Þjóðviljinn - 28.03.1984, Qupperneq 9
Miðvikudagur 28. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Guðrún Helgadóttir: Umgengni okk- Halldór Blöndal: Fulltrúi Khomeinis
ar við jörðina ógna henni nú. með guðsorð á tungunni.
Árni Johnsen: Efviðgetumtalaðum Jón Baldvin Hannibalsson: Skólinn Eiður Guðnason: Flutnings-
illt sæði, þá er það drekasæði er ekki rétti vettvangurinn fyrir mönnum láðistaðtryggjasérstuðn-
kommúnismans. þessa umræðu. ing Morgunblaðsins.
öll. Við verðum að læra að hugsa á
annan veg, hvert eitt og einasta
okkar. Vísindi og siðferðileg
ábyrgð verða ekki lengur aðskilin.
Vísindamaður nútímans er ekki
lengur að finna upp ljósaperu eða
dyrabjöllu, heldur drápstæki sem
geta margsinnis grandað okkur
öllum á örfáum augnablikum.
Kristin siðfræði er komin í sömu
blindgötu, boðskapur Jesú Krists
og æ skelfilegri framleiðsla kjarn-
orkupvopna geta ekki farið saman.
Kirkjan getur ekki horft aðgerðar-
laus á ógnvekjandi ákvarðanir
stjórnmálamanna um allan heim
og læknar geta ekki lengur horft
aðgerðarlausir á undirbúning
mannanna um gereyðingu mann-
kynsins á meðan þeir leggja nótt
við dag til að bjarga einu og einu
mannslífi. Ekkert eitt starfssvið
getur lengur verið úr samhengi við
önnur. Öll mannanna verk verða
að miðast við framhald lífsins á
jörðinni, við betri jörð en við
tókum við; sá boðskapur, að við
eigum að margfaldast og uppfylla
jörðina er enn í fullu gildi. Um-
gengni okkar við jörðina ógnar
henni nú. Þetta er stjórnmála-
mönnum smám saman að verða
ljóst og þeir eru þegar tilbúnir til að
ræða um þau mál.“
Ekki þvarg um
hernaðarbandalög
Guðrún Helgadóttir minnti á að
stjórnmálamenn bæru mikla
ábyrgð á ákvörðunum í vígbúnað-
armálum. Hlutirnir gerðust ekki,
heldur væru þeir gerðir. Þess vegna
þyrftu stjórnmálamenn að setja
friðarpólitík ofar öllum öðrum
sjónarmiðum. Síðar í ræðunni vék
Guðrún með beinum hætti að
friðarfræðslunni:
„Börnin okkar trúa ekki lengur á
það uppeldi, sem við höfum boðið
þeim, hvers kyns tvíhyggju, skin-
helgi og hræsni, þau vita betur. Og
ég er ekki í nokkrum vafa um að
orsök óhamingju þeirra milljóna
unglinga um allan heim, sem eygja
ekki neina framtíðarvon, er fólgin í
því að þeir trúa ekki á stjórnmála-
menn, kirkjunnar menn, og ekki
einu sinni á foreldra sína. Þessu
verðum við að breyta. Og þessu
verðum við að byrja að breyta
undir eins og við fáum börnin okk-
ar í hendur. Þess vegna er þessi
tillaga, sem hér liggur fyrir, stór-
merkileg og ég treysti því nú, og
satt að segja efast ekki um, að hún
verður að sjálfsögðu samþykkt. Ég
held að líf okkar sé beinlínis undir
því komið.
Nú situr að störfum nefnd, sem á
að gera fyrstu drög að námsskrá
fyrir dagheimili og ég vil leyfa mér
að minna á, að eðlilegt er og sjálf-
sagt að friðarfræðsla verði einn
meginþátturinn í þeirri námsskrá.
Ég vil vara þingmenn þjóðar, sem
ekki ber vopn og vill ekki bera
vopn, og er hvenær sem er tilbúin
til þess að leggja allt að mörkum,
sem hún getur til að bjarga einu
mannslífi, ég vil vara þá við að
missa þessa umræðu ekki niður í
þvarg um hernaðarbandalög
heimsins. Það er ekki sæmandi.
Uppalendur og kennarar þessarar
þjóðar eru fullvel færir um að út-
búa námsefni íþessum tilgangi. Ég
hef séð bæði erlendis og hérlendis
þröngsýna, fávísa stjórnmálamenn
rísa upp og fara að tala um að öll
sjónarmið verði að komast til skila,
þegar friðarfræðslu ber á góma.
