Þjóðviljinn - 27.04.1984, Page 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN* Föstudagur 27. aprfl 1984
Föstudagur 27. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Mögulegt að dragi
til atviimuleysis
þegar skipin hafa fyllt kvótann segir
sveitarstjórinn á Fáskrúðsfirði
Nýiðnaður í
athugun á
Fáskrúðsfirði
Siguröur Gunnarsson sveitarstjóri á
Fáskrúðsfiröi: „Rækjuvinnsla á döf-
inni; svo viljum við kanna vatnssölu
til utlanda". Ljósm. Jón ingi.
„Það er alls ekki fráleitt að
telja að þegar kemur f ram á
sumar þá geti orðið hér
eitthvert atvinnuleysi“ sagði
sveitarstjórinn á Búðum í Fá-
skrúðsfirði, Sigurður Gunn-
arsson, þegar Þjóðviljinn var
á ferð eystra fyrir skömmu.
„ Við höf um tvo togara og
f jóra stærri báta sem hafa
aflað vel á síðustu árum, en
það eru allar líkur á að þeir
verði búnir með kvótann sem
þeim var úthlutað þegar
kemur f ram á sumar. Atvinna
sem byggist á af la þeirra
mun að sjálfsögðu minnka í
sama mæli“.
„Það er unnið að því að bæta
ástandið. Við vitum að það er skel-
fiskur útaf Borgarfirði og höfum
fullan hug á að kanna vinnslu á
honum. Til gamans má einnig geta
þess, að það er líklega töluvert af
krabba útaf Austfjörðum sem
mætti hugsa sér að vinna í framtíð-
inni. Þetta er vara sem selst dýrum
dómum erlendis svo hvers vegna
skyldum við ekki huga að krabba-
veiðum?“
Rœkjuvinnsla
„Aðalmálið í bili er þó rækju-
verksmiðja. Það er ágæt rækja útaf
firðinum, og enn betri á djúpslóð
og við viljum endilega koma upp
rækjuvinnslu sem allra fyrst. Raun-
ar er einn aðili þegar bnúinn að fá
leyfi til að reisa rækjuverksmiðju,
en því miður virðist sem hann hafi
hreinlega ekki fjárhagslegt bol-
magn til að hefja vinnsluna", sagði
Sigurður.
„í sambandi við rækjuvinnsluna
er rétt að benda á, að með henni
myndi skapast ákveðinn valkostur
fyrir konur sem nú vinna í akkorði í
bolfiskvinnslu. Það verður nefni-
lega að segjast einsog er að akkorð-
ið er afskaplega slítandi fyrir kon-
urnar, sumar hreinlega endast ekki
í því nema nokkur ár, og léttari
vinna hlýtur að koma sér vel fyrir
þær.
Auk þess höfum við mikinn hug
á að kanna möguleika á öðrum iðn-
aði, ekki bara til að efla atvinnuna
heldur líka til að efla fjölbreytnina í
mannlífinu. Ein mesta hættan í litl-
um sjávarþorpum er einmitt ein-
hæft mannlíf.“
Áhugi fyrir
vatnssölu
„í bili má heita að hér sé nánast
enginn iðnaður fyrir utan bygging-
ariðnaðinn og litla skipasmíðastöð.
Við vildum hins vegar fara útí hér-
aðstengdan iðnað, matvælafram-
leiðslu og bakarf sem gætu þá þjón-
að héruðunum í kring. Hitt verður
að segjast að eini raunuverulegi
iðnaðarvalkosturinn, sem gæti
skipt sköpum fyrir okkur yrði að
vera einhvers konar útflutnings-
iðja. Því miður er afar erfitt að
hitta á heppilega framleiðslu til út-
flutnings.
Við erum þó að hugsa okkur til
hreyfingsívatnssölumálum. Hérer
feikilega gott vatn, við liggjum
ekki illa við erlendum mörkuðum
og launaliðurinn er mjög vel sam-
keppnisfær. Orkuverð er hins veg-
ar afar hátt, ef til vill svo hátt að við
gætum ekki keppt við aðra. Þetta
þarf að kanna, og okkur liggur á að
útvega áhættufjármagn til að gera
frumkannanir á markaðnum og
framleiðslukostnaði. Það liggur
fyrir að við gætum sem hægast
komið upp vatnsstöð hérna á hafn-
arbakkanum, en hún myndi tæpast
kosta undir 50 til 60 miljónum og til
þess þyrftum við eðlilega nokkra
lánafyrirgreiðslu.“
Landsbyggðin
afskipt
Sigurður sagði að oft mætti
heyra talað um fyrir sunnan að
sveitarfélögin bókstaflega sendu
aldrað fólk til Reykjavíkur og
kæmu þeim á kostnað borgaryfir-
valda.
