Þjóðviljinn - 28.04.1984, Síða 15

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Síða 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVIL.IINN Helgin 28. - 29. aprfl 1984 i-V V'* /t' 1 í''. Helgin 28. - 29. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 -l',f'i.i.i 'í' -- >4, :9 r r .i * > 'c EiginkvennatríóiA á senunni í Osló. F.v. Þórunn Helga Guðbjörns dóttlr, Helga Jóhannesdóttir og Erna Þórarinsdóttir. Tóif hundruð áhorfendur voru í Chateua Neuf t Osló þriðjudagsk völdlö 10. aprfl og þrusustemmning. Eyþór vlft hljómborðlð Ekki hægt að gera betur í margar vikur hafði eftirvæntingin legið í loftinu hér í Árósum. Mezzo- forte ætlaði að vera með tónleika hérna þann 8. apríl. Þeir forsjálu tryggðu sér miða um leið og miða- salan hófst, 600 miöar seldust fljót- lega upp og urðu margir frá að hverfa. Mezzoforte hefur veriðtals- vert vinsæl hér í bænum og tónlist þeirra er t.d. mikfð leikin í Radio Ár- hus, f rjálsu útvarpi bæjarbúa. Margmennið í Motown, vinsælu ballhúsi hér í bæ, var slíkt að haft var á orði að fólk gæti ekki staðið nema í aðra löppina í einu. Tónleikagestir stóðu uppá stólum og borð- um, - jafnvel upp á löngu barborðinu sat fólk og sneri baki við fægðum bjórhönun- um. Mezzoforte keyrði tónleikana þétt áfram. Þeir byrjuðu kl. 9 og spiluðu án pásu til kl. 11. Þeinrvar ekki sleppt átakalaust, uppklöppin voru þrjú eða fjögur. Lög af Surprise, surprise og Observations voru meðal annarra á dagskránni og það var greinilegt í salnum að fólkið þekkti músík- ina. Þegar fyrstu hljómar Garden Party lið- uðust út í salinn, ætlaði allt um koll að keyra. Hljóðfæraleikurinn var öruggur, rytmagrúppan þétt og föst, flóknar takt- skiptingarnar fullkomnar. Sándið, fyrirgef-- ið hljómurinn, eins og best verður á kosið. Þetta eru drengir sem kunna sitt fag, á því er ekki nokkur vafi. Handan tímans og rúmsins Á miðjum tónleikunum kynnti Jóhann bassaleikari nýtt verk, sem braut upp sam- felluna í stílnum; Northern Winds. Nort- hern Winds er heillangt tónverk fremur en lag, nokkurs konar sköpunarsaga sem nær aftur fyrir tímann og rúmið. Dularfullir, órytmískir tónar svifu um salinn. í upphafi var kaos. Stjörnuþokan sveif um alheim- inn, formlaus, tilgangslaus? mystísk. Upp- lifunin var sterk, margmennið gleymdist, ég fékk á tilfinninguna að ég heyrði með húðinni. Hægt og hægt röðuðu tónarnirsér saman, heimurinn var í fæðingu, leitandi að formi. Tónlistin varð þéttari, lífið óx fram, voru ekki apar þarna að kumra og klóra sér? Orkan og lífsgleðin magnaðist - þökk sé lífinu fannst mér tónlistin segja, þökk sé lífinu. Hápunktur tónleikanna var langur tví- leikur milli Gunnlaugs trommuleikara og Jerun de Rijk, hollenska slagverksleika- rans. Spennandi sóló, kraftmikið, glettið, öruggt og margbrotið. Kjuði brotnaði hjá Hollendingnum, - skipti engu máli. Ég skoraði andlit fólksins í kringum mig, hrifn- ing og undrun skein af þeim. Danskur strákur við hliðina á mér tautaði í sífellu: Þetta er ótrúlegt, ótrúlegt, og þegar hann tók eftir að ég var að horfa á hann bætti hann við: Ég hef aldrei upplifað neitt stór- kostlegra. Gæsahúð um allan skrokk Ég ræddi við nokkra gesti eftir tónleikana og svör þeirra voru öll á sömu leið. Karl- maður nálægt fertugu, Dani, sagðist hafa heyrt í Mezzoforte í útvarpinu og að hljóm- leikamir væru jafnvel betri en hann hafði* átt von á. „Þeir eru ekki eingöngu úrvals hljóðfæraleikarar, þeir eru líka svo lif- andi“. Mette, stúlka liðlega tvítug fullyrti að hún hafi aldrei á ævi sinni verið á betri tónleikum. „Það er einfaldlega ekki hægt að gera betur“ sagði hún. Barþjónn á Mo- town, sem hlustar á allskyns hljómsveitir í vinnutímanum, Var eitt bros út að eyrum. „Feitt sánd. Frábærir tónleikar, betri en ég bjóst við. Þegar maður fær gæsahúð um allan skrokk hlýtur músíkin að vera meira en fullkomin. Þegar ég heyrði í fyrsta skipti að Mezzo kæmi frá íslandi hló ég mig mátt- lausan. ísland var í mínum huga bara kuldi, verðbólga og vinnuþrælkun. En Mezzo er ein flottasta hljómsveitin í dag. Þið hljótið að vera stolt af strákunum, þarna uppá ís- landi. Og segðu þeim að í næsta skipti sem þeir koma til Árósa, þýði ekkert minna en 5 tónleikar.