Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 10
Nunnumar í Hafnarfirði
frelsið 02 mannúðin
Kvennakúgun?
Það var fyrir rúmri viku að Þor-
bjöm Broddason skrifaði grein hér
í blaðið sem bar yfirskriftina „Ró-
mantískri tálmynd af nunnustand-
inu mótmælt". Tilefni greinarinnar
var umfjöllun fjöimiðla um hingað-
komu sextán karmelsystra frá Pól-
landi sem núhafasest að í húsi reglu
sinnar í Hafnarfirði. Þorbirni
finnst, að fjölmiðlar hafi verið of
snauðir af gagnrýni í frásögnum af
„nunnustandinu“. Þorbjörn telur
hinsvegar, að menn hefðu átt að
nota tækifærið sem þessi atburður
gaf meðal annars til að „koma á
framfæri upplýsingum um hinar
fjölbreytilegu myndir kvennakúg-
unar í ljósi þessa óvanalega dæm-
is“.
Hér er strax rétt að staldra við.
Kaþólska kirkjan er sjálfsagt
mörgum syndum hiaðin, einnig að
því er varðar stöðu kvenna um
aldir. En það er erfitt að koma
auga á það, hvers vegna nunnulíf er
kvennakúgun öðru fremur. Það
eru til og starfa alveg eins strangar
reglur fýrir munka eins og t.d.
regla Trappista þar sem tekin voru
ströng þagnarheiti. Ef klausturlíf
er kúgun er henni skipt nokkuð
jafnt milli kynja.
Heilaþvottur
En er hér um kúgun að ræða?
Þorbjörn Broddason er á því og
segir að nunnurnar hafi verið
beittar heilaþvotti. Röksemnda-
færslá hans er á þessa leið:
„Þótt ekki hafi verið aflað upp-
ilýsinga um ástæður þeirra einstakl-
inga sem hér um ræðir, hlýtur það
að vera deginum ljósara að margar
kvennanna, jafnvel flestar þeirra,
hafi gengið til liðs við regluna á
mjög ungum aidri, þegar persónu-
leiki og skapgerð voru enn í mótun
og verið frá þeirri stundu beittar
sterkri einhliða innrætingu, öðru
nafni heilaþvotti“.
Og tilhugsunin um „sterka ein-
hliða innrætingu" verður greinar-
höfundi svo alvarlegt mál, að hann
lýkur máli sínu á því að spyrja
hvort ekki sé „tímabært að setja lög
sem stemma mundu stigu við þessu
athæfi“ þ.e.a.s. kiausturlífi í Hafn-
arfirði.
Og nú er komið að erfiðum mál-
um og flóknum.
Réttur minnihluta
„Einhliða innræting" er það sem
flest börn verða fyrir, ef foreldrar
þeirra hafa á annað borð einhverj-
í hverju þjóðfélagi er til ríkjandi
stefna í uppeldismálum - í einum
stað hefur kaþólsk kirkja síðasta
orðið, í öðrum marxismi af len-
ínskri gerð, í hinum þriðja kratísk
félagsmálahyggja. Um leið er það
ljóst, að í hverju þjóðfélagi eru tii
minnihlutahópar, sem telja að hin
opinbera eða hálfopinbera stefna í
hverjum einbeittum minnihluta,
þá er eins líklegt að „heilaþvottur"
komi til skjalanna - og á næstu
grösum er að banna þvílíkt athæfi.
Nefnum dæmi
Það er með þetta í huga að ég vil
taka upp hanskann fyrir þá for-
ítilefni greinar eftir Þorbjörn Broddason
ar skoðanir. Og þótt hver og einn
viti, að foreldrar geta verið hinir
mestu háskagripir, þá verður ekki
betur séð, en að við verðum, í nafni
mannúðar og skoðanafrelsis, að
taka upp hanskann fyrir rétt þeirra
til að hafa áhrif á börn sín. Auðvit-
að getur hver og einn komið með
dæmi sem brjóta öll lög og samúð -
eins og þegar Vottar Jehóva taka
sér vald til að neita börnum sínum
um blóðgjöf sem gæti bjargað lífi
þeirra. En slík mál mega ekki rugla
okkur í því rími sem mestu varðar.
uppeldismálum sé í veigamiklum
atriðum röng - og vilja því hafa rétt
og möguleika til að „innræta"
börnum sínum eitthvað annað.
Börnin, sem hafa því miður ekki
sömu möguleika og fullorðnir á
„upplýstu vali“, þau verða í öllu
falli fyrir innrætingu, og oftast nær
einhliða. Og þá skiptir mestu að
menn átti sig á því, að ef að þessi
innræting er framin í samræmi við
ríkjandi vald og meirihlutaviðhorf,
þá er hún talin eðlilegt uppeldi. Ef
hún er hinsvegar framin af ein-
eldra, í þessu dæmi pólskra, sem
hafa „innrætt“ dætrum eða sonum
djúpa virðingu fyrir bænalífi, fyrir
því að það sé rétt að „snúa baki við
heiminum", og eftirsóknarvert
hlutskipti að reyna að nálgast guð
án allra þeirra truflana sem felast í
venjulegum lífsháttum. Rétt eins
og ég mundi taka upp hanskann
fyrir gyðingaforeldra, sem tækju
trú sína alvarlega - og gerðu þar
með erfiðar og öðrum óskynsam-
legar kröfur til barna sinna um
hegðun og lífsmynstur. Rétt eins
Hvað er jákvætt?
