Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 12
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. maí 1984 Alþýðubandalagið í Reykjavík Munið vorhappdrættið! Dregið 10. maí! Gerið skil sem fyrst! Stjórn ABR. Aðalfundur 4. deildar ABR Grensásdeild Aðalfundur 4. deildar ABR verður haldinn fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. - Stjórn 4. deildar. ABR Samráðsnefnd í stefnuumræðu Samráðsnefndarmenn, munið fundinn á fimmtudag, 10. maí kl. 20.30, að Hverfisgötu 105 Alþýðubandalagið í Borgarnesi Föstudaginn 11. maí verður haldin skírnarhátíð í hús- næði félagsins að Brákarbraut 3. Hefst hátíðin kl. 21. Helgi Seljan alþingismaður mætir á hátíðina og slær á létta strengi. Boðið verður uppá fjölbreytt skemmtiefni, m.a. leikur nýstofnuð djasshljómsveit Gunnars Ring- sted. Góðar veitingar verða fram bornar. Hafið sam- band í síma 7628 eða 7506. Allir velkomnir. - Alþýðu- bandalagið í Borgarnesi. Helgl Seljan. Hjörleifur Skólamál - Nýr umræðuhópur • Hvað er að gerast í ráðuneyti og á alþingi í skóla- og fræðslumálum? • Hvert er viðhorf kennara, námsmanna og foreldra til áforma ríkisstjórnarinnar? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar í umræðu- hópi sem fer af stað laugardaginn 12. maí kl. 16 aö Hverfisgötu 105. Hjörleifur Guttormsson byrjar umræðuna í framhaldi af ályktunum landsfundar og sveitarstjórnarráðstefnu AB. Allt áhugafólk velkomið. - Skólamálahópur AB. i Æskulýðsfylking Alþyðubandalagsins Reggie-kvöld Föstudaginn 11. maí kl. 20.30 verður minningarkvöld um Bob Marley á þriggja ára dánarafmæli hans. Jónatan Garðarsson mun kynna tónlist hans, líf og trú á Jamaica. Allir Reggie-aðdáendur velkomnir á Hverfis- götu 105 n.k. föstudag. - Nefndin. Opinn stjórnarfundur Sunnudaginn 13. maí verður opinn stjórnarfundur kl. 16.30 að Hverfis- götu 105. Allir félagar velkomnir. - Stjórnin. FJÓRÐUNGSSJÚKRA- HÚSIÐ Á AKUREYRI Staöa YFIRLÆKNIS Á GEÐDEILD F.S.A. er laus til umsóknar. Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra F.S.A., sem gef- ur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1/6 1984. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. AÐALFUNDUR Alliance francaise auglýsir aðalfund sem verður haldinn mánudaginn 14. maí kl. 20.30 að Laufásvegi 12. Stjórnin. Minningarstofnun um Maurice Bishop Minningarstofnun um Maurice Bishop forsætisráðherra Grenada og þau sem féllu með honum 19. október 1983, varð til á Grenada í janúar s.l. Frumkvöðlar að henni voru stuðningsmenn stjórnar Bis- hops og eftirlifandi ráðherrar úr stjórn hans. Ríkisstjórn Maurice Bishops komst til valda 13. mars 1979 þegar einræðisstjórn Eric Gairys var steypt af stóli. Hún naut almenns stuðnings, ekki síst vegna bættra lífskjara og félagslegra aðstæðna alþýðufólks sem urðu í hennar tíð, Hún hóf umfangsmikla uppbygg- ingu og endurskipulagningu efna- hagslífs á eyjunni, en það var á frumstæðu stigi og mjög tengt þjónustu við bandaríska ferða- menn. í stjórnartíð Bishops komst árlegt atvinnuleysi til að mynda úr um 50% niður í 14%. Hagvöxtur var árið 1982 5.5%, en á árunum 1960-75 var hann að meðaltali 1.6%. Innrás Bandaríkjahers og herja nokkurra ríkja í Karabíska hafinu á Grenada fáum dögum eftir dauða Bishops hafði í för með sér grund- vallarbreytingar á stjórnarháttum og högum almennings. Hið nýja ríkisráð sem starfar undir leiðsögn bandarískra ráðgjafa hefur meðal annars stöðvað áætlanir á sviði fé- lagsmála, lokað iðnfyrirtækjum á vegum ríkisins og gert ráðstafanir Annað tölublað kvennatímarits- ins Veru á þessu ári er nú komið út. Útgefandi er kvennaframboðið í Reykjavík. Vera er einsog alltaf troðfull af fróðlegu efni, þar er meðal annars tekið vel á hvernig tölvutæknin snertir konur og þar koma fram þær upplýsingar að í ritvinnslu eru konur miklu fjöl- mennari en karlar en í forritun og gagnavinnsiu snýst dæmið við. Af hverju? Kayptu Veru og lestu þér til um málið. Þátturinn „Konur á