Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Þriðjudagur 20. mars 1984 Alþýðubandalagið á Egilsstöðum: Góðir félagar - Hreppsmálaráð Fundur hjá Hreppsmálaráöi Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum verða sem hér segir fram á vor: Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál. Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og sameiningarmál. Fundirnir verða haldnir að Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30 stundvíslega. Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt skína. -Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Ný þriggja kvölda spilakeppni hefst í kvöld í kvöld hefst ný þriggja kvölda spilakeppni kl. 20 stundvíslega að Hverfisgötu 105. Veitt verða verðlaun fyrir hvert kvöld þannig að þeir sem ekki geta mætt öll kvöldin eiga endilega að drífa sig_ með líka. Guðrún Helgadóttir alþingismaður Guórún mætir í kaffinu og segir fréttir af þinginu. - Nefnd- Helgadóttir. in. Alþýðubandalagið á Akureyri og nágrenni: Kvennahópur Annar rabbfundur á Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, þriðjudag 20. mars kl. 20.30. Allar konur, sem áhuga hafa, velkomnar. Kaffiveiting- ar. - Undirbúningshópur. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn næstkomandi fimmtudag 22. mars kl. 20. 30 að Kirkju- vegi 7. Á dagskránni er m. a. inntaka nýrra félaga, fréttir af flokksstarfi og rætt um atvinnumál á Selfossi. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík: Fundur um nýtt leiðakerfi SVR Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til fundar um tiHögur að nýju leiöakerfi SVR fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Framsögu á fundinum hefur Baldvin Baldvinsson, verkfræðingur hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Fjölmennið! - BMR. Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur veröur haldinn miðvikudaginn 21. mars kl. 20.30 í Þinghól. Dagskrá: 1) Félagsmálastofnun Kópa- vogs- Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri hef- ur framsögu. 2) Önnur mál. Bæjarfulltrúar ABK og fulltrúar í félagsmálaráði mæta. Allir félagar í ABK og aðrir sem áhuga hafa á eru hvattir til að koma á fundinn. -Stjórn ABK. Bragi Guðbrandsson. Alþýðubandalag Ðorgarness og nágrennis Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 24. mars kl. 14.00 að Brákarbraut 3 í Borgarnesi. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Reikningar Röðuls. 3) Kosning ritstjórnar Röðuls. 4) Kosning hússtjórnar. 5) Lagabreytingar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Söfnum fyrir leikföngum Félagið okkar í Reykjavík er nú komið í nýja og glæsilega aðstöðu að Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félaganna hefur gert drauminn um gott húsnæöi að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja. En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldr- ar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í flokksmiðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og vel- unnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr l þessu. Allt verður vel þegið hvort sem það eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng. Ef þið lúrið á einhverju vinsamlegast látið Kristján Valdimarsson vita í síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017). Framlög verða sótt heim ef óskað er. Alþýðubandalagið í Reykjavík Greiðir félags- og flokksgjöld Alþýðubandalagið í Reykjavík minnir félagsmenn á að greiða 1. hluta félags- og flokksgjalds fyrir árið 1984. Gíróseðla má greiða i ollum bönkum og póstútibúum. Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 dagipn áður en þær eiga að birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Minning Hlynur Eggertsson F. 22.12. 1969 - D. 12.3. 