„Þetta er hrein þvæla, sveitarfé-
lög úti á landi eru einmitt að reyna
að verða sér úti um fjármagn til að
geta haldið þessu fólki í héraði.
Fólkið vill hvorki fara suður og við
enn síður missa það. Hins vegar
verð ég að segja að ríkisvaldið er
nú ekki að létta okkur að byggja
yfir gamla fólkið. Við erum til
dæmis að reisa dvalarheimili fyrir
aldraða hér á staðnum, og allt það
sem fram til þessa hefur verið gert í
því, höfum við borgað. Við höfum
átt í basli með að fá ríkið til að
standa við sínar fjárskuldbindingar
eins og því ber samkvæmt lögum,
og það er ekki fyrr en rétt þessar
vikurnar sem fyrsta framlagið frá
ríkinu kom.
Það er líka fróðlegt að bera sam-
an landsbyggðina og þéttbýlið í
þessu tilliti. Fyrir sunnan eru til
dæmis dvalarheimili fyrir aldraða
sjómenn. En hvar eru sjómennirn-
ir? Úti á landi! Annað dæmi vil ég
einnig nefna. Framkvæmdasjóður
aldraðra er til í landinu, og á að
fjármagna dvalarheimili fyrir gam-
alt fólk og einnig hjúkrunarheimili.
Hins vegar hefur stærstur hluti af
fjárveitingum þessa sjóðs runnið til
Reykjavíkur og nágrennis. Mér
finnst því heldur betur að tími sé
kominn til að eitthvað af þessum
peningum finni leið sína útá lands-
byggðina."
Flugmál í ólestri
Sigurður gat þess í lokin að Fá-
skrúðsfirðingar væru óánægðir
með skipan flugferða til Búða.
Arnarflug hélt uppi flugferðum á
síðasta ári í tilraunaskyni, og
kvaðst Sigurður ekki vita betur en
sú tilraunastarfsemi hefði gengið
bærilega, bæði hefðu aðstæður til
flugs í firðinum reynst betri en upp-
haflega var ætlað og sætanýting
orðið um 60-75 prósent. Nú er
fluginu hins vegar lokið í bili, og
óvissa ríkir um áframhaldið. „Við
erum hins vegar æst í að beinu flugi
á Fáskrúðsfjörð verði fram haldið,
því það eru um 80 kílómetrar í
næsta flugvöll", sagði Sigurður.
Malena Elína Berg: „Engan bónus aö hafa upp úr blálöngunni".
Ljósm. Jón Ingi.
í blálöngu á Fáskrúðsfirði
Staðallinn er
snarvitlaus
segja stallsystur um bónusvinnslu á blálöngunni
Hópur lífsglaðra Færeyinga kom
til íslands fyrir hartnær fjörutíu
árum til að vinna á sjúkrahúsum og
clliheimilum. í þessum hópi var
ung stúlka, Malena Elína Berg,
ættuð frá Skála í Færeyjum. Hún
átti að hefja störf á elliheimilinu
Grund í Reykjavík, en einhvern
veginn fór það samt svo að Malena
byrjaði aldrei á Grund og árið 1950
var hún allt í einu komin austur á
Fáskrúðsfjörð.
Við rákumst á hana af einskærri
tilviljun þegar við vorum að elta
þingmenn í Hraðfrystihúsi Fá-
skrúðsfjarðar þar sem hún stóð og
var að vinna í blálöngu. „Óþverra-
fiskur", sagði Malena, „sem gefur
engan bónus og bara lítið að hafa
upp úr henni.“ Hún sagði að kvót-
akerfið og kannski aflasæld ylli því
að lítið fiskaðist þessa dagana
nema blálanga, og ómögulegt að
vinna hana í bónus.
