Þjóðviljinn - 07.04.1984, Qupperneq 32

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Qupperneq 32
wðviuinn Helgin 7.-8. apríl 1984 Ummœli Sverris vekja athygli: Er þetta satt? Þau ummæli Sverris Hermanns- sonar iðnaðarráðherra, sem höfð voru eftir honuni í tveimur stærstu blöðum Finnlands, að ísland væri kjörið land fyrir erlenda auðhringi að fjárfesta í, þar sem laun væru hvergi lægri en hér og að ísland væri „Singapore“ Norður-Evrópu, vöktu feiknalega athygli í Finn- landi. í vikunni sem er að líða voru fjórir íslenskir blaðamenn þar ytra í boði finnska utanríkisráðuneytis- ins. Eftir að ummæli Sverris birtust urðu þeir oft að svara spurningunni - Er þetta satt? - Þeir Finnar sem spurðu undirrit- aðan að þessu sögðust hafa haldið að ísland væri velferðarríki á borð við önnur Norðurlönd. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem iðnaðarráðherra viðhefur þessi ummæli, því eins og menn ef- laust muna var þetta sama sagt í bæklingi sem iðnaðarráðherra lét semja og senda vítt um heiminn sl. haust, þegar hann var að reyna að laða að erlenda auðhringi. - S.dór Dreifa ágóðanum til fólksins segir Albert um skuldabréfa- sölu bankanna „Það er gott þú minntir mig á þetta, ég ætlaði einmitt að fá upplýsingar um þessa hluti hér í ráðuneytinu. Ef bank- arnir hafa efni á því að yfir- bjóða okkur þá hlýtur það að vera gott fyrir fólkið að eitthvað af ágóða bankanna sé dreift svona eða á annan hátt“, sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra aðspurður hvort skuldabréfa- saia bankanna væri ekki yfir- boð á ríkisvíxlasölu ríkis- stjórnarinnar Vaxandi samkeppni um spariskírteinin Utvegsbankinn býður 2000 króna skírteini Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 81663 Iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson skýrir fréttamönnum frá kaupum Japana á hlutabréfum í Járnblendi- verksmiðjunni. Á myndinni eru frá v. Hjörtur Torfason, SH, Jóhannes Nordal og Gunnar Schram. Ljósm.-eik- Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: Japanir kaupa 15% Samninganefnd um stóriðju sem svo heitir ásamt iðnaðarráð- herra boðaði fréttamenn á sinn fund í gær til að tilkynna um sam- komulag sem náðst hefur við Elk- em A/S og japanska fyrirtækið Sumitomo um að Japanirnir kaupi 15% hlutabréf í Járnblendiverk- smiðjunni af Elkem A/S. Jafnframt skuldbinda Japanirnir sig til að kaupa 20 þúsund tonn árlega af framleiðslu verksmiðjunnar. Þá er gert ráð fyrir óbreyttu raforkuverði til verksmiðjunnar, þar til ákveð- inni arð- og eiginfjárstöðu verk- smiðjunnar er náð, þá geta samn- ingar um hækkun raforkuverðs hafist. Þá skuldbindur Elkem A/S sig til að kaupa 30 þús. lestir af framleiðslu verksmiðjunnar ár- lega. Þannig er tryggð 30 þúsund lesta sala á járnblendi árlega. Þá eru í samningsdrögunum ákvæði um breytingar á hluthafa- lánum í hlutafé og að núverandi hluthafar leggi fyrirtækinu til nýtt eigið fé að upphæð 120 milj. Nkr. FH vann FH-ingar verða ís- landsmeistarar í meistara- flokki karla í handbolta, - um það er íþróttafrétta- maður blaðsins ekki í vafa eftir sigur þeirra á Víking- um í gær. Stjarnan og Val- ur gerður jafntefli. ______________Sjá 30 Stjórn Sjó- mannasambandsins Vill verk- fallsheimild Framkvæmdastjórn Sjómanna- sambands íslands beindi í gær þeirn tilmælum til aðildarfélaga sinna að þau afli sér verkfallsheimildar hið fyrsta. Jafnframt var samþykkt að vísa kjaradeilu sjómanna og út- gerðarmanna til sáttasemjara. Skipstjórar á farskipum hafa boðað verkfall dagana 16.-18. og 24.-27. aprfl og í gær hafði ekki verið boðaður sáttafundur í deilu þeirra. Flugfreyjur á DC-8 vélum hafa boðað verkfall 12. þ.m. og hefur sáttafundur verið boðaður. Þá hefur ríkissáttasemjari boðað samninganefnd starfsmanna ríkis- verksmiðjanna til sáttanefndar á þriðjudag en þeir felldu samning- ana á dögunum. -ÁI Miðstjórn ASÍ varar ríkisstjórnina við: Griðrof stjórnvalda verði hótanir um skattahœkkanir framkvæmdar Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati miðstjórnar Al- þýðusambands íslands, ef ríkis- stjórnin hyggst framkvæma hót- anir ráðherra um stórfelldar skattahækkanir og miklar álögur á nauðþurftir. 