Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 16
DlÚDVIUINNl Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til löstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösíns í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná I afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 ^ieigarsími 81663 Þriðjudagur 20. mars 1984 ' II .. .. 1 ... 1,1 -.—^ .. ..... Urgur í verkafólki í Vestmannaeyjum: Eins og ASÍ og VSÍ hafi svarist í fóstbræðralag segir formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja „Verkafólk hér í Eyjum er þokka- lega ánægt með þennan samning enda var hann samþykktur með 94 atkvæðum gegn 8 á fundi sem við héidum á sunnudag. Hins vegar er fóik allt annað en ánægt með það hversu heildarsamtökin í landi veittu lítinn stuðning í þessari deilu", sagði Jón Kjartansson for- maður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í samtaii við Þjóð- viliann í gær. I samningi verkalýðsfélaganna í Eyjum er gert ráð fyrir 5% Iaunahækk- un sem tekur gildi 21. febrúar sl. eða þegar ASÍ-VSÍ samningurinn var undirritaður. Sömu áfangahækkanir koma síðar. Nýmæli íEyjasamningnum er hins vegar að unglingataxtinn er al- gjörlega tekinn út, þ.e. verkafólk tekur full laun frá 16 ára. Pá hækkar dagvinn- ukaup um 1.65 kr á tímann vegna hlut- deildar fyrirtækjanna í fatnaði og þeir sem hafa unnið 15 ár eða lengur hjá sama atvinnurekanda fá 2ja launa- flokka hækkun. Jafngildir það rúmlega 4% kauphækkun. „Hins vegar náðum við ekki fram kröfu okkar um að bónus yrði greiddur á 12.660 króna lágmarkslaunin sem auðvitað þýðir að atvinnurekendur hagnast verulega á bónusfólkinu“, sagði Jón ennfremur. „Eins og ég sagði áðan er urgur hér í fólki vegna þess hve Alþýðusambandið og Verkamannasambandið létu sér fátt um finnast að hér væri fólk í baráttu. Okkur er kunnugt um að á fundum þessara samtaka í síðustu viku fluttu þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Ásmundur Stefánsson tillögur um að veita okkur stuðning en hvað af þeim tillögum varð veit ég ekki. Að minnsta kosti bárust þær ekki þeim sem á þurftu að halda. I>að virðist því sem ASÍ og VSÍ hafi svarist í fóstbræðralag um að berja á þeim sem ekki makka rétt, enda þótt lagaákvæði kveði á um að samn- ingsrétturinn sé í höndum einstakra fé- laga“, sagði Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja að síð- ustu. —v. Skákmótið í Neskaupstað Hnífjafnir keppi- nautar Fyrsta umferð alþjóðlega skák- mótsins í Neskaupstað var tefld í gærkvöldi. Árangur þeirra ís- lensku keppenda sem stefna á áfanga að meistaratitlum var hníf- jafn því allir sigruðu þeir sína and- stæðinga. Úrslit í gær urðu þau að Helgi Ólafsson vann Róbert Harðarson, Schussler vann Benóní Bendikts- son, Jóhann Hjartarson vann Dan Hanson, Margeir Pétursson vann McCambridge og þeir Knecevic og Vedberg og Guðmundur Sigur- jónsson og Lombardy skildu jafnir. Þetta mót, sem Tímaritið Skák og Taflfélag Norðfjarðar standa fyrir er í 8. styrkleikaflokki. 12 þátttakendur tefla í 11 umferðum. Á þessu móti á Jóhann Hjartarson möguleika á að ná 3ja áfanga að stórmeistaratitli, Helgi Ólafsson 2. áfanga og Margeir Pétursson á möguleika á 1. áfanga. Næsta umferð í þessu skákmóti verður í kvöld. Þá tefla saman þeir Lombardy og Hanson, McCambri- dge og Jóhann, Schussler og Mar- geir, Vedberg og Benóní, Róbert og Knecevic og Guðmundur og Helgi. Kosningar um samninginn hjá BSRB Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins var heiðursgesturinn á aðalfundi kaup- manna. Ljósm. EÓ. Kaupmenn Ánægðir með ríkis- stjórnina Það var mikill fagnaður á aðal- fundi Kaupmannasamtaka íslands í fyrri viku. Fundarmenn fögnuðu því ákaft að á síðustu mánuðum hefði tekist að ná árangri í stjórnun efnahagsmála þjóðarinnar. Fögn- uður braust einnig út vegna á- kvarðana um að „leggja til hliðar gagnslausa