Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINIS Þriðjudagur 5. júní 1984 Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður Gamla lénsveldið ræður enn ríkjum • Landsbankinn hefur engin veð fyrir lánunum, segir Eyjólfur Konráð • Mun ekki úttala mig um málið, segir Helgi Bergs bankastjóri • Mál bankanna hvernig þeir baktryggja sig, segir forstöðumaður lánadeildar Seðlabankans ,4»að er dauðaþögn ennþá og það kemur alls ekki flatt uppá mig. Þetta er búið að gerast í 5 ár og hlutirnir eru ekki fram- kvæmdir þrátt fyrir bein fyrir- mæli frá Alþingi“, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður í samtali við Þjóðviljann í gær. Eyjólfur hefur barist nýög hart fyrir því að teknar verði upp beinar afurðagreiðslur til bænda en tillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi fyrir 5 árum. Enn bólar ekkert á framkvæmdinni. Þá hef- ur Eyjólfur sakað viðskiptabank- ana um að hafa ekki nein veð fyrir þeim afurðalánum sem veitt eru sláturleyfishöfum. „Annaðhvort eiga menn vör- una og geta þá veðsett hana, eða þeir eiga hana ekki og þá geta bændur einir veðsett hana. Bank- arnir segja að bændur geti ekki veðsett hana af því að þeir eigi hana ekki en SIS segir þá eiga hana og þess vegna þurfi þeir ekki að greiða þeim fullt verð fyrir afurðirnar strax“, sagði Eyj- ólfur. Það getur ekki hvort tveggja verið rétt að þeir eigi vöruna og eigi hana ekki.“ Helgi Bergs bankastjóri Lands- bankans sagðist ekkert álit hafa á ummælum Eyjólfs. „Ég hef enga skoðun á þessu og mun ekki út- tala mig um málið“, sagði Helgi. Pétur Urbancic forstöðumaður lánadeildar Seðlabankans sagði það sína skoðun að þessi mál snertu Seðlabankann ekki á neinn hátt. „Hvort Landsbank- inn eða aðrir viðskiptabankar taka veð í viðkomandi afurðum er ekki okkar mál. Við göngum út frá því að hann geri það. Ef hann gerir það ekki þá er það hans mál hvernig hann baktryggir sig. Seðlabankinn verslar ekki við bændur eða sláturleyfishafa heldur við viðskiptabanka út á viðskipti þeirra við sláturleyfis- hafa“, sagði Pétur. „þetta er ekta innskriftarkerfi sem var bannað hvað áhrærir sjó- menn og verkamenn fyrir hálfri öld. Það er gamla lénsveldið sem enn ræður nkjum í landbúnaðiin- um. Ég er hæstaréttarlögmaður og ég býð þeim upp í dans. Ég tek þessa ábyrgð á því sem ég segi í þessum málum“, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Karlakórinn Heimir ásamt söngstjóra og undirleikara. Miljónagróði fyrirtækjanna Hagnaður hjá Hafskip 41,5 miljón króna Heildarhagnaður af rekstri Haf- skips hf. á síðasta ári varð 41.5 miljón króna. Rekstrartekjur árs- ins námu rúmlega 580 miljónum og höfðu aukist um 76% rúm, en rekstrargjöldin jukust einungis um 67,5%. Hagnaðurinn af rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld varð því 128 miljónir sem jafngildir 22% rekstrartekjum miðað við árið 1982. Rekstrarhagnaður nam 99.1 miljón króna eða 17.1% af rekstr- artekjum miðað við 13.6% árið 1982. Samanburðurinn er einkar hagstæður fyrir fyrirtækið miðað við það, að flutningsmagn skip- anna minnkaði um 4% frá 1982 í tonnum talið og heildarstykkja- heildarhagnaður flutningar drógust saman á milli ára um 12%. Hlutdeild Hafskips í Farskipi sem gerði út skemmti- skipið Eddu á sl. ári reyndist vera rösklega 19 miljónir króna. Á síð- asta ári bættist nýtt skip við skipas- tól fyrirtækisins og stofnað var dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Hafskip starfrækir nú 11 skrifstofur erlendis, í Evrópu og Bandaríkjun- um. 230 manns starfa hjá Hafskip hérlendis en 120 manns erlendis. Forstjóri Hafskips er Björgólfur Guðmundsson og