Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. júní 1984
Úrslit flokksþings finnskra
kommúnista:
Svo má deigt
járn brýna...
Fyrir rúmri viku lauk sögulegu
þingi finnska kommúnista-
flokksins með því að meirihlut-
inn íflokknum, sem ergjarna
kenndur við Evrópukommún-
isma, neytti afis síns til að úti-
loka minnihlutann, sem kennd-
ur er við Moskvu eða Stalín
jafnvel, frá forystu flokksins og
þá miðstjórn. Þar með hafa
nokkur úrslit fengist í baráttu
sem hefur lengi staðið, þreytt
flokkinn og dregið mjög úrafli
hans.
Evrópukommúnistar svonefndir
vita vel, að með þessum málalok-
um eiga þeir það á hættu að flokk-
urinn klofni endanlega, vegna þess
að minnihlutinn hefur nú krafist
þess að efnt verði til aukaþings í
haust. Moskvuhollir menn ráða 8
af 17 flokkshéruðum og það nægir
til að þeir geti heimtað slíkt þing,
sem vel gæti endað með formlegum
klofningi. Það mundi að sjálfsögðu
þýða, að minnsta kosti í byrjun,
verulegt fylgistap Kommúnista-
flokksins, sem er tiltölulega stór og
hefur nú 27 þingmenn af 200 á
fínnska þinginu. En hitt er jafnvíst,
að fylgi flokksins hefði haldið
áfram að réna ef flokkurinn hefði
haldið áfram að þykjast vera einn
en starfa í raun sem tveir eins og
raunin hefur verið.
Hnignun og
sundrung
í síðustu kosningum í Finnlandi
fékk LFA, Lýðræðisbandalag
fínnskrar alþýðu, - kosninga-
bandalag vinstrisósíalista og
kommúnista, sem kommúnistar
ráða að mestu, 14 prósent at-
kvæða. Þar með hafði LFA tapað
um 4% atkvæða frá næstliðnum
kosningum og skoðanakannanir
nýlegar benda til þess, að sú þróun
haldi áfram. Þettaerm.a. afleiðing
20 ára innbyrðis baráttu sem nú
hefur verið knúið fram uppgjör í.
Sovétríkin koma mjög inn í
dæmið en ekki endilega með þeim
hætti og margir halda. Meirihluti
og minnihluti hafa lengi deilt um
stjórnaraðild: meirihlutinn hefur
viljað stjórnarsamstarf við finnska
sósíaldemókrata en minnihlutinn
hefur helst ekki viljað „flækja sig í
kerfið“ eins og það heitir. Og ráða-
menn í Moskvu hafa heidur stutt
meirihlutann í því að kommúnistar
taki þátt í stjórn - þótt þeir að öðru
leyti taki undir við minnihiutann og
telji hann hafa hreinni og „lenín-
ískari" kenningu.
Aðdragandinn
Eftir að Finnland varð sjálfstætt
ríki árið 1919 var háð rimmileg
borgarastyrjöld milli hvítliða og
rauðliða. Og upp úr henni og á
millistríðsárunum lengst af var
kommúnistaflokkurinn bannaður.
1944 var flokkurinn lögleyfður og í
kosningunum 1945 fékk Lýðræðis-
bandalagið, sem hann var kjarninn
í, 23,5% atkvæða. Kommúnistar
voru í stjórn fram í júlí 1948. Þá
gekk orðrómur um að kommúnist-
ar hygðust nota stöðu sína (þeir
áttu m.a. innanríkisráðherrann) til
valdatöku. Finnskir sósíaldemó-
kratar voru upp frá því afar tor-
tryggnir í garð kommúnista og var
það ekki fyrr en 1966 að leiðir til
samstarfs milli verkaiýðsflokkanna
opnuðust aftur. Allt til 1982 voru
Lýðræðisbandalagsmenn og þar
með kommúnistar í aðild að mörg-
um vinstri- og miðjustjómum. Þá
hrökkluðust þeir út, og réði þar um
mestu, að samstarfsflokkarnir voru
orðnir þreyttir á tvískiptingu
flokksins sem gerði ráðherra hans
næsta órólega í sessi.