„Staðallinn er snarvitlaus. Við
viljum helst ekki vinna blálönguna
nema á tímakaupi, því við verðum
að vinna svo mikið til að ná uppí
bónusinn að það er bara ekki hægt.
Svo við erum bara ekkert að flýta
okkur. En þeir vilja ekki leyfa okk-
ur að vinna blálönguna á tíma-
kaupinu, þeir segjast vera svo
blankir greyin, eða bara hreinlega
tíma því ekki.“
Hjördís Ágústsdóttir var á sama
borði og Malena og er ómyrk í máli
yfir launum og samningum. „Þetta
er skítakaup, og ekki finnur maður
að þetta hafi hækkað. Ég skil bara
ekki af hverju var verið að sam-
þykkja samningana. Ég held hrein-
lega fólki hafi verið hálfvegis
mútað til að samþykkja með því að
hóta að ef samningarnir yrðu ekki
gerðir þá kæmi hreinlega engin
kauphækkun.“
-ÖS.
Hoffell í Fáskrúðsfirði. Þaðan er orkuútstreymi ekki síðra en frá Snæfellsjökli og eystra segja
sumir að með því einu að horfa á það fast og lengi megi daprar sálir huggun fá. Ljósm. Jón
Ingl.
Lífsglaðar stúlkur á Fáskrúðsfirði:
Aðalgæjarnir
eru á sjónum
- þó einn og einn
hvítur sauður
sé í landi
í kaffitímanum í Hraðfrystihús-
inu á Fáskrúðsfirði rákumst við á
fjórar stelpur sem sátu og sötruðu
kók og átu súkkulöð. Þær flissuðu
bara þegar við fórum að spjalla við
þær um skemmtanalífið, og harð-
neituðu fyrst í stað að láta taka af
sér mynd. En smávegis bráð kom í
klakaþilin þegar Jón Ingi Ijós-
myndari skrúfaði frá sjarmanum.
„Það er eitt algert réttlætismál
sem við stelpurnar viljum að komi
fram“, sagði Þórunn Jónsdóttir.
„Af hverju eru bara fengnar ástr-
alskar stelpur í fiskinn? Af hverju
engir ástralskir strákar?“ Nú ætl-
uðu vinkonur hennar, Valborg,
Jóna og Ágústa alveg að rifna úr
hlátri. „Já, þú mættir auglýsa eftir
myndarlegum gæjum, dáldið töff,
helst dökkhærðum", sögðu þær og
hlógu enn meir.
„Annars eru nú ágætir strákar
hérna“, kom frá Þórunni, „að
minnsta kosti er einn og einn hvítur
sauður í hópnum". Nú fór hlátur-
inn vel yfir hundrað desíbel. „Ann-
ars eru nú aðalgæjarnir á sjónum",
skaut ein stallsystranna inní.
„Nú, er Jói þinn á sjónum?“ gail
við í hinum.
„Hann er ekkert Jói minn“,
Þórunn Jónsdóttir saup á kók og át súkkulöð. Þess á
milli lýsti hún yfir að lífið væri annað og meira en
frystihús og þó ágætt væri að vinna á slíkum stofnun-
um hyggðist hún ekki enda ævina þar.
Ljósm. Jón Ingi.
Mikil umsvif Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga_
470 á launaskrá
á síðasta ári
Stærsti atvinnurekandinn á
Fáskrúðsfirði er kaupféiagið sem á
síðasta ári hafði hvorki meira né
minna en 470 manns á launaskrá. Á
þess snærum eru tveir skuttogarar,
Ljósafell og Hoffell, vörubflar,
trésmíðaverksmiðja, sláturhús, ol-
íuumboð, verslun, frystihús, fiski-
mjölsvcrksmiðja, saltfisk- og
skreiðarverkun og vélaverkstæði,
að því er hæstráðandi kaupfélags-
ins, Gísli Jónatansson, tjáði Þjóð-
viljanum.
Gísli kvað þá kaupfélagsmenn
ekki tiltölulega óánægða með út-
komu kvótakerfisins, séð væri að
einhvers konar kvóti væri nauðsyn-
legur til að vernda bolfiskstofna og
áreiðanlega ómögulegt að finna
upp kerfi sem allir gætu sætt sig við.
