Þjóðviljinn - 28.03.1984, Síða 3
Miðvíkudagur 28. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Besta hljómsveitin í London, - sú besta í Englandi og jafnvel sú besta í heimi! Þannig hljóða dómar um
Fílharmóníuhljómsveit Lundúna, sem heimsækir okkur á Listahátíö 1.-17. júní.
Listahátíð hefst 1. júní:
Fílharmónían meS
100 manns frá London
Ashkenazy-feðgar leika einleik á píanó
„Það er tvímælalaust mesti feng-
urinn að fá hingað Fílharmóníu-
hljómsveit Lundúna og þá feðga
Vladimir og Stefan Ashkenazy, en
þeir munu báðir leika einleik á pí-
anó með hljómsveitinni, sem Vla-
dimir stjórnar“, sagði Guðbrandur
Gíslason, blaðafulltrúi Listahátíð-
ar, í gær. Listahátíð verður haldin í
8. sinn 1.-17. júní nk. og er dag-
skráin að taka á sig endanlega
mynd. Enn hefur þó ekki verið
tryggður poppari eða poppgrúppa,
eins og venja stendur til, en nafn
gömlu kempunnar Bobs Dylans
hefur heyrst í því sambandi.
Það þarf ekki að kynna píanóleik
Vladimirs Ashkenazys fyrir hljóm-
listarunnendum hér á landi, en það
eru ánægjuleg tíðindi að sonur
hans Stefan, sem alinn er upp hér á
landi, ætlar að feta í fótspor föðu-
rins og þykir nú með efnilegri ein-
leikurum. Fílharmóníuhljóm-
sveitin er 100 manna hljómsveit og
sagði Guðbrandur tónleika hennar
hér vera langdýrasta atriðið sem
Listahátíð býður uppá og jafnvel
það dýrasta sem hingað hefur kom-
ið á vegum hátíðarinnar. Þeir feð-
gar leika hins vegar ókeypis á hát-
íðinni auk þess sem Valdimir As-
hkenazy stjórnar hljómsveitinni.
Af öðrum stórum „númerum"
má nefna tónleika Christu Ludwig
og Erichs Werba, sýningu á verk-
um Copraistans Karels Appels,
yfirlitssýningu á verkum „Utlend-
ingahersveitarinnar“ sem í eru
kunnir íslenskir listamenn búsettir
erlendis og gestaleik frá Borgar-
leikhúsi Stokkhólms.
Listahátíð mun í þetta sinn eink-
um fást við áratugina frá 1964-1984
og kynna sérstaklega það sem gerst
hefur á því tímabili í íslenskri list-
sköpun. Flestir salir í bænum verða
undirlagðir auk þess sem farið
verður út á götur með ýmis atriði,
og meðal nýjunga má nefna kynn-
ingu á íslenskri Ijóðlist frá 1964,
sem Borgarbókasafnið stendur
fyrir.
Að kvöldi 17. júní rennur Lista-
hátíð síðan saman við 40 ára afmæli
íslenska lýðveldisins og þjóðhátíð
með allsherjar lokaballi í Laugar-
dalshöll. Og það sem nefnt hefur
verið hér að ofan er aðeins brota-
brot af því sem uppá verður boðið!
-ÁI.
Guðlaug Pétursdóttir samningamaður Sóknar:
Fólk er reitt
,JÉg tel það vera einsdæmi að Það hefur fjöldi fólks talað við
formaður Sóknar ráðist á samn- mig í dag og margir hafa hringt og
inganefnd síns eigins félags og sagtaðviðnjótumfullstraustsog
berjist gegn samninganefndinni samstöðu þeirra. Fólk hefur sýnt
þegar hún er að reyna að ná fram samstöðu með okkur“ sagði
kjarabótum fyrir sína félaga“ Guðlaug Pétursdóttir.
sagði Guðlaug Pétursdóttir Sem á Aðspurð um framhaldið sagði
sæti í samninganefnd Sóknar í hún að fólk sem hefði einungis
samtali við Þjóðviljann í gær. dagvinnulaun gæti ekki beðið
„Ég man ekki betur en að Að- lengur, það þyrfti að leiðrétta
alheiður Bjarnfreðsdóttir hafi kjörþesssemallrafyrstogtilþess
stungið uppá okkur sjálf og ég að svo gæti orðið yrðu nú allir að
hlýt að túlka það þannig að hún standa saman.
hafi þá borið fullt traust til okkar. - Raþ.
Nefndm var
r
kosin að tillögu
Aðalheiðar
„Nýja samninganefndin var
kosin að tillögu Aðalheiðar.
Bjarnfreðsdóttur eftir að
samningar ASÍ og VSÍ voru
felldir og í nefndinni eru þeir
sem Aðalheiður sjálf stakk
upp á“, sagði Óttarr Magni
Jóhannsson á félagsfundi
Sóknar sl. mánudagskvöld en
þar urðu líflegar umræður um
nýju samninganefndina.
Skoruðu nokkrar konur á
nefndina að segja af sér og
veita Aðalheiði samning-
aumboð í þeim samningavið-
ræðum sem nú standa yflr.
Samninganefndin og stjórn
Sóknar boðaði til fundarins til að
kynna drög að kröfugerð fyrir
samningaviðræðurnar sem fra-
mundan eru. Kom það fram á
fundinum að ekki voru allir sáttir
við að samningar ASÍ og .VSÍ
voru felldir hjá Sókn og kenndi
Aðalheiður þeim um sem felldu
samningana að nú hafi Sóknar-
fólk tapað 1699 krónum vegna
þess að samningamir voru felldir.
