Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Fiskveiðistefnan er hrunin Núverandi fiskigengd á íslenskum miðum hefur sópað þessari illa grunduðu fiskveiðistefnu burt af vettvangi dagsins, segir Jóhann J.E. Kúld í greininni. Myndin er af Bjarna Benediktssyni að veiðum í rekís í ágúst í fyrra, en þá eins og sl. þrjú ár hefur verið kalt í sjónum. Nú fer sjór hlýnandi á ný. Þau gleðilegu tíðindi hafa nú verið kunngjörð að sjór sé nú aftur farinn að hlýna á Islandsmiðum eftir þrjú köld ár. Fiskveiðisagan segir okkur, að á öllum tímabilum sögunnar, þá fer saman of kaldur sjór og rýrari fiskafli á miðum. Á slíkum árum verður öll lífstarfsemi hafsins hægari, afköstin minni. En svo aftur þegar sjávarhiti kemst í æskilegt horf þá vex lífríki hafsins með undrahraða. Fiskur sem menn héldu að ekki væri lengur til, leitar aftur upp á grunnin úr djúpálun- um. Þannig gengur þetta fyrir sig hér á norðurslóð Atlantshafsins. Vegna þessa breytileika hafsins hér á íslandsmiðum, sem orsakast af mismunandi hraða Golfstraumsins að sunnan og Pólstraumsins að norðan, þá er okkur Islendingum meiri nauðsyn á því en nokkru öðru sem fiskveiðiþjóð, að haldið sé uppi stöðugum rannsóknum á straumum og breytingu strauma við landið, bæði í yfirlögum hafsins og undirlögum þess. Vestfjarðamiðin tóku við sér þegar sjór hlýnaði Hin gjöfulu fiskimið útaf Vest- fjörðum voru fljót að taka við sér þegar sjór hlýnaði þar nú eftir mán- aðamótin febrúar og mars. Stærri þorskganga gekk þar yfir miðin segja togaraskipstjórar, sem þar voru að veiðum, heldur en orðið hefur vart við síðustu tvö árin. Skuttogarinn Páll Pálsson frá Hnífsdal tók 190 tonn af þorski úr þessari fiskigöngu í sex daga veiði- ferð og skuttogarinn Guðbjörg frá ísafirði 220 tonn á átta dögum. Þetta er sagður góður þorskur og uppundir þriðjungur hans hrygn- ingarfiskur. Betri veiðihorfur víðar Vetrarvertíðin hér við Suður- land hófst yfirleitt nokkru síðar en venjulega og þorskafli fyrstu tvo mánuði ársins varð því heldur minni en á sl. ári á sama tíma, enda gæftir óvenju slæmar fyrstu tvo mánuðina. Þó voru Vestmannaeyingar með talsvert meiri afla yfir framangreint tímabil, heldur en á sama tíma í fyrra, og spáir það góðu um vertíð- arhorfur, ef gæftir fara batnandi, sem við verðum að vona. Afli á línu hefur verið óvenju góður frá höfnum á Snæfellsnesi það sem af er vertíð er yfirleitt sæmilega vænn þorskur sem fengist hefur. Á Austfjörðum er afli sagður góður að undanförnu. Hér sunnan- lands hefur þorskur í afla netabáta verið að aukast síðustu daga en dregið úr ufsaafla sem er oftast meginhluti aflans fyrst á vertíðinni hér fyrir Suðurlandi. Og eitt ber mönnum saman um, sem spáir góðu: Þorskurinn á vertíðinni er sagður fallegur og vænn. Mikil óánægja meö aflaskiptingu Utvegsmenn og sjómenn víðs- vegar um land eru mjög óánægðir með þá kvótaskiptingu þorskaflans sem nú hefur farið fram. Menn virðast hafa vaknað upp við vond- an draum, þegar þeir sáu hvaða af- leiðingar það hafði í för með sér að skera heildarþorskaflann í ár niður í 220 þúsund tonn. Þorskafli ársins 1983 varð við endanlegt uppgjör Fiskifélagsins 293.750 tonn. En þess ber að gæta í því sambandi að þorskafli sl. árs var fyrirfram tak- markaður með ráðstöfunum stjórnvalda m.a. í gegnum skrap- dagakerfið, þar sem togaraflotinn fékk ekki að veiða þorsk nema 200 daga af árinu, í staðinn fyrir í 300- 330 daga á meðan sóknin var óheft af stjórnvöldum. Þessiminnsti þor- skafli sem fengist hefur á íslands- miðum sl. ár hefði óefað orðið mikið hærri með óheftri sókn, eða ekki undir 350 þúsund tonn. En niður fyrir það aflamagn hefur þorskafli á íslandsmiðum sjaldan farið hafi nógu stór floti stundað veiðarnar og sóknin verið óheft. Og þetta hefur aðeins gerst í mjög köldum árum til sjávarins. Annars hefur þorskafli á íslandsmiðum á sl. þrjátíu og þremur árum jafnað sig upp með um 400 þúsund tonna ársafla. Ef menn ganga framhjá stað- reyndum og vilja ekkert mið taka af fiskveiðilögsögunni þá er hætt við að sú fiskveiðistefna sem mörk- uð er hverju sinni hvíli ekki á nógu traustum grunni þjóðhagslega séð. Fiskirannsóknir eru okkur nauðsynlegar og þær þarf að efla svo þær geti skilað sem bestum ár- angri. En niðurstaðan sem fæst við rannsóknir á miðum þar sem tak- mörkuð fjárveiting til rannsóknar- ferða getur spilað inn í hver út- koma verður, hún getur aldrei orð- ið óyggjandi, þó bestu menn annist framkvæmdina. Þarna getur fiskveiðisagan á ís- landsmiðum, reynsla af veiðunum í gegnum áratugi, komið til hjálpar, þegar mörkuð er fiskveiðistefna. Við verðum