Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgln 9. - 10. júni 1984 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. ritstjórnargrein Guðrún Ágústsdóttir skrifar: Fjórði ósigurinn? \ Áður en samninganefnd ríkisstjórnarinnar lagði í langferð til málvina sinna í Sviss í síðasta mánuði til að semja við Alusuisse sparaði Morgunblaðið ekki við sig hinar stóru yfirlýsingar. Hafði blaðið eftir samninga- nefndarmönnum að trúlega næðist samkomulag á fund- inum í Zúrich. Þetta reyndist að sjálfsögðu fleipur eitt. Nefndarmenn létu fjölmiðla hins vegar hafa eftir sér að viðræðurnar hefðu verið mjög gagnlegar. í sjálfu sér er það merkileg yfirlýsing, þar sem á eftir fylgdi að enginn árangur hefði náðst. Síðan þessi árangurslausi samningafundur var hald- inn hefur Morgunblaðið og önnur málgögn ríkisstjórn- arinnar þagað vendilega um málið. Það hentar þeim ekki að skýra frá kyrrstöðunni í viðskiptunum við Álus- uissehringinn. Þeir skýra ekki frá stanslausri niðurlæg- ingu ríkisstjórnarinnar í samskiptunum við auðhring- inn. í næstu viku er svo áformaður enn einn viðræðufund- urinn. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV kallaði bráða- birgðasamkomulag ríkisstjórnarinnar í haust „þriðja ósigurinn“. Þjóðin á heimtingu á því að komið verði í veg fyrir fjórða ósigurinn í samskiptunum við Alusu- isse. 200 eða 8000 störf? Meðal þess sem samninganefnd íslands við Alusuisse hefur verið að föndra með á fundum er hugmyndin um helmingsstækkun álversins í Straumsvík. Ef helmingsstækkun álversins yrði að veruleika, jkrefðist það virkjanaframkvæmda, sem eru svo dýrar að rafmagn myndi stórhækka í verði til almennings, þar eð raforkuverð í hugsanlegum samningum núverandi -ríkisstjórnar við Alusuisse verður ekki miðað við raun- verulegt kostnaðarverð úr nýjum virkjunum. Vísir menn telja að helmingsstækkun álversins í Straumsvík þýði virkjanaframkvæmdir sem nemi fjór- um miljörðum króna. Þessir fjórir miljarðar króna verða fengnir að láni erlendis frá. Þetta fjögurra miljarða króna lán myndi skila sem^, nemur 100 störfum í framleiðslu auk 100 starfa í þjón- ustu síðarmeir. Hvert atvinnutækifæri í stóriðju á borð við áliðnað er gífurlega dýrt. Ef sama fjármagni væri veitt í almennan. iðnað á skipulegan hátt fengjust 4000 störf auk 4000 starfa í þjónustu. Þannig er hægt að velja á milli tveggja kosta: 200 starfa vegna stóriðju eða 8000 starfa vegna almenns iðnaðar fyrir sömu fjárfestingarupphæð. Nýsköpunarsjóður atvinnu veganna Ofangreint dæmi sýnir að smátt getur verið hentugt og það er ekkert lögmál að stóriðja sé þjóðhagslega hagkvæmari en aðrar atvinnugreinar. Miklu skiptir að fjármagni til ráðstöfunar í atvinnuuppbyggingu sé skynsamlega varíð. Á árunum 1971 til 1974 má segja að til hafi orðið vísir að skynsamlegri dreifingu fjármagns í ýmsar atvinnugreinar út um allt land. Almennt er viðurkennt að frumskógar sjóða og pen- ingastofnana sem tilviljanakennt dreifa fjármagni í atvinnulífið skila ekki þeirri hagkvæmni sem nauðsyn- leg er til atvinnuuppbyggingar í landinu. | Á síðasta miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins var þeirri hugmynd hreyft að settur yrði á laggirnar Ný- sköpunarsj^kir atvinnuveganna sem tæki yfir ýmsa sjóði atvinnuvega og sæi um skilvirkari fjárfestingar í atvinnulífi en við hingað til höfum þekkt. Að gefnu tilefni Uppsögn Magnúsar Skarphéð- inssonar hefur verið mikið til um- ræðu hér í blaðinu og í þjóðfé- laginu að undanförnu. í stjórn strætisvagnanna, þegar mál hans voru rædd þar, töluvert löngu eftir uppsögn hans, var ákveðið að ástæður fyrir uppsögninni væru trúnaðarmál. Var þetta gert af til- litsemi við hann, enda ekki venja að ástæður uppsagna starfsmanna séu gerðar opinberar. Nú hefur málið hins vegar tekið þá stefnu að Magnús er enginn greiði gerður með þögn um ástæð- ur uppsagnarinnar og tímabært að yfirmenn hans hjá SVR skrifi greinargerð þar um og afhendi honum. Hann getur síðan ákveðið hvort hann gerir þá greinargerð op- inbera. Á fundi stjórnar SVR þar sem uppsögn Magnúsar var rædd, stóð- um við stjómarmenn frammi fyrir gerðum hlut. Forstjóri SVR sér um mannaráðningar og uppsagnir og hafði hann þegar sagt Magnúsi upp störfum. Ástæður þær