Og að lokum þetta. Þorbjörn
sagði að fjölmiðlar hefðu látið sem
eitthvað jákvætt hefði átt sér stað
þegar nunnurnar komu til Hafnar-
fjarðar - og væri það ámælisvert
Hér er komið að heimssýn hvers og
eins. Og ég skil vel afstöðu Þor-
bjarnar, sem á sér margar hliðstæð-
ur fyrr og síðar hjá þeim mönnum
sem hafa haldið fram lífsnautn
gegn meinlætum - Davíð skáld
Stefánsson frá Fagraskógi var einn
þeirra sem duglegastir hafa verið
við að festa á blað ádrepur
bundnu máli um þetta efni - m.a.
um „veslings heimska nunnu“ sem
„eðli sínu glatar".
En ég vildi gjarna beina þessum
málum í annan farveg, ef hægt
væri.
Við lifum á tímum innrætingar
og „heilaþvottar“ sem er alveg sér-
staklega viðsjárverður vegna þess,
að hann þykist boða frelsi til hinnar
mestu ánægju af hinum bestu vöru-
gæðum: ég á við vitundariðnað
neysluþjóðfélagsins. Sá iðnaður er
svo áhrifamikill og sterkur, að
hvert það val sem stefnir í aðra átt
verður mikils virði. Ég segi fyrir
mína parta: hvenær sem ég frétti af
körlum, og konum, sem sigra
heiminn á sinn hátt með því að ger-
ast óháð því sem eftirsóknarverð-
ast er talið, þá gleðst mitt vantrú
aða hjarta. Og af því að pólskar
Karmelsystur eru upphaf þessa
máls: Þegar ég hugsa til unglinga
sem ég þekki og eru í heldur dapur-
legri samkeppni í sínu lífsvali um
það sem auðvelt er og ábatasamt,
þá finnst mér heldur gott til þess að
vita, að í Hafnarfirði, undir þessum
mikla himni sem er yfir íslandi, sé
beðið fyrir okkur öllum af fullkom-
inni ósérdrægni - líka þöngulhaus
um eins og Þorbirni Broddasyni og
Áma Bergmann.
Viltu stækka?
Vaxtarhormón framleitt í bakteríum
Um þessar mundir er að hefj-
ast framleiðsla á vaxtarhorm-
óni með nýjum aðferðum, sem
hægt verður að nota til að
vinna bug á ákveðinni tegund
dvergvaxtar, til að græða
brunasár og beinbrot og til að
styrkja veikburða bein.
Aðferðin felst í því að úr litn-
ingum manna er einangrað gen
sem stjórnar framleiðslu á vaxt-
arhormóni. Genið er síðan með
tæknibrögðum grætt í litninga
baktería sem auðvelt er að rækta.
Þær framleiða síðan ókjör af
vaxtarhormóni sem er þar næst
einangrað á tiltölulega auðveldan
hátt.
Áður hefur verið mikill skortur
á hormóninu, sem fékkst einung-
is á þann hátt að safnað var heila-
dinglum úr dánu fólki, en heila-
dingullinn sem er undir heilanum
framleiðir vaxtarhormónið í
mannskepnunni, og úr þeim var
vaxtarhormónið unnið. En með
þessu móti er ekki hægt að vinna
nema tiltölulega lítið magn af
hormóninu, sem annar hvergi
nærri eftirspurninni.
Það eru fyrirtækin Celltech í
Bretlandi og Genentech í Banda-
ríkjunum sem standa nú fyrir til-
raunaframieiðsiu á hormóninu,
sem einsog fyrr segir er hægt að
nota á margvíslegan hátt í lækn-
ingaskyni, þar sem það stjórnar
vexti frumanna.
Þess má geta að væntanlega
verður einnig innan tíðar hægt að
nota þessa aðferð til að framleiða
vaxtarhormón fyrir ýmis húsdýr,
sem hægt verður að nota til að
láta þau vaxa mun hraðar en nú,
og nýta fóður betur.
-ÖS
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9. - 10. júní 1984
sunnudagspistill
Arni
Bergmann
skrifar
og ég mundi taka upp hanskann
fyrir guðlausa foreldra, sem vildu
fá að ala sín börn upp í andstöðu
við stranga ríkiskirkju.
Járngrindur
Og að því er kaþólskar nunnur
varðar: þær hafa að öllum líkindum
orðið fyrir „einhliða innrætingu“ á
ungum aldri. En mér er tjáð, að
þær taki ekki nunnuheitið fyrr en
þær eru 21 árs. Og mér er einnig
sagt af fróðum mönnum kaþól-
skum, að ef nunna vill fá lausn frá
eilífðarheitum sínum, þá geti hún
sótt um það til Rómar, og sá hinn
sami vissi þess engin dæmi að slíkri
beiðni hefði verið hafnað. Hinar
„sterklegu járngrindur" í Hafnar-
firði, sem Þorbjörn Broddason
rhefur áhyggjur af í grein sinni, eru
því ekki eins skelfilegar og margir
halda, og þær eru af allt öðru eðli
en þeir rimlar, sem margir góðir
drengir hafa fengið utan um sig í
refsingarskyni fyrir óhlýðni við
pólitískt vald.