Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Þriðjudagur 5. júnl 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er haegt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Þau héldu upp á þúsund ára afmæli Sá einstæði atburður gerðist sl. laugardag að 15 systkini héldu upp á samanlagt eitt þúsund ára afmæli sitt í samkomuhúsi í Kópavogi. Þau eru börn hjónanna Sigurðar Árna- sonar vélstjóra á Bergi við Suður- landsbraut og Þuríðar Pétursdótt- ur. Þau eru á aldrinum 53-78 ára og var reiknað út með tölvu að þúsund ára aldrinum væri nákvæmlega náð álaugardag. Systkinin eru 9 systur, þar af ein- ir tvíburar, og 6 bræður. Þau eru öll búsett á Reykjavíkursvæðinu nema Helga sem býr í Osló. Systkinin heita í stafrófsröð: Árni, Bergljót, Bryndís, Elísabet, Emil- ía, Erlendur, Haraldur Örn, Helga, Ingibjörg, Ingveldur, María, Pétur, Sigurður, Valur og Þuríður. Afkomendurhjónannaá Bergi eru hátt á annað hundrað og voru flestir þeirra sem komnir eru til fullorðinsára samankomnir á afmælinu. - GFr. Afkomendur hjónanna á Bergi og tengdafólk eru með söngelskara fólkl og tóku hraustlega undlr í söngnum á þúsund ára afmællnu. (Mynd: Haukur Már). Starfsmenn í prentsmiðju DV mættu ekki til vinnu um helgina Innanhússamningur verði skjalfestur Útkoma Dagblaðsins Vísis í gær tafðist nokkuð fram eftir degi í gær, ekki vegna vélarbilunar í prentsmiðju eins og útgefendur auglýstu í hádegisútvarpi heldur vegna kjaradeilu við starfsmenn prentsmiðjunnar. Starfsfólkið hefur að sögn Þóris Guðmundssonar starfsmanns Fé- lags bókagerðarmanna farið fram á það við útgefendur DV að munn- legur innanhússamningur um ýmis kjaraatriði sem verið hefur í gildi frá stofnun Dagblaðsins sáluga verði skjalfestur. Óskað var eftir fundi um þessi mál fyrir nær tveimur mánuðum en starfsfólkinu í engu verið svarað. Þá var útgef- endum tilkynnt að yrðu þessi mál ekki komin á hreint fyrir sl. helgi yrði ekkert unnið þá um helgina í prentsmiðjunni. Útgefendur DV fóru þá með ósettan texta og létu setja hann hjá SAM-útgáfunni og Skákprenti. Starfsfólk DV mætti í vinnu í gær- morgun og setti upp textann en eitthvað töfðust málin í Moigun- blaðsprentsmiðjunni þar sem DV er prentað. „Þeir tilkynntu að það hefði orð- ið vélarbilun, ég veit ekki meir“, sagði Þórir Guðmundsson í gær. Hann sagði framhald aðgerða vera í höndum starfsfólksins en það væri orðið langþreytt á framkomu útgefenda. „Við munum hvetja okkar félagsmenn að taka ekki setningavinnu frá DV yfir til sfn meðan svona stendur á.“ - Ig. OMURLEG AÐKOMA - Það var ömurleg aðkoma að baðhúsi okkar í Bláa lóninu á sunnudaginn, sagði Gunnlaugur Þórarinsson stjórnarmaður í Psoriasissamtökunum I viðtali við Þjóðviljann í gær, en á aðfaranótt sunnudagsins var brotist inní baðhúsið og það brotið og braml- að. Um kl. fimm um nóttina urðu gestir á hótelinu varir við að bílar frá bílastöð komu með drukkið fólk í lónið og festu gestimir ekki svefn vegna skrækja og skrílsláta hinna óboðnu baðgesta. Enginn varð var við að fólkið yrði sótt í bílum, en þegar að var gáð á sunnudagsmorgun var baðhúsið í rústum. Gunnlaugur Þórarinsson sagði 40-50 sjúklinga baða sig reglulega í hverri viku, og samtökin hefðu lagt töluvert í aðbúnað í húsinu. Brotist