Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. júnl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Pýðingarmikil ákvörðun framundan hjá KÍ:
Kennarar úr BSRB?
• Kennarasambandið samþykkir atkvœðagreiðslu um málið
• Almennur vilji virðist fyrir úrsögn
Áfulltrúaþingi Kennarasam-
bands (slands um helgina var
samþykkt aö efna til allsherjar-
atkvæðagreiðslu um aðild KÍ
að BSRB. f viðtölum við fulltrúa
á þinginu kom fram talsverð óá-
nægja með hvernig kennara-
starfið er metið innan BSRB og
margir töldu að bættum kjörum
yrði einungis náð með því að
mynda eitt stórt samband
kennara, sem næði til meðlima
KÍ auk þeirra kennara sem nú
eru í Hinu íslenska kennarafé-
lagi.
í framhaldi af þessu var svo sam-
þykkt að stofna Bandalag kenn-
arafélaga á íslandi ásamt HÍK, en
síðar í þessari viku mun HÍK fjalla
um aðild sína að hinu nýja banda-
lagi. Ljóst vár á viðtölum við þing-
fulltrúa að margir þeirra líta á fæð-
ingu bandalagsins sem vísi að nýju
kennarafélagi sem stæði utan sam-
banda á borð við BSRB, og þar-
með að úrsögn úr BSRB.
Á þinginu komu fram tvær nokk-
uð svipaðar tillögur um allsherjar-
atkvæðagreiðslu um aðildina að
BSRB. Önnur gerði ráð fyrir að
atkvæðagreiðslan færi fram „eftir
áramótin 1985“ en var felld. í
hennar stað var samþykkt tillaga
um framhaldsfulltrúaþing sem
halda skal á næsta ári, og á því
verður tekin ákvörðun um hvenær
atkvæðagreiðslan fer fram. Jafn-
framt var samþykkt, til að koma í
veg fyrir að kennarar flani að ein-
hverju, að fyrir atkvæðagreiðsluna
myndi KÍ beita sér fyrir mjög ítar-
legri umræðu um kosti og galla að-
ildar að BSRB. _ ös
Sigurður Ó. Pálsson (t.v.) frá barnaskólanum á Elðum var ekki sammála því
að ganga úr BSRB að svo stöddu en félaga hans að austan, Svavari Björns-
syni frá Brúarárskóla á Héraðl, fannst líklegt að útkoman úr kjarasamning-
unum í haust hefði áhrif á afstöðu manna. (Ljósm. Loftur).
Árný Inga Pálsdóttlr frá Hólabrekku-
skóla í Reykjavík kvaðst vera fylgj-
andi úrsögn úr BSRB (Ljósm. Loft-
ur).
Guðiaug Teitsdóttir úr Vesturbæjar-
skóla í Reykjavík: „Held það sé
nauðsynlegt að fara úr BSRB“.
(Ljósm. Loftur).
Stjórnarkjör Kennarasambandsins:
Atakalítil kosning
Síðasta mál sem afgreitt var á
þingi Kennarasambandsins í gær
var kjör stjórnar. Sjálfkjörið var í
embætti formanns og varafor-
manns og þeir Valgeir Gestsson og
Guðmundur Árnason munu áfram
gegna þeim störfum.
I níu manna aðalstjórn var einn-
ig kosið og auk tillögu uppstilling-
arnefndar bárust þrjár aðrar til-
nefningar. Til aðalstjórnar náðu
kjöri Ágúst Karlsson, Eiríkur
Jónsson, Loftur Magnússon, Ólöf
Sigurðardóttir, Sigríður Jóhannes-
dóttir, Svanhildur Kaaber, Sveinn
Kjartansson, Silja Guðmundsdótt-
ir og Valgerður Eiríksdóttir.
Stjórnin mun svo skipta með sér
verkum.
-ÖS.
Hörmulegt slys
12 ára drengur, Jón Ólafur Guðmundsson, fórst í hörmulegu bflslysi
í Breiðholti síðastliðinn föstudag.
Slysið varð á Stekkjarbakka á föstudagsmorgun þegar bifreið var
ekið á ljósastaur með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn, rúm-
lega tvítug stúlka, slapp án mikilla meiðsla.
