Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Þrigjudagur 20. mars 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Augfýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bíistjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Tekjuskattur hœkkar enn í síðustu viku lögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar fram á Alþingi breytingartillögur við skattafrumvarpið. Fela þær í sér að tekjuskattur verður hærri en almenningur hafði gert ráð fyrir þegar framtalsfrestur var á enda. Þessi nýja skattahækkun er rökstudd með því að vitna til kauphækkananna sem kveðið var á um í kjarasamn- ingum ASÍ og VSÍ. í nefndaráliti ríkisstjórnarmeiri- hlutans kemur skýrt fram að tilgangur þessarar skatta- hækkunar er að taka til baka hluta af þeim kauphækk- unum sem nýlega var samið um. Þessi skattahækkun er siðlaus á óvenjulegan hátt. Hún er svik á þeim loforðum sem gefin voru fyrir nokkrum mánuðum síðan. Pá lýstu ráðherrar yfir að álagningarhlutföll yrðu Iækkuð og skattafrumvarpi fjármálaráðherra var breytt á þann veg. Það hafði fyrir áramót falið í sér skattahækkun. í sfðustu viku eru hins vegar lagðar fram tillögur frá ríkisstjórninni þar sem álagningarhlutföllin eru hækkuð á nýjan leik. Skattahækkunin er einnig siðlaus vegna þess að með henni er komið aftan að þeim sem gerðu kjarasamninga ASÍ og BSRB við atvinnurekendur og ríkisvald. Við gerð þessara samninga stóðu fulltrúar launafólks í þeirri trú að álagningarhlutföll tekjuskatts yrðu hin sömu og tilkynnt höfðu verið á Alþingi upp úr ára- mótum. Nú er ósvífni ríkisstjórnarinnar slík að skatta- hækkunin er rökstudd með því að vísa til þess að kjara- samningarnir hafi gefið fólki meiri launahækkun en fólst í forsendum fjárlaga. Þess vegna sé nauðsynlegt að hækka tekjuskattinn. í umræðunum um kjarasamningana var aldrei minnst á að þeir yrðu notaðir sem tilefni til skattahækk- ana. Engu að síður hefur ríkisstjórn nú skert hinn litla ávinning Iaunafóiks með því að auka skattheimtuna. Þessi skattahækkun er ekki aðeins svik við nýgerða kjarasamninga og fyrirheitin sem gefin voru eftir ára- mótin heldur er hún enn ein sönnunin á loddaraskap Sjálfstæðisflokksins í skattamálum. í kosningum lofar hann fólki skattalækkunum, jafnvel afnámi tekju- skatts. Síðan kemst Sjálfstæðisflokkurinn til valda og þá stórhækka skattar venjulegs launafólks og gildir það jafnt um skatta til ríkis og Reykjavíkurborgar. Þessi síðasta skattahækkun er einnig áfall fyrir rit- stjóra Tímans. Hann hefur réttilega verið að gagnrýna Davíð Oddson fyrir að hækka skattagjöld Reykvík- inga. Nú hefur Steingrímur Hermannsson ásamt Albert Guðmundssyni fetað í fótspor borgarstjórans og hækk- að tekjuskattinn. Ríkisvíxlar - fjármagn frá atvinnulífinu Skattahækkunin er ekki eina aðferðin sem ráðherr- arnir beita til að draga meira fjármagn til ríkisins. Ný- lega hefur fjármálaráðherra hafið útgáfu ríkisvíxla til að styrkja samkeppnisstöðu ríkisins í glímunni við banka, fjárfestingarlánasjóði og fyrirtæki um fjár- magnið í landinu. Það er merkilegt að bæói Morgunblaðið og DV hafa fagnað útgáfu þessara ríkisvíxla. Þó er ljóst að þeir munu á engan hátt auka heildarspárnað í landinu. Af- leiðingin verður eingöngu sú að ríkissjóður fær til ráð- stöfunar fjármagn sem annars hefði að öllum líkindum runnið að mestu leyti til eflingar atvinnulífsins. Ríkisvíxlar sem stuðluðu að auknum heildarsparnaði gætu verið til bóta. Ríkisvíxlar sem færa fjármagn frá atvinnulífi til ríkissjóðs eru hins vegar eingöngu til bölv- unar. klippt Forréttindi sam- vinnuhreyfíngar síapa SfS-veidinu forréttiiidif MiIIjarður í forgjöf má taka fíeiri daemi úr Mörgunbiaðinu siðustu dair3 f siðustu daga. f wWr4*' v* *u> ■ KAUPUELAG þingeyinga b r.i rn f r.J SLATRUN ... FRVSTING ; . " ' - fiþiöjung ^rnrSitoi'S* <«>•_ verelunar & höfuðborgarsvteðínu! Hvað gerir Sjálfstaeðis- flokkur? Sterk undiralda er meðal einka- nnaupi Lj Jkséím Mogginn kvartar Með reglubundnum hætti er kvartað yfir því í Morgunblaðinu að samvinnufélög hafi skattfríð- indi ýmiskonar sem skapi þeim forréttindastöðu sem tryggi að þau um síðir gangi af einkarekstri dauðum í samkeppni. En það er sjaldgæft að svo mikið sé við haft og í Reykjavíkurbréfi nú á sunnu- daginn. Bréfið er allt helgað út- reikningum á þessu forskoti sam- vinnufélaga sem Morgunblaðinu