Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttír Umsjón: Víðir Sigurðsson UMFN-Haukar 53-49 Taugar í rústum! Loksins þegar kom að leik sem skipti verulegu máli, kom í ljós að taugar leikmanna þoldu engan veginn spennuna. Af þessu einkenndist leikurinn í hcild, rangar sendingar, mistök á báða bóga, og mönnum fyrirmunað að hitta í körfuna nema úr fjórða hverju skoti eða svo. Enda eru lokatölurnar einstakar, Njarðvík herjaði út sigur, 53-49, og þarf að grafa langt aftur í annála til að finna sambærilegar tölur úr æðstu deild í íslenskum körfuknattleik. Og hvenær hefur úrvalsdeildarlið skorað 16 stig í heilum hálfleik? Haukarnir urðu þessa vafasama heiðurs aðnjótandi í Njarðvík í gærkvöldi, staðan að loknum fyrri hálfleik var 27-16, UMFN í HAG. Njarðvík var alltfa með undirtökin, staðan var 15-10 um miðjan hálfleikinn og nær komust Haukar ekki. Þeir komu ákveðnir til síðari hálfleiks, voru ávallt skammt undan, 29-22, 31-26 og 41-36, en Njarðvík var alltaf með leikinn í hendi sér, án þess að geta leyft sér að slaka á. Haukar pressuðu stíft síðustu mínút- urnar, minnkuðu muninn í 53-49, og þegar 20 sek. voru eftir fékk Pálmar Sigurðsson þrjú vítaskot. Spenna hefði átt að komast í leikinn en svo bregðast krosstré sem aðrir raftar, hann hitti úr engu, Njarð- víkingar náðu boltanum og héldu honum það sem eftir var. Njarðvík hefði ekki haft roð við Val eða KR með svona spilamennsku en gegn heillum horfnum Hafnfirðingum sluppu þeir fyrir horn. Ingimar Jóns- son var skárstur, hirti mikið af fráköstum og barðist vel. ísak Tómasson var sleipur og Sturla Örlygsson hirti mikið af fráköstum en gerði miklar gloríur utan þess. Pálmar var allt í öllu hjá Haukunum en hitti samt hörmulegar en nokkru sinni fyrr. Tók þó góðar risp- ur. Ólafur Rafnsson lék nokkuð vel en aðrir virtust mjög miður sín. Stig UMFN: ísak 12, Ingimar 10, Sturla 8, Árni Lárusson 7, Gunnar Þorvaröarson 6, Kristinn Einarsson 6 og Hreiðar Hreiðarsson 4. Stig Hauka: Pálmar 19, Ólafur 10, Kristinn Kristinsson 6, Hálfdán Markússon 6, Reynir Kristjánsson 4 og Sveinn Sigur- bergsson 4. Gunnar Bragi og Jón Otti dæmdu mjög vel. Annar leikur liðanna í undanúrslitunum um meistaratitilinn fer fram í Hafnarfirði annað kvöld kl. 20.30 og takist UMFN að sigra leikur liðið til úrslita um meistaratitil- inn, en annars verður þriðji leikur í Njarðvík. -sv/vs. Úrvalsdeildin í körfuknattleik Undanúrslit - fyrri leikir Guðnl Guðnason, KR, og Krlstján Ágústsson, Val, í skemmtilegu einvígi í gærkvöldi. Mynd: Atli. Valur-KR 76-61_______________________ 7 mínútur felldu KR Sjö mínútna kafli sem hófst á 5. mínútu síðari hálf- leiksins gerði gjörsamlega útslagið í þessari viðureign Reykjavíkurfélaganna í Seljaskólanum í gærkvöldi. KR skoraði ekki stig á þessum tíma, Valur breytti stöðunni úr 45-36 í 60-36 og þar með voru úrslitin ráðin. KR lék án Jóns Sigurðssonar, þjálfara síns og aðal- manns, sem var meiddur í baki, en hann stjórnaði af krafti fyrir utan og kom upp mikilli stemmningu hjá sínum ungu lærisveinum. Þeir héldu nokkuð í við Val í fyrri hálfleik, Valur komst að vísu í 19-10, en KR minnkaði muninn í 27-24. Staðan í hálfleik var 33-28 fyrir Val. Svipað var uppi á teningunum í byrjun seinni hálf- leiks en þá kom að kaflanum umrædda og eftir það var formsatriði að ljúka leiknum. Þessi 