Sjónarmið NATÓ, sjónarmið Var-
sjárbandalagsins, sjónarmið allra
bandalaga og viðhorfa þar á milli.
Þetta kemur málinu ekkert við,
hernaðarbandalög munu aldrei
leysa nokkurt mál nema með skelf-
ingu og ógnvekjandi afleiðingum.
Ég held að heimurinn hljóti að
verða að horfast í augu við að við
leysum engin vandamál með
manndrápum, við höfum aldrei
gert það og munum aldrei gera
það.“
Afdrif góðra
kenninga
Halldór Blöndal fjallaði nokkuð
um skil kenninga og raunveruleika
í sinni ræðu. Hann kvartaði yfir því
að ekki skyldi vera drepið á
kennslu í kristindómi í friðar-
fræðslutillögunni, en sú kenning
hefði mikið gert fyrir frið í veröld-
inni, þó að viðurkennast yrði um
leið að margir verstu glæpir
mannkynssögunnar hafi verið
drýgðir í skjóli hénnar. Það sýndi
hversu auðvelt það sé fyrir óprútt-
na valdhafa að færa sér í nyt fagrar
kenningar til þess að koma óhæfu-
verkum fram og efla stuðning við
þau. Hann rifjaði upp reynslu sína
af því að sitj a undir því á þingi Sam-
einuðu þjóðanna að fulltrúi Khom-
einis hafi verið með guðsorð á
tungunni í hverri ræðu og flutt dýr-
ari óð til friðar og mannkasrleika en
nokkur annar á þinginu. Á þinginu
hefðu verið samþykktar 79 tillögur
um frið og ekki hafi einn einasti
maður tekið til máls án þess að taka
það fram að æðsta boðorð síns
lands væri að stuðla að friði á jörð.
Síðan fór Halldór yfir ástand
heimsmála, sem bæri ekki þessum
friðarvilja fagurt vitni: Afghanist-
an, stríðið milli íraka og írana
o.s.frv.
Á að tala um NATO?
Halldór hafði miklar efasemdir
uppi um að friðarfræðsla hentaði
ungum börnum: „Hér er verið að
ræða um viðsjár í heiminum. Þetta
er auðvitað mjög flókið mál og
fæstir sem eru þar mjög vitandi, en
á hinn bóginn liggur fyrir, að skoð-
anir manna eru mjög skiptar á að-
alatriðum, í fyrsta lagi hvernig við
getum unnið að öryggi fyrir okkar
litlu þjóð, sem hlýtur að standa
okkur næst og í öðru lagi hvernig
okkur megi takast að stuðla að friði
annars staðar í veröldinni.“
í framhaldi af því spurðist hann
fyrir um það hvort að mati flutn-
ingsmanna væri rétt að skýra frá
tilgangi Atlantshafsbandalagsins í
skólum og hve snemma. Þá varaði
hann við því að leggja stórveldin að
jöfnu og minnti á að í austantjalds-
ríkjunum væri það talin ógnun við
friðinn ef alþýða manna þar vildi
færa sér í nyt sömu mannréttindi og
íslendingum þykja sjálfsögð, eins
og mál- og ritfrelsi. „í því felst í
rauninni fyrsta uppgjöf friðar-
fræðslunnar þegar hún segir það í
sinni skilgreiningu að ekki megi
reyna að hafa áhrif á það að breyta
þjóðfélagsgerð einstakra landa...“
„Ég leyfi mér að fullyrða það, að
enginn frjáls maður geti í sjálfu sér
verið hlutlaus gagnvart þeirri
óhamingju sem er að gerast nú í
þeim löndum, sem ég drap á
áðan.“
Dœmi af
Seltjarnarnesi
Undir lok ræðu sinnar sagði
Halldór:
„Ég held að það væri erfitt að
kenna börnum það réttlæti, að einn
megi svo á annan ganga, að sá sem
eigi undir högg að sækja megi ekki
snúast til varnar, a.m.k. gera fyrir-
byggjandi aðgerðir til þess að
koma í veg fyrir að slík átök gætu
Glefsur
úr
umræðum
á
Alþingi
átt sér stað. Ég veit ekki hvort frið-
aruppeldi sé meira í barnaskólan-
um á Seltjarnarnesi en annarsstað-
ar, en meirihluti bæjarstjórnar þar
bendir vissulega til þess að börnum
þar séu innprentaðir hollir siðir og
virðing hver fyrir öðrum. Þar kom
upp óleysanleg deila um það hvaða
börn mættu nota knattspyrnuvöll-
inn í frímínútum. Og þau 10 ára
fóru auðvitað halloka í hvert skipti
sem knattspyrna var leikin, því að
þau sem voru 11 og 12 ára beinlínis
ráku þau af vellinum, svo að þau
fóru nú á fund síns kennara og
skólastjóra og náðu þeim samning-
um, að 10 ára börnin hefðu rétt á
vellinum einn dag í viku. Og þetta
var haldið. Þeir snerust þarna til
varnar á réttan hátt, fóru til þess
sem valdið hafði og náðu sínu
fram. Ég geri líka ráð fyrir því að
við séum sammála um það að
þjóðfélag, stórt eða smátt, sem við
það byggi að enginn héldi uppi
lögum og reglu mundi ekki lengi
standa, ég held það sé ljóst. Eg
held þess vegna og styðst líka við
söguna, að mikil menningarríki
hafi af þeim sökum hrunið að ná-
grannarnir vígbjuggust, en þessi
ríki ekki og hrundu því til grunna.
