Þjóðviljinn - 28.04.1984, Page 12

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28- - 29. apríl, 1984 , 1 17 dagar meö Sandínistum GREIN EINAR KARL HARALDSSON SEGIR FRÁ FERÐ UM NICARAGUA í Nicaragua, herrar mínir, étur músin köttinn! Hitinn skeliur á mann eins og löðrungur um leið og stigið er út í loftkældri DC-10 frá Iberia-flugfélaginu á flugveilinum í Managua, og opnar allar svitaholur upp á gátt. Það er heitasti árstíminn á vesturströnd Nicaragua, þurrt og græni liturinn sem er ráðandi hefur á sér sviðinn blæ. Og moldin brúna þyrlast í golunni því það er „fresco“ eins og þarlendir segja, svalandi vindur sem gerir hitasvækjuna bærilega. í Nicarag- ua eru tvær árstíöir, „verano“ hin þurra tíð, sumarið, sem stendur frá nóvember og lýkur í apríl, og veturinn „invierno", hin blauta tíð frá maí til október. Ferðalangur rekur augun í nokkrar magnlitlar loftvarnarbyss- ur við flugvöllinn sem minna á að Nicaragua er umsetið land sem Bandaríkjastjórn rekur óopinbert stríð gegn. I Jose’Martinez flug- vellinum á Kúbu standa Illjushin vélarnar í röðum, en í Managua er ekki annað að sjá en ómerkta DC-8 vél, gamla DC-6 og nokkrar smár- ellur sem bera á sér ellimerki. Draugamiðborg Höfuðborgin Managua er slíkur viðburður í augum aðkomumanns að þau eiga erfitt með að nema allt sem fyrir ber. Miðbærinn er enn í rúst eftir jarðskjálftana miklu 1972, en áður voru þar byggingar í spænskum barokkstíl, nýtísku skýjakljúfar og markaðir. Horfið var frá því að byggja upp að nýju á jarðskjálftasprungunni, og smám- saman er verið að breyta svæðinu í útivistarparadís. En jafnvel verk- smiðjur Somoza, sem þarna voru, hafa ekki verið endurreistar. í þessari draugamiðborg hefst enn við fjöldi fólks og eru aðstæður all- ar ömurlegar. Við ökum síðan út fyrir borgina áleiðis í næturstað og strax á fyrsta degi stinga í augun þau fyrirbæri sem eru svo einkenn- andi fyrir ástandið í Nicaragua. 650 þúsund manns búa í Manag- ua, og borgin teygir sig yfir stórt svæði þar sem skiptast á verka- manna „barrio" og miðstéttar- hverfi í nánu sambýli. „Ó þetta fólk mitt í kassafjalahúsunum", segir eitt suður-ameríska skáldið í kvæði. Hrófatildur með moldar- gólfum og byggingarefni úr öllum áttum sem hrúgað er saman er sjón sem allsstaðar blasir við. Þó er ekki allt sem sýnist og þegar inn í verka- mannahverfin kemur sést að þau eru skipulögð og inn á milli hafa verið byggð góð hús með hlöðnum veggjum til hálfs, timburgrind og klæðningu, sem oft er svo illa til- sniðin að hún gefur húsunum fá- tæktarblæ. Viðurinn er harður og verkfærin léleg. (Hér má skjóta því inn að bandarísk auðfélög höfðu gengið hart að skógunum á austur- strönd Nicaragua fyrir byltinguna og rúið þá af kjörviði. Þar á ofan bætist að umsvif „contrunnar" svokölluðu á helstu skógarhöggs- svæðunum hafa gert alla viðarað- drætti erfiða og hækkað verð á borðviði um 50% á hálfu ári. Þann- ig má sjá að það stríð sem banda- ríska Ieyniþjónustan CIA skipu- leggur til þess að lama efnahags- kerfi Nicaragua hefur sín áhrif. Þetta kemur sér afar illa því víða um landið má sjá glögg merki um mikla húsnæðisuppbyggingu, jafnt til sveita sem í borgum.) Allsstaðar eru börnin Og svo eru það börnin. Allsstað- ar eru börnin. 5-6 og 7 á vappi kringum húsin innanum hænur, grísi og hunda sem alþýða manna hefur við hus sín hvort sem búið er í bæ eða sveit. Þau virðast flest vel haldin og útþandir hungurmagar eru ekki algeng sjón. Betl er sjald- gæft, en hungur er þó áreiðanlega víða á bæ, enda eru um 25% íbú- anna í landinu utan við þann vísi af velferðarkerfi sem komið hefur veriðuppfrá„Sigrinum“ 1979. Það er fólk sem lifir á götuverslun, svartamarkaðsbraski og hvers- konar lausamennsku, og hefur enn enga festu í sínum lífsháttum. Eða þá fólk sem býr á svæðum sem skipulag hefur náð til nema hvað snertir bólusetningarherferðir og lestrarkennslu. Barnadauðinn í Nicaragua var með því hæsta sem þekkist í heiminum á Somoza tím- anum. Með gífurlegu átaki í heilbrigðismálum, sem hvergi nærri er þó fullkomnað, er barna- dauði orðinn minni en í flestum þróunarríkjum. Þjóðinni hefur fjölgað um 20% eftir „Sigurinn“ og börnin setja svip sinn á allt þjóðfé- lagið. Margir halda því fram að barnadauði sé mælikvarði á þjóð- skipulag í þróunarríkjum. Á þeim mælikvarða stendur Nicaragua hátt. Barnabylting Á byltingartorginu í Managua halla sér tveir drengir, líklega u.