24 stiga munur hélst ekki lengi, Valsmenn sendu óreyndari leikmenn inná og KR lagaði stöðuna undir lokin, í 70-50 og loks í 76-61. Leifur Gústafsson átti hreint framúrskarandi leik með Val, skoraði 28 stig og aðeins tvö skot geiguðu hjá honum allan tímann. Hann var einnig geysiharður í hirðingu frákasta. Torfi Magnússon sýndi mjög góð- an leik og hélt Garðari Jóhanhessyni alveg niðri. Aðr- ir stóðu nokkuð fyrir sín og Valsmenn eru afar líklegir til að leika til úrslita um meistaratitilinn þótt vissulega geti allt gerst í Hagaskólanum annað kvöld. Páll Kolbeinsson var bestur KR-inga, lék sérlega vel í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni þegar Tómas Holton, sem hafði meiðst í þeim fyrri, kom aftur til leiks hjá Val. Guðni Guðnason var seigur og það var góð barátta í þessu unga KR-liði framan af leik. Áfall að missa Jón en hann lék stórvel á bekknum. Stig Vals: Leifur 28, Jón Steingrímsson 10, Kristján Ágústs- son 10, Torfi 9, Valdimar Guölaugsson 6, Tómas 5, Björn Zoega 4 og Einar Ólafsson 4. Stig KR: Páll 15, Guðni 13, Garðar 11, Ágúst Líndal 8, Ólafur Guðmundsson 8, Birgir Jóhannsson 4 og Ómar Scheving 2. Kristbjörn Albertsson og Sigurður Valur dæmdu mjög vel. - HG/VS. Dregið í Fyrir skömmu var dregið í riðla fyrir 4. deildarkeppnina í knatt- spyrnu í sumar. Utkoman úr því varð þessi: A-riðill: Ármann, Reykjavik Afturelding, Mosfellssv. Árvakur, Reykjavík Augnablik, Kópavogi Drengur, Kjós Hafnir Haukar, Hafnarfirði Víkverji, Reykjavík. B-riðill: Drangur, Vík Eyfellingur Enn eitt tap Ipswich Ipswich tapaði eina ferðina enn í ensku 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu í gærkvöldi, nú 2-1 í Luton. Coventry og Aston Villa skildu jöfn, 3-3, og Barnsley sigraði Shrewsbury 3-0 i 2. deild. - VS. Bayern með níu! Karl-Heinz Rummeniggc skoraði 4 mörk þegar Bayern Múnchen tók forystuna í vestur- þýsku Bundesligunni í knattspyrn- unni í gærkvöldi með því að gjör- sigra Kickers Offenbach 9-0. Stutt- gart, lið Asgeirs Sigurvinssonar, féll útúr bikarkeppninni, tapaði 1-0 í Bremen. _ VS. 4. deild Hildibrandur, Vestm.eyjum Hveragerði Léttir, Reykjavík Stokkseyri Þór, Þorlákshöfn C-riðill: Bolungarvík Grótta, Seltjarnarnesi Grundarfjörður ÍR, Reykjavík Leiknir, Reykjavík Reynir, Hnífsdal Stefnir, Suðureyri Rafvirki til bjarg- ar og Fram sigraði D-riðill: Geislinn, Hólmavík Hvöt, Blönduósi Reynir, Árskógsströnd Skytturnar, Siglufirði Svarfdælir, Dalvík E-riðill: Árroðinn, Eyjafirði Tjörnes, S.-Þingeyjarsýsiu Vaskur, Akureyri Vorboðinn, Eyjafirði Æskan, Svalbarðsströnd F-riðill: Egill rauði, Norðfirði Hrafnkell, Breiðdal Höttur, Egilsstöðum Leiknir, Fáskrúðsfirði Neisti, Djúpavogi Sindri, Hornafirði Súlan, Stöðvarfirði UMF Borgarfjarðar Leiftur, Ólafsfirði, og Stjarnan, Garðabæ, komust uppí 3. deild sl. haust en Ármann og Sindri féllu niður í 4. deild. Fjörutíu lið eru með í ár, meira en nokkru sinni fyrr, en þau voru 37 í fyrra. í deildunum fjórum leika því 76 lið sem er met. - VS. Rummenigge til Inter Karl-Heinz Rummenigge, sá frægi vestur-þýski knattspyrnumaður, gengur til liðs við ítalska stórliðið Inter Milano í vor. Talið er að ítalirnir greiði Bayern Múnchen metupphæð milli evr- ópskra félaga fyrir markaskorarann mikla, um 10 miljónir marka. Rum- menigge er 28 ára gamall og hefur leikið með Bayern síðan 