Þjóðviljinn - 07.04.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Page 2
shammtur af aprílgabbi 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. aprfl 1984 „Það þýðir ekkert að vera einlægt að staglast á þessu“, sagði ég við konuna mína um daginn, þegar við vorum að ræða málin eins og við gerum stundum. „Það er bara einu sinni svo“, hélt ég svo áfram „að í mannlegu samfélagi er eitt bannað og annað leyfi- legt“. Það getur verið hrikalega þreytandi í sambúðinni, hvernig hún þykist endalaust vita alla skapaða hluti, milli himins og jarðar, og það meira að segja betur en ég. Þetta var 1. apríl, ég man það glöggt því í mér var svolítill lunti útaf því að hún hafði hánkað mig inní stofu, þar sem ég sat eins og tungl í fyllingu yfir útvarp- inu hlustandi á það að Viktoría Prinsípal og Bob úr Dallas væru hingað komin til landsins að auglýsa duggarapeysur frá Álafossi. „Þú fattar aldrei neitt“, sagði hún með djúpri foragt og ég varð talsvert sneyptur, eins og ég raunar verð þá sjaldan hún kemur höggi á mig í þessum enda- lausu heimiliserjum útaf því, hvort okkar viti allt betur. Nú hélt ég áfram að hlusta á fréttirnar og hún settist inní stofu hjá mér, þó enn væri matmálstími. Hún hefði áreiðanlega fengið sér sígarettu, ef hún væri ekki hætt að reykja. Nú lét hún eins og hún væri að hlusta á fréttirnar. Enginn veit þó betur en hún, að ég er með það á hreinu að hún hefur ekki nokkurn minnsta áhuga á heimsfréttunum, frekar en annað kvenfólk yfirleitt. Svo hélt hún áfram að trufla mig. Þegar þulurinn var einmitt að segja frá ólöglegum eiturgashernaði í austurlöndum nær, kom hún með svolátandi athuga- semd: „Heldurðu að það sé nú píp?“ sagði hún. „Dag eftir dag eru fréttirnar uppfullar af því að haft sé rangt við í stríðinu. Bara svindlað, einsog í spilum. Heldurðu að það sé nú karlrembusvínalógík“. Ég þóttist ekki heyra til hennar en einbeitti mér að því að hlusta á fréttaþulinn: „Efnahernaður af þessu tagi brýtur í bága við al- þjóðasamþykktir um stríðsrekstur." Svo hélt þulurinn áfram að reifa það hvernig samvisku- og réttlætiskennd friðelskandi þjóða væri misboðið, þegar alþjóðareglur um stríðsrekstur væru þverbrotnar með eiturgasi. Síðan lýsti hann vanþókn- un fjölmargra ríkisstjórna þinga og nefnda á eiturgas- hernaðinum; þessari ólögmætu dráps- og limlesting- araðferð í stríði. Ljóst var af fréttunum að allir góðir og hugsandi menn voru þeirrar skoðunar að stríð bæri að heyja samkvæmt umsömdum kúnstarinnar leikregl- um. „Ég gæti gubbað", sagði konan mín. „Veistu", hélt hún svo áfram, „að fimmtíu miljónir voru drepnar í síðari heimsstyrjöldinni. Þrjátíu þúsundir að jafnaði á dag í fimm ár, og allir löglega, eftir spilareglum og samkomulagi góðra og framsýnna þjóðarleiðtoga, já meira að segja í þágu ættjaröarinnar, frelsisins, rétt- lætisins og jafnvel guði til dýrðar. Og svo getur þú setið og hlustað á svona helvítis píp bara eins og ekkert sé“. „Er ekki maturinn að korna?" sagði ég. „Hver heldurðu að hafi matarlyst undir svona lesn- ingu?“ svaraði hún og var nú orðin talsvert illvíg. „írakar halda því aftur á móti fram að íranir nauðgi konum, áður en þeir drepa þær“, sagði nú fréttaþulur- inn. „Er það ekki allt í lagi“, sagði konan mín. „Engar alþjóðsamþykktir, sem banna það“. Eg gat satt að segja litlu svarað, því hún var komin í talsverðan ham. Hélt bara áfram að hlusta á fréttirnar. „Óeirðir hafa brotist út enn á ný í Beirút í Líbanon", sagði fréttaþulurinn í útvarpinu. „Aprílgabb!“ hrópaði konan mín og ég þorði ekki að taka afstöðu til málsins af ótta við að gera mig enn á ný að fífli, þó ég vissi raunar að talsverð ókyrrð hafði verið í Beirút síðustu tvo áratugi, eða síðan flaggskip íslands, Gullfoss, var seldur þangað og „ekki til mannflutninga", heldur - eins og sagði í fréttum fjölmiðla þá, - „til að flytja pílagríma um Rauðahafið." Og nú héldu heimsfréttirnar áfram að duna í eyrum þarna í stássstofunni hjá okkur heiðurshjónunum þar sem við sátum og biðum færis á hvort öðru, eins og hundur og köttur. „Satt að segja held ég að friðelskandi fólk, sem á vanda til að lenda í ófriði án þess að vilja það, ætti ekki að hlusta á heimsfréttirnar“, sagði konan mín svona einsog uppúr þurru. Við þessu var auðvitað lítið að segja. Nú vendi fréttaþulur ríkisútvarpsins sínu kvæði í kross og flutti innlenda frétt: „Fréttaritari útvarpsins í Rangárvallasýslu hringdi og sagði að heyrst hefði í lóu í Hreppunum í gær“. „Aprílgabb!!