þ.b. tíu ára, upp að styttu. í kjöltu þeirra liggja tveir fornlegir rifflar og mynda kross þar sem þeir sitja þétt hvor við annan heldur syfjulegir í hitanum, og hafa stuðn- ing hvor af öðrum. Þeir brosa feimnislega þegar við tökum að smella af þeim myndum í gríð og erg. Þetta var sjón sem ég var lengi að venjast. Kornungt fólk sem byltingarverðir, og 14-15 ára strák- ar sem fullgildir í varaliðinu við varðgæslu nálægt átakasvæðum. En þannig var það að æskufólkið, allt niður í 8-9 og 10 ára tók virkan þátt í uppreisn alþýðunnar gegn Somozaeinræðinu og bandaríska arðráninu. Krakkarnir í verka- mannahverfunum fóru í kapp um það hvaða hópur væri fljótastur að reisa varnarvirki, og veittu bylting- armönnum margvíslega aðstoð, t.d. með því að bera skilaboð á milli og halda uppi njósn. Fræg er hetjusaga Luis Alfonso Velasques, sem er einn af píslarvottum bylt- ingarinnar. Níu ára gamall var hann leiðtogi hreyfingar forskóla- barna. Hann dreifði áróðri þjóðfrelsishreyfingar Sandinista, safnaði fé til stuðnings verkfalls- mönnum og veitti Sandinistum skjól í bardögum með því að kasta bensínsprengjum að þjóðvarðlið- um. Saga hans er ekki aðeins saga um mikla hugdirfsku heldur ber hún einnig vott um þann mikla pól- itíska þroska sem einkennir margt æskufólk í Nicaragua. Luis Al- fonso Velasques var skotinn til bana af dauðasveit Somoza í maí 1979. Ungt fólk íöndvegi Á ferð okkar um Nicaragua hitt- um við marga af svæðisforingjum í fj öldahreyfingum Sandinista, verkalýðshreyfingu bænda, kvennahreyfingunni, mennta- hreyfingunni og fl. Flest var þetta fólk um og yfir tvítugt, en hafði að baki sér sex til átta ára reynslu í pólitískri baráttu og vopnuðum átökum. Þegar þess er gætt að helmingur þjóðarinnar er undir tví- tugu, um ein og hálf milljón af tæp- lega þremur milljónum íbúa, þá er það ekkert undarlegt að ákveðið hefur verið að miða kosningaaldur við 16 ár í kosningunum sem fram eiga að fara 4. nóvember næstkomandi. Annað hefði verið svik við þann æskulýð sem átti stór- an hlut að sigrinum 1979. í alþjóð- legum fjölmiðlum hefur þetta verið lagt út sem bragð af hálfu Sandin- ista til þess að tryggja sér meiri- hluta í kosningunum. Hitt er sönnu nær að æskulýðssamtök Sandinista hefðu að öðrum kosti snúist gegn byltingunni, enda í hæsta máta ólýðræðislegt ef æskufólk hefði ekki fengið að taka þátt í kosning- unum. Og hversvegna skyldi æskufólk í Nicaragua ekki styðja Sandinista. Það fær að lifa í stað þess að eiga dauðann vísann áður, það sér fram á staðfestu og verkefni, það hefur fengið að Iæra að lesa, það hefur fengið að kynnast sinni eigin sögu, það hefur öðlast trú á land sitt og þjóð. Jafnvel borgarabörnin snúa baki við fortíð sinni og hrífast með í hinni þjóðlegu uppbyggingarstarf- semi Sandinista. Vöruskorturinn Þrátt fyrir að uppbygging blasi víða við í sveitum landsins og marg- vísleg stórverkefni séu í gangi bæði í landbúnaði og iðnaði, þá er kyrk- ingur í efnahagslífinu og tilfinnan- Iegur skortur á ýmsum vörum. Það er í rauninni stórkostlegt upplifelsi að horfa á bílaflota landsmanna. Allt sem snýst og hægt er að koma mótor í er notað. Og um allt getur að líta bflhræ sem rifin hafa verið í sundur til þess að nota í varahluti. Þeir meistarar sem halda vélum og tækjum gangandi í hinum mikla skorti á varahlutum eru heldur bet- ur taldir til manna í Nicaragua og þá ekki síður sú stétt sjálflærða „uppfinningamanna“, sem setur saman þreskivélar og önnur land- búnaðartól úr gömlu véladrasli hingað og þaðan. Almenningssamgöngur eru nið- urgreiddar og fólk notar sér þær í ríkum mæli. Gamlar bandarískar herrútur, nýlegar evrópskar rútur og mikill fjöldi japanskra skutbíla, allt rúllar þetta um stræti og vegi, ekki aðeins fullt, heldur yfirfullt, svo fullt að fólk hangir á stuðurum, tröppum og situr upp á farangursg- rindum.Og á meðan vélarnar æpa og stynja undan þunganum og ryðja úr sér reyknum iætur fólkið sér vel lynda, því hvað jafnast á við aðhafa farartæki?í Managua er ekki ráðlegt að fara stuttar leiðir með bússunum, því farirðu inn að framan ertu kominn borgina á enda áður en þú kemst út að aftan. Árangur og kyrkingur Hagvöxtur var 5% á árinu 1983 í Nicaragua, og mun það vera mesti hagvöxtur í allri Suður-Ameríku á sl. ári samkvæmt tölum CEPAL í Börnin eru allsstaöar - í Nlcaragua býr ung þjóð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.