Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Helgin 9. - 10. júní 1984 Fréttaskýring Þegar Sjálfstaeðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar með Framsókn- arflokknum fyrir ári hafði augsjáanlega aðeins náðst samkomulag um eitt; þrengja að launafólki til að koma niður verð- bólgu og stækka hlut fyrirtækj- anna af arði vinnunnar. Síðan hefur ríkisstjórnin gert ýmis áhlaup til að leysa vandamál sem upp hafa komið, en þá hefur brugðið svo við, að samkomulag hefur náðst um það eitt að fresta viðkomandi vanda. Jafnvel innan rfkisstjórnarinnar er mönnum að verða það Ijóst að taka verður á málum með margvíslegri hætti en þrengja að kjörum almennings. Forystumenn Sjálfstæðisflok- ksins, þeir Friðrik Sóphusson og Þorsteinn Pálsson, hafa því vísað á endurskoðun stjórnarsáttmál- ans í sumar og þannig búið til skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Óánœgjan í Sjálf- stœðisflokknum Nú er það svo að Framsóknar- mönnum er sama hvers konar pó- litík er rekin í landinu, enda taka þeir þá pólitísku kollhnísa, sem til þarf til að vera í ríkisstjórn. Og það er einmitt meinið; þeir vilja vera í ríkisstjóm hvað sem tautar og raular. Það em þeirra ær og kýr - og allir sauðir einsog Fram- sóknarmaðurinn sagði um árið. Öðru máli gegnir um Sjálf- stæðisflokkinn. Innan flokksins hafa verið deiidar meiningar um kalda markaðshyggju (frjáls- hyggju) annars vegar og „félags- lega markaðshyggju" hins vegar. Ríkisstjómin hóf störf sín til að byrja með í anda frjálshyggjunn- ar einsog uppúr steftiuskrá Versl- unarráðs íslands. En þegar tímar liðu ffarn og skoðanakannanir sýndu fram á að meirihluti íslendinga vill sam- neyslu og er félagslega sinnaður um leið og fólk vill að fjármagnið verði tekið í ríkara mæli af fyrir- tækjum, þá breytti amk. forysta Sjálfstæðisflokksinsumtón. Þor- steinn Pálsson reyndi þannig að festa frasann „félagsleg markaðs- hyggja“ í sessi í sjónvarpsþætti og flenniviðtali við Morgunblaðið. Þegar hagsmunir ýmissa afla í Sjálfstæðisflokknum, smáfyrir- tækja og annarra sem em í sam- keppni við SÍS og Framsóknar- flokkinn rekast á, þá gerir mikil óánægja vart við sig í Sjálfstæðis- flokknum. Þannig gerðist það á síðustu dögum þingsins að hvað eftir annað sauð uppúr í stjórn- arsamstarfinu. Ræða varafor- manns Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnamesi, þarsem hann lýsti stjórnarstefnuna gjaldþrota, varð til þess að hann þótti taka afgerandi forystu í samræmi við vilja þorra Sjálfstæðismanna Morgunblaðinu til sárrar skap- raunar. Þeir hafa nefnilega enga trú á, að Framsóknarflokkurinn láti af varðstöðu sinni um kerfis- hagsmunina. Yfirlýsingum Friðr- iks Sóphussonar var því tekið fagnandi og sýnt að fleira kæmi í kjölfarið sem grefur undan stjórnarsamstarfinu. Sýður uppúr Þannig hefur það gerst öðm hvom að sýður uppúr innan Sjálfstæðisflokksins og heiftar- legar árásir á Framsóknarflokk- inn og SÍS-veldið fylgja í kjölfar- ið. Einhverjir hafa haldið að eftir að þingi lauk, myndu óánægju- raddimar þagna, og þolgóðir íhaldsmenn biðu eftir hinum nýja málefnasamningi Steingríms og Þorsteins. En nú er öðru að heilsa. Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður reið á vaðið og lýsti því yfir að óþolandi væri að SÍS hefði þá sérstöðu að geta „vaðið í bankakerfið og hirt þaðan þá peninga sem því sýndist“. Guð- mundur H. Garðarsson formað- ur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík og varaþing- maður fylgdi þessum ummælum Eykons eftir með harðskeyttum hætti. Guðmundur sagði í blaða- grein í Morgunblaðinu að marg- vísleg spillingarstarfsemi þrifist í skjóli Framsóknarflokksins og SÍS-veldisins. Hann kvað það ,JtfsspursmáI að Framsóknar- flokkurinn sé settur til hliðar um ófyrirsjáanlega framtíð“. Framsóknar- flokkurinn svarar í fyrsta skipti um áratugaskeið lét Framsóknarflokkurinn einsog hann væri ekki geðlausasti flokk- ur á Vesturlöndum að Búlgaríu meðtalinni - og svaraði fyrir sig í leiðara NT: „Taki ráðamenn Sjálfstæðis- flokksins undir skoðanir vara- þingmann síns með þögninni eða á annan hátt, verður að koma fram skýring á því hvers vegna flokkurinn sitji þá í stjórn með spillingaröflunum“. Frá því þessi leiðari Framsókn- arflokksins birtist sl. miðvikudag hefur þögnin ein ríkt af hálfu for- ystu Sjálfstæðisflokksins, að öðru íeyti en því að Friðrik Sophússon varaformaður sagði í blaðaviðtali að hann hefði orðað þetta öðru- vísi (!). Þarmeð er komið að því sem leiðari NT segir um málið næst „og Framsóknarflokkurinn hlýtur að endurskoða afstöðu sína gagnvart Sjálfstæðisflokkn- um“. Þegar svo er komið að Framsóknarflokkurinn talar um hugsanleg stjómarslit, þá er veruleikinn áreiðanlega sá að samstarfiðstendur ótraustari fót- um en nokkm sinni áður. Ástandið á landsbyggðinni Staðreyndin er sú að gífurleg óánægja er með ríkisstjómina og stefnu hennar í helstu atvinnu- greinum þjóðarinnar, bæði land- búnaði og sjávarútvegi. Kaupránin hafa ekki bætt úr því ástandi, að óttast er að komi til fólksflótta af landsbyggðinni, ef ekki verður steftiubreyting. Sjálf- stæðir útgerðaraðilar óttast yfir- töku SÍS á fleiri fyrirtækjum í sjávarútvegi og að Framsóknar- flokkurinn noti áfram aðstöðu sína til að maka krókinn á kostn- að minni fyrirtækja. Bændur á landsbyggðinni hafa ekki síður en aðrir fengið að kenna á stjómar- samstarfinu - og hvergi á lands- byggðinni ríkir ánægja með sam- staifið. Það á jafnt við um smáat- vinnurekendur og launafólk. Máski voru ummæli Tómasar Þorvaldssonar útgerðarmanns í Grindavík á aðalfundi SlF dæmi- gerð fyrir viðhorf atvinnurek- enda úti á landi, en hann sagði að verkafólk í sjávarútvegi væri orð- ið lægst launaða fólkið í landinu og „það sér hver maður að svona getur þetta ekki gengið lengur“. Annað stjórnarmynstur? Síðustu mánuði hefur öðm hvoru komið upp kvittur af áhuga ýmissa þingmanna Sjálfstæðis- flokksins á nýrri ríkisstjóm án þess að gengið yrði til kosninga. Óskar Guðmundsson skrifar Forystumenn Alþýðuflokksins em sagðir hafa þrýst á þingmenn Bandalags jafnaðarmanna um sameiningu með það fyrir augum að mynda meirihlutaríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum. Þá kom einnig upp kvittur um að Al- þýðubandalagið hefði einhvem áhuga á að mynda slíka stjóm með Sjálfstæðisflokki. Svavar Gestsson formaður Alþýðuband- alagsins kvað þetta ekki vera til neinnar umræðu á vegum þess, en ekkert hefur heyrst frá krötum eða Bandalagi jafnaðarmanna um þetta mál opinberlega. Ekki em neinar líkur á að komi til nýs stjórnarmynsturs án undangeng- inna kosninga. Þó ágreiningur Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins um ýmis grund- vallarmál í endurskoðun land- búnaðarmála, uppstokkun í sjá- varútvegi og fleiru sé býsna mik- ill, þá er ekki loku fyrir það skotið að málefnasamningur verði endumýjaður í sumar auk þess sem smá mannabreytingar verði á ríkisstjóminni. Þeir hanga þó alla vega saman um sína sam- eiginlegu hagsmuni: að halda kjömm launafólks niðri og passa uppá velferðarríki fyrirtækjanna. Mun líklegra verður að teljast að átökin á launamarkaði í haust komi til með að veikja stjómina svo hún neyðist til að segja af sér. Og það er til marks um það hversu veikt hún stendur í vitund almennings, að ráðherramir sjálfir skuli sí og æ að vera að tala um kosningar. Ævintýralega margir sögðust í skoðanakönnun DV nú í byrjun júní verða reiðubúnir í hörð átök í haust. