Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. júnl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7, Lausar kennarastöður Kennara vantar að Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar næstkomandi skólaár. Helstu kennslugreinar: enska, danska, eðlisfræði, myndmennt, kennsla yngri barna og sér- kennsla. Nýtt og rúmgott skólahúsnæði, kennslutími 9-4, gott húsnæði í boði í ná- grenni skólans, tveggja herb. nýjar íbúðir. Upplýsingar gefur skólastjóri Páll Ágústsson í síma 97-5159. REIÐNAMSKEIÐ Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal auglýsir reiðnámskeið og fjölskyldudvöl 25. - 30. júní. Leiðbeinandi Ingimar Ingimarsson. Gisting og fæði á staðnum. Sundlaug - Sauna - fagurt umhverfi. Upplýsingar veittar í síma 95-5962 virka daga frá 9 - 12. Þátttaka tilkynnist fyrir 16. júní. Skólastjóri. 11 LAUSSTAÐA við Bændaskólann á Hólum Við Bændaskólann á Hólum er laus til umsóknar nú þegar staða kennara í véla- og verkfærafræði. Auk kennslu þarf kennarinn að sjá um viðhaldsvinnu við búvélar á staðnum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu Arnarhvoli, 101 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 1. júní 1984. S LAUSSTAÐA VIÐ BÆNDASKÓLANN Á HVANNEYRI Við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri er laus til umsóknar staða aðalkennara á grunngreina- sviði. Aðalkennslugreinar í efnafræði, líffræði og raun- greinum. Launakjör eru hin sömu og háskólakennara. Umsækjendur um stöðu þessa skulu láta fylgja um- sókn sinni skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1984 og skal senda umsóknir til landbúnaðarráðuneytisins, Arnarhvoli, 101 Reykjavík, Landbúnaðarráðuneytið, 1. júní 1984. Frá Verkamanna- sambandi íslands Nýtt símanúmer: 68 64 10 Verkamannasamband íslands hefur fengið nýtt símanúmer 68 64 10. ATVINNA Kennarar - kennarar Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir lausar kennara- stöður. Æskilegar kennslugreinar byrjendakennsla, stuðn- ingskennsla og handmennt, auk almennrar bekkjar- kennslu. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma: 96-51164. Gunnar Kvaran. mér ég sjaldan eða aldrei hafa| heyrt hann leika betur. Að hann væri jafn öruggur stjórnandi og raun bar vitni hafði ég bara ekki hugmynd um. Jakob Lát- bragðs- list í Gamla- Bíói Framlag Stúdentaleikhússins: Láttu ekki deigan síga Guðmundur! Framlag Stúdentaleikhússins Leikstjóri er Þórhildur Þor- til Listahátíðar er nýtt íslenskt leifsdóttir. leikrit. Það er eins konar revía um tímabilið 1968-1984. Hún Guðmundur, þ.e. aðalleikar- heitir „Láttu ekki deigan síga, inn Kjartan Bjargmundsson, Guðmundur" og er eftir Eddu fótbrotnaði í síðustu viku. Björgvinsdóttur og Hlín Agn- Hann og aðrir þátttakendur arsdóttur. Þórarinn Eldjárn sýningarinnar láta samt ekki gerir söngtexta og Jóhann G. deigan síga og ætla að frumsýna Jóhannsson semur tónlistina. í kringum Jónsmessu. Hálfri öld eftir að þöglu myndirnar dóu og lát- bragðslistin virtist sigla beint inn á safn eru enn til afbragðs listamenn á þessu sviði. Sumir telja að kannski hafi látbragðslist aldrei staðið með meiri blóma en einmitt nú. í kvöld er í Gamla bíó seinni sýning Adams Dariusar og Kazimirs Kolesniks. En Darius hefur á sér það orð að hafa fundið leiðir til að hella nýju víni á gamla belgi látbragðs- leiksins og er þekktur um allan heim fyrir bragðið. Hann er bandarískur og hefur sýnt í sex- tíu löndum. Með honum er pólsk-skoskur listamaður, Ka- simir Kolesnik. Þeir flytja sautján stutt atriði - eitt heitir jafn efnilegu nafni og „Dómari lokar klámbúð“. Hingað hafa sem betur fer lagt leið sína látbragðsleikarar af mörgu tagi: Marcel Marceau hinn óviðjafnanlegi, harðdug- legir og spaugvísir Tékkar, Frakkar tveir sem fóru á sl. Listahátíð með magnað spott um flughersgarpa tvo og svo mætti áfram telja. Darius og Kolesnik eru góð viðbót sem fróðlegt verður að bera saman við annað sem hingað hefur borist af fornri og útsmoginni list látbragðsins. -áb. SeUóhátíð í Bústaðakirkju Efnisskrá: J.S.Bach: Svíta nr. 3 í C dúr fyrir einleiksselló. Heitor ViIIa-Lobos: Bachianas BrasUeiras nr. 5 fyrir sópranrödd og átta selló og nr. 1 fyrir átta selló. Flytjendur: Gunnar Kvaran, Elísa- bet Erlingsdóttir og 8 nemendur Gunnars undir hans stjórn. Brasilíska tónskáldið Heitor Villa-Lobos (1887-1959) var óhemju afkastamikill, yfir 1500 tónverk stór og smá. Meðal verka hans eru 9 tónverk sem hann nefnir Bachianas Brasileiras. En þar, vegna skyldleika sem honum finnst hann finna milli tónverka J.S.Bachsg Brasilískrar þjóðlaga tónlistar, tengir hann nafni Bachs við nafn landsins. Líklega er arían úr nr. 5 það tónverk H.Villa-Lobos sem flestir hafa heyrt, enda gull- falleg tónsmíð sem borið hefur nafn hans um ailan heim. Elísabet söng hana ljómandi vel svo manni hitnaði um hjartarætur og ekki síðri var flutningur hennar á Dans- inum með sínum hröðu hlaupum og atkvæðum á hverri nótu. Nr. 1 var undravel leikið af selló- deild Gunnars. Inngangurinn með sínum skemmtilegu upphlaupum þar sem hver sellisti fær að spreyta sig, prelúdían sem Bach og brasil- ískur þjóðlaga andi mætast í kunn- áttu H.Villa-Lobos. Það má vera stoltur kennari sem leiðir jafn föngulegan hóp til afreka sem þennan. Gunnar opnaði tónleikana með sellósvítu Bachs nr. 3 og lék með miklu valdi og kunnáttu. Finnst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.