Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 I Ml I ^ 'f......... ■ ■ \ ' í r ’■■?■!!! i I MM ■ \, ' * Kafbátar ógna sjó- mönnum á Irlandshafi Tvö skipstöp með 16 mönnum eru rakin til breskra og bandarískra kafbáta Kafbátur eða stórhveli? Lengi vel kenndu sjómenn risahvölum um tíð veiða- færatöp, en eftir skipstapann í apríl 1982 var enginn í vafa... Breskir og bandarískir kafbátar hafa valdiö írskum útgerðar- mönnum ítrekuöum búsifjum á togaramiðunum á írlandshafi á undanförnum árum, og er þeim meðal annars kennt um tvö skipshvörf þar sem 16 manna er saknað. Síðasta atvikið átti sér stað þann 8. mars s.l. þegar írski togarinn Oriel var að toga 17 mílur norðaustur af Rockaþill-vitanum. Vartogar- inn skyndilega dreginn 3 mílur afturábak, áður en skipverjum tókst að höggva á trollið og losa togarann. Þingmenn Fianna Fail-flokksins á írska þinginu hafa af þessu tilefni og öðrum viðlíka krafist þess að Bretar og Bandaríkjamenn hættj kafbát- asiglingum sínum um írlands- haf og farið þess á leit að Efna- hagsbandalagið tryggi öryggi írskra togara á þessum miðum. 1 byrjun marsmánaðar kom bandarískur kafbátur upp á yfir- borðið í miðjum flota írskra og franskra fiskiskipa á þessum slóð- um. Þingmaður Fianna Fail-flokksins segir að vitað sé að 30 bandarískum kafbátum og fjór- um eða fimm breskum kjarnorkuk- afbátum sé ætlað að athafna sig á írlandshafi, en grunur leiki á að þeir séu í rauninni mun fleiri. Að sögn hafa kafbátar þessir sést 13-14 sinnum á síðari árum, auk þeirra slysa sem orðið hafa og kafbátun- um er kennt um. Þá telja þingmenn flokksins að það óformlega sam- komulag sem gilt hafi, um að kaf- bátarnir sneiði hjá hefðbundnum fiskimiðum sé brotið daglega. Risahvalur eða kafbátur? Síðustu 15 árin hafa komið inn skýrslur frá sjómönnum um töpuð veiðarfæri til írskra sjómannasam- bandsins. Stundum var of miklum afla kennt um, eða jafnvel risahval, en skýringar manna á þessu veiðarfæratjóni breyttust eftir að írski togarinn Sheralga fórst þann 18. apríl 1982. Skipið var þá að toga á óvenju lygnum degi á hafinu miðsvæðis milli írlands og Wales. Skyndilega snarstöðvaðist skipið og dróst síðan afturábak með mikl- um hraða og náði 10 mílna hraða áður en það kollsigldi. Þrír af fimm áhafnarmönnum voru ósyndir, en þeim var samt bjargað af nálægum fiskiskipum. Fiskimenn á þessum slóðum höfðu orðið varir við kaf- bátaumferð um þetta leyti - það kom fram í úrgangi frá kafbátun- um, sem þeir fengu í trollin áður en hann hafði náð að sökkva til botns. Af úrganginum sást að hann var frá breskum kafbátum. Tveim eða þrem dögum eftir slysið tókst írska flotanum að ná upp trollinu frá Sheralga og sást þá að það hafði verið skorið með sérstökum neðar- sjávarklippum auk þess sem sjá mátti svarta málningu á trollinu sem talin var komin frá kafbát. Breska stjórnin neitaði í fyrstu að breskir togarar hefðu verið á ferð á þessum slóðum umræddan dag, en breytti síðan framburði og játaði að sá möguleiki væri fyrir hendi. Skipstjóránum, sem jafn- framt var eigandi skipsins var boð- ið 190.000 pund í skaðabætur, sem hann afþakkaði, því hann sagðist þurfa 750-800 þúsund pund til þess að kaupa sambærilegt skip á nýjan leik. Hann hefur nú höfðað mál á hendur bresku stjórninni. Tvær áhafnir í hafiö Skipstjórinn á Sheralga taldist heppinn að sleppa lifandi. En