Þjóðviljinn - 28.03.1984, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓjPyiLJINN' MiSvikudagur 28. mars 1984
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Breytingar
á bankakerfinu
Alþýðubandalagið hefur í mörg ár barist fyrir
breytingum á bankakerfinu. í ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen var hvað eftir annað knúið á um að Tómas
Árnason viðskiptaráðherra beitti sér fyrir verulegri
uppstokkun á bankakerfinu. Framsóknarflokkurinn
hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á endurbótum á
þessu sviði. Þrýstingur Alþýðubandalagsins bar því
ekki árangur.
Umræðan um endurskoðun bankakerfisins hafði þó í
för með sér að skipuð var nefnd fyrir röskum tveimur
árum. Þótt starf hennar hafi tekið langan tíma sýna
tillögurnar sem kynntar voru fyrir helgina að loksins
hafa opnast leiðir til breytinga. í tillögum bankamála-
nefndar er að finna mörg þeirra efnisatriða sem Al-
þýðubandalagið hefur sett á oddinn.
Bankamálanefnd leggur til að viðskiptaráðherra hafi
nú þegar forgöngu um tæknilega útfærslu á sameiningu
og fækkun ríkisviðskiptabankanna. Nefndin telur
nauðsynlegt að stemma stigu við fjölgun bankaútibúa
með því að banna að fasteignir viðskipabankanna nemi
meiru að verðmæti en 65% af eigin fé bankanna. Jafn-
framt eru settar fram tillögur um að afnema æviráðn-
ingu bankastjóra Seðlabankans og ríkisviðskiptabank-
anna og þrengja mjög verulega heimildir bankastjóra
til að gegna öðrum störfum. Nefndin leggur einnig til að
Seðlabankinn greiði því sem næst 50% af hreinum arði í
ríkissjóð.
Allt eru þetta tillögur sem Alþýðubandalagið hefur
barist fyrir á undanförnum árum. Ber að fagna því að í
bankamálanefndinni hefur náðst samstaða um að
styðja þessi stefnuatriði.
í tillögum nefndarinnar eru einnig ýmsar aðrar hug-
myndir sem eru athyglisverðar þótt þær þurfi nánari
skoðunar við. Má þar nefna ákvæði um að takmarka
viðskipti Seðlabankans við peningastofnanir og breyta
skipulagi á endurkaupum afurðalána. Einföldun á
lögum um ríkisviðskiptabanka og hlutafélagabanka
með því að samræma starfsheimildir og fella lögin sam-
an í einn lagabálk yrði til bóta og einnig kemur til greina
að breyta vaxtakerfinu á þann veg sem lagt er til í
tillögum nefndarinnar.
í tilkynningu um niðurstöður nefndarinnar kemur
fram að reifuð er sú hugmynd að heimila erlendum
bönkum að setja á stofn hér á landi umboðsskrifstofur.
Ekki kemur fram í frásögninni hvert verksvið þessara
erlendu umboðsskrifstofa á að vera, en í slíkri skipan
geta falist margvíslegar hættur.
Þegar á heildina er litið er ljóst að niðurstöður bank-
amálanefndar skapa góðan grundvöll fyrir raunhæfar
umræður um nýskipan í bankakerfi landsins.
Miklar raunir
Magnúsar
Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ reynir í
viðtali við DV í fyrradag að breiða yfir þá háðulegu
útreið sem hann fékk í samningunum við Dagsbrún.
Fyrst neitaði Magnús algerlega að ræða við Dagsbrún.
Síðan sagðist hann svo sem getað talað við fulltrúa
félagsins en það yrðu engar formlegar viðræður. Þar á
eftir kom yfirlýsing um að Dagsbrún fengi alls ekki
meira en ASÍ. Öll þessi stóryrði gerði Dagsbrún að
engu.
I viðtalinu við DV klórar Magnús Gunnarsson í
bakkann og segir að sömu dagsetningar og sömu pró-
sentur séu í Dagsbrúnarsamningunum og í ASI/VSI
samkomulaginu. Hann gleymir alveg að geta um öll
sérákvæðin og stórfelldar hækkanir einstakra starfs-
hópa. Konurnar í Mjólkurstöðinni sem fengu mikla
hækkun ættu að bjóða Magnúsi í hressingarkaffi.
klippt
í skólanum læra stelpurnar að
bíða, - þar læra þær að þegja!
