Þjóðviljinn - 07.04.1984, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÖÐVÍLJINN Helgin 7.-8. aprfl 1984 Við skulum ekki neita því, að margt er svipað með ástinni og kettinum; hvort tveggjaer silki- miúkt, en hefir samt sínar hvössu klær, - hvort tveggja á til Ijúfa mýkt og slægð, yndisþokka og fals. Louis Desnoyers Þorsteinn Erlingsson „Líkast er það Ijósum draum“ Kvæði Þorsteins Erlingssonar hafa löngum yljað mönnum um hjartarætur. Við skulum rifja upp vísur hans: Líkast er það Ijósum draum að liggja svona og heyra heillar nœtur glasaglaum glymja sér við eyra. Pennan hvella hljóm ég læt hringja mig að beði; mér er hann angan unaðssœt ásta, víns og gleði. Pangað til að þennan klið þaggar blundur sætur, ligg ég hér og leik mér við Ijúfar myndir nœtur. Pað er sárt að sofna frá söngum minna fljóða, enga mjúka arma fá eða vínið góða. Ó, hvað leið hún undur fljótt í þeim töfra glaumi, þessi blessuð brúðkaups nótt, betri hverjum draumi. Petta aðeins englum má eilífð stutta gera, og ætti ég þeim að una hjá, yrði’hún svona að vera. Kæra frú, hve fegnir vér föðmum þínar dætur, gæfan sæla sjálfri þér sendi slíkar nætur. Nú vil ég heldur hópinn þinn, en hittu sálu mína, ef þú byrjar annað sinn æskuleika þína. Svæfðu mínar meyjar blítt, mildi næturkliður, minntu þær á margt og frítt, meðan þær leggjast niður. „Island: Velferðarríki fyrir hvern?“ Stefán Ólafsson, lektor: „Sundrung lam- ar allt aðhald" „Megn óánægja með yfirþyrmandi vald fyrirtækjanna í landinu og Sjálfstæðisflokksins og hvernig þessir aðilar beita valdinu til að skerða og halda niðri lífskjörum almennings hefur vakið fólk til umhugsunar," sagði Stefán Ólafsson, lektor, í samtali við Þjv. um ráðstefnuna ísland: Velferðarríki fyrir hvern? sem haldin verður í Gerðubergi í dag. Ráðstefnan hefstkl. 13.00. „I skjóli þessa valds hafa fyrirtækin og íhaldsöflin byggt upp velferðarríki fyrir- tækjanna, sem blómstra á kostnað launa- flólks,“ sagði Stefán Ólafsson. „Fyrirtækin fá allt sem þau biðja urn. Ráðherrarnir gangaá millifunda hjá þrýstihópum fyrir- tækjanna, Vinnuveitendasambandinu, Verslunarráðinu og hjá iðnrekendum, og þar skýra þeir vikulega frá því, hvað þeir séu að gera fyrir fyrirtækin. Ég vil nefna tvö dæmi. Hið fyrra er um skattlagningu á hollustudrykki til þess að geta lækkað verð á gosdrykkjum. Þetta gerðist þannig að gosdrykkjaframleiðendur snéru sér til Alberts með beiðni um ívilnan- ir sér til handa. Albert Guðmundsson brást skjótt við ög hækkaði söluskatt á drykkj- um, sem skólabörn voru blessunarlega farin að neyta í ríkum mæli, og lækkaði skatta á gosdrykkjum, þannig að nú er mun ódýrara að senda barnið í skóla með kók- flösku heldur en einhvern hollustudrykk. Þarna er neytendasjónarmið eða velferð al- mennings ekki höfð að leiðarljósi, heldur er einblínt á velferð fyrirtækjanna. Annað dæmi er hvernig verið er að greiða götuna í gjaldeyrismálum. Ég óttast, að hér sé verið að opna hraðbraut fyrir peninga- streymi úr landi; ég tala nú ekki um ef hér verða opnaðir erlendir bankar, eins og einn ráðherranna hefur minnst á að komi vel til greina. Þeir sem hafa fjármagn ráðstafa því auðvitað eins og þeim hentar best. Fjár- streymi úr landi er böl, sem margar