framkvæmda- stjórar þeir Jón Hákon Magnússon og Páll Bragi Kristjónsson. Ragnar Kjartansson er stjórnarformaður fyrirtækisins en aðrir í stjórn: Ólafur B. Ólafsson (Keflavík hf.), Sveinn R. Eyjólfsson (Hilmir, Dagblaðið Vísir), Bjarni Magnús- son (íslenska umboðssalan), Da- víð Scheving Thorsteinsson (Ljómi hf. smjörlíki og appelsínusafi), Guðlaugur Bergmann (Karnabær, tískuföt og fleira), Gunnar Þór Ól- afsson (Fiskiðjan hf.), Hilmar Fenger (Natan og Olsen hf. heildverslun), Jón Helgi Guð- mundsson (BYKO, Byggingavöru- verslun Kópavogs), Jón Snorrason (Húsasmiðjan hf.), Páll G. Jóns- son (Polaris hf.), Pétur Björnsson (Verksmiðjan Vífilfell, Kóka kóla) og Víðir Finnbogason (í Teppa- landi hf.). -óg Færeyskur doktor frá Háskólanum Hans Jacob Debes frá Þórshöfn varði doktorsritgerð sína um upp- haf færeyskrar þjóðfrelsisbaráttu við Háskóla íslands á laugardaginn var. Eins og fram kom í viðtali við Hans Jacob hafa hér um margt gerst merkileg tíðindi: hann varði fyrstu doktorsritgerðina sem er skrifuð á færeysku, hann er fyrstur Færeyinga til að verja slíka ritgerð við Háskóla íslands - og ekki hafa menn áður tekið doktorsgráðu í færeyskri sögu. Með fyrrgreindu viðtali birtist röng mynd og biðjum við velvirð- ingar á þeim leiðu mistökum. En hér er doktor Hans Jacob Debes sjálfur, sagnfræðingur og Þjóð- veldismaður af grónum prestaætt- um í Færeyjum. -áb. Karlakórinn Heimir í Skagafirði Söngför um Norður- og Austurland Fyrstu drög að stofnun Karlakórsins Heimis í Skagafirði voru lögð á balli í Húsey í Vallhólmi fyrir áramótin 1927/1928. Eníjanúar1928 var kórinn formlega stofnaður og hóf þá þegar æfingar. Síðan hefur kórinn starfað sleitulaust og enn eru tveir stofnendurnir með í för, þeir Björn Ólafsson á Krithóli og Halldór Benediktsson á Fjalli. Fyrsti söngstjórinn var Gísli Magnússon í Eyhildarholti, þá Pét- ur Sigurðsson frá Geirmundarstöð- um. Síðan tók Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum við stjórn Heimis og hafði hana á hendi í áratugi. Eftir að Jón Björnsson lét af störf- um hafa söngstjórar verið ýmsir, þ.á.m. Árni Ingimundarson á Ak- ureyri og norðmaðurinn Sven Arne Korshamn, sem lét af söng- stjóraferli hjá Heimi með því að fara með kórinn í söngför til Nor- egs. Síðustu þrjú árin hefur tékk- inn Jiri Hlavacek stjórnað kórnum. Nú um miðjan mánuðinn leggur Heimir í tónleikáferð um Norður- og Austurland. Er ætlunin að fyrstu tónleikar kórsins verði í Skúlagarði miðvikudaginn 13. júní kl. 21.00. Þá í Borgarfirði eystra fimmtudaginn 14. júní kl. 21.00, á Fáskrúðsfirði föstudaginn 15. júní kl. 21.00, Neskaupstað laugardag- inn 16. júní kl. 16.00 og sama dag verða svo lokatónleikar í Egil- staðakirkju kl. 21.00. Söngskrá kórsins er mjög fjöl- breytt, m.a. kórar úr ýmsum þekktum óperum en einnig lög af léttara taginu svo kynslóðabilið á að vera mjög vel brúað hvað söngskrána snertir. Fjörutíu söngmenn eru í Karla- kórnum Heimi. Einnig munu 30 konur kórmanna verða með í för- inni svo að alls verður hópurinn um 70 manns. Söngstjóri kórsins er, sem áður segir, Jiri Hlavacek en undirleikari kona hans, Stanislava Hlavackova, bæði tékknesk og afburða tón- listarmenn. Þau hafa starfað við Tónlistarskóla Skagafjarðar sl. 3 ár. Kórinn hefur starfað mjög mikið í vetur, haldið 7 tónleika víðsvegar um Norðurland auk tvennra tón- leika í samvinnu við Rökkurkórinn í Skagafirði, en það er samkór. Á öllum þessum tónleikum hefur kórinn fengið frábærar móttökur. Fyrir skömmu lauk kórinn við upptöku á söng sínum fyrir hljóm- plötu, sem ætlunin er að komi út í haust. -rnhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.