1974, eða í 10 ár, en þá náði félagið í hann frá áhugamanna- liðinu Borussia Lippstadt, sem síðan hýsti litla bróður hans, Michael Rumm- enigge, fram að 17 ára aldri. Michael er nú tvitugur og hefur í vetur leikið við hlið stóra bróður í framlínu Bayern. - VS. Pétur löglegur Dómstóll ÍBR kvað upp þann úr- skurð í lok síðustu viku að Pétur Guð- mundsson körfuknattleiksmaður væri löglegur með ÍR. Þetta var reyndar að- eins formsatriði þarsem öll gögn þar að lútandi voru löngu komin fram. Það þurfti rafvirkja til að bjarga mál- unum þannig að Fram og Grindavík gætu leikið í 1. deild karla í körfuknatt- leik í Hagaskóla í fyrrakvöld. Þegar leikurinn átti að hefjast kom í Ijós að rafbúnaður sem lyftir körfunum af geymslustað á sinn rétta keppnisstað var bilaður og leikurinn tafðist um nær klukkustund. Rafvirkinn fann meinsemdina og Framarar unnu leikinn 88-81. Staðan í 1. deild: ÍS..............19 14 5 1498-1316 28 Fram............17 11 6 1228-1061 22 Laugdælir.......17 11 6 1168-1131 22 ÞórAk...........17 8 9 1276-1265 16 Grindavík.......17 7 10 1150-1170 14 Skallagrímur....15 0 15 859-1236 0 Arna Sif Kærnested og Friðrik Berndsen úr Víkingi voru sigursælust í unglingaflokki á íslandsmótinu í borð- tennis, en fyrri hluti þess var haldinn í Laugardalshöllinni um helgina. Arna Sif sigraði í einliðaleik meyja og stúlkna 13-17 ára og einnig í tvenndarkeppni unglinga þar sem hún og Friðrik léku saman. Friðrik varð einnig íslands- meistari í tvfliðaleik drengja 15-17 ára, en þar lék hann með félaga sínum úr Víkingi, Trausta Kristjánssyni. Kjartan Briem, KR, sigraði þriðja árið í röð í einliðaleik pilta 13 ára og yngri og er það einsdæmi í borðtennis unglinga. Hann tapaði ekki lotu í mót- inu. Gunnar Þór Valsson, Erninum, sigr- aði í einliðaleik sveina 13-15 ára og Bergur Konráðsson, Víkingi, í einliða- leik drengja 15-17 ára en Víkingar ein- ÍS á aðeins eftir að leika við Laugdæli en kemst upp í úrvalsdeild með sigri þar. Ef Laugdælir vinna, og þeir og Framarar sigra í öðrum leikjum, enda ÍS, Laugdælir og Fram öll með 28 stig. Þá ráða innbyrðis viðureignir þessara þriggja, en í því tilviki yrðu öll jöfn með 8 stig. Fram stendur þá langbest að vígi með langhagstæðasta stigaskorið út úr innbyrðis leikjunum. Til að vinna það upp, þyrftu Laugdælir að sigra ÍS með 44 stiga mun. Þá er eftir að afgreiða kæru Framara eftir að leikur þeirra gegn Þór á Akureyri var flautaður af en í töflunni að ofan er hann reiknaður Frömurum tapaður. - VS. okuðu síðarnefnda flokkinn. Fjóla María Lárusdóttir, UMSB, hafði mikla yfirburði í einliðaleik telpna 13 ára og yngri og sigraði í þriðja sinn í röð. Þeir Björn Sch. Thorsteins- son, Víkingi, og Jón Karlsson, Em- inum, komu síðan mjög á óvart í tvíliða- leik sveina 15 ára og yngri með því að hljóta þar íslandsmeistaratitii. Einnig var keppt í flokki öldunga, 30 ára og eldri. Þórður Þorvarðarson, Erninum, var íslandsmeistari í einliða- leik, og einnig í tvíliðaleik þar sem hann lék við hlið Jóhanns Amar Sigurjóns- sonar. Síðari hluti mótsins verður haldinn í Laugardalshöllinni 24. og 25. mas en frestur til að tilkynna þátttöku þar rennur út á sunnudaginn. Þá verður keppt í flokkum fullorðinna. - VS. Víkingar unnu mest í fyrri hluta íslandsmótsins í borðtennis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.