Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Félag íslenskra símamanna skorar á allt launafólk innan BSRB
Greiðið atkvæði á móti
Fjölmennur fundur í Félagi íslenskra síma-
manna, sem haldinn var um helgina „lýsir sig
andvígan nýundirrituðum aðalkjarasamningi
BSRB og skorar á allt launafólk innan samtak-
anna að greiða atkvæði gegn samþykkt hans“,
segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum.
Miklar umræður urðu um samkomulag BSBR
og ríkisvaldsins en Kristján Thorlacíus, Ragn-
hildur Guðmundsdóttir og Ágúst Geirsson
kynntu samningana. Á fundinum fluttu þeir
Valgeir Jónasson, Erlingur Tómasson og Leó
Ingólfsson ályktun þarsem lýst er andstöðu við
samkomulagið og skoraði á allt launafólk innan
BSRB að greiða atkvæði á móti því. Ályktunin
var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 17. - óg
Gísli Baldvlnsson formaður Kennarafélags Reykjavikur: Einhugur hjá kenn
urum um að fella samkomulagið.
Gísli Baldvinsson form. Kennarafélags Reykjavíkur:
Vil kolfella samningana
„Það er enginn vafi á að afger-
andi meirihluti kennara um land
allt er andvígur þessum samning-
um“, sagði Gísli Baldvinsson við
Þjóðviljann í gær. „Það kom
greinilega í Ijós á þúsund manna
fundi kennarasambandsins í Sig-
túni að kennarar eru á móti samn-
ingunum og allsstaðar sem ég hef
komið á fundi með kennurum hef-
ur tónninn verið á einn veg“.
Aðalástæðuna fyrir því að kenn-
arar hafna samningunum taldi
Gísli Baldvinsson vera þá að mörg
sjálfsögð réttindi hafi ekki náðst
fram og ýmis mál væru enn óút-
rædd auk þess sem laun væru í engu
samræmi við vinnutíma kennara en
Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra:
Höfum ekki efni á
þessum samningum
„Fóstrur eru láglaunahópur og
hafa því ekki efni á því að sam-
þykkja samningana“, sagði Mar-
grét Pála Ólafsdóttir við Þjóðvilj-
ann í gær en hún sat sjötíumanna
fund með trúnaðarmönnum fóstra
s.l. þriðjudag. „Yfirgnæfandi
meirihluti fundargesta var óá-
nægður með nýgerða kjarasamn-
inga og það sama gildir um vinnust-
aðina sjálfa, fóstrur eru almennt á
móti samningnum“, sagði Margrét
Pála Ólafsdóttir.
Margrét Pála benti einnig á að
mikil óánægja ríkti með unglingat-
axtann en einnig töldu fóstrur
grunnkaupshækkanir vera of litlar
auk þess sem ýmis réttindamál
hefðu ekki náð fram að ganga. Að
lokum sagði Margrét Pála þetta:
„Fóstrur eru orðnar langþreyttar á
hvursu hægt gengur í kjaramálum
þeirra“.
vinnuvikan hjá kennurum er nú 45
klukkustundir og 45 mínútur.
„Vinnutími kennara hefur lengst
með breyttum starfsháttum og
vinnuálag aukist að sama skapi en
laun hafa ekki hækkað í samræmi
við þessa þróun, ég hvet því kenn-
ara til að kolfella samningana",
sagði Gísli Baldvinsson að lokum.
R.A.Þ.
Margrét Pála Ólafsdóttir:
Flestar fóstrur á móti þessum
samningum.
Banaslys á
Reyðar-
firði
Banaslys varð í höfninni á
Reyðarfirði á sunnudagsmorgun-
inn. Bifreið ók fram af bryggjunni
með þeim afleiðingum að ökumað-
urinn Guðbergur Már Reynisson,
lést.
Það var snemma um morguninn
sem menn urðu þess áskynja að
stórt gat hafði myndast á ísilagða
höfnina og var getum leitt að því að
bíll hefði fallið af bryggjunni. Eftir
nokkra leit fundu kafarar bifreið
Guðbergs og reyndist hann látinn
eins og fyrr sagði. Engin vitni urðu
að slysinu og því ekki vitað með
vissu hvenær né með hvaða hætti
það átti sér stað. - v.