1984 Nú er í garð gengin sú tíð að með hverjum degi rís sól hærra á himni og mildari vindar strjúka um vanga okkar. Við vörpum öndinni léttar, loksins ætlar þessum þunga vetri að linna. Það er svo dásamlegt þegar dagana lengir og dimman flýr í sjó. Gleðin fyllir hjörtu okkar og þau tifa eilítið hraðar og ímyndunarafl- ið svífur á þöndum vængjum um loftin blá. Við vitum að blessað vorið, sumarið og sólin eru á næstu grösum, það er sú árstíð sem allir þrá og unna og þá ekki síst lífsglað- ir unglingar uppfullir af áhuga á öllum undrum veraldar, jafn lif- andi sem dauðum. En einn er sá ástvinur okkar sem hvorki mun sjá sól vora rísa né heldur ganga til viðar öðru sinni. Það er okkar elskulegi frændi og vinur Hlynur Eggertsson sem í dag mun verða borinn til grafar. Þar með er einum sólargeislanum svipt burt úr lífi okkar hinna sem eftir stöndum harmi þrungin. Hlynur fæddist í Reykjavík 22. desember 1969 sonur Þórhildar Jónsdóttur og Guðbrands Jóns- sonar. Þórhildur bjó hjá foreldrum sínum á Birkimel 8 næstu fjögur árin. Ekki var að sökum að spyrja að allir tóku hinu mesta ástfóstri við drenginn og varð hann strax augasteinn allrar fjölskyldunar. Sumarið 1974 giftist Þórhildur Eggerti Ágúst Sverrissyni og var Hlynur kjörsonur hans upp frá því. Hafa þau nú búið á Álftanesi, Bessastaðahreppi síðastliðin fimm ár. Þau eignuðust tvær dætur. Stef- aníu sem nú er 9 ára og Þóru sem er 3ja ára. Frá upphafi var þeirra æðsta tak- mark að búa börnum sínum gott heimili enda er ávöxtur þess elju- starfs öllum ljós sem þekkja til í Mörk eins og húsið þeirra heitir. Hlynur heitinn var alla tíð sér- lega lífsglaður drengur og áhuga- málin óþrjótandi strax frá bernsku. Þá ætlaði kúturinn okkar sko aldeilis að verða flugmaður. Svo skjótt sem hann hafði getu til að raða saman Lego-kubbum þá urðu til flugvélar, fyrst smáar og frum- stæðar en urðu síðar að slíkum risa- vöxnum loftförum að alla sem til sáu rak í rogastans. Einnig var Hlynur hið mesta náttúrubarn. Það sjónvarpsefni sem honum var kærast voru dýra- lífsmyndirnar. Einnig átti hann góðar fræðibækur um hugarefni sín svo sem Alheimurinn og jörðin, Lífið á jörðinni og Þróun lífsins. Innihald þessara ritverka drakk hann í sig og því betur sem hann kynntist sköpunarverki náttúrunn- ar því meira þyrsti hann í enn meiri fróðleik. Oft var þá beðið með óþreyju eftir því að pabbi kæmi heim og laumaði nokkrum fróð- leiksmolum í þekkingarsjóð hins áhugasama unglings. Stundum ent- ust feðgum ekki kvöldin til að tæma umræðuskrána og í annan gang mátti pabbi biðjast vægðar þegar viskusjóðurinn var þurrau- sinn í það skiptið. Þegar gesti bar að garði í Mörk, var Hlynur óþreytandi við að upp- lýsa okkur fullorðna fólkið um öll þessi undur, um mikilleik náttúr- unnar og fádæma hæfni hinna ýmsu dýrategunda til að aðlaga sig að ólíkustu lífsskilyrðum en komast þó af. Þar var núttúruvalið og þró- un lífsins í hnotskurn. Og mikill var fögnuður drengsins á jólunum fyrir liðlega ári síðan þegar hann fékk óskagjöfina sína, þar var fiskabúr og nokkrir skrautfiskar fluttu inn á heimilið örfáum dögum síðar. Þeir áttu hug hans allan og víst er að fiskarnir nutu alveg sérstakrar at- hygli og umhyggju. Eins var hann fullur áhuga á öllum sjónvarpsþáttum sem fjöll- uðu um nýjustu tækni og vísindi. Svo kom að því að nú um síðustu jól að Hlynur eignaðist heimilis- tölvu og sat við skjáinn langtímum saman. Ekki lét hann þar við sitja heldur dreif sig í fölvunámskeið til að öðlast dýpri þekkingu og meiri skilning á þessu tækniundri. Einatt reyndi hann að upplýsa okkur um þann fróðleik sem hann öðlaðist og var þá tíðum mikið niðri fyrir enda frásagnargleðin alveg sérstök. Ungu barni má sjálfsagt líkja við óplægðan akur. Jarðvegurinn er undirbúin og síðan er sáð í akurinn. Alla tíð hafa þau