Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. maí 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 3 Hver eru laun skólafólksins? Lœgsta tímakaup 73,04 kr. Undanfarna daga hafa glumið í útvarpinu auglýsingar frá Alþýðusambandi Islands þar sem það er áréttað að lægstu laun sem greiða má fólki sem náð hefur 16 ára aldri nema nú 12.660 krónum á mánuði. Ástæð- an fyrir þessum auglýsingum er væntanlega sá ruglingur með sérstakan unglingataxta sem uppi var í vetur. Þessa dagana streyma þúsundir ung- menna út á vinnumarkaðinn. Öll þurfa þau að ganga frá launamálum sínum við at- vinnurekendur. Það er því eins gott að þau viti að lægstu leyfílegu tímalaun eru nú 73,04 kr. í dagvinnu, 83,33 kr. í eftirvinnu og 107,14 kr. í næturvinnu. Þetta er sam- kvæmt 9. taxta Dagsbrúnar sem er lægsti taxti félagsins. Margir munu undrast hversu lítill munur er á dagvinnulaununum annars vegar og eftir- og næturvinnulaunum hins vegar. Ástæðan er samningurinn frá því í vetur en þá röskuðust hlutföllin illilega. Fram að þeirri samningagerð var eftirvinna greidd með 40% álagi á dagvinnukaup og nætur- vinna með 80% álagi, en nú eru þessi hlut- föll 14% og 46,7%. Þetta var eitt þeirra atriða sem hvað mestri óánægju olli með samningana í vetur. í nokkrum atvinnugreinum, einkum hjá smærri verktökum í byggingar- og jarð- vinnu, tíðkast það að semja um svonefnt jafnaðarkaup en þá er greitt sama kaup fyrir alla vinnu hvenær sem hún er unnin. Þröstur Ólafsson hjá Dagsbrún kvað fé- lagið engin afskipti hafa haft af þessum samningum en hann hafði heyrt því fleygt að sumsstaðar í byggingarvinnu væru greiddar 80 kr. á tímann sem jafnaðarkaup. „Við höfum ekki viljað vera að skipta okkur af þessu af ótta við að við værum að hafa eitthvað af mönnum. En það segir sig sjálft að jafnaðarkaup getur verið hagstætt þar sem eftirvinna er tiltölulega lítil en verður æ óhagstæðari eftir því sem vinnu- tíminn lengist", sagði Þröstur og bætti því við að væntanlega teldu atvinnurekendur sig hagnast á því að bjóða mönnum jafnað- arkaup, „annars væru þeir varla að því". Fiskvinnsluskólinn Útskrifar 14 nemendur Endurmenntunarnámskeið um rafeinda- og tölvutœkni, auk gœðamats haldið Fiskvinnsfuskólinn útskrifaði þ. 11. maí 14 fiskiðnaðarmenn. í ár eru 10 ár liðin frá því að fyrstu fiskiðnaðarmennirnir útskrif'uðust frá skólanum og hafa samtals 185 fískiðnaðarmenn útskrifast á þessu tímabili. Af þeim fjölda hafa 47 haldið áfram námi við skólann og lokið prófí sem físktæknar. Um 90% allra fískiðnaðarmanna frá skólanum munu starfa við fískiðn- aðinn, flestir sem verkstjórar, eft- irlitsmenn og stjóraendur fyrir- tækja. Nú stendur yfir endur- menntunarnámskeið fyrir fískiðn- Neskaupstaður: Glæsilegt sjómanna- dagsblað í Neskaupstað er verið að leggja síðustu hönd á eitt stærsta blað sem gefíð hefur verið út hér á landi, sjómannadagsblað uppá 144 blað- síður. Það er Sjómannadagsráð í Neskaupstað sem gefur blaðið út, eins og venjulega, en aldrei fyrr hefur blaðið verið svona stórt. Það kemur formlega út á Sjómanna- sunnudaginn. Að sögn Smára Geirssonar, sem er ritstjóri blaðsins skiptist blaðið nokkuð jafnt í efni og auglýsingar. í blaðið skrifar her manns um hin fjölbreyttustu málefni. Blaðið er nú í fyrsta sinn algerlega unnið í Neskaupstað, en það varð mögu- legt eftir að Nesprent hefur nýveriði endurnýjað mjög allan vélakost sinn. í ritnefnd blaðsins eru auk Smára, Magni Kristjánsson, skip- stjóri, Guðjón Marteinsson, Ragn- ar Sigurðsson og síðan var sérstakt starfsfólk fengið til að annast um auglýsingar í blaðið. -S.dór Á morgun kl. 17.30 Samkoma við Sr. Friðrik Sérstök útisamkoma verður í Lækjargötu í Reykjavík á morgun, föstudag 25. maí, við styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni stofn- anda KFUM á íslandi. Þar mun lúðrasveit leika og flutt verða ávörp. Útisamkoma þessi, sem er eins konar Biblíuhátíð, er haldin í til- efni Biblíuárs, en í ár eru liðin 400 ár frá útkomu Guðbrandsbibh'u. aðarmenn og verkstjóra í frystihús- um. Hér er um að ræða 9 daga námskeið og stendur það frá kl. 9-17 á daginn. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn heldur slíkt námskeið og fjallar fyrri heimingur nám- skeiðsins um rafeindabúnað og tölvuvinnslu fyrir frystihús og síðari helmingur m.a. um gæða- bónus, fiskvinnsluvélar og fiskmat. í tilefni af 10 ára afmælinu gáfu fyrstu nemendur sem útskrifuðust þaðan, skólanum örtölvubúnað af bestu gerð. Búist er við, að á næstu árum verði flest öll frystihús lands- ins komin með heildar skráningar- og tölvukerfi, sem þjónar jafnt þörfum vinnslunnar og því rekstr- arbókhaldi sem við hana tengist. Verið er að gera ýmsar tilraunir með að nota rafeindavogir og önnur rafeindatæki til þess að betr- umbæta pökkun fisks. Síðustu ár hefur verið mikil um- ræða um gæðamál í fiskiðnaði og það launakerfi sem hefur verið í gangi í fiskiðnaði hefur hingað til einungis tekið mið að afköstum starfsmanna og nýtingu hráefnis. Vöruvöndun hefur verið þar út- undan sem hvati á greiðslu. Til- raunir með svokallaðan gæðabón- us, þar sem vöruvöndun er verð- launuð hefur verið í gangi nú um tíma hjá frystihúsi KEA á Dalvfk og Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hér er um að ræða tvær mismunandi aðferðir við útreikning og fram- kvæmd, sem miða þó báðar að sama markmiði. Á endur- menntunarnámskeiði Fiskvinnslu- skólans sem nú stendur yfir verður farið yfir bæði þessi kerfi og ne- mendum kynntar helstu niðurstöð- ur, auk þess sem rafeinda- og tölv- ubúnaðurinn verður kynntur. ss Tíu af fjórtán nemendum sem nú útskrifast, ásamt skólastjóra og tvelm kennurum. Lengra fæðingarorlof við fleirburafæðingar Þríbura foreldrar á Djúpavogi fá viðbót Eitt af síðustu vcrkum nýliðins p þings var að samþykkja breyting- artillögu frá Guðrúnu Helgadóttur um fæðingarorlof. Samkvæmt þessari tillögu bætist einn mánuður við hið lögskipaða 3ja mánaða fæðingarorlof fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt við fleirburafæðingu. Þannig fær kona sem fæðir tvíbura fjögurra mánaða orlof og fimm mánaða or- lof ef hún eignast þríbura. Þessi breyting er afturvirk frá og með 1. janúar 1983 og munu því foreldrar þríburanna á Djúpavogi sem fæddust á s.l. ári fá leiðrétt- ingu mála sinna. Guðrún Helgadóttir sagði í sam- tali við Þjóðviljann að hér væri um réttlætismál að ræða sem allir hefðu verið sammála um að lag- færa. „Það tók að vísu allan vetur- inn að fá þetta mál útúr nefnd en það hafðist fyrir þinglok", sagði Guðrún. -|g. Eggjadreifing- arstooin aS taka til starfa • Verður staðsett í Kópavogi • Stóru framleiðendurnir óttast samkeppni. I kringum næstu mánaðarmót tekur eggjadreifíngarstöðin, sem svo mjög hefur verið deilt um, til starfa og verður hún staðsett í Kópavogi. Eins og flestir muna urðu slíkar deilur um málið hjá eggjaframleiðendum, að hópur manna gékk af fundi, sem var á móti málinu en varð undir í atkvæðagreiðslu um það á fundinum. Þar var um að ræða hokkra stærstu eggjasalana á landinu. Hinir sem hlynntir voru stöðinni hófust handa og er málið nú að komast í höfn. Eigendur stærstu hænsnabúanna eru mjög óánægðir og óttast samkeppnina sem stöðin mun veita þeim, en þeir hafa verið alls ráðandi á markaðnum til þessa. Sameining smærri framleiðenda og stofnun dreifingarstöðvarinnar mun breyta þessu mjög og er talið að stöðin muni spara mikið fé í dreifingarkostnaði. -S.dór íþróttafélag fatlaðra Starf rækslu Geimskemmtistöðvarinnar Svarthol í Tjarnarbíói lýkur um helg- Ina. Verður farin ferft í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld kl. 21.00 stundvíslega. f gelmskemmtistöðinni hafa geimkarlar spriklað og stórrokk- hljómsveitin OXMÁ spilað viö frábærar undirtektir. Æfingabúðir á Selfossi Hópur úr íþróttafélagi fatlaðra mun hefja æfíngar um næstu helgi fyrir Óiympíuleika fatlaðra í æfíngabúðum hjá íþróttamiðstöðinni á Selfossi. Iþróttamiðstöðin nýtur vinsælda íþróttafélaga og hópa sem nýtt hafa nýtt sér fjölþætta þjónustu í miðstöðinni. Nýverið var hópur handbolta- drengja frá sænska Gautaborgarliðinu Heim í miðstöðinni og kepptu drengirnir við selfysska jafnaldra sína. -6g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.