... og í Hafnarfirði
Banaslys varð á Reykjanesbraut
á móts við Sólvang í Hafnarfirði
aðfaranótt sl. laugardags. Bifreið
rakst utan í aðra bifreið, fór útaf
veginum og lenti á Ijósastaur. Öku-
maðurinn klemmdist illa í bílflak-
inu og lést skömmu síðar á sjúkra-
húsi.
Slysið vildi til með þeim hætti að
tvær bifreiðar óku hvor á eftir ann-
arri suður Reykjanesbraut. Á móts
við Sólvang hugðist ökumaður
aftari bifreiðarinnar aka fram úr
þeirri fremri, en rakst þá á vinstra.
afturhorn hennar. Við það missti
hann vald á bifreið sinni sem fór út
af veginum og lenti á ljósastaur.
Ökumaðurinn var einn í bifreið
sinni. Hann hét Jónatan Brynjólfs-
son til heimilis að Fögrukinn 14,
Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig
konu og tvö börn.
Lögreglan í Hafnarfirði biður þá
sem kunna að hafa orðið vitni að
slysinu að láta vita af sér.
- 'g-
Um helgina flæddi yfir garða sem voru utan um vinnu-
sfaði við stöpla Gullinbrúar sem verið er að byggja yfir
Grafarvog. Flóðhæðin í stórstreyminu á sunnudaginn
var með mesta móti sem gerist i Reykjavik. Flóðtöflur
sögðu hæðina 4,58 m en auk þess var vestanátt og
lægð að fara yfir landið sem þýðir aukin áhrif flóðanna.
Á sunnudaginn og í gær var unnið við að dæla sjónum
úr vinnusvæðinu og reyndist flóðið ekki hafa valdið
verulegu tjóni. I gærkvöldi var síðan unnið í brúnni við '
að steypa staura sem standa undir öðrum brúar-
stöplum.
Á myndinni sér út yflr Grafarvogsleiru að brúarstæðinu.
Blllð milli fyllinga er minna nú en þegar brúin verður
fullgerð, en þá verður hún á 26 metra hafi yfir straum-
Inn. Ljósm. - Atli.
Samningar
Dagsbrúnar:
Stöðugir
fundir en
óljóst um
árangur
Allt er enn á huldu um samn-
inga Dagsbrúnar og vinnu-
veitenda, en stöðug og mikil
fundahöld hafa átt sér stað síð-
an fyrir helgi. Þjóðviljinn hafði
í gær samband við forráðamenn
félagsins, og voru þeir mjög
uppteknir og ekki fáanlegir til
að veita frekari upplýsingar um
gang samninganna. Búist er við
því að til úrslita muni draga í
þessari samningalotu nú í vik-
unni. ólg
Hve margir slasast í umferðinni?
Umferðarráð skráir
aðeins brot slysa
Miklu meiri hafa leitað til Slysa-
deildar Borgarspítalans vegna
meiðsla í umferðarslysum en fund-
ust á skrám Umferðarráðs, sam-
kvæmt lögregluskýrslum. Talið er
að á árinu 1975 hafi tala látinna og
slasaðra á öllu landinu ekki verið
undir sjöhundruð eins og Umferð-
arráð taldi, heldur á þriðja þúsund
manns. Þetta kemur fram í skýrslu
sem aðalfundur Umferðarlæknis-
fræðifélags íslands sendi frá sér 14.
mars s.l.
í rannsókn sem Bjarni Torfason
gerði kom í ljós að verulegt ósam-
ræmi er í skráningu umferðarslysa
hjá Umferðarráði og lögreglunni
og gildir það um öll undanfarin ár.
í umræddri skýrslu kemur fram að
á árunum 1974 - 82 komu milli
1,0% og 1,3% íbúa höfuðborgar-
svæðisins á slysadeildina vegna
meiðsla í umferðarslysum en mun
færri árið 1983 eða 0,9% íbúanna.
Skrár Umferðarráðs benda hins-
vegar til að einungis 0,2%-0,4%
íbúanna hafi slasast. Vanskráning
opinberra aðila á umferðarslysum
á höfuðborgarsvæðinu var minnst
1974 (um 40%), en var mest árið
1983 eða 75%.
Á fundinum kom einnig fram að
slysum hefur fækkað, einkum á ár-
inu 1983 en þá slösuðust 199 færri
en árið áður. Fækkun umferðar-
slysa er einkum rakin til aukinnar
umferðarfræðslu segir í fréttakynn-
ingu frá aðalfundi Umferðarlækn-
isfræðifélags íslands.
R.A.Þ.