Þórhildur og Egg- ert lagt mikinn metnað í sinn akur, það er að segja börnin. Oft eru börnum færðar góðar gjafir en stærsta gjöfin sem við getum gefið þeim er að ætla þeim tíma í dagsins önn og veita þeim þá hlýju og ör- yggi sem þau munu búa að alla tíð. Þau hjónin lögðu mesta rækt við þessa mannlegu þætti enda leynir ávöxturinn sér ekki þar sem börn þeirra eru. Hlynur var ákaflega heimakær og hændur að foreldrum sínum og flakkaði með þeim ásamt afa og ömmu um landið í sumarfrí- um. Þó voru ferðirnar til Englands og Hollands honum minnisstæðast- ar. Hlynur hafði hið mesta yndi af útiveru og stundaði skíði af brenn- andi áhuga. Sunnudaginn fyrir viku síðan ákváðum við hjónin að fara í dags- ferð með hópi góðra vina upp á Hellisheiði. Þegar við vorum að ferðbúast hringdi síminn þá var það Hlynur sem spurði hvort ekki stæði til að fara eitthvert út úr bæn- um á gönguskíði eða reyna nýja Honda þríhjólið. Ákvörðunin þurfti engar umhugsunar við og eftir smá stund var Hlynur mættur í Efstalandið. Á leiðinni er við ókum upp Sandskeiðið minntist Hlynur þeirra gömlu góðu daga þegar hann fór í fyrstu jeppaferð- ina með okkur stóru strákunum upp í Bláfjöll og þótti þessum unga ferðamanni það aldeilis stórkostleg upplifum. Þegar við komum upp fyrir Hveradali var staðar numið og við drógum fram skíðin, sleðana og vélhjólið og fórum vítt og breitt um hjarnið. Þegar leið á daginn létti til og sólin skein í heiði svo að öll urð-, um við hugfangin af fegurð lands- ins undir þessum hvíta feldi og eng- um duldist hvílíkur auður er fólg- inn í okkar köldu og hrjúfu en þó fögru og ósnortnu náttúru. Þessi kynngi orkaði alla tíð strekt á Hlyn og urðu fleyg orð hans er hann sagði eitt sinn: „Ef einhver ætlar í einhverja sveit ætla ég með“, en þá var hann bara tveggja ára kútur og stóð varla út úr hnefa. Þegar við komum aftur í bæinn skiluðum við Hlyn heim til afa og ömmu í Aðallandi og mikið sem hann var þakklátur og sæll þegar hann kvaddi okkur. I sorginni er það okkur létttir að geta minnst þessara gleðilegu samverustunda sem við áttum á Heiðinni þennan dag. Fyrir tæpu ári lést Jón Valur afi Hlyns. Alla tíð höfðu þeir verið hinir mestu mátar og trúnaðarvin- ir. Ósjaldan hjólaði Hlynur yfir í Hafnarfjörð og hjálpaði afa sínum daglangt á verkstæðinu. f haust lagði Hlynur leið sína í Kirkjugarð Hafnarfjarðar og gróðursetti nokkra lauka á leiði afa síns svo að þar mættu blómstra liljur með hækkandi sól á komandi vori. Þetta lýsti því best hvern hug Hlynur bar til afa síns, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og nú hafa for- lögin orðið þess valdandi að Hlyn- ur mun einnig hvíla undir blómun- um sínum við hliðina á afa. Nú eigum við þá ósk heitasta að Hlynur og Valur afi hafi aftur náð saman handan móðunnar miklu og að þeirra bíði framtíð iðandi af lífi í líkingu við veröld þá er völvan lýsti forðum: Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr œgi iða grœna. Falla fossar. Flýgur örn yfir sá er á fjalli fiska veiðir. Það er ofar skilningi okkar þegar æskan, sjálfur vaxtarsproti lífsins er svona sviplega kallaður brott úr þessari jarðvist en ef til vill má það vera huggun harmi gegn að trúa því að Hlyni okkar hafi verið ætlað annað enn verðugra verkefni á þeim framandi stað sem við mun- um öll hverfa til að leiðarlokum. Þó að kali heitur hver hýlji dali jökull ber. Steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. í hinsta sinn viljum við þakka Hlyn þær fjölmörgu góðu stundir sem við áttum saman. Megi Guð styrkja foreldra hans og systur, afa og ömmur og aðra ættingja og vini er syrgja hinn mæta svein. Kristín og Sigurgeir. Svart-hvít Ijósmyndaþjónusta sf. Auóbrekku 14,200 Kópavogi, RO.Box301,Sími 46919

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.