vinnumark- Maurlce Blshop fyrrum forsætlsráó- herra Grenada sem myrtur var skömmu fyrir innrás Bandaríkjahers sl. haust. til einkareksturs ríkisjarða. Hin nýju stjórnvöld viðhafa tilraunir til þess að afmá eða sverta minning- arnar um Bishop og það fólk sem með honum starfaði. Áróður af því tagi er hafður í frammi í fjölmiðl- um, innan verkalýðshreyfingarinn- ar og á veggspjöídum. Markmið stofnunarinnar er sam- kvæmt tilkynningu frá aðstandend- aði“ snýr sér að þessu sinni að sjúkraliðastarfinu, fróðleikur um fæðingarorlof er í Veru, skemmti- leg grein segir frá takmörkun barn- eigna gegnum tíðina og auk þess eru bókadómar, gluggað í lög- fræðilegt mat á konum, og merki- leg grein sem fjallar um hvernig auglýsingar geta oft og tíðum verið ærið fjandsamlegar konum. Vera fæst í öllum góðum bóka- búðum, og náttúrlega á Hallæris- planinu þar sem framvörðurinn er til húsa. Reyfarakaup! -ÖS um hennar 21. janúar 1984, á þessa leið: „Maurice Bishop og þau sem týndu lífi með honum eru fulltrúar hins besta og fómfúsasta í byltinu okkar. Þess vegna skal minning þeirra heiðruð. Stofnunin á að tryggja að nöfn þeirra lifi áfram fyrir augum og í hjörtum og hugum fólks á Grenada...“ „Meginmarkmiðin em þessi: • Að reisa minnisvarða til heiðurs og minningar um hina myrtu. • Að setja á stofn miðstöð sem mun safna og dreifa efni og rit- um um líf og störf þeirra. • Að safna fé til aðstoðar þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna 19. október s.l. • Að stofna sjóð til að styrkja fólk til menntunar í æðri menntastofnunum. • Að vinna að því að mikilvægir staðir á Grenada beri nöfn þeirra sem féllu. • Að finna jarðneskar leifar þeirra og jarðsetja með virð- ingu. Stofnunin mun starfa í mörgum deildum bæði á Grenada og í öðr- um löndum.“ Hér hefur verið opnaður banka- reikningur til stuðnings stofnun- inni; og er utanáskriftin þesi: Maurice Bishop Memory Foundat- ion c/o Kristiina Björklund, 11943 Vesturbæjarútibú Landsbanka ís- lands. Kvennaframboð pœlir í tölvutœkni Ný Vera komin út Létta verður undir með sjómönnum Eftirfarandi ályktun hefur borist Þjóðviljanum frá fundi skip- stjórnarmanna og vélstjóra: „Almennur fundur skipstjórnar- manna og vélstjóra haldinn í Ólafs- vík 5. apríl 1984 vekur athygli á því ófremdarástandi sem nú er að skapast vegna samdráttar í leyfi- legum afla og orsakar stórfellt atvinnuleysi og tekjurýrnun sjó- manna. Fundurinn skorar á stjórnvöld að taka nú þegar til at- hugunar á hvern hátt létta megi sjómönnum þá fjárhagslegu erfið- leika sem nú blasa við þeim. Nú þegar þessi ályktun er gerð hafa 10 bátar eða 50% Ólafsvíkur- báta stöðvast, þar sem þeir hafa að fullu klárað sinn kvóta og er ekki að sjá nein verkefni fyrir þá á næst- unni.“ Samvinnuferðir-Landsýn Aðödarafsláttur 4.7. milj. A aðalfundi Samvinnuferða- Landsýnar, sem haldinn var 27. mars kom fram, að reksturinn hef- ur eftir eftir atvikum gengið vel á sl. ári, enda þótt heildartala farþcga í utanlandsfcrðum ferðaskrifstof- unnar hafi lækkað. Utan fóru 8.685 á móti 9.876 1982. Nemur fækkun- in um 12%. Segja þarna til sín efna- hagsþrengingar almennings. A hinn bóginn fjölgaði erlendum ferðamönnum, sem komu til iands- íns a vegum skrifstofunnar úr 3.600 árið 1982 í 4.100 1983. Brúttóvelta ferðaskrifstofunnar var 204 milj. kr., jókst um 65%. Á síðasta ári veitti skrifstofan 4,7 milj. kr. í aðildárafslátt. Horfur eru á að afslátturinn verði á sjö- undu milj. r' ár. Fjárfestingar á ár- inu voru 1,2 milj. Vareinkum unn- ið að endurbótúm á húsnæði skrifstofunnar áð Austurstræti 12. I stjórn Samvinnuferða- Landsýnar eru þeir Hallgrímur Sig- urðsson, Ásmundur Stefánsson, Erlendur Einarsson, Haraldur Steinþórsson, Ingi Tryggvason, Axel Gíslason og Sigurður Þór- hallsson. Eysteinn Helgason framkvstj; hefur fengið leyfi frá störfum í eitt ár. Á meðan gegnir Helgi Jóhannsson framkvæmda- stjórastarfinu. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.