í ákvörðunum um fisk- veiðistefnuna að taka mið af því hvaða afli hefur fengist á miðum íslenska landgrunnsins gegnum tugi ára á meðan sókn var óheft. Fiskveiðisagan sýnir að þorskafli miðanna hefur gengið í bylgjum eftir árferði sjávar. I góðum árum með hæfilega hlýjum sjó hefur þorskaflinn aukist en svo rýrnað aftur í köldum árum. Þannig hefur þetta gengið sitthvað eftir því hver skilyrðin hafa verið á miðunum. í þessu efni fáum við engu um breytt. Þetta er náttúrulögmál sem nauðsyn ber til að við þekkjum og högum okkur samkvæmt því. A meðan að við förum ekki fram úr þeim heildarþorskafla sem tekinn var hér á íslandsmiðum gegnum árin á meðan hinir stóru erlendu veiðiflotar voru hér mestu ráðandi á miðunum, en miðin réttu sig af með afla eftir árferði, þá er hald- laust að tala um alltof stóran ís- lenskan fiskveiðiflota og rányrkju á miðunum. Sjósókn má ekki miö- ast við þorskstofn ein- an Og því megum við íslendingar heldur aldrei gleyma að sem fisk- veiðiþjóð verðum við að nytja alla fiskistofna landgrunnsins. Það er ófrávíkjanlegt skilyrði til þess, að við höldum fullum rétti okkar yfir íslenskri landhelgi um alla framtíð. Nú þegar sækjast aðrar fiskveiði- þjóðir eftir fiskstofnum sem við höfum hingað til lítið sem ekkert nytjað. Má þar nefna bæði löngu og keilu svo og fleiri fisktegundir. Þó þorskstofninn sé okkar stærsti og verðmesti fiskstofn, svo lengi sem norska vorgotssíldin kemur ekki hingað aftur á miðin fyrir Norðurlandi, þá er ennþá margt ó- rannsakað í lífríki okkar miða, sem getur orðið lyftistöng bæði fyrir sjósókn og vinnslu.um langa fram- tíð. Jóhann J. E. Kúld skrifar um fiskimál En til þess að það geti orðið þá verður að efla rannsóknir Hafrann- sóknastofnunar meira en hingað til, svo og rannsóknir í þágu nýting- ar á margskonar fiskhráefni. Við þurfurn m.a. að stefna að fram- leiðslu dýrra fiskrétta að fordæmi Japana, en engin þjóð hefur verið hugvitssamari en þeir á því sviði síðustu árin. Um það vitnar hin dýri fiskréttur sem þeir selja nú á Bandaríkjamarkaði og unninn er að stærsta hluta úr hinu ódýra hrá- efni Alaskaufsa. Hvaö erframundan nú spyrja menn? Áður höfðu menn víðsvegar hringinn í kringum þetta land mikl- ar áhyggjur af aflaleysi á köldum árum. Nú snúast áhyggjur þessara sömu manna um það hvað taki við, þegar þeir eru búnir að veiða upp í þann aflakvóta sem sjávarútvegs- ráðherra hefur staðið fyrir að láta úthluta af þeim heildarþorskafla sem ákveðinn hefur verið. Þetta er nýtt og áður óþekkt áhyggjuefni á okkar landi. Ef of mikill þorskafli á íslenskum miðum veldur hér vand- ræðum á þessu ári, þá er það eins- dæmi í okkar sögu. Vaxandi fiski- gengd hefur hingað til stofnað til auðsældar í landinu og svo þarf ennþá að verða. Fiskveiöistefna ársins 1984 er hrunin til grunna Þó þorskveiðar með netum séu rétt að byrja hér fyrir Suðurlandi og við Faxaflóa og Breiðafjörð, þá eru ýmsir vertíðarbátar á þessum veiðisvæðum í þann veginn að verða búnir að veiða upp í sinn út- hlutaða veiðikvóta fyrr allt árið, þegar þetta er skrifað. Aðrir segja að kvótinn endist þeint ekki út vertíðina, og þá sé ekki annað að gera, að öllu óbreyttu, en að leggja íslenska bátaflotanum. Ýmsir þeirra út- gerðarstaða þar sem þannig stend- ur á lifa einvörðungu af fiskveiðum og vinnslu þess afla, sem berst á land. Um aðra atvinnu er ekki að ræða. Meðal þessara útgerðarstaða er Grímsey. Þar hefur blómlegt mannlíf þróast á síðustu áratugum, eingöngu borið uppi af dugmikilli sjósókn og vinnslu aflans. Er meining íslenskra stjórnvalda að leggja slíka staði hinna dreifðu byggða f eyði? Að óbreyttri fisk- veiðistefnu ársins í ár hlýtur að stefna að því. íslenska ríkisstjórnin verður að gera sér það ljóst nú þegar, að fisk- veiðistefna sú sem mörkuð var fyrir árið í ár er hrunin til grunna. Nú- verandi fiskigengd á íslenskum miðum hefur sópað þessari illa grunduðu fiskveiðistefnu burt af vettvangi dagsins. Það verður að stórauka heildarþorskafla á’rsins í ár ef ekki á illa að fara. Þeir sem stóðu fyrir núverandi takmörkun á heildarþorskafla verða að gera sér það Ijóst, að fiskveiðistefna þeirra var frá upphafi röng. 12. mars 1984 Betokem SUM gólfílögn Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna erá ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLC0AT "• l V. % — x..~ gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr iausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. i> ‘ .. r^.r |l V t Tí I llllltf illlll1' S K 4IVIÍ1 lil % EP0XY - GÓLF HAFNARFIRBI SIMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.