Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 2
2 SÉÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9. - 10. júní 1984 skammtur af rottueitri Garðastrætið í Reykjavík hefur löngum verið vett- vangur óhugnaðar og myrkraverka. Þegar ég var að alast upp, neðst á Vesturgötunni, raunar á horninu á Garðastræti og Vesturgötu, þorð- um við strákarnir ekki fyrir okkar litla líf að hætta okkur suður götuna, sem afmarkaði Grjótaþorpið að vestan- verðu. Þetta var nefnilega áður en Grjótaþorpið varð sælureitur friðarsinna. Þegar ég var að slíta barnsskónum fyrir síðari heimsstyrjöldina, lék lausum hala í Grjótaþorpinu óaldarflokkur ungra manna, sem hafði það sér til dundurs aö dýfa köttum og öðrum gæludýrum ofaní steinolíu, kveikja svo í þeim og láta þessi veslings kvikindi síðan hlaupa skíðlogandi um illa upplýst Garðastrætið. í Garðastrætinu var líka reimt. Þar var á ferli bónd- inn í Dúkskoti, sem myrtur hafði verið af systur sinni á rottueitri fyrir tuttuguogfimm árum. Mönnum stóð ef til vill ekki mestur stuggur af draugnum sjálfum, heldur var það garnagaulið í honum, sem fékk vatnið til að renna milli skinns og hörunds. Eini maðurinn sem virtist þora að fara óhikað um Garðastræti í myrkri var Rúnki í Merkissteini, en hann drakk í sig kjarkinn og er orðinn klassísk persóna úr sögu Reykjavíkur fyrir ummæli sem hann lét falla, þegar hann frétti að búið væri að stofna baðhús í Reykjavík. Þá sagði Rúnki: „Þetta eru nú meiri sóðarn- ir, - að þurfa alltaf að vera að baða sig!“ Mönnum brá stundum ónotalega, þegar Rúnki kom útúr náttmyrkrinu, niður Garðastrætið með gaulandi garnir, raulandi lagstúf og fikraði sig eftir grindverki, sem lá eins og gatan horfir. Stakketið þraut þegar kom að Vesturgötunni, en yfir hana þurfti Rúnki að komast, því Merkissteinn var við norðanverða Vesturgötuna. Þá heyrðist Rúnki tauta: „Meira stakket!“. Og allir vissu að þar fór Rúnki í Merkissteini, en ekki draugurinn úr Dúkskoti. Fyrsta fréttamynd, sem gerð var á íslandi og birtist í íslensku dagblaði, var einmitt mynd af Dúkskoti, lík- lega trérista, og í tifefni af því óhugnanlega morðmáli sem áður var tæpt á. Nánari málsatvik voru þau að kl. 5 síðd. hinn 1. nóv. 1913 fór ábúandinn í Dúkskoti í heimsókn til systur sinnar og fékk hjá henni skyrspón, blandaðan rottu- eitri. Honum fannst beiskur keimur af skyrinu og kvart- aði við systur sína. Þá hellti hún brennivíni útá skyrið og sagði: „Láttu matinn í þig, maður“. Eftir að brenni- vínið var komið í skyrið veittist Dúkskotsbóndanum létt að tæma skyrdiskinn, þakkaði systur sinni fyrir sig og fór niður í Iðnó að fá sér að borða, en dó svo af rottueitrinu fimm dögum síðar. Og enn er Garðastrætið komið í fréttirnar. Nú er þar til húsa rússneska sendiráðið, og virðast umsvif hinna fjölmörgu starfsmanna þess vera þess eðlis, að heppilegra sé að vera fyrir luktum dyrum. Sumir ætla að þar sé talsvert étið af göróttu skyri og mikið garna- gaul, sem helst ekki megi heyrast um vesturbæinn. Fyrir aðaldyrum sendiráðs Sovétríkjanna er eikar- hurð mikil og rammger, en í henni skothelt gler þeirrar náttúru að utanfrá er hún sem spegill, en innanfrá er hægt að sjá í gegnum glerið. Þetta veldur því, að þegar ungir sjálfstæðismenn standa á tröppum sendiráðsins sjá allir, bæði þeir sem eru innan dyra, sem og þeir sem fyrir utan standa, ekkert nema unga sjálfstæðis- menn. Og nú hefur komið í Ijós að ekkert getur skotið Rússum meiri skelk í bringu heldur en slík sjón. Engu var líkara en sendiráðið og aðsetur sendiherrans væri í herkví á þriðjudaginn var, þegar nokkrir menn hugð- ust afhenda áttaþúsund undirskriftir íslendinga vegna Sakharov-hjónanna. Sumir telja að austur í Rússíá sé verið að murka lífið úr nóbelsverðlaunahafanum, þar sem hann situr í átthagafjötrum í Gorkí, en kona hans fær ekki að fara úr landi til að leita sér lækninga. Og þessu viljum vér líka mótmæla, jafnvel þó vér séum ekki ungir sjálfstæðismenn. Þegar ég sá rússneska sendiráðsmanninn, í sjón- varpinu í vikunni, skella bílskúrshurðinni á mótmæl- endurfannst méreinsog ég greindi hvítan blett, svona eins og skyrslettu, á blánefbroddinum á honum. Og þegar kvenmaðurinn birtist í