Ég held, að mannkynssagan kenni
okkur einnig, að það sé nauðsyn-
legt hverri þjóð að huga vel að sínu
öryggi.
Gleymdist
Jesús Kristur?
Arna Johnsen fannst undarlegt
að hlusta á ræðu Guðrúnar Agn-
arsdóttur með tilvitnunum í ýmsa
hugsuði úr tímanna rás, „án þess að
minnast einu orði á þann sem kall-
aður hefur verið friðarhöfðingi,
Jesú Krist. Hann sem við byggjum
okkar siðfræði á. Friðarfræðsla
sem er kynnt án orðsins sem Bib-
lían er grundvölluð á er ekki
traustvekjandi. Tilfinningin segir
manni að þar sé á ferðinni tískutild-
ur rótleysis og ótta.“
Nokkrar setningar úr ræðu Árna
ættu að gefa lesendum tóninn um
meginstef hennar:
„Hvað eru menn að tala um nýja
friðarfræðslu hjá börnum þessa
lands? Á að fara að kenna 4 eða 5,
6,7 ára börnum á dagheimilum og í
skólum harðvítuga pólitík hvers-
dagslífsins í alþjóðamálum? Eigum
við von á eftirfarandi auglýsingu í
fjölmiðlum: „Á morgun kl. 2 hefst
ráðstefna fyrir 4-6 ára börn. Fjallað
verður um Equador, Afghanistan
og Suöur-Afríku.“.“
„Við þurfum vissulega festu og
skilning. Við þurfum að auka sam-
úð manna á meðal en við skulum
fara okkur hægt í að dansa eftir
þeim takti sem Treholtar heimsins
kunna að búa á bak við. Ógn kjarn-
orkunnar er vissulega mikil ef
henni er misbeitt. En við skulum
gæta þess að fylla mannlífið ekki af
ótta. Við skulum halda áttum án
þess að ætla að frelsa heiminn í
einni kokgleypu.“
Drekasœði
kommúnismans
„Við erum sammála um það að
efla frið, berjast gegn óttanum, en
við skulum ekki ganga það langt að
ófriður kvikni af friðarhjali. Og ég
bið um frið fyrir yngstu borgara
þessa lands, frið frá ógn og skelf-
ingu sem víða blasir við. Eg mót-
mæli því að börnum sé blandað inn
í óttann við kjarnorkusprengj-
una...“ Guðrún Agnarsdóttir drap
á það í sinni ræðu að gróðasjónar-
mið einstaklinga, fyrirtækjasam-
steypa og ríkja kynnu að bera í sér
sæði hörmungar og útrýmingar. Af
þessu tilefni sagði Árni m.a.:
„Ég vil gera greinarmun á
hlutum, greinarmun á skoðunum
þótt ég virði allt sem heitir fólk. Ég
vil t.d. gera þann greinarmun á að
það sé mikill munur á því lýðræði
sem við búum við og þeim komm-
únisma sem smýgur eins og pest inn
í hverja þá þjóðarsál, sem sýnir
veikleika í stöðu og stefnu. Því ef
við getum talað um illt sæði, þá er
það drekasæði kommúnismans."
Erfitt að vera
friðarsinni
Jón Baldvin Hannibalsson
kvaðst að svo stöddu vera andvígur
tillögu um friðarfræðslu í skólum.
Ekki af því að hann efaðist um ein-
lægan friðarhug sem byggi að baki
heldur vegna þess að hann teldi
það ekki rétt hlutverk skóla að
annast slíka kennslu. „Það er erfitt
að vera friðarsinni í þessum heimi.
