Þjóðviljinn - 07.04.1984, Síða 31
í'801 íit;j,s .3- W/Jí I:'/Ot.
Helgin 7.-8. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31
Ályktun SFR um utanríkismál
Stuðningur við alþýðu E1 Salvador
Á aðalfundi Starfsmannafélags
ríkisstofnana var samþykkt eftir-
farandi utanríkismálaályktun en
hún var flutt af Ragnari Stefánssyni
og fleirum:
„Aðalfundur SFR lýsir yfir ein-
dregnum stuðningi við baráttu
þjóðfrelsisafla E1 Salvador.
Undir merkjum þjóðfrelsisafla
E1 Salvador, FMLN/FDR, berjast
fjöldasamtök verkafólks, náms-
manna, bænda og millistétta,
margir pólitískir flokkar, raunar öll
félagsleg og pólitísk öfl í E1 Salva-
dor, sem ekki eru öfgasinnuð hægri
öfl.
Flrikaleg kúgun herstjórnar E1
Salvador hefur gert vopnað and-
svar þjóðfrelsisaflanna nauðsyn-
legt. Frá því í október 1979 hefur
her E1 Salvador og hálfopinberar
dauðasveitir myrt fleiri en 50 þús-
und óbreytta borgara.
Ógnarstjórn í E1 Salvador er al-
gerlega háð fjárhagslegum og
hernaðarlegum stuðningi Banda-
ríkjastjórnar. Nyti hún ekki þessa
stuðnings væri hún löngu fallin.
Vegna vaxandi andstöðu í Banda-
ríkjunum sjálfum og víða um heim
á Bandaríkjastjórn sífellt erfiðara
með að fá stuðning sinn við ógn-
arstjórnina samþykkta. Til þess að
reyna að villa um fyrir almenningi
og til að bæta stöðu sína til áfram-
haldandi stuðnings við þessi öfl, lét
Bandaríkjastjórn efna til sýndar-
kosninga 25. mars s.l., þar sem fólk
var neytt til þess að viðlagðri refs-
ingu að kjósa án þess að geta kosið
raunverulega fulltrúa sína, þá sem
berjast fyrir mannréttindum, friði
og mannsæmandi lífi í E1 Salvador.
Aðalfundur SFR skorar á íslensk
stjórnvöld að þau beiti sér fyrir því
á alþjóðavettvangi að Bandaríkin
hætti íhlutun sinni í E1 Salvador og
láti af ógnunum sínum gegn Nicar-
agua, og ríkisstjórn fslands viður-
kenni FMLN/FDR sem fulltrúa E1
Salvadorsku þjóðarinnar.
Aðalfundur SFR felur stjórn
SFR að skipuleggja og taka þátt í
samstarfi með öðrum verkalýðsfé-
lögum á ísíandi til stuðnings alþýðu
E1 Salvador og annarra landa Mið-
Ameríku.“
El Salvadornefndin á íslandi s
Félagsfundur I das
o o
E1 Salvadornefndin á fslandi boðar til félagsfundar í dag að Hverfts-
götu 105, 4. hæð kl. 14.00. Á fundinum verður sagt frá nýafstöðnum
forsetakosningum í landinu og rætt um starfið framundarrhjá nefnd-
inni. Þá verður sýnd vídeóspóla frá frelsuðu svæðununr í E1 Salvador,
en hún heitir Vegurinn til frelsisins. Þar segir ma. frá hlut kvenna í x
byltingunni. -v.
Hin fagra aðalbyggíng Kleppsspítala lítur ekki vel út þessa dagana, en það
stendur allt til bóta, því búist er við að framkvæmdum við húsið Ijúki að
nokkru í sumar. Hér hefur annar stigagangur þess verið rifinn niður og þar á
að koma fyrir þjónustuherbergjum. Ljósm. eik.
Enn eitt „gatið“ í ríkiskerfinu
Miklar endur-
bætur á Kleppi
Miklar endurbætur standa nú
yflr á aðalbyggingu Kleppsspítala
og hefur byggingin verið rýmd að
mestu leyti. Eru nú aðcins sjúk-
lingar á efstu hæð hússins en sjúk-
lingar annarra dcilda hafa verið
fluttir annað til bráðabirgða.
Símon Steingrímsson hjá Ríkis-
spítölum sagði að endurbætur á
hinum ýmsu álmum Kleppsspítala
hefðu staðið yfir um árabil. Varð-
andi aðalbygginguna hefði að und-
anförnu verið unnið að marghátt-
uðum endurbótum innanhúss.