kjallaradyrunum var ég sannfærður um að þarna væri systir hans. „Skuggalegt fólk með slæma samvisku", hugsaði . ég. „Þau eru þá bæði gengin aftur Dúkskotssyst- kinin“. En nú hef ég fengið geðslegri og haldbetri skýringu og það frá upplýsingaþjónustu annars stórveldis. Þetta munu hafa verið skjöthjúin Ivan Stroganov og Olga Kroppanova sem altalað er að hafi verið að draga sig saman síðustu fjögur árin. Nú fengu þau loks að vera ein þarna í kjallaranum, til að kanna hvort þau væru ekki einsog sköpuð fyrir hvort annað. Allt annað starfsfólk sendiráðsins var víst suður á flugvelli að taka á móti sendiherranum, sem enn virð- ist njóta meira ferðafrelsis en almennt gerist í Sovét. Og auðvitað er til ein allsherjar lausn á málefnum Sakharovs og kom raunar fram í síðustu ræðu aðal- ritarans: Rottueitur og annað stoff í hann mætti keyra. Ef við sálgum Sakharov segir hann ekki meira. Netan- ela í Nor- ræna húsinu Á sunnudag kl. 15 og þriðjudag kl. 20.30 flytur Netanela þjóðlega tónlist, djass og blús í Norræna hús- inu á vegum listahátiðar og kynnir hún sjálf dagskrána á sænsku og leikur undir á gítar. Netanela er fædd í Úsbekistan í Mið-Asíu en það er eitt af ríkjum Sovétríkjanna. Hún fluttist ung til Kanada en hefur undanfarin ár verið búsett í Svíþjóð. Hún er mjög fjölhæf listakona og hefur komið fraríi víðsvegar um heim, haldið tónleika og tekið þátt í tónlistar- hátíðum. Hún hehir m.a. farið í tónleikaferðir með blúspíanistan- um Memphis Slim. Á efnisskrá hennar eru einkum þjóðvísur og ballöður hvaðanæva úr heiminum, sem hún flytur einatt á frummál- inu: ensku, sænsku, frönsku, ítölsku, portúgölsku og einnig á framandi tungum svo sem Tí- betmáliog svahili. -GFr Netanela er frá Úsbekistan I MI6- Asiu en hefur undanfarin ár verlð búsett í Svíþjóð. Bústaðakrikja á mánudag: Nýja strengjasveitin Á mánudaginn kl. 20.30 leikur nýja strengjasveitin I Bústaða- kirkju á vegum Listahátíðar undir stjórn Mark Reeman og eru á efnis- skrá Brandenborgarkonsert nr. III eftir Bach, kammersinfónía eftir Sjostakovits og verk eftir R. Strauss. Mark Reeeman, stofnandi og stjórnandi Strengjasveitar Tón- listarskólans í Reykjavík hlaut tón- listarmennum í Royal College of Music í London og á Eastman tónl- istarskólanum í Rochester N.Y. í Bandaríkjunum. Hann hefur starf- að í nokkrum meiriháttar hljóm- sveitum t.d. Rochester Philharm- onic og English Chamber Orche- stra og tekið virkan þátt í tónlistár- hátíðum í Ameríku og Evrópu, bæði sem fíðluleikari og kennari. Mark hefur unnið ómetanlegt starf við að byggja upp strengja- tónlist á Islandi og er starfsemi Strengjasveitar Tónlistarskólans einna áþreifanlegasti árangur þess. Sveitin hefur haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis og hvarvetna vakið mikla hrifningu, en menn minnast þó líklega helst frábærs ár- angurs sem hún náði undir forystu Marks í International Jeunesse Musicales keppninni í Belgrad 1982.1 kjölfar þeirrar velgengi var Mark Reedman og Strengjasveit Tónlistarskólans boðin þátttaka í Intemational Festival í Aberdeen í Skotlandi, sumarið 1983. Stúdentaleikhúsið: Láttu ekki deigan síga, Guðmundur Á mánudag kl. 18 og þriðjudag kl. 20.30 sýnir Stúdentaleikhúsið í Félagsstofnun stúdenta leikverkið „Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur“ eftir Eddu Björgvins- dóttur og Hlín Agnarsdóttur. Söngtexta gerir Þórarinn Eldjám, Jóhann G. Jóhannsson sér um tónlistina, leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd gerir Stígur Steinþórsson, ljósmyndir Valdís Óskarsdóttir. Lýsingu ann- ast Egill Amarson og búninga ann- ast félagar úr Stúdentaleikhúsinu. I leikverkinu „ Láttu ekki deigan síga, Guðmundur" er lífshlaupi Guðmundar vinar okkar lýst í tali og tónum allt frá árinu 1968, þegar hann er ungur og uppreisnargjam stúdent í blóma h'fsins, fram til árs- ins 1984, þar sem hann situr við ritvélina og reynir að skrifa sig frá þessum tíma. Á spaugsaman hátt em dregnar upp myndir af Guð- mundi við mismunandi kringum- stæður þar sem hann velkist um milli kvenna og mismunandi stjómmálastefna. Guðmundur ikemur víða við og lætur ekki1 deigan síga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.