sama varð ekki sagt um áhöfn togarans Cité D’Aleth, sem hvarf með 10 manna áhöfn þar sem hann var að toga í blíðskaparveðri 6 rnílur frá Tusker Roc-vita við Wexford. Eða áhöfn togarans Galvamor, sem hvarf með skipinu þar sem það var að veiðum í námunda við Smalls- vita úti af ströndum Wales sumarið 1982. Af 6 manna áhöfn fannst eitt lík. Og þann 10. mars á síðasta ári var togarinn Ami de Mouttes dreg- inn aftur á bak á sömu slóðum, þar til áhöfn tókst að höggva á vírana og losa sig við veiðarfærin, sem voru metin 7000 punda virði. Reynsla íra af kafbátasiglingum á írlandshafi ætti að verða íslensk- um stjórnvöldum umhugsunarefni áður en farið verður að stórauka aðstöðu bandaríska hersins til kaf- bátahernaðar við ísland eins og stefnt er að með núverandi upp- byggingu herstöðvarinnar í Kefla- vl^- ólg. -Sunday Times sjónarhorn____ Nýja „unglinga- vandamáliðu Enn eru launa- og kjaramál í brennidepli íslenskra dægurmála og er ekki furða, svo dramatísk eru þau að verða. Ekki hefur tek- ist að semja við öll iauna- mannafélög - lof sé hamingjunni. Þegar litið er í sjónhending yfir sviðið og leikurinn virtur fyrir sér, þá er það einkum tvennt, sem undran mína vekur í samn- ingum A.S.Í. og V.S.Í. og mörg félög hafa nú samþykkt. 1. Að atvinnurekendur skyldu geta farið fram á lækkun launa unglinga. 2. Að verkalýðsforystan skyldi geta mælt með og samþykkt þá hraksmán. Uin leið og þessir sömu aðilar eru að spila plötuna gömlu „Bæta kjör hinna lægst launuðu" (þetta hlýtur að vera orðin metsölu- plata), þá lækka þeir laun þessa sama fólks og bitnar þetta hrika- lega á þorra skólafólks. Þvílík endaleysis vitleysa og vandræða- gepilsgangur er þetta! Að mínu viti, er hér stigið stórt skref til baka. Verkalýðshreyfingin er að gefa eftir það sem náðst hefur með áralangri baráttu. Þá má ekki heldur gleyma hinum frá- bæru útreikningum á eftir- og næturvinnukaupi. Maðurguðs og lifandi, það setur að mér hroll. Á sömu stundu og laun hækka strax upp allan launastigann um 5%, er klipið af hýru krakkanna. Hver er forsendan? Er vinnu- framlaga unglinga svona endemis aumt? Því er til að svara, að svo er aldeilis ekki og þykist ég tala af nokkurri þekkingu. Ég het unnið með 16-18 ára ungmennum hin margvíslegu störf undirstöðu- atvinnuveganna og þau liggja ekki á liði sínu, þar sem rétt er stjórnað. Það er enginn vinnu- veitandi svikinn af þeim handat- iltektum og mætti margur full- orðinn af læra. Þessi aðför minnir niann óneitanlega á „að ragur er sá, er við rassinn glímir". En svo ætlar allt úr böndunum og menn standa bláir í framan, þegar Al- bert karlinn vill eyða misræmi í kjörum. Ja, mikið asskotans ósköp er til af lausum skrúfum. Frammistaða Alberts er sérstök - og heilbrigð. Ég hafði gaman af að sjá hann og heyra í sjónvarp- inu á dögunum, er hann mælti eitthvað á þessa leið: „Er nokkur hér inni, sem vill misrétti? Ef svo er, vildi ég fá að tala við hann sérstaklega." (Þetta er efnislega rétt, trúi ég). Og viti menn. Það heyrðist hvorki hósti né stuna þá. Það fundu allir sannleikann í gjörðum hæstvirts ráðherra. Og viðbrögð íhaldsforystunnar við að reyna að klekkja á gömlu knattspyrnuhetjunni fóru fyrir hund og kött, Álbert hafði slegið þeim öllum við og er náttúrlega ekkert mikið afrek á sviði launa- mála. Þá hugsaði ég: „Mikið mættu vinstri menn vera stoltir af