Halldór í Færeyjum
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra fór í gær í kurteisisheim-
sókn til Færeyja í boði þarlendra ráðamanna um sjávarútvegsmál.
Heimsókn Halldórs stendur yfir í þrjá daga. Með ráðherranum eru í
för eiginkona hans Sigurjóna Sigurðardóttir, Einar Ágústsson sendi-
herra og Þórunn Sigurðardóttir kona hans.
Kennarasýning í dag
í dag verður opnuð sýning í nýbyggingu Kennaraháskólans við
Stakkahlíð í Reykjavfk, þarsem minnst er markverðra atriða úr sögu
starfsmenntunar kennara á íslandi.
Ýmislegt hefur verið gert á undanförnum árum til að minnast þess
að 75 ár eru liðin frá því Kennaraskóli íslands tók til starfa. Á sýning-
unni er athygli manna beint að nokkrum þáttum úr sögu skólans frá
fyrstu tíð og fram á þennan dag. Nokkrir kennarar og starfsmenn
skólans ásamt nokkrum nemum úr skólanum settu upp sýninguna, sem
stendur til 15. júní. Hún er opin daglega frá kl. 14.00 til 17.00.- óg.
í dag, þriðjudaginn 5. jýní, er
, a 1 • 1* * i i Þórarinn Þórarinsson skólastjóri
AimæilSirett að Eiðum áttræður. Hann verður
heima í dag.
Vilji fyrir nýju félagi
Eitt af þeini málum sem hæst bar
á nýafstöðnu fulltrúaþingi KÍ var
aðildin að BSRB, en Ijóst var af
viðtölum við marga kennaa að
þeim þykir hlutur kennarastéttar-
innar fyrir borð borinn innan
BSRB. Bent er á, að þrátt fyrir að
mikill hluti kennarastéttarinnar
standi nú saman af háskóla-
menntuðu fólki, þá hafi
kennarastéttin þó ekki hnikast til í
launaramma BSRB. Þjóðviljinn
hafði tal af ýmsum fulltrúum á
kennaraþinginu og spurði þá um
afstöðuna til BSRB.
Valgeir Gestsson formaður
Kennarasambands íslands sagði:
„Það er staðreynd að fagið togar
stéttir saman, fyrr eða síðar lenda
skyldar stéttir saman í hagsmuna-
félögum. í dag er staðan sú að
Kennarasamband íslands sem
tekur til grunnskólakennaranna er
í BSRB, en Hið íslenska kennara-
félag, sem framhaldsskólakenn-
arar eru í, á aðild að BHM. Til að
sameina þessi tvö skyldu félög eru í
rauninni þrjár leiðir færar: að sam-
einast innan BHM, að sameinast
innan BSRB eða mynda nýtt fagfé-
lag utan þessara tveggja heildar-
samtaka. Síðasttaldi kosturinn
virðist sú leið sem einna mest fylgis
nýtur meðal kennara. En vandinn
við slíka félagsstofnun er æði mik-
ill: slíkt félag þyrfti sjálfstæðan
samnings- og verkfallsrétt sem er
löggjafaratriði sem heyrir undir
Alþingi. Hins vegar höfum við hér
á þessu yfirstandandi þingi sam-
þykkt að efna til Bandalags kenn-
arafélaga á íslandi og tillagan sem
samþykkt var um það var unnin í
samráði við HÍK, sem mun síðar í
þessari viku fjalla um stofnunina.
Og því er ekki að leyna að margír
telja það fyrsta skrefið að stofnun
nýs stéttarfélags kennara sem
kynni síðar að fara úr BSRB. Það
er hljómurinn á þessu þingi“, sagði
Valgeir Gestsson að lokum.
Hjálmfríður Sveinsdóttir úr
Vestmannaeyjum sagði að einsog
staðan væri í dag þá teldi hún rétt
að fara úr BSRB. „Ég held að við
séum á leiðinni út úr BSRB. Mér
finnst andinn vera þannig á þessu
þingi. Það er auðvitað ekki hægt
eingöngu að skamma BSRB fyrir
slæm kjör kennara, það er líka
okkur sjálfum að kenna, en ég held
það muni verða ofaná að fara út.“
Svavar Björnsson frá Brúarár-
skóla á Héraði sagði að kennarar
væru nú í nokkurri biðstöðu, og
útkoman úr kjarasamningunum í
haust skæri líklegast alveg úr um
hvort kennarar fari úr BSRB strax.