Harpa Sigfúsdóttir sem á sæti í
samnínganefndinni svarði því til
að slíkt kæmi ekki að sök enda
væri gert ráð fyrir því að samning-
ar yrðu afturvirkir eins og hjá
öðrum verkalýðsfélögum. Vegna
áskorana um að samninganefn-
din segði af sér sagði Óttarr
Magni að þær væru ekki svara-
verðar og bætti við að „samning-
anefndin hafi verið þeirrar skoð-
unar að Aðalheiður ætti fullt er-
indi í samninganefnd Sóknar
enda formaður félagsins“.
Það vakti athygli að Aðalheið-
ur Bjarnfreðsdóttir vildi ekki
taka sæti í samninganefndinni en
hún sagði á fundinum að það
væru erfiðar samningaviðræður
framundan. Hún óskaði sámn-
inganefndinni gæfu og góðs
gengis en vildi ekki taka sæti í
nefndinni að svo stöddu.
í lok fundarins var gengið frá
kröfugerð samninganefndarinn-
ar og fjölgað í baknefnd. Samn-
inganefndin verður óbjreytt og
hefur hún áfram samningsumboð
fyrir sitt félag.
RAÞ.
Þorsteinn ræðst á VR
Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að stefna
VR leiði til sömu sósialiseringar og í Rússlandi“
í umræðum um skattamál
fyrirtækja á Alþingi í fyrra-
kvöld lýsti Þorsteinn Pálson for-
maður Sjálfstæðisflokksins alg-
erri andstöðu við þá stefnu
Verslunarmannafélags Reykja-
víkur að verkalýðsfélögin
eignuðust hlut í þeim fyrir-
tækjum sem félagsmenn störf-
uðu hjá. Sagði formaður Sjálf-
stæðisflokksins að slík skipan
myndi leiða til sams konar sósi-
aliseringar og í Rússlandi. „Eg
tel það ekki vera hlutverk
verkalýðsfélaga, hvorki með
frjálsum hætti né lögþvingaðri
kerfísbreytingu, að kaupa
hlutabréf í atvinnufyrirtækjum
og það á auðvitað við um Versl-
unarmannafélag Reykjavíkur
eins og önnur verkalýðsfélög“,
sagði Þorsteinn Pálsson.
í umræðunum vakti Ólafur
Ragnar Grímsson athygli á því að
þessi árás Þorsteins Pálssonar á VR
sýndi þá harðlínu hægristefnu og
ofstæki sem nú réði ríkjum í
Sjálfstæðisflokknum. Sú stefna
sem Þorsteinn líkti nú við ástandið
í Rússlandi væri aðalstolt Guð-
mundar H. Garðarssonar, Björns
Þórhallssonar og Magnúsar L.
Sveinssonar í stjórnartíð þeirra í
VR. Þessir forystumenn
Sjálfstæðisflokksins yrðu sjálfsagt
forundrandi á þessari fordæmingu
formannsins. Þorsteinn kom þá
aftur í ræðustól og endurtók and-
stöðu sína. Stefna VR þjónaði ein-
göngu því að greiða götu breyting-
um sem leiddu á endanum til svip-
aðrar niðurstöðu og í Sovétríkjun-
um.
óg.
„Ekkert hræddur“
,JVJín grundvallarskoðun er
sú að mönnum eigi að vera
frjálst með hverjum hætti þeir
geta tekið þátt í atvinnufyrir-
tækjum. Ég hef mína skoðun á
þessu máli en það er greinilegt
að Þorsteinn Pálsson er á ann-
arri skoðun“, sagði Guð-
mundur H. Garðarsson þegar
Þjóðviljinn hafði samband við
hann í gær út af ummælum for-
manns Sjálfstæðisflokksins á
þingi í fyrrakvöld um hlutdeild
verkalýðsfélaga í fyrirtækjum.
Guðmundur sagðist ekki
hafa verið á þingi í fyrrakvöld
vegna aðalfundar VR þar sem
hann lagði fram reikninga Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna, og
vissi hann ekki um þessar um-
ræður þegar við töluðum við
hann.
„Ég er þeirrar skoðunar að
íslendingar eigi að hafa sömu
eða svipaða möguleika til þátt-
töku í uppbyggingu atvinnulífs-
ins sérstaklega á sviði stórfram-
kvæmda með svipuðum hætti
og á sér stað í Vestur-
Þýskalandi. Ég fer ekki dult
með það að ég hef mínar fyrir-
myndir þaðan en ekki frá Sví-
þjóð. Ég er ekkert hræddur um
að þetta fyrirkomulag leiði til
sósialiseringar eins og í Rúss-
landi“. -jp.
Er á annarri
skoðun en
Þorsteinn
Pálsson, segir
Guðmundur
H. Garðarsson
Bæjarstjórinn í
Angmagsalik
Góður gestur
frá Grænlandi
Ole Mathiessen bæjarstjóri í
i Angmagssalik er staddur á Islandi
um þessar mundir.
Ole Mathiessen mun leita sam-
ráðs við íslendinga um ýmis verk-
efni sem snerta samskipti þjóð-
anna. Á döfinni er að knattspyrn-
ufélag frá Grænlandi sæki Island
í heim og er áhugi á slíkum sam-
j skiptum í ríkari mæli en hingað til.
Þá mun bæjarstjórinn kanna
möguleika á menntunartækifærum
og atvinnutækifærum Grænlend-
inga hér á landi t.d. á sviði fisk-
iðnaðar. Þá mun Ole einnig kanna
hvort áhugi sé fyrir austur-
grænlenskum heimilisiðnaði hér á
landi og ýmislegt fleira.