slíkum manni". Vonandi er Al- bert bara á skökkum stað í póli- tíkinni, hefur kannski ekki áttað sig enn á, hvað staðið hefur hjarta hans næst öll þessi ár. Það getur fleira komið á óvart en asp- erínið. Nei, verkalýðsforingjarn- ir gerðu annað. Þeir klipu af kaupi unglinganna - og fóru svo að leggja sig. Þessi aðför að ungmennum þjóðarinnar er hreint hneyksli í sögu verkalýðshreyfingarinnar hin síðari ár - kannski hennar mesta axarskaft gegnum árin. Það er ekki líklegt, að unglingar læri á þessu jafnrétti, verði jafn- aðarmenn, þegar þeir hafa aldur til að ganga að kjörborðinu, „því eins og þér sáið munuð þér og uppskera". Ja, þvílík hörmunger borin á borð fyrir þetta unga fólk. En sem betur fer, eru enn til Al- bertar í landinu. Einn þeirra er í daglegu tali nefndur Guðmundur jaki - og fer vel á í tvennum skiln- ingi. Hann og hans menn kol- felldu samningsómyndina, gáfu þar með fordæmi, sem er eins og geisli í dimmri dalalæðu kjara- málanna. Nokkur verkalýðsfélög hafa og fellt þessa samninga - þetta misrétti. Vonundi bera þeir gæfu til að bjarga uppskerunni. Ég segi því enn og aftur: Hvers eiga unglingar að gjalda? Hér fyrir nokkrum árum var haft. af þeim stórfé vegna vitleysu í út- reikningum verðbóta og vaxta á sparimerki. Þegar tekist hefur að leiðrétta þaö með sóma. detta þessi ósköp yfir „eins og þjófur úr heiðskíru lofti", svo sem mælt var einhverju sinni af góðum manni. Ég ætla því að vona, að þeir at- vinnurekendur, sem hafa þessa Guðjón Sveinsson Breiðdalsvík_______ skrifar: nýgerðu kjarasamninga sam- þykkta undir höndum, að þeir beiti ekki þeim bolabrögðum að draga af kaupi unglinga, sem eru eldhressir í vinnu og hafa oft bjargað verðmætum frá eyðilegg- ingu. Þeir brjóta heldur ekkert. Samningarnir hljóða örugglega upp á lágmarkskaup. Það merkir, að engum er bannað að borga hærra kaup. En ef að á að bjarga íslensku efnahagslífi á niður- greiðslu á kaupi unglinga, þá er okkur tæpast bjargandi hvorki efnalega sé siðferðislega. Hefði ekki frekar verið ráðlegra og heiðarlegra, að láta 5% ekki æða upp allan launastigann? Ætli hefði ekki mátt láta staðar numið við þá „þreföldu" og láta ungling- unum eftir réttláta þóknun. Það hefði eitthvað verið í anda „met- söluplötunnar". Ég vænti þess svo sannarlega. að eftir lítinn tíma veröi þessi tímaskekkja aðeins vond endur- minning, sem þó verkalýðshreyf- ingin, ja, raunar allur landslýður, láti sér að kenningu verða og sýni ekki svo fráleitt fordæmi meðal þjóða hins menntaða heims, að níðast á þeim þrekminni. Hér fyrr meir þótti slíkt dusilmennska og er raunar enn. Öllum getur orðið á í messunni og stressinu, þannig hlýtur þetta að hafa orðið, rétt eins og hugmyndin að „sjúkl- ingaskattinum". Höfum samt hugfast, að enginn er minni, þótt hann skipti um skoðun. Þvert á móti geta menn vaxið við það og vonandi verður svo í þetta sinn. Jafnrétti í sem ríkustum mæli á að vera einkunnarorð íslendinga og æskunnar leiðarljós, - þá mun vel farnast. Guðjón Sveinsson, Breiðdalsvík. Guðjón Svcinsson er rithöfundur og kennari á Breiðdalsvík. Ég hef unnið með 16-18 ára unglingum hin margvísleg- ustu störf og þau liggja ekki á liði sínu, þar sem rétt er stjórnað. Það er enginn vinnuveitandi svikinn af þeim handatiltektum og mætti margur fullorðinn af læra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.