Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Þriðjudagur 5. júní 1984 Opnunarballið og fleira Séð og heyrt á Listahátíðinni Listahátíð var sett í Laugar- dalshöllinni áföstudagskvöld- ið: langborð voru þétt setin um allan sal. Þegar menn höfðu prófað hvítvín og rauðvín í svosem klukkutíma flutti Sinfóníuhljómsveitin há- tíðamars, RagnhildurHelga- dóttir menntamálaráðherra hvatti menn til að gera sér dagamun með Listahátíð og Garðar Cortes veislustjóri söng angurblítt á ensku. Það hefur vísast verðið einhver vangadans frá því við vorum ung. Síðan tók Sinfóníuhljóm- sveitin það að sér að spila ís- lenskdægurlög í mildri út- setningu og byrjaði á Fyrsta kossinum og endaði á Draumaprinsinum. Einhvemtíma hefðu illgjarnir ádeilumenn sagt að hér færi dæmigerð kreppudagskrá. Og svo var haldið áfram með látbragðsleik og bigband og dans og gamanmúsík og hvaðeina. En eins og að líkum lætur á sígildri samkomu íslenskri, þá dofnaði áhugi viðstaddra á dagskrárat- riðum tiltölulega fljótt. Bæði var að kjölfestuna vantaði í þessa dagskrá, stíl einshverskonar, og Hvað er á seyði? spyr Juhani Linnovaara. svo er það ekki nema satt að mað- ur er manns gaman. Það listræn- asta við opnunarhátíðina var nefnilega públíkum sjálft: þarna voru allar sortir í tiltölulega friðsamlegum hrærigraut á þess- um réttardansleik listanna. Veður var hið besta. Helgin var annars mjög nk af myndlistarsýningum, þær voru Morseflokkurinn hefur komlð fram ( nokkrum tilefnum, m.a. á Kjar- valsstöðum. Hann er á Lækjartorgi (dag kl. 17. opnaðar svo margar og svo víða að enginn hefur yfirsýn yfir þær enn. Og munu aðrir um fjalla. Sú stærsta var náttúrulega að Kjar- valsstöðum þar sem áhorfandinn getur furðað sig á misjöfnum list- rænum örlögum níu landa sinna úr myndlistinni sem eru búsettir erlendis (Erró er enn ekki mætt- ur, en von eráhonum). Og af því að íslendingar eru tækniglaðir menn þá voru gestir líklega einna hrifnastir af vídeólistinni sem Steinunn Bjamadóttir hefur með speglakerfum tekið upp á mynd- bönd og spilar á tíu skermum í einu... Það eru farnar af stað textilsýn- ingar og leirlistasýningar og Langbrókarsýningar og Nýlista- sýningar: sá sem hefur augu hann sjái. En áður en lengra er haldið: Það var skemmtileg og sérstæð upplifun reyndar að skoða mynd- ir finnska listamannsins Juhans Linnovaara í Norræna húsinu. Einhver ævintýri er hann að segja okkur úr nútímanum þessi hæg- láti Finni, og hefur um leið hin bestu tengsli aftur um önnur myndlistartímabil. Honum er bresýnilega mjög í nöp við við belging allskonar og falskan fyrir- gang og lætur þau viðbrögð sín við lífsins uppákomum uppi í merkilegri blöndu af kímni og dapurleika. Hvað er að gerast hér, hvað er á seiði? spyr hann í undirfurðulegri mynd frá einu markaðstorginu. Þar er nú það. Vel spurt reyndar, orð í tíma töluð... ÁB LISTAHÁTÍÐ Kvennaleikhús af bestu gerð Borgarleikhúsið í Stokkhólmi Þegar maður hefur tilfinningar Byggt á sögum Maríu Jotuni Leikstjóri: Kristin Oisoni. Miklar snilldarleikkonur eru þær Stina Ekbald og Birgilla Ulfsson. En þær komu á Listahátíð og léku nú um helgina í Gamla bíó sögur í formi samtala og eintala eftir Mar- Árni Bergmann skrifar um leikhús iu