Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 16
MÚÐVIUINN Fimmtudagur 24. maí 1984 Aöalsimi Þjó&viljanser 81333 M. 9 -20 mánudag tilföstudags. Utan þesstimaer hægt aö ná í blaöámenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er naogt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. A&alsími 81333 Kvöldsími 81348 Heigarsími 816S3 íslensk teiknimynd frumsýnd Samsett úr 6000 myndum Flnnbjöm Flnnbjörnsson með elna rammann en alls þurfti hann að teikna 6000 myndlr í kvikmyndlna. Ljósm. Atll. Ungur maður að nafni Finn- björn FiniibjöriiNson hefur undan- farin 3 ár unnið að gerð íslenskrar teiknimyndar og verður hún frum- sýnd í Regnboganum nk. iaugar- dag. Mynd þessi nefnist Innsýn og er um hreyfingu, andstæður og af- stæði og cnnfreinur er í henni túlk- juð fegurð og samræmi. Þetta er , sem sagt abstrakt mynd um lifið og tilveruna. j Finnbjörn þurfti að teikna um 6000 myndir sem notaðar eru í hana og auk þess er tekin filma af isólarlagi sem síðan er blandað litum. Hefur hann unnið myndina hjá Vilhjálmi Knudsen og er kostn- aður við hana orðinn um l.miljón króna. Finnbjörn, sem lærði „an- imation" eða teiknimyndagerð í San Fransisco, fékk tvisvar sinnum styrk frá Kvikmyndasjóði til gerðar myndarinnar en skuldar þó mestan part í henni enn. Hann segist þurfa um 10 þúsund áhorfendur til að endar nái saman en gerir sér jafn- framt vonir um að komast inn á erlendan markað í gegnum kvik- myndahátíðir í Bandaríkjunum, Japan og víðar. Myndin er hálftíma löng og verður sýnd á klukkustund- arfresti. í tengslum við hana er myndlistarsýning með mótífum úr myndinni í anddyri Regnbogans. - GFr. Axel Kristjánsson Útvegsbankinn Nýr aðstoðar- bankastjóri Á fundi bankaráðs Útvegsbanka íslands í gær, 23. maí, Var Axel Kristjánsson, lögfræðingur ráðinn aðstoðarbankastjóri bankans frá 1. júní næstkomandi. Axel Kristjánsson lauk lagaprófi frá Háskóla íslands 1954 og hóf störf í Útvegsbankanum 1-9. mars sama ár. Hann hefir verið aðallög- fræðingur bankans síðan 1. sept- ember 1963. Farsóttir í Reykjavík Tæplega 1100 með kverkaskít 1096 manns í Reykjavíkurum- dæmi veiktust af kvefi, hálsbólgu, lungnakvefi og öðrum kverkaskít í febrúarmánuði sl. samkvæmt skrám borgarlæknis frá 14 læknum og læknavakt. 148 íbúar svæðisins fengu iðra- kvef og niðurgang þennan mánuð, 66 lungnabólgu, 54 þvagrásarbólgu eg 34 inflúensu. Þá kemur m.a. fram í fréttatilkynningu borgar- læknis að 23 hafi fengið flatlús og 17 lekanda. Harðar deilur um skordýrabækling Garðyrkjumenn óánœgðir með margt sem þar er sagt Upp eru komnar deilur vegna út- gáfu bæklings, sem nefnist „Skor- dýravarnir" og heilbrigðisnefndir Reykjavíkur og allra sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu standa að. Garðyrkjumenn eru flestir mjög óánægðir með margt af því sem fullyrt er í bæklingnum og telja ýmislegt af því beinlínis rangt. Þá telja garðyrkjumenn að alveg hafi verið litið fram hjá stéttinni við útgáfu bæklingsins, ekki leitað til þeirra sem best þekkja til í málinu. Sem kunnugt er deila menn nokkuð um réttmæti úðunar garða í þéttbýlinu og fjallar bæklingurinn um það mál. Garðyrkjumaður sem Þjóðviljinn ræddi við í gær sagði að í bæklingnum væru nefnd dæmi um plöntur sem ekki þyrfti að úða, en það er í nær öllum tilfellum plöntur sem ekki þrífast hér á landi. Fleiri rangfærslur væru í þessum bækl- ingi. Hann sagði slíkan bækling sem þennan ef hann er vel unninn, mjög þarfan, en við gerð hans yrði að leita til þess fólks sem best þekkti til þessara mála. -S.dór Helga Steffensen f hópi fjögurra af þeim ótal brúðum, sem koma fram á sýningum Brúðubílsins. Brúðubíllinn á gæsluvelli Brúðbíllinn er kominn á kreik á gæsluvelli Reykja- víkurborgar nú eins og undanfarin siiinur. Þetta ynd- islega leikhús barnanna hefur starfað í ein 8 ár og fastur liður á dagskránni eru heimsóknir á gæsluvelli í borginni við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá hafa einnig undanfarin 4 siimur verið ferðast um landsbyggðina. með herlegheitin og svo verður einnig í sumar. Helga Steffensen býr til allar brúðurnar og leiktjöldin og Sigríður Hannesdóttir semur handrit ásamt Helgu og þær sjá báðar um þessar útisýningar. Raddir eru fluttar af ségulböndum, en Helga og Sig- ríður sjá um þær ásamt Erni Árnasyni og Þórhalli Sigurðssyni. Þórhallur er jafnframt leikstjóri sýning- anna. Bílstjóri Brúðubílsins og tæknikona er Rósa Valtýsdóttir. Sýningar eru þegar hafnar hjá Brúðubílnum, en geta má þess að mánudaginn 28. maí verður billinn á gæsluvellinum við Dalaland kl. 10.00, við Barðavog kl. 11, við Sæviðarsund kl. 2 og við Yrsufell kl. 3. Ef lesendur vilja fá nánari upplýsingar um ferðir Brúðu- bílsins er þeim bent á Dagvistun barna í Reykjavík, sími 27277. Bjarnl Felixson hafðl það með þrjósk- unni. Bein útsending á laugardag: Bjarni hafði þaðá þrjóskunni „Ég komst í gegnum þýskunám í menntaskóla án þess að læra hvað orðið „nein" í þýsku þýðir og þess vegna tek ég ekkert mark á því orði. Með slíkri þrjósku hafðist það í gegn að fá til íslands beina útsendingu á leik Stuttgart og Hamburger á laugardaginn kem- ur", sagði Bjarni Felixson, íþrótta- fréttamaður sjónvarpsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Það er alfar- ið verk Bjarna að leikurinn verður sýndur hér, því hann verður ekki sýndur beint í þýska sjónvarpinu til þess að draga ekki úr aðsókn á aðra leiki sem fram fara á sama tíma. „Ég skal játa það að ég hef ekki haft tíma til að hugsa um margt annað undanfarnar vikur, enda hef ég orðið að tala við ótal aðila til að fá leyfi fyrir þessari beinu útsend- ingu, en ef maður er nógu þróskur, þá er yfirleitt hægt að fá málin í gegn", sagði Bjarni. Útsendingin á laugardaginn hefst kl. 13.15 en að sögn Bjarna verður flautað til leiks kl. 13.30. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.