Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 15
I » » t » I * » ' i V't I Þriðjudagur 20. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Ueikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Bernharður Guðmundsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Berjabit- ur“ ettir Pál. H. Jónsson. Heimir Pálsson les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.10 Fréttír. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ljáðu mér eyra“. Málmfríður Sigurð- ardóttir á Jaðri sér um þáttinn (RÚVAK). 11.00 Við Pollinn. Gestur E. Jónasson velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Lög eftir Sigfús Halldórsson og Freymóð Jóhannsson. 14.00 „Eplin í Eden" eftir Óskar Aðalstein. Guðjón Ingi Sigurðsson les (2). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurtregnir. 16.20 íslensk tónlist. Bernhard Wilkinson, Haraldur Arngrímsson, James Kohn og Hjálmar H. Ragnarsson leika „Næturljóð l“ fyrir flautu, gítar, selló og píanó eftir Jónas Tómasson / Sigríður E. Magnúsdóttir syng- ur „Þrjú íslensk þjóðlög" í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar. Jón H. Sigurbjörnsson, Gunnar Egilson, Pétur Þorvaldsson og Kristinn Gestsson leika með á flautu, klarin- ettu, selló og þíanó / Kammersveit Reykja- vikur leikur „Brot" eftir Karólínu Eiríksdóttur; Páll P. Pálsson stj. / Háskólakórinn syngur „Tvo söngva um ástina" eftir Hjálmar H. Ragnarsson; höfundurinn stj. / Einar Jó- hannesson og Anna Málfríður Sigurðardóttir leika „Þrjú lög“ fyrir klarinettu og píanó eftir Hjálmar H. Ragnarsson. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK). 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Milljónasnáðinn" - II. þáttur. Gert eftir sögu Walters Christmas. (Fyrst útv. 1960). Þýðandi: Aðalsteinn Sigmundsson. Leikgerð og leikstjórn: Jónas Jónasson. Leikendur: Ævar R. Kvaran, Steindór Hjör- leifsson, Jón Aðils, Guðmundur Pálsson, Margrét Ólafsdóttir, Sigríður Hagalín, Þor- grímur Einarsson, Helga Löve, Björg Da- víðsdóttir, Kristján Jónsson og Valur Har- aldsson. 20.40 Kvöldvaka. a. Nú fara þeir sex. Þor- steinn frá Hamri tekur saman frásöguþátt og flytur. b. Karlakór Reykjavíkur syngur. Stjórnandi: Sigurður Þórðarson. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.15 Skákþáttur. Stjórnandi: Guðmundur Arnlaugsson. 21.40 Útvarpssagan: „Könnuður í fimm heimsálfum“ eftir Marie Hammer. Gísli H. Kolbeins les (25). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma (26 ). 22.40 Kvöldtónleikar. Leikin verða lög eftir Friðrik mikla og bræðurna Graun. - Kynnir: Knútur R. Magnússon. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 19.35 Hnáturnar Breskur teiknimyndallokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Ungverjaland - Kommúnismi með öðru sniði Bresk fréttamynd frá Ungverja- landi. Að röskum aldarfjórðungi liðnum frá uppreisn Ungverja eru þeir Sovétmönnum fylgispakir í stjórnmálum en fara sínar eigin leiðir i efnahags- og atvinnumálum. Þýðandi og þulur Einar Sigurðsson. 21.10 Skarpskynskötuhjú7. Skórnirsendi- herrans Breskur sakamálamyndaflokkur i ellelu þáttum gerður eftir sögum Agöthu Christie. Þýðandi Jón 0. Edwald. 22.05 Þingsjá Hvernig verður fyllt upp í „fjárlagagatið"? Páll Magnússon frétta- maður stýrir umræðum um þetta mál í sjón- varpssal. 22.55 Fréttir í dagskrárlok. FÓLKAFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. mÉUMFERDAR Uráð J frá I r Maður fer nú bara 1 gömlu fótboltaskóna til að mýkja , Berta gamla. Enda nauðsynlegt aó beita öllum ráðum til að halda einingu i flokknum Mundú það nú héóan i frá að taka Þér ekki á hendur verkefni sem eru þer ofviða, eins oq raðningu bankastjóra, eða gagnrýni á mig sem fjármála- ráðherra. Enda varstu ekki gerður að formanni til að - axla ábyrgð, heldur tli að brosa og blaðra misjafnlega truverðugum þv«ttingi i fgölmiðla. Gerðu þér bara grein fyrir þvi að þú ert enn 1 stuttbuxnadeildinni. Lesandl Þjóðviljans sendl þessa mynd til blaðsins. Nú er bara að vita hvor kappanna mætir í Þingsjána í kvöld og reynir með „trúverðugum þvættingi“ að fylla upp í fjárlagagötin. Þingsjá í sjónvarpinu í kvöld kl. 22.05 Hvernig verður fyllt upp í „fjárlagagatið“? f Þingsjá í kvöld munu fulltrúar þingflokkanna ræða um hugsanlegar leiðir til að troða upp í götin í fjárlögunum. Eiður Guðnason mætir fyrir Alþýðuflokkinn, Ragnar Arnalds fyrir Alþýðubandalag, Kristín Halldórsdóttir fyrir Kvennalistann, Stefán Bene- diktsson fyrir Bandalag jafnaðarmanna og Halldór Ásgrímsson fyrir Framsóknarflokkinn. Þegar Þjóð- viljinn ræddi við umsjónarmann Þingsjáar, Pál Magnússon, ,um