Þjóðviljinn - 28.04.1984, Page 11
Helgin 28. - 29. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Ingólfur Sveinsson:
í vorspegli
Gamall maður sat á bekk í Hljómskálagarðinum
studdist við staf sinn, reri fram í gráðið
og tautaði:
Hvaða lœti eru þetta þótt vorið sé komið?
Enn getur komið páskahret, hvítasunnuhret,
skárra er það...
Hvað á það að þýða hjá vorinu að láta svona?
Er þetta kannski einhver uppreisn rétt einu sinni?
Ég vil að vorin séu eins og í gamla daga...
Tvær ungar stúlkur komu sýngjandi inn í garðinn
skríktu af ánœgju, vorið var svo skemmtilegt:
Ósköp er að heyra til þín gamli minn
sérðu ekki að krían er komin í hólmann?
sérðu ekki að Fríkirkjan stendur á höfði í tjörninni
með allan guðdóminn?
sérðu ekki garðinn, eins og breiddur grænum dúk?
sérðu ekki Jónas Hallgrímsson
varðmann ungra drauma
finnurðu ekki ilminn af trjánum
eftir skúrina í nótt...
Mikil bölvuð læti eru alltaf í kríunni
það mætti segja mér að hún vœri kommúnisti
eins og hún hagar sér
búin að leggja undir sig tjarnarhólmann
flæma burtu alla sjálfstæða og skikkanlega fugla
nema kolluna, sem lætur allt eftir henni...
Þessi fugl er hættulegur lýðræðinu í borginni
yfirvöldin verða að gera eitthvað í málinu
áður en það er um seinan.
Ja, svei, tautaði gamli maðurinn og stundi...
(1983)
Af traustum
handriðum og
hlýjum höndum
Elsku vinur.
Af öllu rifrildi, sem gekk fjöllun-
um hærra þegar við hittumst á mál-
tíðum á „Frk. Torups Pensionat" í
Kaupmannahöfn forðum tíð og
ýmsir urðu vitni að (meðal annars
fröken Torup sjálf, sem varð eld-
heitur kommúnisti og hverrar „om-
vendelse" ég þakka mér, en þú
munt þakka sjálfum þér ef mér
skeikar ekki hrapallega), varð mér
ljóst að þú ert gáfaður maður. Hitt
vissi ég ekki, að þú ert stílisti eins
og sjá má af greinarkorni sem ég sá
nýlega í Þjóðviljanum og þú nefnir
„Á labbitúr með Guðjóni“ (31.
mars).
Nú er ég búinn að steingleyma
hvað okkur bar á milli, nema hvað
ég man glöggt að þú sagðir með
miklum þunga að ég gerði komm-
únismanum ómetanlegt tjón með
skoðunum mínum afkáralegum.
En ég snéri samt fröken Torup til
réttrar trúar. Annað sem þú sagðir,
og ég trúi að táknrænt sé fyrir það
sem okkur bar á milli, var að hús
væri vél til þess að búa í.
Þarna þótti mér taka svo í hnúk-
ana að þessu hef ég aldrei gleymt.
En af því að ég var varkár í eðli
mínu lét ég þetta sem vind um eyru
þjóta, áleit mig ekki færan um að
deila við arkitekt um hús.
Efnishyggja og
pragmatismi
Nú eru líklega liðin 43 ár, og ég
hef lært mikið á þessum löngu
árum, og skoðanir mínar hafa ekki
farið varhluta af þeim lærdómi. Ég
get meðal annars fullyrt að þær
hafa fjarlægst efnishyggju hröðum
skrefum öll þessi ár. Eg hef ekki
lesið grein þína í Morgunblaðinu,
sem þú nefnir, vegna þess að ég sé
aldrei það ágæta blað, en þykist þó
lesa það á milli línanna í Þjóðvilj-
agreininni að þú haldir þig við
sama heygarðshornið.
Snemma á þessari öld voru til
eðlisfræðingar, sem sögðu að það
væru ekki lengur nein viðfangsefni
óleyst í eðlisfræðinni og ekkert sem
þyrfti frekari skýringar við. Teórí-
ur Planks og Einsteins voru aðeins
ský á heiðum himni eðlisfræðingar,
sem mundu leysast og eyðast af
sjálfu sér.
Ég hef þekkt prófessor í erfða-
fræði, sem fannst menn vita nú orð-
ið svo mikið í þessu fagi, að það var
eins og svifi á hann. Það var engu
líkara en hann væri á þekkingar-
fylleríi.
Þessir menn eru hentistefnu-
menn (pragmatistar). Þeir hefðu
líka getað sagt „hús, það er vél, -
ósköp einfalt". Það eru líka til líf-
fræðingar sem segja að lifandi ver-
ur séu eins og vélar, ofureinfaldar.
Þú ert vél og ég er vél og hvor um
sig býr í vél.
En Hannes minn, veruleikinn er
miklu flóknari en þú og þessir próf-
essorar halda.
Ef við hefðum verið uppi á 19.
öld hefði ég getað séð í gegnum
fingur við þig með þessa véla- og
hentistefnu þína, en í lok 20. aidar
er það af og frá.
Reglugerðin bjargar
Ég ætla að segja þér sögu. Eigi
fyrir löngu bar það við að ísinn
brast undir fjórum mönnum sem
dorguðu á firði við höfuðborg ó-
nefnds lands. Um 50 manns voru
að dorgi þar nærri, en létu sem ekk-
ert hefði í skorist, þegar fjórir
drukknandi menn æptu á hjálp.