er mikill þyrnir í augum sem og vangaveltum um að eitthvað þurfi að gera í málinu. í Reykja- víkurbréfi er minnt á það, að bæði viðskiptaráðherra og fjár- málaráðherra séu nú Sjálfstæðis- menn og því eðlilegt að einka- rekstrarmenn ætlist til þess af þeim að þeir noti nú stöðu sína og taki samvinnuhreyfinguna í karp- húsið. Svo segir: Krafist aðgerða „Vafalaust segja margir sem svo, að vonlítið sé, að Sjálfstæðis- flokkurinn beiti sér fyrir umbót- um í þessum efnum og afnámi forréttinda Sambandsveldisins, vegna þess að flokkurinn sé í samvinnu við Framsóknarflokk- inn. Vel má vera að svo sé. Hins vegar hlýtur Sjálfstæðisflokkur- inn að gera sér grein fyrir því, að stuðningsmenn hans gera miklar kröfur til lians að þessu leyti og sætta sig ekki við aðgerðaleysi. Framsóknarmenn verða líka að horfast í augu við þá stað- reynd, að þetta misrétti gengur ekki lengur. Þau forréttindi, sem flokkur þeirra hefur notið um áratugi vegna ranglátrar kjör- dæmaskipunar eru senn á enda. Það er skynsamlegra fyrir þá, að standa með sjálfstæðismönnum að sanngjörnum breytingum á stöðu samvinnufélaganna, sem jafni samkeppnisstöðu hinna ýmsu rekstrarforma heldur en að berjast með kjafti og klóm gegn afnámi sérréttinda, sem verða fyrr eða síðar þurrkuð út. Hins vegar er sjálfsagt til of mikils mælst, að SÍS-kónarnir fallist á nauðsyn þess að fella niður for- réttindi þeirra. Forsvarsmenn Sjálfstæðis- flokksins verða að gera sér ljóst, að sérréttindi Sambandsveldisins er meiri háttar pólitískt mál. Reiðin er orðin svo mikil og óá- nægjan svo djúpstæð, að þeir sem berjast við risann, hver á sínum stað, munu ekki una aðgerðaleysi og áhugaleysi af hálfu þeirrar stjórnmálahreyfingar, sem jafn- an hefur sett einkaframtakið á oddinn." Skrýtin þula Reyndar dálítið skrýtin þula að tarna. Fyrst og síðast er hamast á því, að Sjálfstæðismenn muni ekki una við „aðgerðaleysi" Sjálfstæðisráðherra - en í leiðinni er viðurkennt að í raun og veru geti þeir ekkert gert - málinu er síðan skotið til þeirrar undarlegu vonar að Framsóknarflokkurinn geri það nú fyrir vini sína Sjálf- stæðismenn að taka SÍS blóð. Það er ekki nema von að höfund- ur Reykjavíkurbréfs springi hér á limminu og fari að tala um allt annað: huldufólk Alþýðubanda- lagsins í verklýðsfélögunum sem blaðið nefnir svo. Og kannski væri það snjallast fyrir blaðið að vísa þessu áhugamáli sínu á ein- hvern þann vettvang annan en ríkisstjórnarinnar þar sem SÍS og einkaframtakið sitja saman í faðmlögum. Hvað um ísfilm hf.? Pá og nú í Reykjavíkurbréfinu fer all- mikið fyrir kvörtunum um að SÍS frændi gerist heldur frekur til fjörsins, kunni sér ekki hóf í út- þenslu, eins og það heitir: kann- ski er greinin hugsuð sem eins- konar áminning um helminga- skiptareglu sem Morgunblaðið telur að ekki sé virt? Það er líka hugsanlegt, að enn Iifi í fornum ótta við samvinnuhreyfinguna frá þeim dögum þegar hún setti sér mjög róttæk markmið. Þegar Pétur á Gautlöndum til dæmis skrifaði í þessa veru: „Kaupfél- agsskapurinn... gjörir kaup- mennina sem slíka óþarfa og um leið alla þeirra samkeppni. Hann leiðir verslunina á bekk með öðr- um velferðarmálum og kemur henni inn undir almennt skipu- lag, hann verndar einstaklinginn fyrir hnefarétti og ofríki þeirra sem mega sín meira...“ Það var nú þá. áb. og skorið Grjónagrautar- hausar Sjaldan hefur auðmýkingin einnar þjóðar orðið meiri en þeg- ar forsætisráðherann lýsti því yfir að þjóðinni væri fullgott að borða grjónagraut í alla mata. Reyndar hafði Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins líkt hug- sjónum sínum við hafragraut í áramótagrein í Morgunblaðinu, þannig að formennirnir sátu sam- an að grautargerðinni. Margir hafa orðið til þess að taka þessa hugmynd flokksformanna Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins um grautinn upp og þróa hana áfram stjórnarherrun- um til háðungar. 8. mars sl. gáfu konur stjórnarherrunum grjón í háðungarskyni. Þannig virðast ’þeir Steingrímur og Þorsteinn hafa farið yfir þau þolinmæðis- mörk hins almenna borgara í málflutningi sínum. Að vísu er það ekki enn komið fram í skoð- anakönnunum, svo sem skáldið J.Th. bendir á í eftirfarandi kveðlingi: „Ofl var þjóðin auðnulaus en aldrei líkt og þetla: lœtur grjónagrautarhaus ginna sig og pretta“. -óg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.