Þjóðviljinn - 30.05.1984, Page 16

Þjóðviljinn - 30.05.1984, Page 16
dioðviuinnX A&alsimi Pjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðámenn og aðra startsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Miðvikudagur 30. maí 1984 81333 81348 81663 i MS-ísinn og brauðin borga Mörgum verður starsýnt á hið stóra og glæsilega húsnæði sem Mjólkursam- salan er að byggja við Bitruháls í Reykjavík. Mikiil kraftur er nú í bygg- ingunni og frágangi lóðar, þannig að húsið setur æ meiri svip á allan hálsinn. Aftur á móti hefur það vafist fyrir mörgum hvernig Mjólkursamsalan hef- ur efni á að byggja þetta hús, þar sem hún er rekin með það fyrir augum að greiða bændum grundvallarmjólkur- verð og uppbót ef um hagnað er að ræða. Guðlaugur Björgvinsson forstjóri MS sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að á síðasta ári hefðu verið lagðar 64 miljónir króna í húsið en hagnaður af Emmess-ísnum og brauðgerð sam- sölunnar hefði numið 75 miljónum króna, ásamt afskriftum og verðbreyt- ingagjöldum. Hann sagðist standa við fyrri yfirlýsingar um að annað stæði ekki eftir í rekstrinum en þetta. Allt sem viðkemur mjólkursölunni umfram kostnað rennur til bænda. Eins og nýja mjólkurstöðin stendur nú kostar hún 120 miljónir króna og hvfla engin lán á henni. Aftur á móti er fyrirhugað að stöðin fullbyggð og búin tækjum kosti 420 miljónir króna. - S.dór Menntamálaráðherra tilkynnir breytingu á samræmdum prófum Prófanefnd segir af sér • Ekki hlustað á niðurstöður 500 sérfrœðinga í skólamálum Ákvörðun um breytt fyrir- komulag samræmdu prófanna í 9. bekk grunnskóla hefur verið tilkynnt af hálfu menntamála- ráðuneytisins. í dreifibréfi frá ráðuneytinu kemur fram að ákveðið hefur verið að halda samræmdu prófln fyrstu dagana í maímánuði. Einnig er ákveðið að prófa í sömu greinum og fyrr. Ennfremur er tilkynnt að úr- vinnsla og einkunnargjöf verði á vegum skólanna eingöngu. Prófanefnd sendi menntamála- ráðherra bréf í gær þar sem hún óskar ekki eftir endurskipun næsta vetur. Formaður skólamái- aráðs sagði í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær að ákvörðun mennta- málaráðherra væri í andstöðu við álit 500 manna þings um skólamál sem haldið var í fyrra haust. „Stjórn og skólamálaráð sendi ráðuneytinu bréf í desember um niðurstöður þingsins, þar sem fjallað var um samræmdu prófín. Þar kemur fram að við erum á móti samræmdu prófunum í því formi sem þau hafa verið. Þau ættu bara að vera fyrir skólana til að meta skólastarfíð, en ekki mat á árangri einstakra nemenda. Með ákvörðun menntamálaráðu- neytisins er verið að færa sam- ræmdu prófin í gamlan farveg landsprófsfyrirkomulagsins og er það miður. Enda í andstöðu við niðurstöður 500 sérfræðinga um kennslu og skólamála á þingi skólamanna í fyrra“, sagði Svan- hiidur Kaaber formaður skóla- málaráðs Kennarasambands ís- lands við Þjóðviijann í gær. „Já, það er rétt að Prófanefnd tilkynnti menntamálaráðuneyt- inu í dag að hún óskaði ekki eftir endurskipun næsta vetur, enda rennur skipunartími hennar út 31. maí. Ef á að halda áfram að hafa samræmd próf þarf að fram- kvæma þau af samræmingu og nákvæmni. Ráðuneytið hefur til- kynnt um breytingu á fyrirkomu- lagi samræmdu prófanna. Breytingin er ekki í samræmi við það sem við onuðum að yrði gert í framhaidi af hugmyndum um framtíðarskipulag prófanna, sem send var til skólanna fyrir tveimur árum“, sagði Ólafur Proppé. „Ég er orðinn þreyttur á for- mennsku í Prófanefnd. Ég hef ekki verið aðdáandi samræmdra prófa því ég tel þau hættuleg og of mikið stýrandi. Það hef ég bent á í ræðu og riti í mörg ár“. -jp Fegin að mér var boðið sagði Lovísa Matthíasdóttir listmál- ari í stuttu spjalli á Kjarvalsstöðum Eiturlyfjasmygl 5 teknir í fyrrinótt handtóku tollverðir og lögregluþjónar menn sem voru að bera mikið magn eiturlyfja í land úr MS Eyrarfossi í Reykjavíkur- höfn, en þangað hafði skipið komið skömmu áður. Það magn sem fannst við ieit og tekið var af mönn- unum voru 400 grömm af hassolíu og 700 grömm af amfetamíni. Verðmæti varningsins skiptir milljónum króna og mun þetta vera eitt mesta eiturlyfjasmyglmál sem upp hefur komið hér á landi. MS | Eyrarfoss var að koma frá Rotter- dam og fleiri Evrópuhöfnum. Fimm menn voru handteknir vegna þessa máls og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Að sögn fíkniefnalög- reglunnar er enginn þessara manna úr áhöfn skipsins og hefur ekkert komið fram sem bendir til að skip- verjar hafi verið í vitorði með þeim. Þrír af þessum fimm mönnum eru þekktir eiturlyfjasal- ar en tveir hafa ekki komið við sögu fíkniefnalögreglunnar áður. - S.dór „Þetta er ósköp blátt áfram sveitamyndir“, sagði Lovísa Matt- híasdóttir listmálari er Þjóðviljinn náði tali af henni á Kjarvalsstöðum í gær. Hún var að hengja upp um 50 málverk sem verða á samsýningu 10 íslenskra gesta listahátíðar sem búsettir eru erlendis. Það er listvið- burður að fá verk Lovísu hingað heim því að hún hefur sárasjaldan sýnt á íslandi en er kunnur lista- maður í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið búsett síðan 1942. Lovísa var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður sneri sér að henni og sagðist bara ekkert hafa að segja. Undanfarið hefur staðið yfír sýning á verkum hennar á Manhattan sem vakti mikla athygli og sagði hún um hana á sinn elsku- lega hátt: „Hún virtist ganga vel“. - Þú ert fyrst og fremst með ís- lensk mótív? - Já, þetta eru myndir af húsum, hundum, kindum, hestum og kúm. - Kemurðu oft heim til að mála? - Já, ég kem eiginlega á hverju sumri og geri þá gjarnan skissur í vatnsliti sem ég mála svo eftir. - Eru einhverjir sérstakir staðir sem eru uppáhaldsstaðir? - Ég mála auðvitað Reykjavík en Amarfell í Þingvallasveit er mér ofarlega í huga. Þar átti faðir minn sumarbústað og ég á þaðan margar æskuminningar. - Hvemig finnst þér svo að sýna hér heima eftir allan þennan tíma? - Voðalega gott. Auðvitað vil ég sýna hér sem skiljanlegt er og er afskaplega fegin að mér var boðið. - Þú ert ekkert á leiðinni að flytja heim? - Nei, mér finnst gott að vera þar og gott að vera hér og ég get komið heim til íslands þegar mér sýnist. - GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.