“ sagði konan mín og við fórum bæðf að hlæja, því okkur hafði dottið þessi vísa í hug: Eina von þó guö oss gaf gleðjast menn í hjarta kannske lifir lóan af Ijúfa vornótt bjarta. , shraargatið Albert: Fjarstýrði borginni „Sovéska“ orðalagið á tillögu sem Vigfús Geirdal lagði fram í undirbúningsnefnd að Friðarpáskum um að stórveldin skuldbindi sig til að grípa ekki til kjarnorkuvopna að fyrra bragði fór mjög fyrir brjóstið á Staksteinahöfundi sl. laugardag. Fullyrtu Staksteinar að hér hefði Brésnjéf laumað einum góðum að landsmönnum. En þar var aldeilis skotið yfir markið. Orðalagið er tekið beint upp úr áskorun frá kristna heimsþinginu í Uppsöl- um um líf og frið í apríl 1983. Þá má einnig geta þess, að ýmsir framámenn í Bandaríkj- unum, þ.á m. McNamara sjálfur, hafa beitt sér fyrir slíkri skuldbindingu, og nú má víst McNamara þakka fyrir, að Björn Bjarna- son situr ekki í óamerísku nefndinni. Einvígi þeirra Smyslofs og Kasparofs í Lithauen í Sovétríkjunum um hvor megi keppa um heimsmeistaratitilinn í skák vekur að von- um athygli. Nú mun einn íslenskur blaða- Jón Guðni: Kominn til Lithauen maður vera mættur á staðinn til að fylgjast með. Það er Jón Guðni Kristjánsson blaða- maður Tímans sem fór þangað í framhaldi af boðsferð íslenskra blaðamanna til Finn- lands. Og úr því að minnst er á Tímann má nefna það að nú hafa verið ráðnir þrír íþróttafréttarit- arar á blaðið í stað eins áður, en nýja blað- ið, Nútíminn (NT), mun ekki síst eiga að helga sig íþrótta- og poppskrifum - hvað sem bændur segja um það. Albert Guðmundsson hyggst nú taka sæti sitt í borgarstjórn á nýjan leik. Ástæðan mun vera sú að Albert hefur haldið áfram fyrir- greiðslupólitík við einstaklinga eftir að hann kom í fjármálaráðuneytið og hefur verið bein lína þangað til ýmissa embættis- manna borgarinnar. Var Davíð Oddssyni borgarstjóra farið að þykja nóg um og taldi að Albert væri að fjarstýra borginni frá fjár- Vigfús: Orðalagið sem fór fyrir brjóstið á Mogga málaráðuneytinu. Mun Davíð hafa sett ein- hverjar hömlur við þessu en þá bregst Al- bert svo við að hann tekur sæti sitt á ný til að halda aðstöðunni. Ritstjórn Þjóðviljans er nú eins og höfuðlaus her því enginn af ritstjórum hans er nú við blaðið. Arni Bergmann er í fríi að skrifa skáldsögu, Einar Karl Haraldsson er í Nicaragua í boði Sandinistastjórnarinnar og Ólafur Ragnar Grímsson, sem gegnt hefur ritstjórastörfum í vetur, er í Lissabon að stjórna alþjóðlegri ráðstefnu um Norður-Suður. Hugsa blaða- menn sér gott til glóðarinnar að fá að leika sér eins og þá lystir og hefur jafnvel komið upp sú hugmynd að allt starfsfólkið skiptist á um að skrifa leiðara. Eins og sjá má af þessum skráargatsskrifum er ábyrgðar- leysið í algleymingi. Pað vakti nokkra athygli á borgarstjórnarfundi í Reykjavík á fimmtudagskvöld að tveir í Sigurjón: Fékk atkvæði Sjáifstæðismanna meirihluta Sjálfstæðismanna greiddu Sig- urjóni Péturssyni, borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, atkvæði í kosningu til stjórn- ar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Varð þetta til þess að Emanúel Morthensj sem hafði stuðning fulltrúa Alþýðuflokks- ins, Framsóknarflokksins og Kvennafram- boðsins, náði ekki kjöri. Munu ástæðurnar m.a. hafa verið þær að Emanúel þyki ekki , mjög fínn pappír og Sjálfstæðismönnum j hafi þótt Sigurjón „skömminni til skárri“ í stjórn hins volduga sparisjóðs. Ágúst Bjarnason, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, fékk vitanlega flest atkvæði, eða 10, en þess má geta í framhjáhlaupi að hann er faðir Guðrúnar Ágústsdóttur, borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins. Þetta kjör Sigurjóns hefur líklega komið ýmsum á óvart því að í Dropum Tímans í gær er Emanúel kallaður stjórnarmaður í spari- sjóðnum, en í frétt beint fyrir ofan Dropa er hins vegar sagt að hann hafi ekki náð kjöri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.