“ Við erum mjög ánægðir Viðtal við Jóhann Ásmundsson og Eyþór Gunnarsson Baksviðs eftir tónleikana voru augljós þreytumerki á strákunum. Þeir voru búnir að spila næstum öll kvöld síðan 10. janúar og hljóm- leikaferðinni lýkur fyrst þann 15. apríl, með aukatónleikum í Kaup- mannahöfn sem ákveðnir voru vegna mikillar aðsóknar á fyrri tón- leika þeirra þar. Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og Jóhann Ás- mundsson bassaleikari drógu ekki dul á að ferðin hafi verið erf ið. „Við erum búnir að vera í Japan, Eng- landi, Þýskalandi og núna á Norðurlöndun- um. Menn eru orðnir langþreyttir. Eftir síð- ustu tónleikana þann 15. apríl í Kaup- mannahöfn fáum við smá pásu. Undirtektir hafa verið geysilega góðar, alveg frábærar, nema kannski í Englandi, en þar hefur nýj- asta plata okkar ekki gengið nógu vel. f Þýskalandi var allt annað uppá teningnum og sömuleiðis hér k Norðurlöndunum þar sem aðsókn hefur verið alveg sérstaklega góð. Við erum ntjög ánægðir með ferðina. Og svo áheyrendahópurinn skemmtilega blandaður, við sjáum fólk á öllum aldri, allt frá fólki á sextugsaldri og niðrí 13, 14 ára krakka.“ „Nei, það er ekki á dagskránni að fara heim til íslands á næstunni til að spila, það- er alltof kostnaðarsamt fyrirtæki. Plötusal- an á íslandi er einhvers staðar innanvið eitt prósent af heildarsölunni og núna leggjum við áherslu á stóru markaðina." Eru hugmyndir uppi um næstu plötu? spyr ég, og Jóhann svarar „Já, já, það eru alltaf hugmyndir í gangi. Núna eru uppi áætlanir um að gefa út aðra litla plötu, en næsta LP plata kemur líklega ekki fyrr en á næsta ári.“ Sviðsframkoma ykkar er orðin miklu líf- legri en áður. Hafið þið unnið sérstaklega með hana? Jóhann hlær. „Þetta bara kemur. Það er búið að nefna þetta svo oft við okkur að það hlýtur að síast eitthvað inn. Sviðsframkom- an hefur batnað bara heilmikið, held ég“. Ég segi þeim félögum frá viðbrögðum fólks við samleik þeirra Gunnlaugs á trommunum og de Rijk slagverksleikara. Eyþór brosir og segir hæglátur: „Já, þetta sóló hefur alls staðar vakið mikla athygli. Barsmíðarnar líta svo líflega og skemmti- lega út á sviðinu. Þeir eru góðir spilarar, strákarnir“, og Jóhann bætir við: ,,Ætli það sé ekki villimaðurinn í okkur sem tekur kipp við trumbusláttinn?" Við sveigjum talið að frægðinni og sam- bandinu við tónleikagesti. „í Þýskalandi voru þeir ofsalega strangir, hleyptu engum baksviðs, svo við fengum engin viðbrögð frá almennum tónleikagest- um. Hér er þetta eðlilegra, Okkur þykir alit í lagi að fá gesti baksviðs eftir tónleikana, en þó verður það samt að vera í hófi“, segir Eyþór. „Nei, nei, við erum engar stjörnur í Englandi. Við erum bara nálar í heystakki þar. Það er helst að það komi fyrir í lestum að einhver þekkir mann, en sárasjaldan á götu.“ Börnin okkar mömmubörn Hvernig gengur ykkur að samræma fjöl- skyldulífið starfinu? „Það gengur,“ segir Jóhann, „fyrst og fremst vegna þess að við erum allir mjög heppnir með konur. Þær hafa stutt okkur mikið og vel. Það er örugglega þrælerfitt fyrr þær þegar við erum svona mikið burtu frá þeim og börnunum." „Við reynum að sinna börnunum þegar við erum heima“ bætir Eyþór við. „En þeg- ar við erum eins mikið í burtu og verið hefur undanfarið, þá verða börnin náttúrulega mikil mömmubörn. Það er kannski gjaldið sem þarf að greiða fyrir þetta, því miður“. „Börnin okkar eru öll um og innan við tveggja ára aldur. Á þessum árum eru þau fljót að gleyma og maður verður að gefa sér og barninu sínu tíma til að komast yfir þessa, - ja, hvað á ég að kalla það, þessa Framhald á nœstu síðu Mikil vinna en skemmtileg Chrls Hlll tónmeistarl: Við erum með 12 tonna trukk og tækln eru 8 tonn að þyngd. Þegar ég gekk útí vornóttina heim á leið, tók ég eftir grfðarstórum, yfir- byggðum trukki í næstu hliðargötu og stórum hópi manna að baksa við ógn- arstóra kassa. Forvitnin rak mig nær og í Ijós kom að þarna voru rótararnir og fleira