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sagði af þessu tilefni í viðtali við D V: „Ef ákveð- ið verður að boða til verkfalla tei ég að ríkisstjórnin eigi umsvifa- laust að láta boða til kosninga þarsem kosið verði um stefnu ríkisstjórnarinnar og uppþot Al- þýðubandalagsins innan verka- lýðshreyfingar innar. “ Þorri launafólks fær nú ekki meira en dugir fyrir brýnustu nauðþurftum á mánuði og fólk sér tæpast annan veg en þann, að koma ríkistjórn og atvinnurek- endum í skilning um hvernig á- standið er. Hitt er og athyglisvert í þessu ástandi að mörgum kapítalistum og forsvarsmönnum fyrirtækja blöskrar hversu hlægilega lágt verð er greitt fyrir vinnuafl í landinu. Áður hefur verið minnst á um- mæli Tómasar Þorvaldssonar og Morgunblaðið hefur greint frá því að Hampiðjan sem fram að þessu hefur verið annálað fyrir- tæki vegna láglauna og lakra kjara verkafólks, hafi nú hækkað laun einhliða við launafólið hjá fyrirtækinu. Æ fleiri sjá að svona getur þetta ekki gengið lengur. Ef ríkisstjómin kúvendir ekki i afstöðu sinni til launamála og efnahagsmála yfirleitt, á hún ekki langt líf fyrir höndum. - úg. Flæðir undan ríkisst j órninni Ráðherra boðar kosningar í haust ritstjórnargreí n Listahátíð í Reykjavík Listahátíð í Reykjavík hefur nú um fjórtán ára skeið verið mönnum tilhlökkunarefni. Að vísu er það svo, að sjaldan eða aldrei verður sett saman dagskrá slíkrar hátíðar sem allir verði sáttir við. En hitt er jafnvíst, að Listahátíð hefur verið þarft fyrir- tæki, hún hefur flutt hingað marga prýðilega erlenda lista- menn og hún hefur verið tilefni góðra tíðinda í íslenskum listum. Fyrir og eftir hátíðimar er hægt að sjá hér og þar í blöðum nöldur um að Listahátíð sé alltof dýrt spaug og vafalaust munu slíkar raddir magnast nú á þeim dögum, þegar markaðshyggja er í tísku og allfyrirferðarmiklir í umræðunni þeir menn sem segjast vera á móti „niðurgreiðslum á menningu" og þar fram eftir götum. Engin á- stæða er til að taka undir slíkt raus: listalíf verður sjaldan arð- bært í þessu litla landi, og ef við emm ekki reiðubúin til að sýna listum nokkurt örlæti, þá leggst menningarstarfsemi smám sam- an af hér á landi og eftir verður dapurleg eyðimörk myndbanda- leiganna. Á liðnum ámm hafa margir ágætir menn komið við sögu List- ahátíðar, byggt hana upp, mótað vissar hefðir að því er varðar fjöl- breytileika og metnað. í þessari þróun hefur Listahátíð orðið ágæt menningareign sem við ekki megum án vera. Það er því ljóst að forráðamenn hátíðarinnar á hverjum tíma bera mikla ábyrgð á því að sem best sé að öllum undirbúningi og framkvæmd staðið. Og það er best að segja hverja sögu eins og hún gengur: á þessu ári hefur of margt farið úr- skeiðis, kynningarstarfsemi hef- ur bersýnilega ekki tekist sem skyldi. Einhverskonar kauða- skapur hefur fengjð um of að setja svip sinn á hátíðahaldið nú. í því sambandi má strax vísa til sjálfrar opnunarhátíðarinnar sem öll var undir merkjum undanláts- semi við þægilegheitin og ein- staklega metnaðarlaus. Þegar fyrsta Listahátíð var sett árið 1970 flutti Halldór Laxness ágæta ræðu og frumflutt voru ný verk eftir tvö ung tónskáld - það átti ekki að fara á milli mála að þetta væri í raun og veru listahátíð og íslensk hátíð. En semsagt: við skulum vona að allt fari á hinn besta veg og að kreppuástandið og önnur slík ytri skilyrði haldi ekki fólki frá því að sýna Listahátíð áhuga, sækja sýn- ingar og tónleika. Nú er verið að frumsýna nýtt íslenskt leikverk, mikil hljómsveit úr Lundúnum leikur tvisvar um helgina og mörg önnur ágæt tækifæri bjóðast til þess að leyfa listrænni upplifun að stækka tilveruna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.