan hátt sniðið fyrir leikara sýningarinnar sem einnig hafa lagt hönd á plóginn, m.a. samið söngtexta sína. Haukur Þorvaldsson ber ábyrgð á tónlistarflutningi en leikstjóri á leikmynd og bún- ingum. Ein skemmtilegasta nýjungin við þessa uppfærslu er sam- keppni nemenda í Heppu- og Nesjaskóla um baktjald fyrir leiksviðið. Leikritið gerist í gömlu húsi í Grjótaþorpi og skemmtistaðnum Broadway. Leikarar sýningarinnar eru: Gísli Arason sem leikur Gott- skálk gamla, Ingunn Jensdóttir í hlutverki Rósu dóttur hans, krimmann Gunnar, eiginmann hennar, leikur Guðni Björg- úlfsson. Börn þeirra eru leikin Á morgun, fimmtudag, sem fyrr hefur komið við verður frumsýndur á Höfn í sögu íslenskrar revíu. Hornafirði spánnýr gleði- Leikfélag Hornafjarðar varð leikur af íslenskum vettvangi 20 ára á sl. ári. Á frumsýningu og heitir hann Elliærisplanið. erbúist við25. þúsundastagest- Höfundurinn er Gottskálk sá jnUm. „Gottskáik, læturðu sjá þig í kvöld...“ (Gísli Arason, Guðlaug Guðmunds dóttir, Vilborg Valgeirsdóttir og Arnþór Jónsson). „Hvar hefurðu alið manninn öll þessi ár?“ (Ingunn Jensdóttir og Haukur Þorvaldsson). af Guðrúnu Rögnu Aðal- steinsdóttur og Óla Gísla Sveinbjörnssyni. Elskhugann Finn, leikur Haukur Þorvalds- son og útlendingana Per Olav og Ole Olsen leika Ingvar Þórð- arson og Þorsteinn Sigurbergs- son. í Harkaliðinu á Elliæris- planinu eru auk þess, Guðlaug Guðmundsdóttir, Vilborg Valgeirsdóttir, Haraldur Sig- urðsson og Árnþór Jónsson sem jafnframt leikur á harmón- iku. Miðnætursýning á Elliæris- planinu verður í Sindrabæ föstudaginn 16. mars og fjöl- skyldusýning sunnudagseftir- miðdag. Á þessum sýningum er gestum boðið uppá ástarpung og kaffibolla. Formaður Leikfélags Horna- fjarðar er Þorsteinn Sigur- bergsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.