Þjóðviljinn - 07.04.1984, Side 18

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Side 18
18 SÍÐA — ÞJCM)VILJINN He*Sin 7--8. aprfl 1984 IÐNSKOLA- DAGURINN í dag, laugardaginn 7. apríl, kl. 10-16 er Iðn- skólinn á Skólavörðuholti opinn almenningi. Allar verklegar deildir eru ífullu starfi, nem- endur og kennarar verða til viðtals. IÐNSKÚLINN í REYKJAVÍK MJM 'V Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að fytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarn- argötu 12, sími 28544, þriðjudaginn 10. og miðvikudaginn 11. apríl nk., kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einka- skólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla að loknum 6. bekk, þarf ekki að innrita. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Fóstrur Hér meö er auglýst eftir umsóknum um hálft starf fóstru viö leikskóla á Akranesi. Umsækjendur meö aöra menntun á uppeldissviði og/ eöa reynslu gætu einnig komið til greina. Umsækjend- ur þyrftu að geta hafið störf um miðjan apríl. Skriflegar umsóknir meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 12. apríl. Umsóknareyöublöö má fá á bæjarskrifstofunni. Félagsmálastjóri, Kirkjubraut 28, Akranesi, sími 93-1211. Laus staða Kennara vantar að gagnfræðaskóla Húsa- víkur næsta skólaár. Kennslugreinar raun- greinar og erlend mál, meðal annars við framhaldsdeildir. Upplýsingar veita skóla- stjóri og yfirkennari í símum 96-41344 og 96-41720. Heimasímar 96-41166 og 96- 41440. Skólanefnd. f3 Iðnskóladagurinn Komið í dag í Iðnskólann á Skólavörðuholti og sjáið bókagerðardeildina, í tilefni Iðn- skóladagsins. Allar verklegar deildir eru opnar og til sýnis. Nemendur eru í fullu starfi og hægt að ræða við þá og kennara um iðnnám og iðngrein- arnar. Félag bókagerðarmanna. Enn á labbi með Hannesi Ég þakka iabbitúrinn með þér í síðasta Sunnudagsblaði, Hannes, þar sem þú tókst að þér leiðsögu- mannshlutverkið. En iaun heimsins eru vanþakklæti og ég hef margt við þína leiðsögn að athuga. Þess vegna vil ég ólmur ganga áfram og hafa þig með. Ég á reyndar ekki von á að við náum fyrirheitna landinu á þessu rölti okkar - nema kannski hvor sínu landi - en það getur engu að síður verið gott að hafa diplómatískt samband eins og tíðkast milli ná- grannaríkja. „Verðum við ekki að halda áfram göngunni miklu", segir þú í grein þinni og lætur að því liggja að ég og mínir líkar, sem þú kallar „vinstri vitsmunaverur" rísi ekki undir því að leysa vandamál fram- vindunnar og finnist því að þeir verði að hafa hugsjón og hallist því að fagurri ímynd um fortíðina í hreggi lífsins. Svona aðdróttanir út í loftið kalla auðvitað fram nýjar aðdróttanir sem snerta kjarna þessarar deilu álíka lítið og þín. Ég gæti t. d. auðveldlega haldið því fram að þú værir dæmigerður fulltrúi eftirstríðskynslóðarinnar sem tapaði áttum í peningaflóði hinna nýríku og varpaði fyrir róða öllum þjóðlegum verðmætum og hefðum fyrir steinsteypu og ómerkilegan flottræfilshátt. Ég gæti meira að segja gengið svo langt að þú værir af þeirri kynslóð sem hefðir selt landið. Ég ætla samt að láta það ógert, einfaldlega af því að ég þekki þig Og þínar hugsjónir álíka lítið og þú mig og mínar hug- sjónir. Við erum hins vegar farnir að þekkja lítið eitt skoðanir hvors annars um skipulag og húsfriðun- armál. Ég get þó tekið undir það að við verðum að halda áfram göngunni miklu. En sú ganga verður út í loft- ið, stefnulaus og marklaus, ef við lítum ekki um leið um farinn veg. Einu sinni átti ég tal við ungan at- hafnamann í sjávarplássi vestur í fjörðum. Forfeður hans höfðu byggt upp plásið með miklum myndarbrag og ég ætlaði að fræðast dálítið af honum um þá sögu, en þá svaraði hann mér að bragði: „Ég hef engan áhuga á for- tíðinni, ég hef bara áhuga á fram- tíðinni". Ég hef fylgst svolítið með þessum manní síðan og séð hvernig allt hefur farið úrskeiðis hjá hon- um, kannski af því að hann er for- tíðarlaus maður og þar af leiðandi ekkert. Þú hvetur mig til að lesa „Stef- ánsstikka" Þórberg Þórðarsonar. Ég hvet þig hins vegar til að lesa kaflann um Bergshús í Ofvitanum eftir meistarann. Fáir hafa líklega ort gömlunt húsum jafndýran óð: „Allir fslendingar kunna að lesa bækur. En hversu margir kunna að lesa hús? Það er meiri íþrótt að lesa hús en að geta lesið bækur. Húsið er hugsun, sem hefur hæð, lengd og breidd. Bókin er vöntun á hugsun, sem aðeins hefur lengd. Húsið er sannleikurinn um líf kynslóðanna. Bókin er lygin um