Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 11
Borgarstjóri: Msíii Oí wri’Þí'P-’*’ /►•'•Tí.’rvftóí j - n<w jij ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 15 Fleira brýnt en Fjalakötturinn í umræðu um Fjalaköttinn, Að- alstræti 8 í borgarstjórn sl. fímmtudag, minnti borgarstjóri á að mörg óleyst verkefni af sama toga biðu borgarinnar. Þeirra á meðal væri Aðalstræti 10, elsta hús borgarinnar, sem æskilegt væri að borgin eignaðist fyrir 1986 á 200 ára afmæli Reykjavíkur. Þá nefndi hann einnig Bjarnaborgina og Franska spítalann (Lindargötu- skólann eða Tónmenntaskólann) við Lindargötu. Svo sem skýrt hefur verið frá samþykkti borgarstjórn tillögu frá minnihlutanum um að þrír fulltrú- ar borgarstjórnar hæfu viðræður við menntamálaráðuneytið og áhugamenn um framtíð Fjalakatt- arins. Fyrir fundinum lá einnig bréf byggingnefndar þar sem spurt var um áhuga borgarinnar á endur- bygginu hússins. Svarið sem sam- þykkt var á fundinum var á þá leið að engar ákvarðanir hefðu verið teknar í þá átt. Borgin hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa og gera húsið upp en þar er talið kosta um 60 miljónir. Ennfremur að það standi Þjóðminjasafni nær að friða húsið. Loks er á það bent að kynnt hafa verið ný tillaga um skipulag Kvosarinnar þar sem gert sé ráð fyrir því að húsið standi. Ótímabœrt svar Minnihlutinn sat hjá við af- greiðslu þessa svarbréfs. í sam- eiginlegri bókun Alþýðubanda- lags, Kvennaframboðs, Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks segir að það sé ótímabært að svara bygg- ignanefnd á þennan máta. Ekki hafi verið kannað til þrauta hvaða möguleika borgin hafi til varð- veislu og endurbyggingar hússins. Tilboði Torfusamtakanna hafi ekki verið svarað og borgaryfirvöld hafi ekki rætt við þann hóp fólks sem lýst hefur sig reiðubúinn til sam- starfs um lausn málsins. Svarið sem liggi fyrir sé ekki annað en ávísun á niðurrif ef ekkert er að gert. Því vilji minnihlutinn ekki bera ábyrgð á. Búist er við að borgarráð skipi 2 borgarfulltrúa ásamt borgarstjóra í dag til fyrrnefndra viðræðna við ríkið og áhugamenn. - Nýr forstöðumaður Borgarskipulags: Ráðinn á ábyrgð meirihlutans Guðrún Jónsdóttir fékk samhljóða stuðning í nýtt skipulagsverkefni „Það er sárt til þess að vita ef konurnar í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið þátt í því að dæma Guð- rúnu Jónsdóttur úr leik sem for- stöðumann Borgarskipulags, því það er ávinningur í jafnréttisbar- áttu kvenna að halda í þær þrjár konur sem eru í forstöðu fyrir stofnanir borgarinnar“, sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgarf- ulltrúi Kvennaframboðs m. a. í borgarstjórn á fímmtudag. Þar var til afgreiðslu ráðning Guðrúnar í afmarkað deiliskipulagsverkefni í gamla bænum og ráðning Þorvald- ar S. Þorvaldssonar arkitekts sem forstöðumanns Borgarskipulags. Ingibjörg Sólrún vakti umræðu um þetta mál og sagði það annað og meira en borgarstjóri vildi vera láta. Hann viðurkenndi að Guðrún Jónsdóttir væri hæfur fagmaður með því að ráða hana í þetta viða- mikla og vandasama verkefni en hann vildi hana ekki sem forstöðu- mann Borgarskipulags. Sólrún taldi að „glæpur“ Guðrúnar Jóns- dóttur gagnvart borgarstjóra væri að taka fagleg sjónarmið fram yfir pólitíska leiðsögn hans. Því hefði henni verið bolað frá starfi sínu. Borgarstjóri teldi að allir þeir sem ekki fylgdu honum í einu og öllu hlytu að fylgja politískum andstæð- ingum hans. Því væri ekki til að dreifa. Borgarskipulag og Guðrún Jónsdóttir hefðu tekið faglega af- stöðu í Skúlagötumálinu og það væri borgarstjóra mun hættulegra en sjónarmið pólitískra andstæð- inga hans. Sólrún sagði að lokum að borgarstjóri hefði frá upphafi verið í stríði við Guðrúnu Jónsdótt- ur en vonandi fengi hún nú vinnu- frið fyrir honum í sínu nýja starfi. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að enginn hefði verið að dæma Guðrúnu Jónsdóttur úr leik. Hún hefði ákveðið að sækja um þetta ákveðna verkefni. Hún væri mjög góður starfsmaður sem hefði unnið vel í þágu borgarinnar og' starf hennar væri mikils metið. Það væri sérkennilegur málatilbúnaður að amast við því að borgarstjóri réði ekki þann mann í forstöðu- mannsembættið sem ekki hefði sótt um það! Þá taldi borgarstjóri að minnihlutinn styddi Guðrúnu ekki til þess verks sem hún tæki nú við og vildi ekki gefa henni atkvæði sitt í veganesti. Því fór hann fram á atkvæðagreiðslu um ráðningu hennar og nafnakall. Álfheiður Ingadóttir taldi þenn- an leikaraskap borgarstjóra með ólíkindum en endaþátturinn væri nokkuð absúrd. Minnihlutinn hefði á öllum stigum málsins lýst því yfir að hann treysti Guðrúnu Jónsdóttur til að leysa þetta vanda- sama verkefni, þó menn vildu held- ur sjá hana áfram sem forstöðu- mann Borgarskipulags. Minni- hlutinn hefði því ekki verið tilbú- inn til að greiða „lausn“ Sjálfstæð- isflokksins atkvæði sitt áður en Á næsta fundi sínum fjallar Æskulýðsráð Reykjavíkur um hinn svokallaða unglingataxta, sem ný- gerðir kjarasamningar gera ráð fyrir. Tilefnið er tillaga þar um frá fulltrúa Kvennaframboðs í ráðinu, Snjólaugar Stefánsdóttur. Þar er skorað á borgarstjórn að beita ekki þessu ákvæði við ráðningu ung- linga, 16-18 ára hjá borginni. Itillögunni segir að með nýgerð- um kjarasamingum hafi harkalega verið gengið á rétt unglinga, en í áratugi hafi vinnuframlag 16-18 ára verið metið til jafns við vin mlram- ljóst var hverjir sóttu um stöðu for- stöðumannsins. Nú lægi það hins vegar fyrir og því myndi minni- hlutinn að sjálfsögðu standa við fyrri yfirlýsingar og votta Guðrúnu Jónsdóttur traust með atkvæði sínu. Ráðning Guðrúnar var síðan samþykkt með 21 samhljóða at- kvæði en ráðning Þorvaldar S. Þor- valdssonar í embætti forstöðu- manns Borgarskipulags var sam- þykkt með 12 atkvæðum Sjálfstæð- ismanna. í bókunum minnihlutans kom fram að með hjásetu væri ekki verið að lýsa vantrausti á Þorvald. En eins og málatilbúnaður meiri- hlutans hefði verið hlyti hann einn að verða að bera ábyrgð á ráðningu hans. lag annarra vinnandi manna. Með þessari ákvörðun séu stigin skref aftur til áranna fyrir 1940 en þá hafi ^erið ákveðið að unglingar 16 ára og eldri yrðu fullgildir aðilar í þjóð- arframleiðslunni. Þá segir ennfremur að hætt sé við að þessi ákvörðun hafi ýmsar nei- kvæðar félagslegar afleiðingar og skerði möguleika unglinga til ábyrgðar og áhrifa og ýti undir þá tilhneigingu að gera unglinga að sérstökum afmörkuðum hóp í þjóðfélaginu. Bókaunnendur veröa nú að leita út fyrir Reykjavík til aö fá nýjar bækur á söfnum. Æskulýðsráð fjallar um unglingataxtann Portið í Fjalakettinum. Nýtt útibú Borgarbókasafnsins í svelti: Aukafj ár veiting í Gerðubergið? Nýjar bœkur fást vart á safninu Á fundi stjórnar Borgarbóka- safnsins í lok febrúar lagði Elísabet Halldórsdóttir fulltrúi starfsmanna fram tillögu um að sótt verði um aukafjárveitingu á þessu ári til að kaupa bækur í nýtt útibú Borgar- bókasafnsins við Gerðuberg. Til- lagan hlaut enga afgreiðslu á fund- inum og tók Adda Bára Sigfúsdóttir málið upp á fundi borgarstjórnar sl. fímmtudag. Adda rifjaði upp að stjórn Borg- arbókasafnsins væri ekki venjuleg nefnd sem héldi reglulega fundi og afgreiddi mál. Þvert á móti hefði borgarstjóri gefið þessari nefnd sérstök tilmæli um að halda nú ekki og marga fundi, og engin trygging væri fyrir því að tillaga starfsmanna fengi afgreiðslu í nefndinni þó hún héldi annan fund á árinu. Hún sagðist ekki geta sætt sig við að þessi þarfa tillaga starfsmanna fengi enga afgreiðslu og endurflutti því tillöguna í nafni Alþýðubanda- lagsins og lagði til að borgarráð fengi hana til skoðunar. Á þetta var fallist og fékk tillagan 21 at- kvæði. Á fundinum vakti Guðrún Steinþórsdóttir athygli á því að bókakostur safnsins hefði dregist verulega saman vegna þess fjár- sveltis sem safnið væri í. Fulltrúar minnihlutans í safnstjórninni, Kristín Ástgeirsdóttir og Arthúr Morthens hafa bent á að í fyrra jókst bókakosturinn aðeins um 2.800 eintök á móti 4000 eintökum 1982. Þau segja einnig að samdrátt- urinn verði enn meiri áþessu ári og þess séu dæmi að fólk leiti til ná- grannasveitarfélaganna til að fá nýjar bækur sem Borgarbóka- safnið geti ekki boðið uppá. Gerð- ur tók undir þessi orð og sagðist hafa sannreynt það sjálf, hversu erfitt væri að fá nýjar bækur hjá Borgarbókasafninu. Hér yrði að verða breyting á.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.