Neitunarvald
Allt frá 1957 hafði stefnuskrá
kommúnistaflokksins reyndar ver-
ið að breytast í þá vem, að alræði
öreiganna vargefið upp á bátinn og
síðar kenningin um nauðsyn vald-
beitingar í þágu byltingarinnar.
Lögð var áhersia á áfangaþróun til
sósíalisma, helst með sem friðsam-
legustum aðferðum. Stundum kom
til mikils ófriðar út af þessum skil-
greiningum öllum, til dæmis voru
„stalínistar" hreinsaðir út úr mið-
stjórn 1969. Sá armur gekk þá út.
En sovéski kommúnistaflokkurinn
tók þá að sér, í gömlum
Komintern-stíl, að semja um mál-
in, og fékk hann brottgöngumenn
Haraldur Ingi Haraldsson
Athugasemd
Það er seint í rassinn gripið að
kvarta undan grein sem birtist í
blaðinu 9. maí síðastliðinn, þó get
ég ekki á mér setið. Forsaga þessa
máls er sú að þar sem ég var við
nám í vetur, nánar tiltekið í Hol-
landi, komu 3 langhundar um ís-
lenska list í þarlendu blaði. Eftir að
hafa átt símtal við Þjóðviljann samd-
ist um að ég snaraði og stytti þess-
ar greinar til birtingar í blaðinu.
Þessar greinar voru um margt
merkilegar og vörpuðu að mínum
dómi skýru ijósi á stöðu íslenskrar
listar og hefðu þannig átt fullt er-
indi við listumræðu dagsins í dag,
að maður tali nú ekki um hversu
hollt það er og skemmtilegt að lesa
eitthvað annað um listir en
iistgagnrýni eina saman.
Eftir að hafa fengið góðfúslegt
leyfi blaðamannsins hollenska til
verksins, snaraði ég, stytti og sendi,
með vinsamlegum tilmælum um að
fá viðkomandi blöð send út til Hol-
lands og að þessum skrifum mínum
ásamt uprunalegu greinunum
yrði haldið til haga. 1 símtali við
Þjóðviljann nokkru seinna var mér
tjáð að failist hefði verið á þá hug-
mynd mína að þetta yrðu 3
heilsíðugreinar sem birtast ættu í 3
tölublöðum í röð. Ekki fékk ég
blöðinn send. En þegar heim var
komið gróf ég viðkomandi tölu-
blað (9. maí) upp á afgreiðslu Þjóð-
viljans og þá voru greinamar 3 orðn-
ar að fjórðungi úr opnu svo fag-
til að koma aftur. Var þá gerður
samstarfssáttmáli milli meirihlut-
ans og minnihlutans, sem tryggði
gagnkvæmt neitunarvald. í raun og
veru var það ekki síst þetta gagnk-
væma neitunarvald sem lamaði
flokkinn, ekki síst vegna þess, að
minnihlutinn taldi sig svo bylting-
arsinnaðan að hann gat aldrei fellt
sig við þær málamiðlanir sem óhjá-
kvæmilega fylgdu aðild að ríkis-
stjórn.
Afskipti
Sovétmanna
Armarnir í flokknum studdu
hvor sitt dagblaðið, þeir voru og
tvískiptir í ýmsum greinum öðrum.
Óánægjan með pattstöðuna magn-
aðist og á aukaþingi árið 1982 var
Jouko Kajanoja kosinn formaður
út úr neyð. Hann var oddviti hóps
sem kallaði sig „þriðju leiðina“ og
ætlaði að sætta andstæður. Kjör
Kajanoja kom á óvart, vegna þess
að meirihlutinn hafði þá búið sig
undir það, að Arvo Aalto tæki við
formennsku í flokknum.
Á þingi því sem er nýlega afstað-
ið festust átökin mjög við persónu
Arvos Aaltos. Minnihlutanum var
boðið upp á það, að hann fengi
áfram fulltrúa í miðstjórn flokksins
í hlutfalli við styrkleika sinn. En
minnihlutinn féllst ekki á að sam-
þykkja Aalto sem formann í stað-
inn. Og þá sauð upp úr. Meiri-
hlutinn beitti atkvæðamagni, kaus
Aalto formann og hreinsaði
minnihlutamenn út.