löggjöf um fasta pró- sentuálagningu í verslun“. En menn voru einnig harmi slegnir. „Aðalfundurinn harmar að sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði skuli ekki hafa verið felldur niður“. Fundurinn minnti einnig á þá ósvinnu að kaupmenn fengju ekki þóknun fyrir að innheimta söluskattinn fyrir ríkissjóð. Og fundurinn vildi að launaskattur hjá versluninni verði lækkaður úr 3Vi% í 2Vi%. -v. Fáir höfðu kosið í gær Kosningu lýkur 23.30 í kvöld - Hingað hafa borist færri at- kvæði en við áttum von á sagði Helgi Már Arthúrsson hjá BSRB, en talningu lýkur hjá bandalaginu kl. 23.30 í kvöld. - Fram að þessu (um miðjan dag í gær) hafa borist hingað um tvö þúsund atkvæði, en um 12000 hafa atkvæðisrétt uih þessa samninga. - Samkvæmt lögum eiga kjör- gögn að hafa borist til BSRB fyrir kl. 23.30 þriðjudagskvöld. Um póstsend atkvæði gildir það að þau séu póststimpluð fyrir þann tíma til að geta talist gild. Utankjörstaða- atkvæðagreiðsla fer fram hér í BSRB á skrifstofutíma auk þess sem þeir sem ekki hafa fengið kjörgögn geta fengið þau á næstu póststöð. - Við talningu er ekki gerður greinarmunur á einstökum aðildar- félögum þarsem samningsrétturinn um aðalkjarasamning gildir fyrir bandalagið í þeild sinni. Sjá 3 Verkamannabústaðir: Fjórðungi framkvæmda frestað Verða aðeins veitt 760 frumlán í ár í stað 1000-1100 á liðnum árum? Hugmyndir eru uppi um það í Húsnæðisstofnun að mæta fjárhagsvanda stofnunarinnar með því að veita aðeins 760 frumlán til þeirra sem hafa byggt íbúðir áður. Þannig yrðu lánveitingar um 25% minni en á sl. ári. Þá er gert ráð fyrir því að skera niður framkvæmdaáætlanir verkamannabústaðanna um 25%. Þar með er gert ráð fyrir því að þær íbúðir sem stjórn verkamannabústaðanna í Reykjavík er nú að úthluta komi ekki til fólks sem fær úthlutun fyrr en 1986. Þessar upplýsingar um hús- næðislánakerfið komu fram í gær þegar stjórnarandstöðuþing- menn ræddu um fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjófnarinn- ar. Til máls tóku ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Al- exander Stefánsson og Albert Guðmundsson og þingmennirnir Guðmundur Einarsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jóhanna Sig- urðardóttir, Svavar Gestssön og Kristín Kvaran. Félagsmálaráðherra neitaði því í umræðum sl. miðvikudag að það stæði til að neita fólki um lán sem á rétt á 1. hluta F-lána í nóv- ember og desember. í gær sagði ráðherrann ekkert um málið. Þar með stendur yfirlýsing hans frá miðvikudeginum, sagði Svavar Gestsson. Þess vegna verður að líta svo á að hann hafi lofað að tryggja lánin í lok ársins 1984 samkvæmt sömu reglum og verið hafa í gildi./Standi ráðherrann ekki við orð sín í þessum efnum verður hann að teljast ómerkur orða sinna, sem vonandi verður ekki. Svavar Gestsson benti á að ráðherrann hyggst fjármagna hækkun lána til þeirra sem geta enn byggt í fyrsta lagi með því að skera niður verkamannabústað- akefið og svíkja þannig fyrir- heitin gagnvart verkalýðshreyf- ingunni frá 1974. í öðru lagi með því að skerða svo kaup fólks að eftirspurn eftir húsnæðislánum hefur dregist stórlega saman. Svavar greindi í gær frá leyniáætl- un húsnæðismálastofnunar um útlán 1984 sem félags- málaráðherra hefur ekki þorað að sýna alþingi þrátt fyrir eftir- gangsmuni. Þar er gert ráð fyrir niðurskurði á öllum lánaflokkum frá fyrri áætlunum, einkum þó í svonefndum G-lánum, þ.e. út á eldra húsnæði. Fjármálaráðherra kvaðst ekki treysta sér til þess að lofa því að staðið yrði við áætlun húsnæðis- stofnunar nema skuldabréf seld- ust. Félagsmálaráðherra lofaði því hins vegar að staðið yrði við áætlunina. Forsætisráðherra sagðist taka undir með báðum! Nánar verður fjallað um láns- fjáráætlunina síðar: Hún er ekki eitt gat, heldur gatasigti, hvar sem litið er, sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.