líf þeirra." Þú kannt að lesa bækur, Hannes, ferð m.a.s. á Þjóðskjalasafnið til að lesa gamlar skræður, en kanntu að lesa hús? Ég veit að þú hefur titilinn húsameistari, en kanntu að lesa hús? Þú kvartaðir unt daginn yfir þvi að litlar umræður færu fram á Islandi um húsalist - nema þá gömlu „kofana". Égget alveg verið sammála þér um það - þó að ég sé ekki sammála þér um gömlu „kof- ana". Sjálfur hef ég takmarkað álit á íslenskum arkitektum - svona upp til hópa - og get sennilega talið á fingrum hanna minna bau hús frá síðari áratugum sent ég get hrópað húrra fyrir. Ég hef líka ákveðna kenningu um af hverju þetta stafar, Það er ekki til nein hefð meðal ís- lenskra arkitekta. Þeir hafa numið fræði sín vítt og breitt um heiminn og þar af leiðandi hefur enginn ís- lenskur arkitektaskóli orðið til. Þess vegna er höfuðborgarsvæðið eins og hrærigrautur þar sem glyttir hér og hvar í aðskiljanlegustu stíl- afbrigði: skandinavísk, bresk, þýsk, spönsk og jafnvel japönsk eða mexíkönsk. Mest ber þó á Iit- lausum kassastíl. Þessu hefur nú framvindan og gangan mikla skilað okkurá liðnum áratugum. Ogjafn- framt hefur sú stefna verið ríkjandi allt fram á síðustu ár að allt gamalt sé vont og eigi að hverfa. Þess vegna er gamli miðbærinn eins ó- lánlegur og hann er. Þar ægir sam- an steypukössum og gömlum timb- urhúsum, meira eða minna eyði- lögðum. Nú skulum við labba niður í Grjótaþorp sem hefur geysimikla sögulega þýðingu, ekki aðeins fyrir Reykjavík heldur landið allt. Við getum farið þangað með börnin okkar eða útlendinga og sagt: „Hér byrjaði þetta allt“. Hér stóð bær fyrsta landsnámsmannsins og hér byrjaði nútímasaga íslands: iðn- væðing og fyrsti vísirinn að þétt- býli. Og við getum m.a.s. bent á húsin. Fjalakötturinn, Aðalstræti 10 og 16 eru öll að stofni til frá tímum Innréttinganna um miðja 18. öld. Grjótaþorpið með sínum mjóu og hlykkjóttu götum er frá þeim tíma er Reykjavík byrjaði aö teygjast upp frá fyrstu götunni. Og Fjalakötturinn sjálfur er dæmigert spunahús. Sá sem byggði hann upp í sína núverandi mynd var Valgarð- ur Breiðfjörð, einhver merkas.ti borgari Reykjavíkur á seinni hluta 19. aldar. Þegar hann hafði lokið við að reisa þessa svipmilku höll yfir athafnir sínar og menningar- starfsemi bjó þorri þjóðarinnar enn í torfkofum. Miklu verr farin hús víða um heim hafa verið gerð upp án þess að rífa þau fyrst - eins og þú telur óhjákvæmilegt - og þar hef ég orð kollega þinna fyrir. Og eftir langt niðurlægingartímabil er ungt fólk farið að kaupa hús ofar í þorpinu og gera þau upp með myndarbrag í trausti þess að þessi vinalega gamla byggð fái að standa. Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að varðveita hvert ein- asta gamalt hús sem stendur í Reykjavík . Það hafa t.d. á undan- förnum árum verið rifin eða fjar- lægð ótal mörg gömul timburhús við Laugaveginn, án þess að hreyft væri mótmælum, síðast tvö núna um daginn. En einhvers staðar verður að staldra við og þá ekki síst á helgustu véum Reykjavíkur. Sami söngur og þú syngur nú, Hannes, var kyrjaður þegar barist var fyrir björgun Bernhöftstorfu. Þetta voru fúaspýtur og kumbald- ar, slömm og hrófatildur. Sama fólk og lét hæst um ónýti þessara húsa situr nú dýrindis veislur í þeim, og lætur vel af. Víst var það draumur margs al- þýðumanns að komast í betri og rýmri húsakynni, eins og þú segir. Sjálfur er ég nýbúinn að kaupa íbúð í timburhúsi, sem byggt var árið 1903. Fyrir hálfri öld bjuggu um 30 rnanns í þessu húsi en þegar ég flyt inn í suntar verða íbúarnir alls 6. íbúðin er öll nýuppgerð með nýtísku baðherbergi og eldhúsi sem feliur vel að þessu gamla húsi. Þannig geta húsin lifað með tíman- um og aðlagað sig breyttum að- stæðum. Ég var búinn að skoða ótal blokkaríbúðir áður en ég á- kvað að kaupa þessa. Hún hentar mér í hvívetna og var raunar eftir- sótt á fasteignamarkaði. Umhverf- ið er lifandi og fjölbreytt, enda spuni heillar aldar. Þar er stöðugt eitthvað fyrir augað, nýtt og óvænt. Gömlu hverfin eru því ekki úrelt heldur eftirsótt til búsetu af venju- legu almúgafóíki auk þess sem þau eru hluti af rótum borgarinnar. Og á þær rætur megum við ekki skera. Það ert því þú, Hannes minn og þínir líkar sem eru tímaskekkja í framvindunni. Gangan mikla verð- ur, að taka mið af því sem liðið er. Annars er hún dæmd til að mistak- ast. Með bestu kveðju Guðjón Friðriksson ÓDÝRARI bamaföt bleyjur leikföng

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.