kaffileytið í gær var ekki vitað hver yrði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umræðunum í kvöld. Rás 1 kl. 17.10 Síðdegisvakan Síðdegisvakan er þáttur um at- vinnu og efnahagsmál og er á dagskrá rásar 1 kl. 17.10 alla virka daga. Þjóðviljinn hafði samband við Borgþór Kjærnested sem er um- sjónarmaður þáttarins ásamt Páli Heiðari Jónssyni. Sagði hann fræðsluefni um landbúnað og sjávarútveg fléttast inn í efni þátt- anna sem byggja á ýmsum neytendaupplýsingum sem menn í atvinnulífinu hafa áhuga á að fylgast með. Þættirnir byggjast upp á beinum útsendingum og er þar af leiðandi ekki ávallt vitað með fyrirvara hvað verður á dag- skrá næsta dag. „í dag er ákveðið að ræða við Kristján Ingimundarson fram- kvæmdastjóra Blikkvers í Kópa- vogi. Hann mætir í stúdíó og verður rætt við hann í framhaldi af umfjöllun gærdagsins um bíla- sprautun. Einnig verður bein útsending frá Akureyri þar sem Áskell Ein- arsson formaður Fjórðungs- sambands Norðurlands segir frá málum þess. Ef til vill verður fjallað um það hvernig á því stendur að íslensk loðskinn eru 10% undir meðal- verði og eitthvað verður rætt um matvælaiðnað. Fleira gæti orðið á dagskrá, allt eftir því hvernig hjólin í þjóðfélaginu snúast þenn- an sólarhringinn." jp Borgþór Kjærnested. Páll Heiðar Jónsson. Rás 1 í kvöld kl. 20.00 Miljónasnáðinn í kvöld verður annar þáttur framhaldsleikritsins Milljóna- snáðinn fluttur í útvarpinu. í fyrsta þætti gerðist þetta: Pét- ur Rowley, þrettán ára milljónamæringur sem misst hef- ur báða foreldra sína, lifir leiðindalífi, að honum finnst, í höll sinni í Lundúnum. Hann þol- ir ekki Klemensínu frænku sína sem bannar honum allt sem hon- um finnst skemmtilegt. Múck- elmeier fjárhaldsmaður hans er henni ævinlega sammála og þegar Pétur gerir uppreisn gegn þeim hegna þau honum með stofufang- elsi. Pétri tekst að ná sambandi við blaðasöludrenginn Dick Ro- binson og fær hann til að klifra inn um gluggann til sín. Þegar Klemensína frænka kemur loks að vitja um Pétur, finnur hún Dick í fötum hans en sjálfur er fuglinn floginn og spurðist síðast til hans með blaðabunkann í fanginu, hrópandi og kallandi á leið niður götuna. Milljónasnáðinn er eftir Walt- er Christmas og er leikritið í þýð- ingu Aðalsteins Sigmundssonar. Leikstjóri er Jónas Jónasson og bjó hann einnig söguna í leikritsform. Leikendur í 2. þætti eru: Steindór Hjörleifsson, Margrét Ólafsdóttir, Ævar R. Kvaran, Jón Aðils, Guðmundur Pálsson, Sigríður Hagalín, Þorgrímur Ein- arsson, Kristján Jónsson, Helga Love, Valur Haraldsson og B jörg Davíðsdóttir. spaugið Þú hlýtur að vera að grínast! bridge Sum pör eru því marki brennd, að árangur þeirra er ýmist í ökkla eða eyra, og í þeim flokki eru tvimæla- laust félagarnir Sigurður Sigurjóns- son og Júlíus Snorrason. Sveit Þorfinns Karlssonar fékk að kenna á því í sveitakeppni Bridge- hátíðar, en í spilinu á eftir „vaða“ Sigurður og Júlíus heldur betur upp fyrir eyru: Norður C AO H AD8652 T D97 L 86 Suður S KG95 H 7 T AK104 L AK73 3 grönd virðist kjörin lokasögn, og það er svo sem ekkert að 4 hjört- um í sveitakeppni. Siggi og Júlli voru á öðru máli. Eftir fjöltígla opn- un (2-T) í suður og biðsögn norðurs, svaraði suður að hann ætti 20-21 punkt og 7 kontról. Júlíus, hins vegar „las“ svarið sem 6 kont- ról, en keyrði þó, óbanginn i 6-tígla! Vestur kom út með tromp. Hver er nú besta spilaáætlunin? Hvora höndina á að setja upp? Sigurður valdi vafasama leið, þegar hann ák- vað að gera sína hönd (suðurs) góða. Hann svínaði spaða, sem gekk, og trompaði laufin, en tapaði spilinu samt, vitaskuld, þegar austur átti ekki D10x í spaða og hjartasvíning gekk ekki. Sveifla til Þorfinns, sem þó tapaði leiknum stórt. Mér virðist blasa við að ráðast á hjartað, strax í öðrum slag, svína þar og þó það gangi ekki er enn von ef trompin eru 3-3 og hjartað 3-3. Ef hjartasvíning gengur, vinnst spilið, þótt trompin séu 4-2, ef hjartað er 3-3. Einnig er mögulegt að vinna spilið þótt bæði hjörtun og trompin liggi 4-2 (kóngur réttur) því tígul gosi kom í fyrsta slag. Bæði trompin og hjartað lá 3-3, svo þessi „rudda" slemma hefði átt að vinnast. Og, ef ekki kemur út tromp eru 12 slagir raktir með víxltrompun. Tikkanen Til er tvenns konar óréttlæti. Það sem ekki verður neitt við ráðið og það sem ekki er hægt að græða neitt á. Gætum tungunnar Sagt var: Fargjöld eru mismun- andi dýr. Rétt væri: Fargjöld eru mismun- ;mdi há. Eða: Fair er misjafnlega dýrt. Ritað var: Litaðir íbúar eru fleiri en hvftir. Betra þætti: Litkaðir íbúar eru fleiri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.