var inní húsið, gluggar sprengdir, panelþilið mölvað, speglar, blöndunartæki og sólar- lampi gjöreyðilagt. Innbrotið hefur verið kært til lögreglunnar. - Baðhúsið hefur verið skemmt hvað eftir annað og engu er líkara en drukkinn skríll sækist í að koma í Bláa lónið um helgar til skemmdarverka. Við getum auðvitað ekki bannað neinum að baða sig í Bláa lóninu, en við hljótum aö eiga rétt á að vera í friði með bráðnauðsynlega að- stöðu sjúklinganna, sagði Gunn- laugur Þórarinsson stjórnarmað- ur í Psoriasis-samtökunum að lokum. -óg. Hamrahlíðarkórinn: 1. verðlaun í alþjóðlegri kórakeppni Hamrahlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, vann fyrstu verðlaun í flokki æskukóra í 19. alþjóðlegu kóra- keppninni - Leyfið fólki að syngja. í keppninni sem haldin er af út- varpsstöðvunum í Evrópu eru veitt verðlaun og viðurkenningar í sjö mismunandi kórflokkum og er dómnefndin skipuð sjö tónlistar- mönnum frá jafnmörgum útvarps- stöðvum. Að þessu sinni var það Útvarpsstöðin í Köln sem hélt keppnina. I viðtali sem Þjóðviljinn átti við Þorgerði Ingólfsdóttur, kórstjóra, kvaðst hún mjög glöð yfir þessum verðlaunum, keppnin væri mjög lærdómsrik, því álit dómnefndar- innar um hvern kór væri gefið út og væri því hægt að sjá hvaða mat hver kór fengi, auk þess sem hægt væri að sjá hvar maður stendur í saman- burði við aðra kóra. Hamrahlíðarkórinn hefur verið valinn, ásamt fjórum öðrum evrópskum kórum, til að koma fram á fyrstu alþjóðlegu kórahátíð- inni í Japan. Munu um 50 manns taka þátt í ferðinni héðan og hefst sú ferð 16. júlf. Þorgerður kvað kórinn hafa sótt um styrk til Norræna menningar- sjóðsins til þeirrar farar, þar sem kórinn þurfi að fjármagna hana sjálfur. Hún sagði ennfremur að Norræna kórasambandið hefði ein- dregið mælt með því að Hamra- hlíðarkórinn fengi þann styrk og vonaði hún að verðlaunin í Þýska- landi myndu virka sem hvati á ákvörðun stjórnar sjóðsins, en for- maður hennar er íslendingur, Stef- án Jónsson. Það ánægjulegasta við verð- launin kvað Þorgerður vera að tvö af þeim verkum sem voru send í keppnina hafi verið íslensk, sér- staklega samin fyrir Hamrahlíð- arkórinn, en það væri eitt af mark- miðum kórsins að kynna íslensk tónverk og halda þeim á lofti. ss. Hamrahlíðarkórlnn ásamt stjórnanda sfnum Þorgerðl Ingólfsdóttur, fremst tll hægrl. Starfsfólk sjúkra- húsa á Norðurlandi Ófaglært starfsfólk á sjúkrahúsum á Norðurlandi hefur boðað til verk- falls frá 8. júní til 13. júní og aflur frá 21. júní, ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma. Ástæða verkfallsins er sú, að frá því fyrir 1970 hefur verið samið sameigin- lega fyrir ófaglært starfsfólk á Norð- Boðað til urlandi eystra og vestra, en nú hafa bæði Akureyringar og Húsvfkingar náð sérsamningum og krafa starfs- fólks á sjúkrahúsunum á Siglufirði, Sauðárkróki, Hvammstanga og Blönduósi er sú sama og samið hefur verið um á Húsavík. Ágreiningurinn stendur um svo- verkfalls kallað námskeiðsálag, sem hefur hingað til verið 8% og 12% ofan á grunnkaup, eftir að námskeið hafa verið sótt, en stjómir sjúkrahúsanna vilja þetta átag inn í grunnkaupið, sem er Iangt undir lögbundinni tekju- tryggingu (12.600 kr.). -SS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.