Að sögn hans var afli kaupfélags-
togaranna 6500 tonn í fyrra, en
minnkaði nú um níu hundruð tonn.
„Þó erfitt sé að þola kvótakerfið,
þá eru þar margir góðir hlutir",
sagði Gísli, „menn freista þess að
nýta aflann betur, gera úr honum
verðmætari vöru, svo það má í
rauninni segja að kvótakerfið
breyti nokkuð hugsunarhætti fólks
til hins betra“.
Gísli taldi ennfremur að leita
mætti annarra atvinnumöguleika,
til dæmis væri sfld skammt fyrir
utan og væntanlega yrðu sfldveiðar
kannaðar, ef þrengdist um at-
vinnu. Orsök þess að síldarverkun
hefur ekki verið mikil á Fáskrúðs-
firði væri sú, að bolfiskafli hefði
hreinlega verið nægur til að halda
uppi góðri atvinnu.
„En sfldin er hérna og við eigum
Gísli Jónatansson hæstráöandi í
Kaupfélaginu: „Nauðsynlegt aö
hafa einhvers konar kvótafyrir-
komulag". Ljósm. Jón Ingi.
að geta farið í bæði sfldarsöhun og
frystingu“, sagði Gísli að lokum.
-ÖS
Lífið er saltfiskur á Fáskrúðsfirði
Stynja undan
raforkuverðinu
Hlátrasköll og vatnsskvettur
gengu á báða bóga þegar við sigld-
um I kjölfar þingmannanna Svav-
ars Gestssonar og Hjörleifs Gutt-
ormssonar Austfjarðagoða inní
húsakynni Sólborgar h/f á Fá-
skrúðsfirði, þarsem verið var að
undirbúa fisk í salt. Ekki sýndist
mér betur en skvetturnar ykjust að
mun þegar þingmennirnir komu í
húsið og fékk raunar sjálfur hálf-
gert bað.
Sá sem virtist hafa allra manna
mesta kátínu í frammi var Hans
Aðalsteinsson, sem stóð og skar
hrygggarða úr fisknum og fleygði
honum síðan af fítonskrafti í mikið
þvottakar. Þetta var bátafiskur,
stór og vænn, og Hans sagðist fá
þetta átta til níu þúsund krónur á
vikuna. Það væri bara venjulegt
tímakaup með svokölluðu saltfi-
Hans Aðalsteinsson var að undir-
búa fisk fyrir salt hjá Sólborgu h/f á
Fáskrúðsfirði. „Unnið öll kvöld og
helgar ef svo ber undir“. Ljósm. Jón
Ingi.
skálagi oná það. „Það er kannski
mikið í krónum talið, en er nú and-
skotann ekki mikið miðað við það
að maður þarf að vera allar helgar
og öll kvöld til að ná þessu“, sagði
Hans að lokum, og vatt sér svo aft-
ur í slaginn.
Hlátrasköll
og skv ettur
á báða bóga
Agústa harðneitaði að láta taka
mynd af sér fyrst í stað, en linaðist
þegar Ijósmyndarinn skrúfaðí frá
sjarmanum. Ljósm. Jón Ingi.
sagði vinkonan. „En hana langar
að hann verði það“, segja vinkon-
urnar og fara í algjört hláturkast.
Við spyrjum þær aðeins útí
skemmtanalífið og Ágústa segir að
það sé nú lítið hægt að skemmta
sér, maður komi steinuppgefinn
heim úr vinnunni á föstudögum og
leggist bara uppí bæli til að sofa úr
sér þreytuna. Hinar stelpurnar
segja þó að stundum fari krakkarn-
ir á böll, annað hvort á Egilsstaði
eða Reyðarfjörð. „Svo eru líka böll
hér á Fáskrúðsfirði. Það fer annars
alveg eftir hljómsveitinni, hvort
það er nokkuð gaman. Besta
hljómsveitin er Fásinna. Það er ör-
uggt“.
Þær eru á því að krakkarnir
skemmti sér yfirleitt vel, ekki
mikið fyllirí, þó einstaka strákur
verði stundum of fullur. „Það er
einsog sumir taki þetta út fyrir all-
an hópinn“, segja þær. „En stelp-
umar eru hægari í þessu, sumar eru
kannski smárakar stundum, en
þetta er allt í hófi“. _qc
„Hér lifir engin f jölskylda af
einum launum", sagði Anna
ÞóraPétursdóttirá
Fáskrúðsfirði í stuttu spjalli við
Þjóðviljann fyrir skömmu.