Ég spyr sjálfan mig og hef oft spurt
í svipuðum tilfellum. Á þeirri
stundu þegar búið væri að leiða
karl föður minn til aftöku, myrða
móður mína, misþyrma börnum
mínum af svo hrikalegu valdi, væri
ég þá líklegur til þess að leggjast á
bæn og biðja um frið gagnvart
kvölurum mínum og kúgurum eða
væru þau viðbrögð líklegri að ég
leitaði upp þann stað sem ég gæti
komið mér upp vopnum til þess að
gera upp sakir við þetta ómennska
kúgunarkerfi? Ég er ansi hræddur
um það, að siðferðilegt ágæti mitt
sé ekki meira en þetta, að ég mundi
fara þá leið, þegar ég stend frammi
fyrir svo miskunnarlausu ofbeldi,
að gjalda líku líkt.“
Þessi ummæli viðhafði Jón er
hann hafði lýst ástandi mála í E1
Salvador. Fjallaði hann síðan í
löngu máli um kúgun og alræði í
Sovétríkjunum, Afghanistan,
Austur-Évrópuríkjum, Þýskalandi
nasismans og alræðisríkjum þriðja
heimsins. Hann spurði þeirra
spurninga hvort friðsamlegar leiðir
dygðu til þess að brjóta af sér of-
beldi. Hvernig áttu menn að bregð-
ast við Hitler? Orwell vísaði því á
bug að aðferðir Gandhis hefðu
dugað gegn nasismanum.
Flóknustu við-
fangsefni samtímans
Jón Baldvin taldi ekki vera til
neina einhlíta skýringu á orsökum
ófriðarátaka né ofbeldis. Ef þær
væru til hlytu menn að vera komnir
nær því að uppgötva þær á þessari
mestu og glórulausustu ofbeldisöld
sem nokkurn tíma hefur yfir
mannkynið runnið.
Hann kvað tillöguna gera ráð
fyrir að ræddar yrðu í skólum á
öllum stigum einhver flóknustu
viðfangsefni í líffræði, sálarfræði,
félagsfræði, mannfræði, hagfræði,
stjórnmálafræði, afstöðuna til al-
ræðis og lýðræðis og ótal annarra
þátta, eins og hugmyndakerfa. Að
fara fram á það að kenna grund-
Vallaratriði alþjóðastjórnmála í
skólum væri að fara fram á slíka
einföldun að um ranga mynd yrði
að ræða eða innrætingu eins og í
skólum alræðisríkjanna. „Það er
engan veginn einfalt mál að sjálf-
sagt sé að stórpólitísk ágreinings-
efni af þessu tagi séu þess eðlis að
henti til hlutlægrar fræðslu fyrir
börn og unglinga. „Það hefur kom-
ið nægilega vel fram í minni ræðu
að ég tel að það beri að forðast,
fyrst og fremst á fyrstu árum skóla-
göngu barna og unglinga, að ætla
sér þá dul að boða þeim einhvem
algildan sannleika eða stórasann-
leika hvort heldur er í þessum mál-
um eða öðrum. Ég vildi fyrst og
fremst forðast það að skólakerfi í
okkar þjóðfélagi tæki þannig mið
af eða dragi dám af skóla alræðis-
ríkjanna, sem er raunverulegur
partur af áróðursvél ríkisvaldsins í
viðkomandi löndum. Um leið og
svo væri orðið, þá hefur skólinn
hætt að mínu mati að gegna hlut-
verki sínu sem hann þarf að gera í
lýðræðislegu þjóðfélagi.“
Gleymdist að fá
leyfi Moggans
Eiður Guðnason kvaðst vera
undrandi á þeirri vanstillingu sem
gætti í ræðum þeirra þingmanna,
sem virtust halda að hér væri á
ferðinni tillaga um að hefja komm-
únistaáróður í skólum. Minnti
hann á að meðal flutningsmanna
væru þingmenn úr öllum flokkum,
en þeim hefði láðst að fá leyfi og
stuðning Morgunblaðsins til þess
að flytja tillöguna, og þar væri
máske að finna skýringuna á
heiftarlegum viðbrögðum. Þau
væru hin furðulegustu því hér væri
um að ræða tillögu sem sniðin væri
eftir samþykktum Sameinuðu
þjóðanna um friðarfræðslu sem
þegar væri orðin námsefni í skólum
annarsstaðar á Norðurlöndum og
víðar.
Umræðum um friðarfræðslutil-
löguna er ekki lokið á Alþingi.
-ekh tók saman.