Jotuni, finnska skáldkonu, sem hefur vitað lengra en nef hennar náði. Stina Ekblad var vinnustúlk- an sem giftist röngum manni fyrir sakir varnarleysis síns og ráðleysis, hún var hjálpræðisherskafteinninn sem lagar guð í hendi sinni allt eftir sínum flóknu og ekki alltof kristi- legu hjúskaparformum, hún var stúlkan sem þurfti að láta barn sitt af hendi til vafasamrar persónu og mundi ekki sjá það meir. Og Birg- itta Ulfsson var prestmaddama sem fylgist úr eldhúsinu með biðl- inum sem kominn er í húsið, hún var gribban lífsreynda og saklausa sem þarf að leysa flókin mál sím- leiðis við bamsföður sem hún hefur ekki séð mikið af, hún var bónda- dóttirin sem að fenginni dapurlegri reynslu veit, að sá sem ekki opnar hjarta sitt fyrir gæfunni þegar hún sýnir sig, hann mun sjá hana hverfa sporlaust. Og em þó hvergi nærri öll hlutverk talin. Sögur Mariu Jotuni eru ríkar af kímni og dapurleika og samúðar- jfullum skilningi á konum í glímu við ástina, peningana, vonina og svikin. í túlkun þeirra Stinu Ek- blad og Birgittu Ulfsson var allt þetta á sínum stað í persónum og framgöngu, sem bæði vom trúar sögutímanum og svo nútímanum. Og fyrst og síðast bar þessi túlkun vitni um vönduð vinnubrögð og þaulprófað hugvit, sem leikkonur og leikstjórinn, Kristin Olsoni, eiga vafalaust allar í sameiningu. Áhorfandinn getur víða borið niður: umskiptin í rödd Stinu Ek- Arja syngur í Broadway nú í kvöld Og þá er röðin komin að finns- ku söngkonunni Arju Saijonmaa. Hún syngur á Broadway í kvöld með hljómsveit en er með vísna- kvöld f Norræna húsinu á morg- un. Hún hefur verið einkar virk í músikleikhúsi, í leikhúsi sem byggist á hópvinnu sem og í pólit- ísku leikhúsi, bæði sem söngvari og leikkona. Þúsund þjala smiður semsagt. Hún er ættuð frá Austur-Finnlandi og lauk prófi í leiklist, bókmenntum og tónlist frá Helsinkiháskóla. Arja hefur sungið inn á margar plötur og haldið hljómeleika víðar en upp verði rakið. Hún hefur m.a. haldið tónleika víða í Evrópu með gríska tónskáldinu Mikis Theodorakis. Stfna Ekblad: En eitthvað vonar maður, eitthvað er það sem maður bíður eftlr, þegar maður er ungur, þegar maður hefur tilfinnlngar... Birgltta Ulfsson: Hahaha, auðvit- að getum við hlst, þá get ég látlð þig fá bankabókina undlreins... blad þegar vinnukonan nýgifta tal- ar um Antti hinn heittelskaða eða Matti eiginmanninn, eða þá sak- leysið og slóttugheitin saman tvinnuð í hlutverki hjálpræðishers- kafteinsins. Birgitta Ulfsson fer með sterkri hófstillingu með loka- orðin um gæfuna sem kannski var aldrei annað en draumur - eða þá gefur merkar upplýsingar með tám sem koma upp úr vaskafati meðan samið er við Lundkvist barnsföður í síma. í þessari sýningu varð ekk- ert smátt. Ekki sakaði það heldur, að inn í sýninguna var skotið finnskum söngvum sem hver um sig fékk sjálfstæða leikræna túlkun við undirleik dragspilsins, sem svo legni hefur fylgt Norðurlandafólki á tilfinningastundum. Á fyrri sýningu á laugardag voru alltof fáir mættir, af hverju sem það nú kann að stafa. Því satt best að segja: sá sem sá þessa sænsk- finnsku sýningu er nokkuð svo upplyftur í andanum á eftir og heldur sáttfús við listahátíð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.