„Konurnar verða að vinna úti,
því laun einnar fyrirvinnu
hreinlega hrökkva ekki til.“
„Þetta er hrein atvinnurekenda-
stjórn“, segir Anna Þóra Pétursdótt-
ir á Fáskrúðsfirði. Ljósm. Jón Ingi.
„Ástandið hefur aldrei vcrið eins
slæmt og um þessar mundir" að sögn
Önnu Þóru, „stjórnin er búin að stór-
skemma launin, enda er þetta hrein at-
vinnurekendastjórn".
Anna Þóra kvað mjög gott að búa á
Fáskrúðsfirði og hún hefði alls engan
hug á að flytja þaðan. Þó taldi hún að'
ýmislegt væri verra við að búa úti á
landi og nefndi sérstaklega hátt rafork-
uverð. „Við hitum okkar híbýli með
raforku og verðið er hreint alveg að
gera út af við fólk: Það stynja allir
undan þessu og þess eru hreinlega dæmi
um að mánaðarlaunin hrökkvi varla
fyrir orkureikningunum. Og okkur
þykir náttúrlega slæmt að á sama tíma
skuli Álverið ekki einu sinni greiða
framleiðslukostnaðinn af orkunni sem
það notar.
Anna Þóra hefur starfað í Alþýðu-
bandalaginu og við spurðum hana hvort
hún teldi að konur hefðu nægilegt oln-
bogarými í flokknum. „Mér finnst sjál-
fri að konur hafi fengið að njóta sín í
Alþýðubandalaginu, að minnsta kosti
hér hjá okkur, þó ég viti að ýmsar kon-
ur hér fyrir austan séu óánægðar. Hjá
okkur var kona í öðru sæti í forvali fyrir
sveitastjórnarkosningarnar, og það
mætti kannski nefna að þó konur lentu í
forvalinu í sætum á listanum, þá var-
samt ekki hægt að fá þær tii að taka sæti.
Því miður. Svo ég held að konur hafi
haft góð tækifæri til að komast á fram-
boðslista, alveg til jafns við karlana".
Dýrtíðin
aldrei
meiri
en eftir að
stjórnin tók við
„Eg skil hreint alls ekki hvernig
ungt fólk með lítil börn getur lifað
af tekjunum sínum í dag“, sagði
Petra Jakobsdóttir sem er búin að
vinna í tíu ár hjá Pólarsfld h/f á
Fáskrúðsfirði. „Öllum hlýtur að
vera Ijóst að það lifir ekki nokkur
fjölskylda af einum launum í dag,
einsog kaupið gerist í fiskvinnslu“.
- Svo þú ert óánægð með
kaupið? spyrjum við.
„Við höfum kannski sæmilegt
kaup þegar vertíðin stendur yfir,
en þá er líka unnið öll kvöld og
mikið um helgar. Hins vegar er
dautt á sumrum, þangað til síldin
Petra Jakobsdóttir hjá Pólarsíld h/f á
Fáskrúðsfirði: „Vinnuveitendasam-
bandið má víst ekki vlta að þeir
borga okkur yfir taxta“. Ljósm. Jón
Ingi.
kemur. Aftur á móti get ég í sjálfu
sér ekki verið annað en ánægð með
að hjá þessu fyrirtæki hefur alltaf
verið borgað yfir taxta, ég veit
raunar ekki hvort ég má segja það,
því þeir mega víst ekki gera það
fyrir árans Vinnuveitendasam-
bandinu fyrir sunnan".
- Finnst þér stjórnin standa sig?
„Hvemig spyrðu?“ spyr Petra á
móti. „Dýrtíðin hefur aldrei verið
meiri en eftir að þessi stjóm tók
við. Og ekki fannst mér samning-
arnir bæta kjörin mikið. Það lifir
enginn af þeim nema með mikilli
yfirvinnu og vinnuálagi. Ég skil
ekki hvernig fólk gat tekið þeim,
en það var einhver óttalegur doði í
öllum á meðan samningarnir stóðu
yfir“.