1 ályktun mið- stjórnarinnar í gær segir m.a.: „Miðstjórn ASí varar stjórnvöld við. Með slíku áhlaupi á afkomu launafólks væru forsendur samn- inganna brostnar og þau griðrof á ábyrgð stjórnvalda“. Alyktun miðstjórnarinnar frá í gær hljóðar svo: „Með nýgerðum kjarasamn- ingum var stefnt að því að við- halda á samningstímanum þeim kaupmætti, sem launafólk bjó við á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og bæta sérstaklega stöðu þeirra tekjulægstu og þeirra sem búa við þunga framfærslu. Efnahagsstefna stjórnvalda ræður hins vegar úrslitum um endanlega niðurstöðu í þessu efni. Það er grundvallarforsenda samninganna að stjórnvöld hagi stefnu sinni í samræmi við þau markmið sem sett voru við samn- ingsgerðina. Við afgreiðslu fjárlaga gáfu ráðamenn yfirlýsingar um að fjárlagagerðin stæði á föstum grundvelli og ekki kæmi til frek- ara skattaálags á launafólk. Nú hóta ráðherrar aftur á móti stórfelldum skattahækkunum og miklum álögum á nauðþurftir. Fari þessi áform fram, munu þau valda þungum búsifjum hjá lág- launafólk. og sérstaklega fólki með þunga framfærslu. Ymislegt í niðurskurðaráformum ríkis- stjórnarinnar sýnist stefna í sömu átt. Miðstjórn Alþýðusambands íslands varar stjórnvöld við. Með slíku áhlaupi á afkomu launa- fólks væru forsendur samning- anna brostnar og þau griðrof á ábyrgð stjórnvalda“. - ÁI Albert Guðmundsson vill í borgarstjórn aftur Ráðherrastóllmn ekki æviráðnmg Háir mér að geta ekki setið borgarstjórnarfundi en Landsbankinn setur lágmarkið við 10.000 kr. Mikil samkcppni virðist í upp- siglingu milli bankanna um að ná til sín innlánum viðskiptavinanna og hafa bæði Landsbanki íslands og Útvegsbanki íslands boðið til kaups nýja tegund spariskírteina sem bcra 6% hærri vexti cn al- mennar sparisjóðsbækur. Lands- bankinn reið á vaðið fyrr í vik- unni og tilkynnti um 10.000 króna skírteini, en í gær ákvað banka- stjórn Útvegsbankans að ganga lengra og býður til sölu 2000 króna skírteini. Hefst sala skír- teinanna á mánudag. f reglum bankanna varðandi þessi nýju innlán segir að kaupandi geti innleyst þau hve- nær sem er að 6 mánuðum liön- um. Ef hann kaupir aftur skír- teini til annarra 6 mánaða nær hann 22.1% ársvöxtum en þess má geta að ársvöxtun sparisjóðs- bóka er aðeins 15% í dag. Inn- leysi kaupandinn ekki skírteinið á gjalddaga sér bankinn um að leggja áfallna vexti við upphæð- ina og ávaxtast hún þá á kjörum almennra sparisjóðsbóka. Þess má geta, að breytist almennir vextir á tímabilinu haldast vextir spariskírteinanna óbreyttir. Eins og áður segir hefst sala skírteina Útvegsbankans og Landsbankans nk. mánudag, 9. apríl og verða þau seld á af- greiðslustöðum bankanna um allt land. Menn ráða upphæð skír- teinanna en þó að því tilskildu að hjá Landsbankanum er lágmark- ið 10.000 krónur. Útvegsbankinn stflar hins vegar meira inn á „litia manninn“ eins og einn talsmanna bankans komst að orði í gær og seturlágmarkið við aðeins 20C0 krónur. - v. k ast „Það vil ég ekkert um segja. Ráð- herrastóllinn er ekki æviráðning og ekki heldur borgarfulltrúastaðan sem slík. Eg ætla bara að reyna að gegna þeim trúnaðarstörfum sem borgarbúar hafa kosið mig í sem 1. þingmaður Reykvíkinga og ég er borgarfulltrúi og ég ætla að reyna að sinna þeim störfum sómasam- lega“, sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær aðspurður um hvort afturkoma hans í borgar- stjórn Reykjavíkur væri vísbend- ing um að hann hyggðist bráðlega hætta ráðherrastörfum. „Það hefur ekkert létt á mér borgarmálum fyrir einstaklinga síðan ég varð ráðherra. Þeir leita til mín hingað í ráðuneytið alveg eins og þeir gerðu áður. Ég sé ekki að það hafi breytt miklu þó ég hafi fært mig um set. Ég hef lítið getað fylgst með störfum borgarstjórnar síðan ég fór þaðan og það háir mér að geta ekki setið borgarstjórnar- fundi, en ég ætla ekki inn í nein af þeim embættum sem ég var í áður“. Þú segir í samtali við Morgun- blaðið að störf flestra borgarfull- trúa sé ekki annað en mæta tvisvar í mánuði á borgarstjórnarfundi. Er málum þannig háttað hjá ykkur Sjálfstæðismönnum? „Það eru líka flokksfundir til undirbúnings og síðan ráðast störf- in af því í hve mörgum nefndum menn starfa hverju sinni en út af fyrir sig þá eru þetta ekki nema borgarstjórnarfundirnir. Þetta verður ekki tímafrek vinna utan við það hjá mér núna“. Átt þú von á góðum móttökum samflokksmanna þinna? „Ég hef alltaf fengið góðar mót- tökur enda eru það ekki mennirnir sem einstaklingar sem ráða því hverjir raðast saman, það eru borg- arbúar sem kjósa í borgarstjórn og það er ekkert spursntál um mót- tökur eða ekki móttökur", sagði Albert Guðmundsson. -lg-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.