„En það bendir nú margt til þess að
til verði Kennarasamband sem í
verði allir kennarar, og ef það
verður að raunveruleika, þá held
ég við munum fara úr BSRB.“
Félagi Svavars að austan, Sig-
urður Ö. Pálsson frá barnaskólan-
um á Eiðum, sagði að einn ræðu-
manna á þinginu hefði sagst hafa
drukkið það með móðurmjólkinni
að samtök alþýðunnar væru því
sterkari sem þau væru fjölmennari.
„Og persónulega er ég ekki tilbú-
inn til að játa úrsögn úr BSRB,
einsog málin standa nú“.
Árný Inga Pálsdóttir úr Hóla-
brekkuskóla í Reykjavík kvaðst
vera fylgjandi úrsögn úr BSRB.
„Ég tel að við munum ekki koma
okkar málum nægilega vel fram
þar. Það er almennur hugur í fólki
sýnist mér um að fara út, og til-
lagan sem samþykkt var um alls-
herjaratkvæðagreiðsluna fannst
mér ekki nógu skelegg, mér fannst
hún eiginlega ganga út á það eitt að
teygja lopann, og reyna að dreifa
málinu."
í sama streng tók Guðiaug
Teitsdóttir úr Vesturbæjarskóla í
Hjálmfríður Svelnsdóttlr úr
Vestmannaeyjum: „Ég held vlð
séum á leið út úr BSRB“. (Ljósm.
Loftur).
Reykjavík: „Það eru allir sammála
um að sameinast HÍK og ástæðu-
laust að drepa málinu á dreif. Við
horfumst í augu við uppsögn samn-
inga í haust og líklega stefnir í verk-
fall BSRB. Eftir það er næsta
skrefið hreinlega að leggja undir
allsherjaratkvæðagreiðslu hvort
við eigum ekki að fara úr BSRB.
Ég held það sé algerlega nauðsyn-
legt til að bæta okkar kjör.“
Valgerður Eiríksdóttir frá Fella-
skóla hafði svipaða skoðun: „Mér
finnst að það eigi að sameina
kennarafélögin í eitt stórt stéttarfé-
lag og síðan förum við út úr BSRB.
Mér sýnist að flestir kennarar séu
sammála um að þeir séu orðnir
hornreka í BSRB og ekki metnir til
jafns við aðra hópa þar. Þessvegna
hefi ég hvatt kennara til að ganga
úr BSRB og stofna sjálfstætt
kennarafélag, sem verði sjálfstæð-
ur samningsaðili utan BSRB.“
-ÖS.
Misvísandi fréttaflutningur
Stjúpdóttir Sakharovs:
Sovésk yfirvöld prófa sig áfram
Stjúpdóttir sovéska andófs-
mannsins Andreis Sakharovs
sagði á blaðamannafundi í gær
að hún teldi að sovésk yfirvöld
og leynilögregla væru með mis-
vísandi fréttaflutningi að prófa
viðbrögð á Vesturlöndum eða
reyna að venja fólk við þá stað-
reynd að Sakharov væri látinn.
Hún sagði að sovésk yfirvöld
reyndu að kveða niður fréttir af
hungurverkfalli Sakharovs. So-
vésk yfirvöld hafa lýst því yfir
að Sakharov liði vel og væri
ekki í hungurverkfalli og um
leið hefur borist dularfull frétt
til Ítalíu um að hann sé látinn.
Stjúpdóttirin, Tatjana Janekel-
evitsj, telur, að hvoru tveggja
gæti verið leikur sovésku leyni-
lögreglunnar að viðbrögðum á
Vesturlöndum.
Best væri ef einhver fengi að
tala við Sakharov, sagði hún.
Hún telur líklegast að Sakharov
sé enn í hungurverkfalli en nær-
ingu sé neytt ofan í hann á
sjúkrahúsi í Gorkí.