þjóðir heimsins búa nú við og vil ég nefna Breta sem dæmi, en þeir geta sig nær hvergi hreyft einmitt vegna þess að féð streymir úr landi. Það virðist ekkert lát vera á græðgi fyrir- tækjanna hér á landi og ráðherrar eru til- búnir til að gera hvað sem er fyrir fyrir- tækin. Hið nýjasta eru hugmyndir um skatt- abreytingar, sem fela mun í sér aukna neysluskatta og meiri ívilnanir til fyrirtækj- anna. Fyrirtækin munu heimta meira og meira, ef ekki verður spyrnt við. Markmiðið með ráðstefnunni í Gerðu- bergi er fyrst og fremst það að ræða þessa Stefán Ólafsson, lektor þróun mála og kanna hvort vettvangur sé til fyrir öflugt mótvægi á einhvern hátt.“ Hvert verður áframhaldandi starf ykk- ar? „Það verður að ráðast á ráðstefnunni. Það er að mínu mati ekki þörf fyrir nýjan stjórnmálaflokk, en sundrung vinstri aflanna er náttúrlega staðreynd sem lamar allt aðhald á Sjálfstæðisflokkinn og fyrir- tækin. Það er kannski okkar böl, að floíckar breytast ekki auðveldlega - þeir lagast ekki nýjum aðstæðum, heldur klofna frekar en að vaxa. Við hljótum að þurfa að skoða alla vinstri pólitík frá grunni með það fyrir augum að unnt verði að mynda heilbrigt jafnvægi á móti íhaldsöflunum. Ef til vill verður um- ræðan í Gerðubergi fyrsta skrefið í þá átt- ina.“ Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi: „Vettvangur fyrir nýjar hugmyndir" „Fyrirmérertilgangurinn með þessari ráðstefnu sá fyrst og fremst að gefa fólki tækifæri til að ræða og kanna hugmyndir um hvernig bregðast megi við þeim vanda, sem hugmyndir um velferðarríkið eru komnar í,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi í samtali við Þjv. um tilgang ráðstefnunnar ísland: Velferðarríki fyrir hvern? sem hefst í Gerðubergi kl. 13.00ídag. „Hér gefst langþráð tækifæri fyrir fólk með ólík sjónarmið til velferðarkerfisins að hittast og ræða málin“ sagði Guðrún enn- fremur. „Þetta hefur verið varnarbarátta undanfarna mánuði og mér virðist engar nýjar hugmyndir hafa komið fram um hvernig staðið skuli að uppbyggingu vel- ferðarkerfisins. Mér finnst það gerast í vaxandi mæli að flokkarnir komi með allskyns yfirboð fyrir kosningar. Þessi boð eru oft mjög óraunsæ, þau byggja á óskhyggju fyrst og fremst, en ekki er hugsað um stöðuna, þ.e. hvernig unnt sé að standa undir velferðarkerfinu. Fólk þarf einnig að átta sig á vanköntum þessa kerfis. Það þarf að skilgreina þessa vankanta og hvernig hafa má áhrif til batn- aðar.“ Hvert verður áframhaidandi starf? „Því er ákaflega efitt að svara og verður að ráðast á ráðstefnunni. Ég sé þetta ekki sem upphafið að samruna afla, sem ýmist Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi eru skilgreind sem hægri eða vinstri. Þetta er vettvangur til að fólk geti þreifað sig áfram með nýjar hugmyndir varðandi vel- ferðarríkið. Þetta er nk. prófsteinn á hvað fólk er að hugsa í þessum efnum." ast Frá heimsókn Friðriks VIII til Islands árið 1907. Meðal þeirra sem sjást á myndinni eru Magnus Stephensen fv. lands- höfðingi, Hannes Haf- stein ráðherra, Hall- grímur Sveinsson bisk- up og Jóhann Þorkels- son dómkirkjuprestur, sem erað heilsa kóngin- um. Skautbúna konan er frú Ragnheiður Haf- stein.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.