Þetta mátti m.a. lesa út úr könn-
un sem Kristjana Bergsdóttir
kennari og fleiri framkvæmdu ný-
lega í nokkrum skólum borgar-
innar. Könnunin, sem vissulega
var ekki hávísindaleg, staðfesti
kenningar um að strákarnir í
skólanum fá miklu meiri athygli
og miklu meiri hvatningu en
stelpurnar. Þegar kennararnir
hlustuðu á segulbandsupptökur
af heilli kennslustund kom í ljós
að 60% af samskiptum þeirra við
nemendur voru við stráka, rúmur
þriðjungur við stelpur, afgangur-
inn var við bæði kynin í einu.
Skýringin: Jú, - strákarnir eru
fyrirferðarmeiri og krefjast meiri
athygli. Stelpurnar eru rólegri,
þær geta beðið.
Afleiðingin er svo aftur sú sem
allir þekkja. Þó mun fleiri stelpur
séu yfir meðaltalseinkunn á ung-
lingsárunum en strákar, þá eru
það strákarnir sem fara í fram-
haldsnám en ekki þær.
Hér er breytinga þörf, um það
eru væntanlega allir sammála og
um síðustu helgi gekkst
Jafnréttisráð einmitt fyrir ráð-
stefnu undir yfirskriftinni „Stelp-
urnar og strákarnir í skólanum".
Þar voru flutt fróðleg erindi og
settar fram hugmyndir um hvern-
ig að breytingunum ætti að
standa: hvernig hvetja ætti stelp-
urnar til að mennta sig og kannski
ekki síður til þess að nota
menntunina.
Kennaraháskóli
Flestir eru þeirrar skoðunar að
umsköpunin verði að byrja í
skólastofunni hjá yngstu árgöng-
unum. í Noregi hyggjast konur
hins vegar fara aðra leið, því í Ny
tid lesum við að í haust verði opn-
aður í Löten fyrsti Kvennahá-
skólinn! Þegar hefur fjöldi
kvenna frá mörgum löndum boð-
ið sig fram til kennslustarfa og
fyrsta kastið verður svefnpláss
fyrir 20 konur í háskólanum sem
er reyndar gömul sjúkrahúsbygg-
Ny tid greina þær Berit Ás,
þingmaður SV sem á sæti í stjórn
skólans, og Dari Brock Due arki-
tekt frá þessu framtaki sem vissu-
lega verður vert að fylgjast með.
Kvennaháskólann á að byggja
á forsendum kvenna og miðast
við þeirra þarfir, segja þær.
Markmiðið er að byggja upp fag-
legt sjálfstraust kvennanna en
staðreynd er, að konur þurfa að
standa sig mun betur en karlar til
þess að litið sé á þau sem jafning-
ja. Þær telja einkum mikilvægt að
kenna konunum stærðfræði og
aðrar tæknigreinar: Sjálfsöryggi
kvenna á þessum sviðum er
. skipulega brotið niður í skóla-
Velkomnar í Kvennaháskólann!
Berit As og Karl Brock Due í and-
dyrinu.
kerfinu, þó konur ráði engu að
síður við þau en karlar ef þær
bara treysta sjálfum sér til að gera
það!
Þær fullyrða einnig að konur
leysi hlutina eða vandamálin á
annan hátt en karlar og það sé
litið hornauga í háskólum og öðr-
um fagskólum. í kvennaháskól-
anum á hins vegar að reyna
hversu þeirra lausnir duga. Og
enn eitt hyggjast þær gera: Á síð-
asta áratug hefur verið gerður
fjöldinn allur af rannsóknum á
stöðu kvenna. Þessu efni hyggst
Kvennaháskólinn safna saman,
gefa út í aðgengilegu formi og
veita upplýsingunum sem í því
felst til kvennanna aftur.