sem gefnar voru upp á fundinum og urðu til þess að ég greiddi ekki atkvæði gegn stuðningsyfirlýsingu meiri- hlutans við gerðir forstjórans, voru eingöngu ítrekuð vanræksla í starfi og að þrátt fyrir endurteknar áminningar hafði hann ekki bætt þar úr. Hvorki skoðanir Magnúsar Guðrún Ágústsdóttir er borgar- fulltrúi og fulltrúi AB í stjórn SVR. á málefnum Strætó né nokkuð ann- að kom þar til. Þetta tel ég nauðsynlegt að komi fram. Ég hef áður hér í blaðinu lýst því yfir að ég get engan veginn sætt mig við aðferðina við uppsögn Magnús- ar. Eftir 8 ára starf finnst mér ekki rétt að segja manni upp störfum án þess að áður sé búið að aðvara hann bréflega um að til uppsagnar geti komið, ef viðkomandi bæti ekki ráð sitt. Þetta var ekki gert. Ég hef borið fram fyrirspum um hversu algengar kvartanir vegna vagnstjóra og samstarfsörðuleikar milli þeirra og yfirmanna séu og hvort frekari uppsagnir séu fyrir- hugaðar af þeim sökum. Þetta gerði ég til að kanna hvort verið væri að taka Magnús einan útúr,ef til vill hópi manna. Komi í ljós að vanræksla Magnúsar í starfi sé síður en svo einsdæmi þá er for- sendan fyrir uppsögn hans brostin og eðlilegt að kanna af hverju hon- um einum er sagt upp. Þar með er ég síður en svo að leggja til að farið yrði út í einhverjar hreinsanir, heldur að þá er full ástæða til að leiðbeina bæði vagnstjómm og yf- irmönnum um það hvaða kröfur á að gera til starfsmanna sem gegna jafn mikilvægu og viðkvæmu starfi og ég álít starf vagnstjóra vera. Að lokum þetta: það þarf enginn að verða hissa á harkalegum við- brögðum fólks vegna uppsagnar Magnúsar. Núverandi meirihluti hefur verið iðinn við að losa sig á ýmsan hátt við „óæskilega“ starfs- menn. Um það em þegar mörg dæmi. Ég get hins vegar ekki hald- ið því fram að um slíkt sé að ræða í þessu tilviki. Guðrún Ágústsdóttír Gísli Gunnarsson skrifar: Áminning um grundvallaratriði Umræður hafa verið nokkrar hér í Þjóðviljanum undanfama daga um brottrekstur Magnúsar Skarphéðinssonar úr starfi stræt- isvagnabílstjóra. Hafa eftirfar- andi atriði m.a. komið í ljós: 1. Magnús telur að brottrekstur- inn stafi af því að skoðanir hans hafi ekki fallið stjórnend- um Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) í geð. 2. Stjómendur SVR segja brott- rekstur Magnúsar stafa af ó- æskilegu atferli hans í starfi. 3. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í stjórn SVR hefur tekið undir sjónarmið forstjóra SVR, sem getið var um í 2. lið. 4. Ekki hefur fengist upplýst hverjar vom óæskilegar at- hafnir Magnúsar í starfi. Fyrr- nefndur fulltrúi Alþýðubandar lagsins segir upplýsingar um þær vera trúnaðarmál milli sín og forstjórans (en ekki milli sín og þess brottrekna). 5. Magnús Skarphéðinsson kveður engar ástæður hafa verið gefnar upp þegar honum var formlega sagt upp starfi. Hann hafði enga skriflega á- minningu fengið um vanræk- slu í starfi áður en uppsögnin kom. 6. Magnús gegnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir stétt- arfélag sitt og nýtur áfram- haldandi trausts fjölmargra1 starfsfélaga sinna, sem hafa mótmælt uppsögninni. Með hliðsjón af ofanrituðu er óhjákvæmilegt að benda á nokkr- ar staðreyndir sem varða starfs- legan gmndvöll Alþýðubandal- agsins. A) Það er gamalt baráttumál ís- lenskrar verkalýðshreyfingar að kjömir trúnaðarmenn starfsfólksins njóti sérstakrar vemdar gagnvart uppsögn- um. Verkföll hafa verið háð til að standa vörð um þessa vernd. B) Víða um lönd hafa verið sett almenn lög um starfsöryggi og starfslýðræði. Má þar nefna Svíþjóð sem dæmi. Þar í landi má engum segja upp starfi nema fyrst sé leitað álits viðkomandi verkalýðsfélags. C) Alþýðubandalagið telst sam- kvæmt eigin skilgreiningu vera verkalýðsflokkur. í því felst að Álþýðubandalagið telur sig eiga að standa vörð bæði um kjör og rétt verka- fólks gagnvart atvinnurek- endum hverjir sem þeir em. Gísli Gunnarsson er doktor í hagsögu og stundakennari við Háskóla íslands. Alþýðubandalagið telst samkvœmt eigin skilgreiningu vera verkolýðsflokkur. í þvífelst að Alþýðu- banddlagið telur sig eiga að standa vörð bœði ' um kjör og rétt verkafólks gagnvart atvinnu- rekendum hverjir sem þeir eru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.