Þjóðviljinn - 28.04.1984, Síða 20

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. aprfl 1984 bæjarrölt Á þriðjudagskvöld voru fimm íslenskir biskupar í sjónvarpinu og var þess getið að það væri í fyrsta skipti í sögunni að svo margir biskupar kæmu í sjón- varpssal. Vonandi verður þetta skráð í heimsmetabók Guinnes. Þegar ég sá framan í hina háheil- ögu geistlegu herra fann ég að eitthvað kalt rann niður með hryggnum á mér og ég staulaðist að sjónvarpstækinu og slökkti. Því næst fór ég í háttinn og sökkti mér niður í einhverjar óþverra- legar bókmenntir. Guð í holtinu Þetta var svo sem ekki að marka með mig, ég lá veikur í flensu allapáskanaogvarþarað auki orðir.n svo yfirþyrmdur af guðsorði að ég var farinn að sjá fram á að liggja í bælinu út mán- uðinn. Ég lá t.d. föstudaginn ianga í sóffanum með teppi yfir mér, hóstandi og ringlaður, með Mattheusarpassíuna og Paradís- armissi þrumandi í útvarpinu og um kvöldið hlýddi ég á Einar J. Gíslason lýsa því hvernig hann læknaði konu í hjólastól með handayfirlagningu þannig að hún spratt upp og dansaði um alheil. Daginn eftir var ég enn verri af flensunni. Ég hef líklega ekki hið rétta kristilega hugarfar þó að ég sé bæði skírður og fermdur. Líklega trúi ég þó á einhvers konar guð en mér liggur í léttu rúmi hvort hann er einn, þríeinn eða eitthvað ann- að. Ætli það sé ekki þetta sem kallað er að vera trúaður með neikvæðu formerki? Ég veit ekki - enda er mér svo sem alveg sama. Mér finnst ósköp gaman að grípa niður í Biblíuna og lesa þar sitt hvað mér til ánægju og yndis- auka - þó að sumt sé náttúrulega hundleiðinlegt í henni - en ég er eiginlega löngu orðinn leiður á öllu guðsorðasnakkinu í ríkisút- varpinu og finnst það dálítið ein- hliða. Af hverju ekki hressilega umræðuþætti um trúmál þar sem reynt er að brjóta til mergjar ýmsar trúarkreddur sem menn hafa komið sér upp á geistlegum kontórum og kirkjuþingum um aldir? Þar gætu t.d. verið biskup- ar (tveir væru nóg) á móti ein- hverjum með svolítið neikvæðum formerkjum þar sem rifist væri um heilaga þrenningu eða skírn- ina svo að dæmi séu tekin eða einhverja vafasama kafla í Bib- líunni. Þetta yrði kannski til að fólk færi að hugsa um trúmál á skynsamlegan hátt en ekki eins og sauðir sem renna á eftir hirð- um sem vita ekki alltaf hvert þeir eru að fara. En nú er ég líklega farinn að prédika og það var ekki ætlunin, enda ferst mér ekki. Ég skreiddist á fætur á miðvik- udag og fór í vinnuna þó að enn ætlaði ég að hósa lifur og lungum. Þegar ég ók fram hjá tveimur nú- tímakirkjum sem standa með stuttu millibili á holtinu, þar sem ég bý, datt mér í hug að í hvert sinn sem ég sé svona bákn koma mér miklu fremur í hug arkitekt- úr og peningar en guð. En það er þó líklega fyrst og fremst að kenna mínu ótuktarlega innræti. Ef ég ætlaði að finna guð minn færi ég frekar uppá Vatnsgeym- inn sem líka er þarna í holtinu. - Guðjón Veistu? .. að við Lækjargötu eru tvö hús sem voru á sínum tíma bisk- upssetur. Það er húsið Lækj- argata 4 sem Helgi Thordar- sen biskup bjó í á síðustu öld og Gimli í Bernhöftstorfunni sem notað var sem bisk- upssetur á þessari öld. að fyrsti vísirinn að Skólavörðu- stíg var þegar rudd var braut fyrir fótgangandi upp að Skólavörðunni og mátti hvorki fara ríðandi né með vagna um þessa braut. að þar sem styttan Móðurást eftir Nínu Sæmundsen stend- ur í garðinum við Lækjargötu við hliðina á Miðbæjarskól- anum var áður fyrr eitt helsta vatnsból Reykvíkinga, nefnt Skálholtslind. að tveir Nóbelsverðlaunahafar hafa stundað nám í Menntaskólanum í Reykja- vík og gekk hvorugum vel námið. Þetta voru þeir Níels R. Finsen sem fékk Nóbels- verðlaun í læknisfræði árið 1903 og Halldór Laxness sem fékk Nóbelsverðlaun í bók- menntum árið 1955. að bærinn Skuggi, sem Skugga- hverfið er kennt við, stóð fyrir austan Klöpp þar sem nú er OLÍS-bensínstöðin við Skúlagötu. Líklega er bæjar- stæðið nú undir Skúlagötunni eða rétt fyrir ofan hana. að bærinn Grjóti, sem Grjóta- þorp er kennt við stóð efst við Grjótagötu norðan megin. að Hlíðarhús voru áður fyrr ein af hjáleigum Reykjavíkur og voru á svæðinu sem markast nú af Vesturgötu, Ægisgötu, Tryggvagötu og Norðurstíg. Þetta var bæjaþyrping og var Vesturgatan upphaflega nefnd eftir henni og kölluð Hlíðarhúsastígur. að bæirnir í Hlíðarhúsum hétu hver sínu nafni og m.a. Austurbær, Miðbær og Vest- urbær. sunnudagsHrossgatan / 5 4 6~ 3 & S? 4 £~~ 1 )D K 12 // R/ /3 )4 /S y )6 17 6 /8 18 8 3/ 1 3 £- 2d /4 8 £ 3 3 V T~ n- 2d 5 2Í 1? £ 3 20 22 / ¥ 8 3 £ ¥? 23 1? 5' i$ <3? JT^ 2Ý 2Ý V 2£ )4 )£ 18 20 s V J~~ V 18 vr V J¥~ 8 2b )£ )8 V JC /4 <? 27 /5" £ )£ 1- )S n )¥ R/ £ )4 R/ 20 /3 r 18 J? & 8 )4 V "s nr V 28 24 6~ 8 $ £ 3 ¥ s )¥ )¥ J/ )¥ /£ 28 £ <V /3 /£ /8 30 1 £ /3 2d )8 (p /iT // 31 3 /3 )¥ V 3 T~ 2¥ V 1 22 3 18 /b £ /4 )¥ )S )£ 24 2! 6~ ) RR 8 $ 7 ) 3 8 /S' R/ 2S )0 8 )3 T~ )£ 3 /£ & A Á B D Ð E É F GHIÍ JKLMNOÓPRSTU Ú V XYÝÞÆÖ Nr.421 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á skáldsögu sem kom út fyrir síðustu jól. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 421“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2? 15 1 z? 7 // I¥ /? /s 3 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 418 hlaut Dóra Guðmunds- dóttir, Skólastíg 24, Stykkis- hólmi. Verðlaunin eru Til- ræðið eftir Poul-Henrik Trampe. Lausnarorðið var Hornbjarg. Verðlaunin að þessu sinni er íslandsmetabók Arnar og Ör- lygs.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.