starfslið Mezzoforte að hlaða hljóðfærum og tækjum á vagninn. Chris Hill, hljóðmeistari sveitarinnar, strauk af sér svitann. „Við erum með 12 tonna trukk og tækin eru 8 tonn að þyngd, svo þú sérð að það er hörkufyrirtæki að flytja þetta á milli staða. En við erum 6 sem sjáum um þessa hlið útgerðarinnar og fáum yfirleitt aukahjálp á hverjum stað við að bera dótið inn og út. Og veitir ekki af,“ segir hann móður og más- andi. - Þetta hlýtur að vera ofboðsleg skipu- lagsvinna? Mike Humeniuk, fararstjóri: „Já, en geysilega skemmtilegt púl. Við erum reyndar orðnir rosalega þreyttir, en það er heldur ekki svo langt í að við tökum bátinn yfir til Englands. Þá slöppum við sko af. Við höfum varla fengið frídag síðan 10. janúar og þú getur trúað því að það verður kátt á hjalla í bátnum á leiðinni yfir. Kannski verður það einhverskonar draugapartý - við erum orðnir eins og draugar upp úr öðrum draugum“, segir hann að lokum og tekur nokkur dansspor til áréttingar. „Biðjum að heilsa íslandi“, kalla þeir til mín að lokum, „og segðu þessum eyja- skeggjum að þeir eigi þarna frábæra drengi og að við séum allir í sjöunda himni!“ Mlke Hummenink fararstjórl: Þetta er geysl- lega skemmtllegt púl. Stundum eins og einstæðar mæður Spjallað við eiginkonur Mezzofortemanna Það eru konur á bak við alla menn, eins og fram kom í viðtalinu við þá Jóhann og Eyþór. Konur þeirra Mezzofortemanna voru með þeim síðustu viku hljómleikaferðalags- ins. Ég hitti þrjár þeirra, þær Ernu Þórarinsdóttur, Þórunni Helgu Guð- björnsdttur og Helgu Jóhannsdótt- ur og langaði til að kynnast þeirra heimi, - heimi utan við sviðsljós hljómleikasalanna. En gefum þeim orðið: Við erum búsett rétt utan við London. Við erum flestöll með börn, svo okkar hlut- verk er eiginlega að halda heimili. Við höf- um þess vegna ekki getað fylgt þeim eins mikið eftir og okkur hefði kannski langað, en brugðum okkur núna yfir til Danmerkur til að vera með þeim síðustu vikuna. Það er stórkostlegt að sjá hvað þeim gengur vel og við gleðjumst svo sannarlega yfir velgengni þeirra. Mitt barn, segir Erna, er að verða tveggja ára gamalt, nógu gamalt til að átta sig á þegar faðir þess er svona lengi í burtu og spyr oft um hann. Þetta er örugglega erfitt fyrir börnin, eins og okkur, þegar þeir eru svona mikið á ferðalögum. En þau eru nauðsynleg, þeir verða að fylgja vinsældun- um eftir ef þeir ætla að standa í þessu á annað borð. Við konurnar grínumst stund- um með það svona okkar á milli að við séum nokkurs konar einstæðar mæður eða einsog sjómannskonur! Helga tekur undir að þær séu svolítið einmana á köflum. Höfum stuðning hver af annarri „Mikilvægast er að við höfurn félagsskap og mikinn stuðning hver af annarri. Við höfum það mjög gott, það er stutt á milli okkar sem betur fer og við sækjum mikið hver til annarrar." England er mjög ólíkt íslandi, svo ekki sé minnst á hin Norðurlöndin, eru þær sam- mála um. „Til dæmis þá höfum við enga möguleika á dagheimili eða neinu slíku þar sem við búum. Við búum svolítið útúr, þar er sveitalegt og hlýlegt, en fólk verður svo mikið að bjarga sér sjálft með alla félags- lega hluti“, segja þær. „Flestar okkar eru með heimilishjálp, au-pairstúlkur, öðruvísi gætum við til dæmis ekki komið hingað til að vera með strákunum.“ „Við höfum búið í Englandi núna í 9 mánuði og erum farnar að huga svolítið að okkar eigin stöðu. Það er gaman að kynnast nýju landi og nýrri þjóð, en við viljum gjarnan nota tímann svolítið betur. Við erum nýbyrjaðir að velta fyrir okkur mögu- leikum á að fara í nám. Ein okkar hefur t.d. áhuga á að læra innanhússarkitektúr og við hinar erum svona að þreifa fyrir okkur. Hérna komum við aftur að því hvað Eng- land er ólíkt, þar eru t.d. svimandi há skóla- gjöld og oft erfitt að komast inn í skólana.“ Hringt vikulega að heiman - Fylgjast aðstandendur ykkar ekki gaumgæfilega með ykkur? „Jú, jú, blessuð vertu. Það er hringt að minnsta kosti vikulega. Ef það koma ekki fréttir af strákunum í blöðum heima í ein- Framhald á nœstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.