Blaðamaður nokkur og félagar
hans sem voru um hálfan kílómetra
frá slysstað, sáu ekki hvað gerðist,
en brugðust við eftir nokkra stund,
þegar hljóðunum linnti ekki. Þeir
hlupu í gegnum hóp af dorgandi
fólki og tókst að bjarga tveim
mönnum úr vökinni. Einn hafði
klórað sig upp úr, en sá fjórði
Fáeinar línur til
Hannesar Kr.
Davíðssonar
arkitekts frá
Einari Vigfússyni
drukknaði. Dóttursonur hans, sem
var lítill snáði, hafði hlaupið fram
og aftur um sker sem stóð upp úr
ísnum rétt fyrir innan og hrópaði
fullur örvæntingar: Bjargið afa,
bjargið afa! Þegar björgunarmenn-
irnir náðu fram að vökinni sat hann
á skerinu og grét. í næstu andrá
hvarf afi hans f djúpið, og þá hljóp
drengurinn litli inn í skóginn og
faldi sig.
Fólkið, sem byggir þetta ó-
nefnda land og gefur greinilega
fjandann í náungann, er fólk efnis-
hyggjunnar. í „framvindunni“ hef-
ur það haft „dómgreindina, þenn-
an stórgóða eiginleika, að geta lagt
frá sér hluti sem þjónuðu ekki
lengur... “ eins og þú kemst svo lag-
lega að orði. í hálfa öld hefur það
verið iðið við að leggja frá sér hluti,
og nú er land þessarar þjóðar að
verða að einum stórum samfelld-
um sorphaug. Á 50 árum. Hvemig
heldur þú að það verði eftir 5Öx5Ö
ár? Eða þó ekki væri nema 50 ár, ef
svo ólíklega skyldi vilja til að frest-
ur yrði á heimsendi?
„Vegna þess að yfirvöldin, sem
betur fór, tóku fram fyrir hendur
þeirra manna sem bjuggu fólki
stiga og settu reglugerðir" styður
þessi sama þjóð sig við mikil og
traust handrið, jafnvel úr járni,
þegar gengið er upp og niður. Það
er nauðsynlegt af því að það er eng-
inn sem vill styðja eða taka í hönd á
gamla fólkinu eða þeim sem van-
megnugir eru. En þú veist eins vel
og ég að það er miklu betra að
styðja sig við hlýja hönd en traust
handrið, meira að segja þó það sé
úr járni.
Veistu að dorgurunum á ísnum
fannst að yfirvöldin ættu að bjarga
mönnunum í vökinni?
Þú spurðir Guðjón, hvort hugs-
anlegt væri að hrifning vinstri-
manna á fyrri húsakynnum gæti
stafað af því að þeir rísi ekki undir
því að leysa vandamál framvind-
unnar. „Framvindan“ er hliðstæð
vel þekktu fyrirbæri í líffræðinni,
sem kallast „Ruckbildung“. Þar er
hentisemin látin ráða, allt látið
reika á reiðanum. í þjóðfélagi
„framvindunnar" er það Mammon
sem stýrir. Það er svo þægilegt að
hafa næga aura og láta allt sigla
sinn sjó.
Margur verður af aurum api er
máltæki sem einhver vís maður
hefur búið til. Ég tek það fram að
ég er ekki að svívirða frændur okk-
ar apana, en aurarnir hafa gert
okkur að vitfirringum. Vitfirringin
var hins vegar ekki komin í kerfi
þegar máltækið var myndað, og
höfundur þess áleit þá að við stæð-
um öpunum eitthvað framar.
Amma hans Kiljans var á móti
símanum, og henni var beinlínis
illa við hann, því hún vildi ekki lfta
hann augum. Ég held að þetta hafi
verið djúpvitur kona. Síminn var
byrjunin á „framvindunni“ sem
hefur ýtt okkur á ystu nöf.
Tákn hins
trausta handriðs
Þó nafnið þitt hefði ekki staðið
undir greininni hefði ég getað sagt:
Þetta er hann Hannes. Ég þekkti
þetta allt frá gamalli tíð. Þegar við
vorum að rífast hjá henni fröken
Thorup hafðirðu oft endaskipti á
hlutunum. Þegar þú skrifar grein
ferðu auðvitað alveg eins að. Af-
glapamennsku kallar þú dóm-
greind, „þennan stórgóða eigin-
leika“. Ruckbildung kallar þú
framvindu. Ef þú saumaðir flík
myndirðu hafa réttuna inn en röng-
una út, því að þú hefur alltaf verið
sjálfum þér samkvæmur.
Ég veit að þér verður að orði
þegar þú ert kominn þetta langt í
lestrinum: Hetjan sönn í helgum
móð. Þú, háðfuglinn sem gjarnani
gerðir grín að mér, kallaðir mig:
það jafnan. Ég var nú samt frekar
upp með mér af því epíteti.
Nú kveð ég þig, húmoristann,
með virktum, og bið örlögin að(
forða okkur frá öllu því sem þessi
traustu handrið tákna - í veikri von
- því allt mun það fram fara sem
ætlað er, eins og Ketill úr Mörk
sagði.
Þinn einlægur,
Einar Vigfússon
Einar Vigfússon er erfðafræftingur
búsettur í Sviþjóð.
Milllfyrirsagnir eru Þjóðviljans
Telknlng eftir Escher