Enga karla
Löten-háskólinn á að verða lif-
andi menningarmiðstöð fyrir
konur úr ólíkum áttum, með ólík-
ar óskir og væntingar. En hvað
með karlana? Á að hleypa þeim
að? Við viljum gjarnan hafa karla
með í sumum kúrsum, segir Berit
Ás, en við viljum ekki gefa þeim
ótakmarkaðan aðgang. Reynslan
sýnir að þeir munu eftir nokkurn
tíma taka við stjórnartaumunum.
Friðarhreyfing kvenna í Dan-
mörku vísaði t.d. körlum frá og
benti þeim á að stofna sína eigin
Friðarhreyfingu karla, sem hefði
verið einsdæmi í veröldinni. En
áhuginn fyrir málstaðnum dugði
ekki svo langt. Þeir vildu einungis
stjórna því sem konurnar ætluðu
sér að gera!
Kvennaháskólar
Það er sem sagt af sem áður
var, þegar jafnréttissinnar og
rauðsokkar voru að berjast gegn
kyngreindum skólum, eða hver
man ekki slaginn við Kvenna-
skólann við Fríkirkjuveg sem
gera átti að Kvennamenntaskóla
um árið? Er það virkilega eina
leiðin til að konur fái notið sín að
halda þeim frá öllu samneyti við
karla í félagslífi, stjórnmálalífi
jafnt og í skólastofunni? Það er
von að slíkar spurningar vakni
þegar í ljós kemur að jafnvel 7 ára
pollar yfirskyggja heilu kennslu-
stundirnar í krafti þess eins að
vera karlkyns! Ef skólar fyrir
bæði kynin byggjast aðeins á for-
sendum karla og karlveldisins
væri þá ekki nær að breyta ein-
mitt því í stað þess að stefna í
gamla farið: sérskóla fyrir konur
og sérskóla fyrir karla, - jafnvel
þótt kvennaskólarnir byggist á
forsendum kvenna? _ ÁI.
og skorið
'Halldór Blöndal
bítur frá sér
Eins og kunnugt er hefur Hall-
dóri Blöndal alþingismanni
gengið báglega að skipa sér ör-
uggan sess á framboðslistum
íhaldsins í Norðurlandi eystra við
undanfarnar kosningar. Eftir
margar hryðjur ágreinings og
olnbogaskota hefur honum þó
lukkast að halda sér inná þinginu,
enda hefur Jón Sólnes dregið sig í
hlé í stríðinu við þennan fulltrúa
flokkseigendafélagsins í Reykja-
vík.
Aðferðir Halldórs Blöndals
við flokksbræðurna hafa þótt
einkar séntilmannslegar - en
meður því að Lárus Jónsson er nú
orðinn bankastjóri hefur Blöndal
færst uppávið á lista og situr því í
öruggu skjóli, að maður skyldi
ætla. Hins vegar bregður svo við
að í íslendingi birtast undarleg
skrif um keppinautana í kjör-
dæminu sem bera með sér skap-
höfn höfundarins, H. Blöndals.
í síðasta íslendingi skrifar
þannig heiðursmaðurinn undir
dulnefninu Norðangarri eina
ruddafengnustu grein sem sést
hefur um árabil. Sú ber heitið
„Kjútípæið frá Húsavík“ - og
þekkjast karlrembukomplexar
höfundarins býsna vel af orða-
laginu. Dæmi: „Norðangarri
fékk það á tilfinninguna einsog
raunar fleiri, að það væri einsog
hvert annað slys að hún lenti í
framboði". „Kjútípæið fór á þing
Sameinuðu þjóðanna" og þar
fram eftir línum eru lítilsvirðing-
arskrif höfundar um samþing-
manninn Kolbrúnu Jónsdóttur.
„Segi menn svo að vitsmuna-
smjörið drjúpi ekki af hverju
strái í sölum alþingis“, segir höf-
undur í lok greinar sinnar. Hafi
höfundur ætlað að bíta frá sér
keppinaut um þingsæti er ekki ó-
líkiegt að hann hafi hitt kjósend-
ur í kjördæminu fyrir.
-ekh.