Þessi málalok eru verulegt áfall
fyrir sovéska kommúnistaflokk-
inn. Sovéskir fjölmiðlar hafa tals-
vert skrifað um Kommúnistaflokk
Finnlands að undanförnu, hrósað
honum mjög fyrir vinfengi gott við
Sovétríkin, en varað við endur-
skoðunarhneigðum háskalegum
innan hans og þá sérstaklega við
Arvo Aalto. Sovétmenn sendu
fjölmenna nefnd á flokksþingið
finnska og hún lagði mjög að
mönnum að þeir ekki styddu
Aalto. Formaður nefndarinnar var
sjálfur Míkhaíl Solomentsev, sem
sagður er ábyrgur fyrir aga í
Kommúnistaflokki Sovétríkjanna.
En þótt meirihlutamenn og
mannlega földum undir grein um
verkalýðsmál að ekki var fyrir
nema slyngustu afburðamenn að
sjá hvað hér var á ferðinni. Helm-
ingur greinarinnar fjallar um furð-
ulega framkomu Davíðs Odds-
sonar við hollenska blaðamanninn,
og var þar hvergi skærum við kom-
ið þar sem þeim var beitt af mikilli
fimi þegar talið færðist að listum.
Eftir að hafa kvartað sáran og
barið mér á brjóst á skrifstofum
reyndar Aalto sjálfur vilji vera vin-
ir Sovétríkjanna, þá hafa þeir nú
sagt hingað og ekki lengra með
ykkar afskiptasemi. Óskir Sovét-
manna voru hunsaðar og eru það í
sjálfu sér veruleg tíðindi - ekki
bara fyrir finnska vinstrihreyfingu,
heldur og fyrir kommúníska flokka
í Evrópu. Því finnski kommúnista-
flokkurinn hefur jafnan verið sá,
sem síst veitti Sovétríkjunum
gagnrýnið aðhald í hinum stóru
málum. Nú er þetta breytt.
ÁB.
Penlngahólf I Zurich: illur fengur vandlega geymdur.
Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu:
Afram hægt
að fela fé
Svisslendingar eru þekktir að
því að kunna að þegja um pen-
ráðamanna voru mér boðin þau
skipti, að þessum málum væru gerð
betri skil, enda ekki um tímabund-
ið efni að ræða. Það þótti mér
miklu betra en ekkert.
Nú er skoðun mín að Jóhannes
Birkiland hefði verið fullsæmdur af
harmsögu þessari og því einungis
réttlæti að tilefni gæfust ekki til
frekari skrifa. En það fór með
greinarnar eins og kirkju klerksins,
að ekki fannst tangur né tetur af
þeim í sölum Þjóðviljans og er það
vissa mín að kirkjan er endaði sem
brenniviður fyrir fátæka hafi hlotið
göfugri endalok en þær.
Það er slæmt til þess að vita að
hlutir sem þessir skuli gerast á
Þjóðviljanum einmitt nú þegar
þörfin fyrir skynsamiega listum-
ræðu er afar mikil.
Með ósk um skjótan bata.
Haraldur Ingi Haraldsson
myndlistarmaður
inga. Og eru frægir um allan
heim leynireikningar í Sviss,
þar sem glæpamenn, einræð-
isherrarog skattsvikarar
geyma illa fengið fé sitt. Kann-
ski sem svarar 90.000 miljón-
um íslenskra króna alls.
Ekki hefur öllum Svisslending-
um líkað sá orðstír sem land þeirra
fær af þessu fé og ýmisleg hneyksli
sem upp koma. Flokkur Sósíal-
demókrata hefur barist gegn
bankaleyndinni og leiddi sú barátta
til þess að á dögunum fór fram
þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.
En Svisslendingar eru hagsýnir
menn og vilja ekki af peningum
missa, enda segir máltækið að þeir
lykti ekki. Tillagan um að gefa er-
lendum ríkisstjórnum upplýsingar
um peninga, sem grunur leikur á að
verið sé að fela með ljósfælnum
hætti, var felld í þjóðaratkvæða-
greiðslunni með um 70% atkvæða.
Og verða þeir menn svissneskir
áfram látnir sæta allströngum kár-
ínum sem kjafta frá því, hver á
hvað í bönkum þeirra.