Með tilkomu nýs lyftuhúss sem
tengdi álmurnar saman hefði verið
kostur á að brjóta niður annan
stigaganginn í aðalbygginguna og
fá þar rými fyrir skrifstofur og aðra
aðstöðu starfsfólks. Aðspurður
sagði Símon að húsameistari ríkis-
ins hefði haft yfirumsjón með
öllum framkvæmdum og reynt
hefði verið að gæta þess að raska
sem minnst öllu samræmi í húsinu.
-v.
Porskaflinn í mars:
3 þúsund lestum
rninni en í fyrra
Heildarþorskaflinn í marsmán-
uði sl. var liðlega 50 þúsund lestir
sem er um 3000 lesta minni afli en á
sama tíma í fyrra. Þorskaflinn það
sem af er árinu er nú orðinn 84.066
lestir samkvæmt bráðabirgðatöl-
um Fiskifélagsins en var í aprílbyrj-
un í fyrra 96.789 lestir.
Þrátt fyrir góðan þorskafla hjá
vertíðarbátum við Breiðafjörð
hafa bátar sunnanlands lítið náð í
þorsk á vertíðinni. Þorskaflinn í
mars hjá bátunum var um 35.500
lestir en nærri 43.000 lestir á sama
tíma í fyrra. Þorskafli togaranna í
mars var rúmar 14.000 lestir sem er
ríflega 4.000 lestum meiri afli en í
fyrra.
Heildarfiskaflinn þrjá fyrstu
mánuði ársins er nú orðinn 586.512
lestir en var á sama tíma í fyrra
aðeins 179.719 lestir. Þarna munar
að sjálfsögðu mest um loðnuna en
loðnuaflinn þrjá fyrstu mánuði árs-
ins var 418.713 lestir.
Mestum afla í mars var landað í
Vestmannaeyjum 45.641 lest. I
Reykjavík komu á land rúmar
24.000 lestir og um 18.500 í
Grindavík. Þar var landað mestum
þorskafla í mánuðinum eða 5.405
lestum en í Ólafsvík var landað
5.383 lestum af þorski í sl. mánuði.
Sveinn Grétar Jónsson, formaður Varðbergs:
Tökum undir yfirlýs-
ingu Friðarpáska 1984
„Við tökum undir yfirlýsingu
gesta á Friðarpáskum 1984 af full-
um hug, eins og aðrir gestir þessar-
ar friðarviku“, sagði Sveinn Grétar
Jónsson, formaður Varðbergs, í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Yfirlýsing þeirra aðila, er að
friðarvikunni standa, felur ma. í
sér að heitið er á íslensk stjórnvöld
að taka upp einarða andstöðu gegn
kj arnorkuvígbúnaði og vopna-
kapphlaupi. Fulltrúar íslands sátu
hjá við atkvæðagreiðslu á tillögu
Svíþjóðar og Mexíkó á þingi S.Þ.
sl. haust um stöðvun kjarnorku-
vopnaframleiðslu. Yfirlýsing
Friðarpáskanna 1984 felur einnig í
sér að uppsetning nýrra kjarnorku-
eldflauga NATÖ í Evrópu verði
stöðvaðar, svo og hernaðarfram-
kvæmdir hér á landi, meðan kjarn-
orkuveldin vinna að samkomulagi
um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar
og kerifsbundna afvopnun.
„Við viljum ná sem breiðustum
grundvelli í baráttunni fyrir því
takmarki að koma á friði í heimin-
um“, sagði Sveinn Grétar enn-
fremur. „Fólk vill kannski fara mis-
munandi leiðir að því marki, en á-
greiningur er ekki um hið endan-
lega markmið. Við viljum leggja
jafn mikið á okkur til að þessu
markmiði verði náð eins og allir
aðrir íslendingar, en öll þráum við
frið heitast af öllu“. ast
Samtök áhugafólks um kvikmyndagerð efna til árlegrar kvikmyndahátíðar um helgina á Hótel Loftleiðum. Verða
þar sýndar kvikmyndir sem gerðar eru af áhugafólki og er öllum heimil þátttaka í sýningum.
Menn mega koma með bæði filmur og myndbönd, 8 og 16 millimetra. Myndunum verður skipt í tvo flokka, undir
og yfir tvítugu. Keppt er um farandbikar, gefinn af Hans Petersen hf, einn í hvorum flokki. Bestu myndirnar
verða svo sendar á norrænu kvikmyndahátíðina sem haldin verður síðar. Hátíðin hefst kl. 14 í dag, og á morgun
verða verðlaun afhent. Að því loknum hefst þing SÁK. Myndin hér að ofan var tekin á námskeiði SÁK fyrir
skömmu.